Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997
Fréttir
Upplýsingar ríkissaksóknara í gær í réttarhaldi í fíkniefnamáli gegn Franklín Steiner:
„Það á að krossfesta ákærða af
því að ákæruvaldið telur hann vera
fikniefnasala. Það hefur enginn gef-
ið sig fram sem segir aö ákærði sé
hinn mikli kóngur í fikniefnasölu,"
sagði Hilmar Ingimundarson, verj-
andi Franklíns Steiners, í réttar-
haldi i gær í fíkniefnamáli þar sem
honum er m.a. gefið að sök að hafa
átt um 250 grömm af amfetamíni
sem fundust við og á heimili hans
þann 13. apríl síðastliðinn - í máli
þar sem annar maður gaf sig fram í
desember sem kvaðst eiga efnin.
Hilmar sagði að ekkert hefði komið
fram sem hnekkti framburði vitnis-
ins og hefði það verið með ólíkind-
um að ákæruvaldið hefði krafist
þess, eftir að aðalmeðferð hófst í
desember, að RLR rannsakaði hvort
vitnið væri ranglega að taka á sig
sök og bera rangt fyrir dómi.
1 varnarræðu sinni við málflutn-
inginn í gær var Hilmar þungorður
í garð stjómvalda og fjölmiðla - það
væri ótrúlegt að þjóðþing Islendinga
tæki mál Franklíns upp eftir að
grein birtist í Mannlífi. „Það á að
rannsaka sögusagnir. Maður gæti
ímyndað sér nomaveiðar gagnvart
ákveðnum rnanni," sagði Hilmar.
Af hverju kom vitniö ekki
fyrr?
Sigurður Gísli Gíslason, fulltrúi
ákæruvaldsins, sagði í sóknarræðu
sinni, að Franklín hefði ekki neitað
því að hafa átt efnin við fyrstu yfir-
heyrslur hjá lögreglu þrátt fyrir að
orðalagið - að hann væri „að taka á
sig sökina“ væri heldur óvenjulegur
framburður. Hann undirstrikaði
síðan framburði tiltekinna lögreglu-
manna um að þegar efnin fundust á
heimili Franklíns hefði það ekki
komiö honum á óvart. Þessu mót-
mælti hins vegar verjandinn og
sagði að þvert á móti hefði Franklín
verið undrandi þegar efnin fundust.
pening inn hefði hann ekki getað út-
skýrt en sér hefði gengið vel í spila-
kössum.
Sækjandinn vék síðan að því
hvers vegna hann hefði verið með
50 grömm af hassi á sér í bíl sínum
þegar Kópavogslögreglan stöðvaði
för hans og áður en húsleit var
framkvæmd á heimilinu - mann
sem þá var ekki i fíkniefnaneyslu.
Skýringar Franklíns hafa verið
þær, sagði sækjandinn, að „ef freist-
ingin hefði komið upp“ væri gott að
hafa efnin meðferðis.
Sigurður Gísli sagði að litilræði
af amfetamíni sem fannst á Frank-
lín við handtöku hefði verið sams
konar efni og það sem fannst á
heimili hans síðar. Þessu mótmælti
verjandinn hins vegar alfarið og
vísaði til orða prófessors í lyfja-
fræði sem kom fyrir dóminn.
Verjandann og sækjandann
greindi síðan m.a. á um veðurfar
við heimili Franklíns. Sækjandinn
sagði til að undirstrika ótrúverðug-
leika vitnisins að það hefði sagt að
ágætis veður hefði verið í Hafnar-
firðinum það kvöld þegai- það kom
fikniefnunum fyrir í garðinum við
heimili Franklíns - a.m.k. hefði
ekki rignt. Sækjandinn sagði síðan
að samkvæmt upplýsingum Veður-
stofunnar hefði verið rok og rigning
þetta kvöld.
Hilmar Ingimundarson tók þetta
óstinnt upp í sinni ræðu og vísaði
til dyntótts veðurfars á Fróni og
sagði að þótt það rigndi í Reykjavík
þurfi ekki endilega að rigna líka í
Hafnarfírði og öfugt. „Þetta eru ekki
nógu vönduð vinnubrögð hjá
ákæruvaldinu að byggja á þessu,"
sagði Hilmar.
Málið hefur nú verið tekið til
dóms. Samkvæmt bókinni hefur
dómarinn, Guðmundur L. Jóhann-
esson, þrjár vikur til að komast að
niðurstöðu í málinu.
Sækjandinn
sagði síðan að
Franklín hefði
á fyrstu stigum
rannsóknar-
innar ekki
dottið í hug að
nefna nafn
framangreinds
vitnis, sem gaf
sig loks fram í
desember, hins
vegar hefði
hann nefnt
konu sína til
sögunnar á
fyrri stigum -
þrátt fyrir að
fyrir liggi að
enginn annar
en Franklín,
kona hans og
vitnið höfðu
ein aðgang að
húsinu.
Franklín Steiner við komuna í Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun. Franklín (með sólgleraugu)
er þarna ásamt lögmanni stnum, Hilmari Ingimundarsyni. Dv-mynd e.ói.
Samviska
og heimilis-
upplausn
Sækjandinn
taldi síðan upp
ýmis atriði og
vék að ótrú-
verðugleika
vitnisins sem hefði borið að sam-
visku sinnar vegna hefði hann gefið
sig fram í árslok þar sem hann vissi
að málið hafði valdið upplausn á
heimili Franklíns. Fram kom að
vitnið var eins konar vinnumaður á
heimili hans, m.a. viö að dýpka
kjallarann en hann hefði ekki feng-
ið greidd laun hjá húsráöanda.
Sigurður Gísli benti síðan á að
vitnið hefði orðið tvísaga um
hvenær það kom með efnin inn á
heimilið. Einnig væri grunsamlegt
að maðurinn hefði sagt að am-
fetamín í poka á bak við ofn hefði
I dómsalnum
Óttar Sveinsson
verið blautt þrátt fyrir að það hafi
verið þurrt er það fannst, og hann
myndi ekki hvort það heföi verið í
einfoldum eða tvöfóldum poka þeg-
ar hann kom því fyrir.
Sækjandinn lagði ekki síst
áherslu á að amfetamínið hefði veg-
ið 250 grömm en ekki 180 grömm
eins og vitnið bar sjálft - það væri
einkennilegt að sá sem afhenti vitn-
inu efnin hefði verið að snuða sig
um 70 grömm í bransa þar sem allt
er vigtað upp á gramm. Efnin, sagði
vitnið, að það hefði fengið út á krít
og greiðslur væru ófrágengnar.
5 milljónir í tekjur
Sigurður Gísli vék síðan máli
sínu að Franklín Steiner. Hann
haföi eftir honum eftir rannsókn
RLR að tekjur hans hefðu numið
um 5 milljónum króna árið 1996.
Hvemig hann hefði unnið sér þann
5 milljóna árstekjur
Franklíns í spilakössum?
- verjandi sagöi framgöngu stjórnvalda og fjölmiðla meö ólíkindum
Dagfari
Úlfahjöröin í Dagsbrún
Dagsbrúnarmenn era ekki ný-
græöingar í kjarabaráttu. Þeir hafa
marga hildina háð og vita hvað
þeir eru að gera. Nú er jakinn að
vísu hættur en Halldór Björnsson,
formaður Dagsbrúnar er maður
sem hefur starfað í áratugi á
kontómum hjá Dagsbrún og kann
öll brögðin og alla refskákina og
veit hvernig á að snúa vinnuveit-
endur niður.
Núna eru menn búnir að hanga
niðri í Karphúsi í margar, margar
vikur og þvæla þar um samninga
og sumir hafa verið aö skrifa upp á
samkomulag og þá einkum þeir
sem hafa farið á taugum og svo þau
stéttarfélög sem létu ríkisstjórnina
plata sig með útreikningum á
barnabótum og vaxtabótum og
skattalækkunum, sem reyndust
svo vitlausir þegar upp var staðið.
Dagsbrún hefur aðrar og skym-
samlegri aðferðir í Karphúsinu.
Dagsbrún hefur þar stóra sveit
manna til að taka þátt í viðræðun-
um, með formanninn í broddi fylk-
ingar. Þessi hópur kann allur brids
og skák og þar er aldrei hörgull á
fjórða manni.
Dagsbrúnarmenn gera sér hins
vegar grein fyrir því að með löng-
um setum og vökunóttum í Karp-
húsinu einangrast menn og missa
sjónar á aðalatriðunum í samning-
unum og týna tengslunum við
grasrótina. Þess vegna hefur Dags-
brún bragðið á það ráð að senda
niður í Karphús þá Dagsbrúnar-
menn sem engu geta ráöið og engu
mega ráða, nema þá að taka við
skilaboðum og skrifa undir samn-
inga. Undirskrift samninga hefur
þó ekkert gildi og samningamenn-
irnir í Karphúsinu hafa jafnframt
rétt til að skrifa undir samninga,
sem þeir geta svo verið á móti
seinna, ef þeir sjá að sér og upp-
götva að þeir hafi skrifað undir
eitthvað sem þeim líkar ekki.
Þessi Dagsbrúnaraðferð skapar
að sjálfsögðu einhverja óvissu
gagnvart viðsemjendunum en
vinnuveitendur vissu ekki betur
en þeir væru að tala við þá Dags-
brúnarmenn sem ráða og gengu
þess vegna í gildruna. Og vinnu-
veitendur og viðsemjendur Dags-
brúnar verða að skilja að ekki geta
allir Dagsbrúnarmenn hangiö
niðri í Karphúsi og þess vegna
verður að senda þangað þá Dags-
brúnarmenn sem eiga auðveldast
með að skipta um skoðun.
Þetta samningaskipulag stafar af
því að Dagsbrún er marghert í
samningum og veit að það er alltaf
verið að plata þá og nú var kominn
tími til að plata vinnuveitendur og
koma í veg fyrir að vinnuveitendur
væru á undan að plata Dagsbrún.
Samningar ganga nefhilega út á
það að plata og vera á undan að
plata eða plata þá sem ætla að
plata mann. Þetta tókst snilldar-
lega hjá Dagsbrún í vikunni, þegar
samninganefndin skrifaði undir
samninga sem stóra úlfahjörðin
hjá Dagsbrún kolfelldi og þar á
meðal með atkvæðum þeirra sem
höfðu skrifað upp á samningana.
Halldór formaður er sagður í
vandræðum eftir þennan snúning.
En Halldór er ekki í vandræðum
meðan hann hefur sérskipaða úlfa-
hjörð í baknefnd til að ógilda það
sem Halldór gerir til að plata Þór-
arin og vinnuveitendur, ef Þórar-
inn er áður búinn að plata Dags-
brún til að skrifa undir samninga,
sem vinnuveitendur ætluðu að
plata Dagsbrún til að ganga að eft-
ir að Dagsbrún var búin að sam-
þykkja þá.
Flóknara er þetta nú ekki og
samningar eru ekki samningar
fyrr en þeir sem skrifa upp á samn-
inga eru búnir að greiða atkvæði
með samningunum sem þeir skrif-
uðu upp á.
Dagsbrún kann jú að semja með
því að hafa í samningum menn
sem ekki hafa umboð til að semja.
Dagfari