Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 Auðvitað er það áfall „Auðvitað er það áfall fyrir formann stéttarfélags þegar samningar sem hann ber upp eru felldir. Það væri bjáni sem lokaði augunum fyrir því. Þetta er þvi áfall fyrir mig.“ Halldor Björnsson, formaöur Dagsbrúnar, í DV. Ummæli Kaupa og ekki kaupa „Mér finnst alltaf óeðlilegt þeg- ar menn eru að kaupa ákveðna vöru að þá séu þeir jafnframt að kaupa eitthvað í leiðinni sem þeir ætluðu ekki að kaupa.“ Pétur Blöndal alþingismaður, í Degi-Tímanum. Meira framboð - meira af því sama „Samkeppni er skrýtin. Hún skilar sínu hlutverki ágætlega í bílasölu og veitingarekstri. En hún er skelfing til árangurs í ljós- vakamiðlum. Meira ffamboð þýð- ir nær alltaf meira af því sama.“ Árni Bergmann rithöfundur, í DV. Papar leika á Kaffi Reykjavík ■ kvöld og annað kvöld. Módelkvöld Hin vinsæla hljómsveit Papar leika í kvöld og annað kvöld á Kaffi Reykjavík. Annað kvöld kl. 20 ætlar Kafíi Reykjavík að bjóða öllum módelum sem hafa starfað við módelstörf meira eða minna síðastliðin 30 ár. Buttercup í Rósenberg- kjallaranum Hljómsveitin Buttercup mun skemmta þeim sem mæta á Rósenberg í kvöld, rokk og ról er þema kvöldsins, fritt fyrir stúlk- ur í boð Buttercup. Hálft í hvoru á Gauknum I kvöld og annað kvöld mun hin þekkta hljómsveit Hálft í hvoru með Eyjólfi Kristjánssyni í broddi fylkingar skemmta gest- um á Gauki á Stöng. Skemmmtanir Kringlukráin í kvöld og annað kvöld mun dúettinn í hvítum sokkum halda uppi stuði í aðalsal. í leikstof- unni skemmtir trúbadorinn Við- ar Jónsson. Kiddi Rós á Gullöldinni Á skemmtistað Grafarvogs- búa, Gullöldinni, mun í kvöld og annað kvöld skemmta fyrir dansi Kiddi Rós. Tónlist gullald- aráranna. Örkuml í Hinu húsinu Hljómsveitirnar Örkuml og Gaur spila á síðdegistónleikum í dag kl. 17 í Hinu húsinu. Harmóníkuball Harmóníkuball verður haldið í kvöld í Lionsheimilinu Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi. Húsið opnað kl. 21. DV Rigning og skúrir Um 350 km suður af Reykja- nesi er 998 mb lægð sem þokast norður en yfir Norðaustur-Græn- landi er 1040 mb hæð. í dag gengur í allhvassa eða hvassa austan- og suðaustanátt um allt land með rigningu sunnanlands en snjókomu um norðan og austan- vert landið. Lægir sunnanlands i dag og léttir heldur til. Hlýnandi veður. Á höfuðborgar- svæðinu er all- hvöss austanátt og rigning fram eftir degi en síðan sunnankaldi og skúrir. Hiti 3 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.47 Sólarupprás á morgun: 13.35 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.32 Árdegisflóð á morgun: 05.42 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -2 Akurnes rigning 3 Bergstaðir snjókoma -2 Bolungarvik skafrenningur -1 Egilsstaöir úrkoma í grennd 1 Keflavíkurflugv. rigning 3 Kirkjubkl. rigning 2 Raufarhöfn snókoma -3 Reykjavík rigning 3 Stórhöföi rigning og súld 5 Helsinki heiöskírt -10 Kaupmannah. skýjaó -1 Ósló hálfskýjaó -8 Stokkhólmur snjókoma -6 Þórshöfn skýjað 0 Amsterdam skúr 5 Barcelona heióskírt 8 Chicago hálfskýjaó 6 Frankfurt rign. á síð. kls. 4 Glasgow skýjað -1 Hamborg súld 2 London léttskýjað 6 Lúxemborg þokumóöa 4 Malaga þokumóöa 14 Mallorca léttskýjað 5 París skýjaö 5 Róm léttskýjað 4 New York skýjaó 4 Orlando þokumóða 19 Nuuk alskýjaó 2 Vín snjókoma -1 Washington léttskýjað 6 Winnipeg léttskýjaö -1 Veðrið í dag Haraldur Guðni Eiðsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands: Bíðum spennt eftir lánasjóðsfrumvarpinu „Ég var í framboði til Stúdenta- ráðs í kosningunum í fyrra og var í fimmta sæti hjá Röskvu, sem þá var baráttusætið og ég komst inn. Á stúdentaráðsfundi 13. mars síð- astliðinn var ég kosinn formaður og leysi þar með Vilhjálm H. Vil- hjálmsson af hólmi, en það er hefð- in að formaður starfi aðeins í eitt ár,“ segir Haraldur Guðni Eiðs- son, heimspeki- og viðskiptafræði- nemi, nýkjörinn formaður Stúd- entaráðs. Haraldur segir að nú sé beðið með miklum spenningi eftir nýju lánasjóðsfrumvarpi: „Við vitum það eitt að forsætisráðherra er búinn að lýsa því yfir að sam- tímagreiðslur verði teknar upp og endurgreiðslubyrðin lækkuð. Þessi tvö atriði hafa verið okkar Maður dagsins helsta baráttumál og því eigum við von á að sjá þessar breytingar í frumvarpinu sem mun líta dags- ins ljós næstu daga. Ef þetta verð- ur raunin þá léttir það byrðina fyrir þá sem eru í skóla og eru að taka lánin, þeir hinir sömu þurfa ekki að fara í bankakerfið og vera með þetta á yfirdrætti. Minnkun á endurgreiðslubyrðinni munar Haraldur Guöni Eiösson. miklu fyrir þá sem eru að koma úr námi og eru að byrja aö vinna. Síðan tekur við að hrinda þeim málum í framkvæmd sem við lögðum hvað mesta áherslu á i kosniingabaráttunni, tO dæmis að koma á laggirnar það sem við kölluðum Atvinnumiðstöð stúd- enta, sem yrði þá innan Félags- stofnunar stúdenta. Þama yrði at- vinnumiðlunin sem er starfandi yfir sumartímann, ráðgjöf fyrir nýútskrifaða, hlutastarfamiðlun, nýsköpunarsjóður námsmanna og störf erlendis kæmu jafnvel einnig þarna inn.“ Sem formaður Stúdentaráðs þá er Haraldur í fullu starfi og tekur sér frí frá námi: „Forverar mínir hafa haft orð á því að lítið sé um frístundir og námsbækurnar verða því settar á hilluna á með- an. Ég hef fylgst vel með þannig að ég geri mér vel grein fyrir því hvað fylgir þessu starfi. Við rek- um skrifstofu með formann og framkvæmdastjóra í starfi allt árið, þá eru með aðstöðu hér rit- stjóri Stúdentablaðsins og hér er lánasjóðsfulltrúi og umsjónar- maður nýsköpunarsjóðs náms- manna. Yfir sumartímann er hér einnig aðili sem sér um fram- kvæmd á atvinnumiðlun náms- manna.“ Það er sjátfsagt ekki algengt að námsmaður sé í heimspeki- og við- skiptafræði á sama tíma. Fer það saman? „Heimspeki passar við allt, tengist öllu og það er hollt fyr- ir alla að mínu mati að hafa að baki nám í heimspeki.“ Félagsstörf eru áhugamál hjá Haraldi: „Minn aukatími hefur mikið til farið í félagsstörfin en auk þess hef ég gaman af tónlist og áhuga á kvikmyndum." -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1765: © /766 -eyþoR- „ hahn p/nnur /ILtrA 'A SBfZ HS/ORT yÓTN/N £KU BOA E«KJ f" Hvaða lið komast í und- anúrslitin? Spennan er í algleymingi í handboltanum og aðeins eitt lið hefur tryggt sér sæti í undanúr- slitum, Afturelding í Mosfellsbæ. í kvöld verða leiknir þrír odda- leikir í átta liða úrslitum í hand- boltanum. Á Akureyri leika KA og Stjaman, í Vestmannaeyjum leika ÍBV og Fram og hefjast þessir leikir kl. 20.00 og kl. 20.30. í íþróttahúsinu við Strandgötu leika Haukar og Valur og í íþróttir kvennahandboltanum er einn leikur í undanúrslitum í kvöld. íslandsmeistarar Hauka leika á heimavelli við nágranna sína í FH og fer sá leikur fram á undan leik Hauka og Vals kl. 18.30. Einn leikur er í körfuboltan- um í kvöld. Snæfell og Valur leika um sæti í Úrvalsdeildinni. fst sá leikur kl. 20.00. Strengjasveit- artónleikar Tónleikar verða haldnir á veg- um Tónlistarskólans í Reykjavík í kvöld kl. 20.30 í Áskirkju. Tórúeikar Strengjasveit yngri deildar und- ir stjórn Rutar Ingólfsdóttur flyt- ur Sinfóníu nr. 3 í G-dúr eftir Antonio Vivaldi, Concerto grosso í D-dúr eftir Georg Hánd- el, Picces en Concert eftir Francois Couperin, Konsert í a- moll eftir Johann Sebastian Bach og nokkur pólsk þjóðlög í útsetningu W. Lutoslawski. Bridge Eric Greco og Geoff Hampson lentu í fyrsta sæti á vorleikum (Spring Nationals) Ameríska bridge- sambandsins fyrir skömmu og þykir það ekki lítið afrek þegar tillit er tekið til fjölda þátttakenda og hve margir sterkir erlendir spilarar koma í keppnina. I öðru sæti voru til dæmis Bretinn Tony Forrester og norska undrabarnið, Geir Helgemo og í þriðja sæti David Berkowitz og Larry Cohen. í þessu spili úr keppn- inni lenti Greco í tveimur gröndum eftir að austur hafði barist upp í tvö hjörtu. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og enginn á hættu: 4 DG43 «4 3 ■f ÁK65 * KG43 4 K987 * 1086 ♦ 432 4 652 4 1065 •» DG9 4 DG1087 4 Á9 Norður Austur Suður Vestur 1+ 1» 1G pass pass 2* 24 pass pass 2* 2G p/h Útspil vesturs var hjarta sem aust- ur tók á kóng og síðan var lágu hjarta spilað á gosa sagnhafa. Greco sá að sennilegast myndu flest pörin spila 2-3 tígla og fengju annað hvort 9 eða 10 slagi (110 eða 130). Til þess að fá góða skor varð Greco því helst að fá yfirslag í þessum samningi (150). Hann renndi niður öllum slög- um sínum í tígli og sá austur strax fara að engjast. Austur ákvað að henda einu laufi, tveimur hjörtum og einum spaða. Það einfaldaði mjög spilamennskuna fyrir Greco, sem tók nú slag á laufásinn og spilaði hjartadrottningunni. Austur gat tek- ið þrjá slagi en varð síðan að spila frá laufdrottningunni upp í gaffalinn í blindum. Betri vörn hefði verið ef austm- hefði hent einu fleira hjarta í stað spaðans, en Greco hefði þá get- að spila spaða og fengið upp svipaða endastöðu fyrir niunda slaginn. Burstaormar Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.