Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Qupperneq 22
30
vísindi og tækni
MANUDAGUR 17. MARS 1997
Lyf gagnast lítii
við kverkaskít
Særindi í hálsi og bólga í enn-
isholum geta verið fjandanum
leiðinlegri en það er vist lítið
hægt að gera
ann-
að en
að bíða
eftir að
einkenn-
'C
V
um
in
hverfi.
Lyf gera
lítið
gagn.
Svo
segja Paul
Little og félag-
ar hans við D'w”'"ð:Unm
háskólann í Southampton í
grern í Breska læknablaðinu.
Þeir fylgdu eftir 700 manns frá
fjögurra ára aldri og upp úr sem
höfðu leitað til læknis vegna
særinda í hálsi. Litlu máli virt-
ist skipta hvort fólk fékk lyf
eður ei þar sem milli 30 og 37
prósent sjúklinganna jöfnuðu
sig á þremur dögum, sama
hvort þeir fengu lyf strax eða
alls ekki. Og yfirleitt voru allir
búnir að ná sér eftir fjóra til
fimm daga.
Magasárspilla
bjargar lífi
mæðra
Lyf sem ætlað var að lækna
magasár hentar sennilega vel til
að stöðva blæðingar hjá konum
eftir barnsburð og gæti því
bjargað lífi allt að 250.000
kvenna á ári, að sögn bresks
læknis.
Lyfið var reynt á 250 konum í
London og var árangurinn jafn
góður og við notkun hefðbund-
innar meðferðar þar sem lyfi er
sprautað i konurnar. Spraut-
ulyfmu, sem er mikið notað
bæði í Evrópu og Norður-Amer-
íku, fylgja oft aukaverkanir en
ekki magasárspillunni.
Þar við bætist að pilluna er
hægt að nota miklu víðar í lönd-
um þar sem heitt er í veðri.
Samkvæmt tölum frá Alþjóða
heilbrigðismálastofhuninni
(WHO) deyja um 250.000 konur
árlega af völdum blæðinga eftir
barnsburð í löndum sem ekki
hafa slíkt lyf.
Einangrið sýnin
frá Mars
Afar litlar líkur
eru á því að
hugsanlegar líf-
verur á reiki-
stjömunni Mars
líti út eins og þær
sem sjá má í kvik-
mynd Tims Burtons sem verið
er að sýna í Reykjavík. Samt
hefur nefnd vísindamanna í
Bandaríkjunum ráðlagt að öll
sýni sem tekin verða á Mars í
framtíðinni verði einangruð við
komuna til jarðar. Þá er lagt til
að öll tæki sem komast i snert-
ingu við sýnin verði annað
hvort dauðhreinsuð eða skilin
eftir úti í geimnum.
Nefndarmenn viija hafa vaðið
fyrir neðan sig ef svo vildi nú til
að í sýnunum leyndust einhvers
konar lífverar sem gætu valdið
tjóni á jörðinni. Litið skyldi á
sýnin sem hættuleg þar tÓ ann-
að sannaðist.
Reiknað er með að snemma á
næstu öld verði komið með sýni
frá Mars til jarðar.
Fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar í Kína:
Sjálfskoðun á brjóstum
gerir ekki tilætlað gagn
Fyrstu niðurstöður lofa ekki
góðu. Svo virðist nefnilega sem
sjálfskoðanir kvenna á brjóstum
sínum komi ekki í veg fyrir
dauðsföll af völdum krabbameins,
leiði ekki til þess að fleiri sjúk-
dómstilfelli greinist eða þá að
sjúkdómurinn greinist fyrr en
ella.
Þetta eru sem sé aðeins fyrstu
niðurstöður úr umfangsmikilli
rannsókn sem nær til nærri
300.000 kínverskra kvenna. Rann-
sókninni verður haldið áfram í
fimm ár til viðbótar og því kann
annað að verða upp á teningnum
eftir því sem konumar eldast.
Til þessa virðist gagnið að
svona sjálfskoðun hins vegar vera
óverulegt og aðalhöfundur skýrsl-
unnar segir niðurstöðumar hugs-
anlega benda til þess að ekki sé
viturlegt að verja miklu af al-
mannafé til að kenna konum sjálf-
skoðun og reka áróður fyrir
henni.
„Þetta er ekki sérlega upp-
örvandi sem stendur," segir David
Thomas, faraldursfræðingur við
Fred Hutchison krabbameins-
rannsóknarstofnunina í Seattle í
Bandaríkjunum. Skýrsla um
rannsóknina birtist nýlega í riti
bandaríska krabbameinsfélagsins.
Thomas segist ekki vilja letja
konur til að stunda brjóstasjálf-
skoðun, einkum ef þær eru i mikl-
um áhættuhópi. Þær eigi hins veg-
ar ekki að treysta eingöngu á þess-
ar sjálfskoðanir, heldur eigi þær
einnig að fara í brjóstamyndatök-
ur, sérstaklega eftir að þær kom-
ast á sextugsaldurinn.
Niðurstöður fyrri rannsókna á
brjóstasjálfskoðun kvenna hafa
verið á ýmsa lund og því höfðu
lengi verið uppi óskir um að rann-
sókn af þessu umfangi yrði gerð.
Rannsóknin í Kína, sem hófst árið
1989, náði til meira en 267.000
kvenna, fæddra á árunum 1925 til
1958. Konurnar störfuðu í 520
vefnaðarverksmiðjmn í Shanghaí.
Helmingi kvennanna var kennd
sjálfskoðun en konurnar í saman-
burðarhópnum fengu fræðslu um
bakverki. Engin kvennanna fékk
brjóstamyndatökur, enda á þessi
þjóðfélagshópur alla jafna ekki
kost á þeim.
Rannsóknin leiddi í ljós að
dauðsföll af völdum brjóstakrabba
voru ekki færri hjá þeim konum
sem fengu þjálfun i sjálfskoðun en
hjá samanburðarhópnum. Ekki
fundust heldur fleiri æxli hjá sjálf-
skoðunarhópnum, né heldur fund-
ust þau fyrr.
Thomas segir að rannsóknir á
brjóstamyndatökum sýni að
ávinningur þeirra komi ekki í ljós
fyrr en að nokkrum árum liðnum.
Hann leggur því áherslu á að
rannsókninni á kínversku konun-
um verði haldið áfram í fimm ár
enn til að fá endanleg svör.
Cornelia Baines frá háskólan-
um. í Toronto í Kanada tekur í
sama streng i grein þar sem hún
fer lofsamlegum orðum um rann-
sóknina og hvemig að henni hafi
verið staðið. „Það er mikilvægt að
bíða eftir tíu ára lokaniðurstöðun-
um,“ segir hún.
Ástand skóglendis heimsins
Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ |FA0) skýrði nýlega frá því að hægt hefði á eyðingu
skógtendis í heiminum en búast mætti við að skógar héldu áfram að minnka næsta áratug
vegna fjölgunar ibúa
Náttúrulegir skógar í þróunarlöndunum, sem flestir eru
hitabeltisskógar, minnkuöu um 13,7 milljónir hektara á
ári milli 1990 og 1995, samanborið viö 15,5 milljónir
hektara á ári milli 1980 og 1990
Astæður eyðingar skóglendis
á hitabeltissvæðum
■ ruðningur vegna landbúnaðar
■ skógarhögg
Miöbaugur'
■ Hitabeltisregnskógur
Samanburður á skógtendi á
árunum 1980 og 1990
Breytingamar eru prósenta af skóglendi
hvers svæðis áriö 1980, nema í fyrrum Sovétrikjunum
Þróuðu löndin
REUTERS
Ástralía, Asía, Japar 3 1.0
N-Amerika |"' 2.6
Evrópa ffií
'•r
^i|§|
Þróunarlöndin
Rómanska Ameríka/Karibahaf
Afrfka
Þróunarlönd í Asíu og Eyjaálfu
2J
Saír Indónesía Kína
Bandar. Kanada Brasilfa Rússneska
sambandsr.
Source: State of the World’s Forests, FAO
Furðuvængir út-
dauðs furðudýrs
Elsta skriðdýrið sem vitað er
um að hafi getað flogið leið um loft-
in blá á stórfurðulegum vængjum
sem í voru tugir beina sem mynd-
uöust beint undir hörundi þess, að
því er fram kemur í ritinu Science.
Skepna þessi er talin hafa lifað
fyrir um 250 milijónum ára. Hún
var fyrst auðkennd í steingervingi
sem fannst í Þýskalandi árið 1910.
Ekki var þetta fugl og vængir
hennar voru öðruvísi en vængir
allra annarra vængjaðra dýra,
núlifandi eða útdauðra. Furðudýr
þetta ber ffæðiheitið
coelurosouravus iaekeli.
Hans-Dieter Sús, einn höfunda
greinarinnar um dýrið, segir að í
öllum öðrum dýrum sem fljúga
njóti vængimir stuðnings frá
beinagrindinni. Ekki hjá um-
ræddri skepnu.
Vængir fúgla og leðurblaka þró-
uðust úr ff amfótum sem fengu meö
því annað hlutverk. Hjá fúrðudýr-
inu mynduðust vængjabeinin í húð
þess og voru ekki tengd beina-
grindinni.
Hugmynd þessi þótti svo lang-
sótt þegar steingervingurinn
fannst á sínum tíma að vísinda-
mennimir fjarlægðu vængjabeinin
þar sem þeir töldu að þau hlytu að
vera úr uggum fiska sem lágu ofan
á skriðdýrinu. Menn áttuðu sig
ekki á hinu rétta fyrr en árið 1978.
Námumaðurinn sem fann dýrið
hafði hins vegar rétt fyrir sér þeg-
ar hann nefadi það „skriðdýrið
fljúgandi".
r , --------------------------------- ---------
PI Lækkun líkamshita eykur verulega
ons sem verið Sli ■
batalíkur eftir alvarlegan heilaskaða
Þeir sem verða fyrir alvarlegum
heilaskaða vakna fyrr úr dáinu ef
líkami þeirra er kældur mikið nið-
ur fljótlega eftir að áverkinn hlýst.
Þetta kemur fram í grein lækna
við læknamiðstöð Pittsburgh- há-
skóla sem birtist í tímaritinu New
England Joumal of Medicine.
Læknarnir völdu 82 sjúklinga
með höfuðáverka og var ákveðið af
handahófi hverjir þeirra skyldu fá
venjulega meðferð og hverjir yrðu
kældir niður í 32,2 gráða líkams-
hita. Þeim líkamshita var síðan
haldið óbreyttum i einn sólar-
hring. Kælingin hófst sex klukku-
stundum eftir slysið.
Einu ári síðar reyndust 62 pró-
sent sjúklinganna, sem höfðu verið
kældir niður, sjá um sig sjálf en
aðeins 38 prósent þeirra sem fengu
hefðbundna meðferð sem felst í því
að draga úr bólgum i heilanum.
Kælimeðferðin gagnaðist best
þeim sjúklingum sem ekki voru á
dýpsta stigi dauöadás.
Niðurstöður læknanna í Pitts-
burgh, þeirra Donalds Marions og
félaga, staðfesta það sem haldið
var fram þegar árið 1943, nefnilega
að ofkæling virðist vernda heilann
á meðan hann er að reyna að ná
sér eftir alvarlegan áverka. Kæl-
ingin degur úr þrýstingi á heilann.
Mörgum spurningum um tækni
þessa er hins vegar ósvarað, eins
og hversu lengi mætti kæla lík-
amann og hversu mikið og hve
langur tími mætti líða frá því
áverkinn hlaust áður en kæling
yrði að hefjast svo hún yrði ekki
gagnslaus. Nýja rannsóknin reynir
að svara nokkrum þessara spum-
inga.
Sjúklingamir voru kældir niöur
þar til líkamshiti þeirra varð 32,2
gráður en ofkæling hefst þegar
hann er kominn í 35 gráður. Kæl-
ingunni var síðan haldið í sólar-
hring en það tók svo tólf klukku-
stundir að hita líkamann aftur upp
í eðlilegt hitastig, eða 37 gráður.
Öllum sjúkiingunum voru gefin lyf
tii að koma í veg fyrir skjálfta.
Marion og félagar hans komust
að því að ofkælingin hafði engin
áhrif hjá þeim sjúklingum sem
voru í hvað dýpstu dauðadái þegar
meðferðin hófst.