Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Page 36
44
MÁNUDAGUR 17. MARS 1997
J*
- li
íslenskir
karlmenn
„íslenskar konur virðast vita
fátt skemmtilegra en að gagn-
rýna íslenska karlmenn. Þeir
eru ókurteisir, vitlausir, rudda-
legir og yfirgangssamir, eru
reyndar ágætir til undaneldis en
ónýtir til uppeldis."
Kolbeinn Stefánsson, í Alþýöu-
blaðinu.
Bjarnargreiði
„Fólki er raunverulega enginn
greiði gerður með þvi að senda
því tékka í byrjun sumarleyfis."
Páll Pétursson, um vaxtabæt-
ur, í Degi-Tímanum.
Ummæli
Skrifað upp á byssuleyfi
„Hvað gerir yfirmaður fikni-
efnadeildarinnar þegar einn
stærsti eiturlyfjasali landsins
biður hann um meðmæli með
byssuleyfi? Hann skrifar upp á.
Nema hvaö.“
Hrafn Jökulsson ritstjóri, í Al-
þýðublaðinu.
Aumingja Júróvision
„Aumingja Júróvisjónkeppnin
heldur pínulítið að það sé 1986.
Ég ætla aö leiðrétta þann mis-
skilning.“
Páll Óskar, tilvonandi Júró-
visjónkeppandi, i Degi-Tíman-
um.
Mannsheilinn er ávallt mikiö rann-
sóknarefni enda eru hlutar hans
ókannaöir.
Mannlegt
minni
Mönnum er gefið ákaflega mis-
jafnt minni og það eru til miklir
afreksmenn í því að muna sem
hinn venjulegi maður á erfitt með
að skilja. Einn slíkur er Bhand-
anta Vicitsara sem þuldi 16.000
blaðsíður úr helgibókum Búdd-
hatrúarmanna í Rangoon í Burma
í maí 1974. Gon Yang-Li var aðeins
25 ára gamall þegar hann hafði
lagt á minnið meira en 15000 síma-
númer í Harbin í Kína. Til eru
dæmi um sjónminni manna sem
geta horft einu sinni á mynd og
síðan þulið alia myndina upp,
smáatriði fyrir smáatriði. Banda-
ríkjamaðurinn Frost McKee lagði
á minnið spilaröð úr níu spila-
stokkum eftir að spilin höfðu öll
verið stokkuð saman. Hann sá
spilaröðina aðeins einu sinni en
skeikaði samt aðeins þrisvar sinn-
um. Þetta átti sér stað í Mansfield
í Texas í nóvember 1988.
Blessuð veröldin
Mannlegur reikniheili
Heimsmet í að draga 13. rót af
hundrað stafa tölu er 1 mínúta
28,8 sekúndur. Það met setti Hol-
lendingurinn Willem Klein 7. apr-
íl 1981 í Tsukuba í Japan. Hinn 18.
júní 1980 margfaldaði frú Sha-
kuntala Devi frá Indlandi tvær 13
stafa tölur 7.686.369.774.870 x
2.465.099.745.779, sem tölvudeild
Imperial College í London valdi
handa henni af handahófi. Þetta
dæmi leysti hún á 28 sekúndum
og svar hennar reyndist rétt.
Sumir reiknisérfræðingar hafa
neitað að taka afrek frú Davi trú-
anlegt. Telja þeir það taka öðrum
svipuðum afrekum svo fram að
eftirliti hljóti að hafa verið áfátt.
Slydda og síðar rigning
í dag verður austankaldi eða
stinningskaldi og él sunnan- og
austanlands fram eftir degi en úr-
komulítið norðan- og vestanlands.
Veðrið í dag
Síðdegis hvessir af austri og norð-
austri með slyddu og síðar rigningu
suðaustanlands, snjókomu á Aust-
urlandi en éljum norðan- og norð-
vestanlands. Víða ætti að sjást til
sólar og hitinn verður rétt undir
frostmarki nema á Suður- og Suð-
austurlandi þar sem gert er ráð fyr-
ir að hitinn verði tvö til þrjú stig
yfir daginn.
Sólarlag í Reykjavík: 19.35
Sólarupprás á morgun: 07.35
Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.33
Árdegisflóð á morgun: 02.16
Veðrið kl. 12 í gær:
Akureyri léttskýjað -10
Akurnes snjókoma -3
Bergstaöir léttskýjaö -8
Bolungarvík heiðskírt -2
Egilsstaðir skýjaó -6
Keflavíkurflugv. alskýjaó -2
Kirkjubkl. snjókoma -2
Raufarhöfn snjóél -4
Reykjavík snjókoma -2
Stórhöfði snjókoma -1
Helsinki léttskýjað -2
Kaupmannah. skýjað 3
Ósló léttskýjað 3
Stokkhólmur skýjað 0
Þórshöfn snjókoma 1
Amsterdam þokumóða 10
Barcelona heiðskíri 17
Chicago heiðskírt -11
Frankfurt skýjað 13
Glasgow súld 11
Hamborg skýjað 4
London skýjað 13
Lúxemborg þokumóða 9
Malaga mistur 18
Mallorca léttskýjaö 21
París skýjað 15
Róm heiöskírt 18
New York skýjað -2
Orlando heiðskírt 14
Nuuk skýjað -4
Vín skúrir 10
Washington hálfskýjað 0
Winnipeg heiðskírt -17
Petur Johannsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Suðurnesja:
Líkar vel að vera nálægt sjónum
DV, Suðurnesjum:
„Horft er til framtíðar með stofn-
un þessa hafnasamlags, bæði hvað
varðar framkvæmdaáætlun næstu 4
árin, svo og nýframkvæmdir við
nýjar hafnir í tengslum við stóriðju
sem er spennandi verkefni ef af
verður. Þá er verið að tala um að
byggja tvær nýjar hafnir, í Sandvík
I tengslum við magnesíumverk-
smiðju og Keilisnes," sagði Pétur
Jóhannsson, hafnarstjóri Hafna-
samlags Suðurnesja, sem hefur haft
í mörgu að snúast síðan samlagið
var stofhað 20. janúar sL Svæðið
nær frá Garðskagatá að landamær-
um Hafnarfjarðar. Með stofnun
samlagsins er það von margra að
önnur sveitarfélög á Suðumesjum
komi þar inn í framtíðinni.
Maður dagsins
„Til framtíðar litið þá sjáum við
að álver rísi á Keilisnesi og í tengsl-
um við það verður byggð höfn. Það
er búið að hanna höfnina og hafnar-
svæðið að mestu leyti og munu
framkvæmdir kosta yfir milljarð.
Einnig erum við búnir að gróf-
hanna staðsetningu nýrrar hafnar i
Sandvík fyrir magnesíumverk-
smiðju og hljóðar gróf kostnaðará-
Pétur Jóhannsson.
ætlun upp á 800 milljónir." En fyrir
utan fyrirhugaðar nýjar hafnir í
tengslum við stóriðjur hafa verið
miklar hafnarframkvæmdir á und-
anförnum árum á hafnarsvæði Pét-
urs og verður á næstu árum. „Við
erum að fullklára höfhina í Helgu-
vík og munum auka umsvifin þar
enn frekar en nú er. Þar verður
hægt að taka léttilega á móti stóru
gámaskipi og verður malbikað
gámasvæði. Þá verða framkvæmdir
við grjótvarnargarð við Voga og á
næsta ári verða siðan framkvæmdir
við höfnina í Garði. Þá hafa verið
miklar framkvæmdir við höfhina í
Keflavík."
Það er óhætt að segja að Pétur
hafi mikla reynslu í hafnarmálum.
Hann byrjaði sem skrifstofustjóri
hjá Landssöfnuninni Kefla-
vik-Njarðvík 1976. Árið 1987 tók
Pétur við starfi hafnarstjóra og hef-
ur sinnt því starfi síðan og er í dag
orðinn hafnarstjóri Hafnasamlags
Suðurnesja. „Þetta er mjög krefj-
andi, fjölbrevtt og spennandi starf.
Það felur meðal annars i sér að sjá
um stjórnun, daglegan rekstur,
byggingareftirlit og sjá um fram-
kvæmdir á hafnarmannvirkjum.“
Pétri líkar stórvel að vera nálægt
sjónum. Áður en hann hóf störf hjá
Landhöfninni var hann á sjó, loðnu-
bát, vertíðabát og togara ásamt því
að ljúka sínu námi í Verslunarskól-
anum. Pétur hefur einnig pungapróf
á bát.
Pétur á sér nokkur áhugamál fyr-
ir utan vinnuna og fjölskyldu. „Ég
hef gaman af að fara á skíði og
stunda útiveru. Þá hef ég gaman af
að fara á sjó.“
Eiginkona Péturs er Sólveig Ein-
arsdóttir, bókari hjá Reykjanesbæ og
er hún fæddur Akureyringur. Þau
eiga þrjú böm, Jóhann 14 ára sem á
að fermast á næstu dögum, Sunnu 10
ára og Einar 8 ára. -ÆMK
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1761:
EYÞcíR-
Maurapúkar
Haukar og Stjarnan sem hér eig-
ast við fyrr í vetur eru í eldlínunni
í kvöld.
Úslitakeppnin í
handbolta og
körfubolta
Úrslitakeppnin hjá körlum í
handboltanum er hafin og er
þegar lokið tveimur leikjum í
átta liða úrslitunum. Keppnin
heldur áfram í kvöld, en þá leika
Haukar, sem urðu í öðru sæti í
deildinni, gegn Val og fer leikur-
inn fram í íþróttahúsinu i
Strandgötu. Haukar þykja sigur-
stranglegri, en þess má geta að
það mun vanta tvo af máttar-
stólpum liðsins í lið þeirra í
kvöld. Hinn leikurinn er á Akur-
eyri þar sem KA leikur gegn
Stjörnunni og verður sá leikur
örugglega jafh og spennandi, KA
er sterk á heimavelli og er því
sigurstranglegra.
íþróttir
í kvöld verður einnig leikið í
undanúrslitum í 1. deild kvenna
í körfuboltanum. í fyrri leiknum
sem hefst kl. 20 leika Grindavík
og Keflavik og korteri síðar eða
kl. 20.15 leika ÍS og KR.
Bridge
Einn af þekktustu kennurum í
bridge í Bandaríkjunum er Bill Root
sem búsettur er í Boca Raton í Flór-
ída. Hann hefur kennt þúsundum
manna bridge og fáir sennilega af-
kastameiri í þeim efnum en hann.
Root er ekki bara góður kennari,
heldur einnig fyrirtaks spilari eins
og eftirfarandi spil sýnir. Hann sat í
suður í þessu spili og hafnaði í fjög-
urra hjarta samningi. Sagnir gengu
þannig, suður gjafari og allir á
hættu:
« KG7
w 10987
■f KD75
* KD
♦ 10964 .
W 5
♦ 1082
* Á7542
é ÁD85
W DG643
f Á9
* 103
Suður Vestur Norður Austur
1 w pass 4 * pass
4 w p/h
Fjögur lauf norðurs var ákveðin
sagnvenja sem sýndi hjartastuðning
og opnunarstyrk, en kontróla-
snauða jafnskipta hendi. Hendi suð-
urs bauð ekki upp á nein tilþrif og
sagnir enduðu í fjórum hjörtum.
Jafnvel fjögurra hjarta samningur-
inn virtist vera of mikið lagt á spil-
in því vömin lagði strax grunn að
því að sækja sér stungu í spaðalitn-
um. Útspil vesturs var spaðaþristur
sem Root drap heima og spilaði
hjarta. Vestur drap á kóng og spil-
aði spaðatvistinum og útlitið ekki
bjart. Ef Root hefði haldið áfram að
spila hjarta, hefði vestur drepið á
ásinn, austur gefið kall i laufi, feng-
ið næsta slag á ásinn og gefið austri
stungu í spaöa. En Root sá leið til að
koma í veg fyrir stunguna. Hann
tók einfaldlega þrjá hæstu i tígli og
henti laufi heima. Síðan kom loka-
hnykkurinn, fjórði tígullinn og sið-
ara laufinu hent heima. Vestur fékk
slag á tígul sem hann hvorki bjóst
við, né hafði áhuga á að fá. Innkoma
austurs á laufásinn var nú horfm og
vestur fékk aldrei stunguna sína í
spaða. ísak Öm Sigurðsson
f 32
W ÁK2
f G643
* G986