Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 17. MARS 1997 W Netútgáfan setur íslenskar fornbókmenntir inn á Netið: Islendingar verða að gera bókmenntirnar aðgengilegar ekki að kaupa dýr- ar skólaútgáfur af sögunum heldur geta þau einfald- lega sótt þetta af vefnum. Það má vel vera að þeir sem séð hafa um slíkar útgáfur verði ósáttir en það verður bara svo að vera.“ Um næstu mán- aðamót ætlar útgáf- an að setja inn Njálu en hún hefur verið í vinslu lengi. Stefnt er að því að nokkrar nýjar sög- ur komi út um hver mánaðamót. „Ég vona að þessi starfsemi geti hald- ið áfram. Við erum Aöstandendur Netútgáfunnar (frá vinstri): Bjarni Sæmundsson, Benedikt Sæmundsson, Hafdís Sæmundsdóttir og Sæmundur Bjarnason. Netútgáfan er fyrirtæki sem hef- ur það að aðalmarkmiði að koma ís- lenskum fombókmenntum á Neiið. íslendingasögur, fomaldarsögur Norðurlanda, kappakvæði o.fl. era nú aðgengileg ókeypis fyrir þá sem eru nettengdir. Sæmundur Bjamason stendur að útgáfunni ásamt þremur bömum sínum. Hann segir aðdragandann að stofnun Netútgáfunnar nokkuð langan. „Ég ræddi oft um það í ís- lenskum fréttahópiun að íslending- ar ættu að hafa fornbókmenntir á Netinu en fékk litlar undirtektir. Ég setti síðan Bandamannasögu inn á Gopher sem íslenska menntanetið var með.“ Hann segir ástæðuna fyr- ir því að ákveðið var að stíga skref- ið til fulls m.a. söfnunarárátta hans, auk þess sem hann vilji vekja áhuga annarra á að koma slíku efni inn á netið. „Mér finnst íslendingar verða sóma síns vegna að gera bókmennt- imar aðgengilegar fyrir umheim- inn.“ Ekki gert í gróðaskyni Sæmundur segist hafa fengið við- brögð víða að og m.a. hafa útlend- pPROmetall Hillukeríi lyrlr vörulaprlnn, liílavci'hstæðfð, nuymsluna sniðíð að liiniiiu liöi’lum BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut ingar skrifað honum og hrósað fyr- ir framtakið. „Útlendingar, sem era að læra íslensku, segjast jafnvel frekar vilja lesa foma textann held- ur en nútímaíslensku, svo merkilegt sem það nú er.“ Hann segir þessi viðbrögð undirstrika hversu mikil- vægt það er fyrir íslendinga að hafa þessar bókmenntir á vefnum. Öll starfsemi útgáfunnar er unn- in í sjálfboðavinnu og sjá þau fjögur m.a. sjálf um að slá inn sögumar. „Við erum ekki að gera þetta til þess að græða á því. Hins vegar hef- ur Snerpa leyft okkur að geyma sögurnar á þeirra vélum án borgun- ar og án þess hefði þetta ekki verið hægt.“ Aðspurður sagði Sæmundur að Mál og menning, sem hefur útgáfu- rétt á íslendingasögunum, hefði maldað í móinn þegar hann hvatti fyrst til þess að þetta yrði gert. En eftir að Netútgáfan var formlega stofnuð hefði ekkert heyrst frá þeim. „Þeir sögðu m.a. að sögumar væra nú þegar til í stafrænu formi. Þeir selja hins vegar sínar útgáfúr háu verði á meðan við bjóðum upp á þetta ókeypis." Samningur hefur verið undirritað- ur á milli Pósts og síma hf. og Inter- nets á íslandi (INTIS), sem er sölu- aðili netþjónustu hér á landi. Samn- ingurinn felur í sér að INTIS mun fá tveggja megabæta leiguaðgang að Cantat-3 streng Pósts og síma og kemur það sem hrein viðbót við lín- una til Svíþjóðar sem INTIS hefur notað hingað til. Þetta mun því auka bandbreiddina til notenda Internetsins til muna sem hefur í för með sér hraðari sambönd. -HI Getur vonandi haldið áfram Sæmundur er viss um að notagildi þess að hafa sögumar á Netinu sé töluvert. „Fyrir utan áðumefnd viðbrögð frá útlendingum er mjög gott fyrir böm í skóla að þurfa nú að reyna að fá DVmynd GVA fyrirtæki til að styrkja okkur en ef það gengur ekki eftir þá verðum við hugsanlega að gefast upp og hætta við þetta,“ sagði Sæmundur að lok- um. Slóðin á heimasíðu Netútgáfunn- ar er http://www.snerpa.is/net -HI INTIS oy Póstur og sími semja Óskarinn á netinu Það verður mik- ið um aö vera á vefnum sem geymir upplýs- ingar tengdar óskarsverölaun- unum. Á http://osc- ar.com verður m.a. hægt að sjá brot úr þeim mynd- um sem tilnefndar eru til verölaun- anna. Á verölauna- daginn, 24. mars, verður einnig hægt að sjá stjörnurnar koma til hátíöarinn- ar J beinni útsend- ingu en athöfnin sjálf verður ekki sýnd á vefn- um. Reknir fyrir Netráp 4 starfsmenn Los Alamos rannsókna- stofunnar í Nýju Mexíkó voru reknir og 10 aðrir áminntir fyrir aö hafa not- að Netiö til persónulegra nota eins og til aö versla og skoöa bert kven- fólk. Starfsmaður tölvudeildar stofnunarinnar komst að því viö venjulega öryggis- könnun aö starfsmenn stofnuninnar hafi ítrekaö heimsótt staði á Netinu sem innihalda klám og not- að til þess tölvur I eigu stofnunarinnar. er ekki eina rannsókna- stofnunin sem á við þetta vandamál að stríöa. Um 100 starfsmenn í Sandia National rannsóknarstof- unni í Albuquerque hafa sést skoða klámsíður. Einnig var tölvufræöingur í Lawrence Livermore rannsóknastofunni í Kali- forniu ákærður fyrir aö geyma og dreifa tugi þúsunda klámmynda og nota til þess tölvu í eigu stofunnar. Reikningar borgaðir með tölvunni Fyrirtækið CheckFree hefur nú kynnt forritiö CheckFree E- Bill, sem gerir tölvunotendum kleift aö fá og borga reikninga með tölvunni heima í stofu. Forritið sýnir reikninginn í fullum litum með öllum nauðsynlegum upplýsing- um og notandans bíður rafræn ávís- un sem búið er að fylla út og þarf aö- eins að samþykkja. Forsvarsmenn CheckFree telja aö rukkunarkostnað- ur fyrirtækja muni minnka um þriöjung sé þessi aðferö notuð. Salmonellufréttir á netið Bandaríska landbúnaðarráöuneytið hyggst í sumar gera umfangsmiklar prófanir á salmonellu f nautgripa- og fuglakjöti. Þar sem niðurstööur slíkra athugana veröa samkvæmt lögum opn- ar almenningi er ráðuneytið að íhuga að gefa þær út á Netinu. Forsvarsmenn kjötframleiðenda hafa mótmælt því ákaft og telja samkeppn- isstööu sinni ógnaö með slíkri birt- ingu. Þeir óttast aö neytendur viti ekki hvernig túlka eigi slíkar upplýsingar og einnig að upplýsingarnar veröi notaðar til þess að kjöt- framleiðendur annarra landa misnoti upplýsingarnar með slæmum afleiðingum fyrir út- flutning á bandarísku kjöti. Neytendasamtök í Bandaríkj- unum sjá hins vegar engan mun á þessu og því aö sjá öryggisskrár flugfélaga. Sam- tökin telja að menn eigi rétt á að fá þessar upplýsingar og að Netiö sé besta leiðin til að koma þeim til skila. Netorðabækur Tengingar í netorðabækur á hinum ýmsu tungumálum er að finna á http://www.public.ia- state.edu/-pedro/diction- aries.html. Allt handa börnunum Hægt er að kaupa allt handa börnunum á http://www.kidz- books.com/mall.html Bráðavaktin Aðdáendur sjónvarpsþátt- anna um Bráðavaktina (ER) ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á http://www.ual- berta.ca/~ wtsang/er/er.html Woody Allen Þeir sem era hrifnir af Woody Allen geta skoðað http: //www.idt.unit.no/~torp/woo dy/woody.html Frímerkjasöfnun Áhugamönnum um frí- merkjasöfnun þætti áhugavert að skoða http://www.phUa- tely.com/ Greindarpróf Ef þú vUt athuga hversu greind(ur) þú ert, er http://cech.cesnet.cz/IQ/IQ- test-e.html tUvalinn staður tU þess. Bókabúd Stærsta bókabúð heims er á http://www.amazon.com/. Á vefsíðu búðarinnar er m.a. hægt að lesa fyrstu tvo kaflana í nýjustu bók Johns Grishams, The Partner.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.