Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 Fréttir Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leysa Brunabótafélagið upp: Málið verður greinilega þverpólitiskt á Alþingi - eigendurnir eiga að ráða þessu sjálfir, segir Halldór Ásgrímsson Sjálfstæðisflokksþingmennirnir Einar Oddur Kristjánsson, Einar K. Guðfinnsson, Pétur H. Biöndal og Vilhjálmur Egilsson, leggja fram frumvarp á Alþingi þess efh- is að breyta lögunum um Bruna- bótafélag íslands frá 1994, með það að markmiði að leysa félagið upp. Einar Oddur bendir á að eftir að ákveðið hafi verið að Landsbank- inn kaupi hlut Brunabótafélagsins í VÍS fyrir 3,4 milljarða króna sé eðlilegt að leysa félagið upp. Til- gangur þess, að vera tryggingafé- lag, sé ekki lengur fyrir hendi. Það er greinilegt á viðræðum við alþingismenn að þetta verður þverpólitískt mál. í öllum þing- flokkum er að finna þingmen bæði með og á móti frumvarpinu. Svavar Gestsson „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf öðru hvoru fengið hugmynd- ir um að leysa Brunabótafélagið upp. Þetta er því bara gamall kunningi eða draugur úr fortið- inni. Alþingi tók þá ákvörðmi, með lagasetningu árið 1994, að hafa Brunabótafélagið á sínum stað. Það má vera að í ljósi síðustu sviptinga sé eðlilegt að endur- skoða það. Mér þykja það ekki mikil tíðindi að fjórmenningarnir skuli leggja þetta frumvarp fram. Ég er hins vegar alltaf opinn fyrir nýjum rökum,“ sagði Svavar Gestsson, formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins, í samtali við DV um málið. Ágúst Einarsson „Það hlýtur að koma til álita fyrir eigendur Brunabótafélagsins. Rökstyðja mátti að halda þessu formi á meðan félagið var aðili að tryggingum, þótt með óbeinum hætti væri, sem eignaraðili að VÍS. Nú eru þær forsendur breytt- ar. Þá hljóta menn að endurmeta stöðuna. Mér þykir það eðlilegt að nú fái eigendurnir hlut sinn fyrst félagið er á leið út úr trygginga- umhverfinu. Það væri að mörgu leyti sérkennilegt ef haldið væri áfram að fjárfesta í óskyldum rekstri með fé einstaklinga sem byggt er á gömlum lögum. Þess vegna þykir mér það koma til álita að leysa félagið upp,“ sagði Ágúst Einarsson, alþingismaður. Halldór Asgrímsson „Ég hef alltaf verið andvígm- því að leysa eitthvað upp með lög- um. Ég held að þeir aðilar sem standa að Bnmabótafélaginu þurfi fyrst og fremst að segja álit sitt á því og þar hafa sveitafélögin í landinu mestra hagsmuna að gæta. Þarna eru verulegir fiár- munir sem geta nýst sveitarfélög- unum vel í framtíðinni. Þess vegna eiga þau að hafa rétt á þvi aö koma sínum málum vel fyrir eins og aðrir í samfelaginu án sérstakrar leiðsagnar Alþingis,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra. -S.dór Fíkniefnabaráttan: 60 milljóna styrkur til lögreglunnar og tollsins Lögreglan fær 35 milljónir króna og Ríkistollstjóri 25 milljónir til umráða í baráttunni gegn fíkniefnum. Þessi peningaframlög eruliður í átaki ríkis- sfiórnarinnar í fikniefnabaráttunni. „Þessi 60 milljóna styrkur kemur úr þriggja prósenta álagningunni sem lögð var á tóbakssöluna. Við fáum 35 milljónir fyrir lögregluna sem aðal- lega mun fara í tækjakaup fýrir fíkni- efnadeild lögreglunnar og einnig til eflingar mannafla hennar. Það á eftir að ganga frá því hvernig þetta mun skiptast nákvæmlega,“ segir Símon Sigvaldason, skrifstofusfióri í dóms- málaráðuneytinu. „Þessir fiármunir eru mjög kær- komnir og mikilvægir fyrir starf lög- reglunnar varðandi fikniefnamisferli og tengd brot. Mér er ekki kunnugt um hvernig dómsmálaráðuneytið ætl- ar að skipta þessari fiárhæð en lög- reglan í Reykjavík hefur lagt fram mjög skynsamlegar tillögur í þessu efni og vona ég að eftir þeim verði far- ið ,“ segir Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. -RR 14 ára þjófar handteknir Lögreglan í Reykjavík handtók í gærkvöld tvo 14 ára innbrotsþjófa í Breiðholtsskóla þar sem þeir voru að stela tölvum. Alls hafa verið framin 10 innbrot í skólann frá áramótum og stolið þaöan ýmsum búnaði. Annar piltanna, sem handteknir voru, viðurkenndi aðild að öllum 10 innbrotunum. Málið er í frekari rannsókn. -RR Bæjarstarfsmenn á Akureyri vinna nú aö því höröum höndum aö fullgera margra metra háan snjókari á Ráöhústorg- inu, en oröiö er árvisst aö snjó sé ekið á torgiö fyrir páskana og byggöur snjókari þar. Karlinn er eins konar tákn páskahátíðar í bænum sem ýmsir aöilar í feröaþjónustu í bænum standa aö og er margt í boöi fyrir ferðamenn sem leggja leiö sína til Akureyrar næstu daga. DV-mynd gk Loðnuveiðar á lokaspretti DV, Akureyri: Nær öruggt má nú telja að loðnuveiðamar séu á lokastigi, en veiðin hefur dottið nokkuð niður síðustu sólarhringa og talsvert verið um „hrygnt síli“ í aflanum sem gefist hefur eins og einn sjómanna sem DV ræddi við í gær orðaði það. Samkvæmt upplýsingum Sam- taka fiskvinnslustöðva nam heildaraflinn á vertíðinni í gær- morgun rúmlega 1100 þúsund tonnum og voru þá óveidd tæp- lega 170 þúsund tonn samkvæmt útgefnum kvóta. Þó má reikna með að heildaraflinn sé eitthvað meiri, því vitað var um skip á landleið með afla í gær og ein- hver veiði var þá á miðunum i Faxaflóa. -gk Stuttar fréttir Sigrar skattmann Sr. Valgeir Ástráðsson vann mál gegn skattsfióra í héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt dómnum má hann draga kostnað við auka- verk frá tekjum af þeim. Ef hæsta- réttardómur fellur á sömu leið má búast við miklum kröfum presta á hendur ríkissjóði. Stöð 2 sagði frá. íslendingar verstir íslendingar ofnýta náttúruna mest allra þjóða heims samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem kynntar voru á ráðstefnu í Ríó ný- lega. Um er að ræöa bæði landið og miðin, að sögn RÚV. Mesta orkuþjóðin íslendingar verða mesta raf- magnsframleiðsluþjóð heims mið- að við höfðatölu þegar þeim virkj- uparframkvæmdum sem verið er að byrja á lýkur. Iðja vill ekki hámark Iðja, félag verksmiðjufólks átel- ur hugmyndir ríkissfiómar um að lögbinda hámarksgreiðslur í sam- eignarlifeyrissjóði og krefst að þær verði lagðar á hilluna. Bankinn stöndugur Finnur Ingólfsson segir að sögn RÚV að Landsbankinn eigi fyll- ilega fyrir því að kaupa hálft VÍS án þess að eiginfiárhlutfall hans fari undir lögbundin mörk. Fjaran hreinsuð Á mánudag verður fiaran þar sem Víkartindur strandaði hreinsuð. Tekið hefúr verið tilboði bandaríska fyrirtækisins Titan í að tæma og fjarlægja skipið. -SÁ „Halló Akureyri" ekki nema á forsendum sýslumannsins DV, Akureyri: Björn Jósef Arnviðarson, sýslu- maður á Akureyri, sem er einnig lögreglustjóri bæjarins, hefur Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji m Nel 2 / rödd FOLKSINS 904 1600 Verður Afturelding íslandsmeistari í handbolta? ákveðið að sefia fiögur skilyrði fyrir því að leyfi verði veitt fyrir útihátíð í bænum um verslunar- mannahelgina í líkingu við „Halló Akureyri" sem haldin hefur verið undanfarin ár. Þetta tilkynnti hann í ræðu sinni á ráðstefnu um áfengis- og vímuefnanotkun ung- linga sem hófst á Akureyri í gær. „í fyrsta lagi verður litið á slíka uppákomu sem útihátíð en það hefur ekki verið gert hingað til. Það að líta á samkomuna sem úti- hátíð hefur í för með sér að mun strangari kröfur eru gerðar til mótshaldara varðandi skipulagn- ingu, aðstöðu og margt fleira er að samkomunni lýtur,“ sagði sýslu- maður. Hann sagði að mun fleiri lög- reglumenn yróu kallaðir til starfa og þeir sem að hátíöahöldunum stæðu myndu greiða þann auka- Frá ráöstefnunni á Akureyri. DV-mynd gk kostnað sem af því leiddi en hann væri verulegur. Nefndi Björn Jósef upphæðina 1,5 milljónir króna sem hugsanlega tölu í þvi sambandi. Þá sagði sýslumaður það líklegt að bannað yrði að unglingar yngri en 16 ára kæmu á tjaldsvæði í bænum nema í fylgd með forráða- mönnum. í fiórða lagi yrði það skilyrði væntanlega sett að í öllum auglýsingum um hátíðina kæmu greinilega fram allar takmarkanir og skilmálar sem embætti hans setti sem skilyrði fyrir því að leyfi yrði veitt. Magnús Már Þorvaldsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri „Halló Akureyri" undanfarin þrjú ár, sagði að þessi skilyrði yrðu ekki til þess að „slá hátíðina af‘. Hann spurði sýslumann hins veg- ar þeirrar spurningar hvernig brugðist yrði við ef unglingar yngri en 16 ára kæmu einir síns liðs til bæjarins, hvort þeir yrðu sendir heim. Sýslumaður svaraði því til að í þeim tilfellum kæmi vel til álita að leita aðstoðar bamavemdamefndar. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.