Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997
13
Þrjár ókeypis
„Blönduvirkjanir"
- án umhverfisáhrifa
„Veröi íslenska raforkukerfið tengt viö það evrópska meö sæstreng
hagnast bæöi kerfin, þaö íslenska þó hlutfallslega meira.“
Þekkt er sú kenn-
ing í hagvísindum
að ef tvö misstór
kerfi, af einhverj-
um toga, eru tengd
saman, hagnast
litla kerfið að jafn-
aði meira en það
stóra. Dæmi um
þetta er tenging ís-
lenska tölvunetsins
við veraldarvefhm.
Með öðrum orðum,
litla kerfið fær á
þann hátt notið
hagkvæmni stærð-
arinnar.
Verði íslenska
raforkukerfið tengt
við það evrópska
með sæstreng hagn-
ast bæði kerfin, það
íslenska þó hlutfallslega mun
meira.
Án fjárfestinga
Ef íslensku fallvötnin verða
fullnýtt með skynsamlegum hætti
til raforkuframleiðslu og völ er á
hagkvæmum orku-
flutningi um sæ-
strengi fram og til
baka milli íslands
og Evrópu, getur
framleiðsla ís-
lenska raforku-
kerfisins aukist
um sem nemur
raforkufram-
leiðslu þriggja
Blönduvirkjana og
það án nokkurra
fjárfestinga eða umhverfisáhrifa.
Viðskipti með raforku
Sæstrengir líkt og rafstrengir
til flutnings raforku á landi eru
fyrst og fremst tæki til að auð-
velda viðskipti með raforku líkt
og símastrengir yfir
lönd og sæ auðvelda
boðskipti, skip og flug-
vélar auðvelda flutning
á vörum og farþegum
innanlands og milli
landa og svo má lengi
telja. Þessi tæki er
einnig hægt að misnota
ef þröngsýni og ein-
angrunarhyggja ræður
ríkjum.
Orðið „viðskipti“ er
einkar gagnsætt og fel-
ur í sér „skipti" á t.d.
vörum og þjónustu
„við“ aðra. Raforkuvið-
skipti geta verið bein
sala, þ.e. skipti á raf-
orku gegn greiðslu við
aðila utan orkugeirans
og viðskipti innan
hans, t.d. með sölu á raforku að
degi til eða um haust og vetur þeg-
ar verðlag er hátt og kaupum í
svipuðum mæli að næturlagi, að
vori eða sumri þegar verðlag er
lágt. Vegna smæðar og ósveigjan-
leika hins einangraða íslenska
markaðar er erfitt að koma við
slíkum raforkuskiptum.
Sæstrengir gjörbreyta
dæminu
Raforkukerfi Evrópu er risa-
vaxið og mjög opið fyrir orkuvið-
skiptum milli mismrmandi tíma-
bila. Verði íslenska raforkukerfið
tengt þessu kerfi, virkar það sem
risavaxin miðlun fyrir rigninguna
og fjalllendið sem er „hráefni" raf-
orkuframleiðslunnar á íslandi.
Nýting hennar getur þess vegna
batnað um sem svarar framleiðslu
þriggja Blönduvirkjana okkur að
kostnaðarlausu og án nokkurra
minnstu umhverfisáhrifa. Það
ætti að vera sönnum umhverf-
issinnum fagnaöarefni.
Edgar Guðmundsson
Kjallarinn
Edgar
Guömundsson
verkfræöingur
„Raforkukerfi Evrópu er risavaxið
og mjög opið fyrir orkuviðskiptum
miili mismunandi tímabila. Verði ís-
lenska raforkukerfið tengt þessu
kerfi, virkar það sem risavaxin
miðlun fyrir rigninguna og fjalllend-
ið sem er „hráefni“ raforkufram-
leiðslunnar á íslandi.“
Aö falla á tíma
A 17du öld vissi svo að segja
hvert mannsbarn í Evrópu einhver
deili á íslandi. ísland var inn-
gönguop helvítis, nánar tiltekið í
Heklu. Á því méli var helvíti ekki
orðin tóm og athyglin því ósvikin.
Ekki voru íslendingar þeirra tima
þó allskostar ánægðir með þessa
„heimsfrægð" og þáverandi
menntapáfi og biskup, Guðbrandm
Þorláksson, hrærði himin og jörð
til að fá þessum áburði hnekkt,
m.a. ýtti hann á skólameistara
sinn, Arngrím lærða, til að setja
saman landkynningarbækling um
ísland (þann fyrsta), á málinu sem
heimurinn skildi þá, latinu.
Því miður hafði Arngrímur ekki
erindi sem erfiði hvað helvíti varð-
ar, það hélt áfram að lifa góðu lífi á
íslandi út alla öldina. Svo lengi
eimdi eftir af orðrðmnum að þegar
ferðamenn hófu komu sína til ís-
lands á átjándu öld var Hekla jafn-
an efst á óskalistanum og mátti sjá
þá tipla lotningarfulla kringum eld-
fjallið._________________________
Aö endurreisa helvíti
Var það ekki Hegel gamli sem
taldi sig hafa fundið lögmál í þá
veru að öll stórmæli kæmu fyrir
tvisvar? Og Marx sem hnýtti aftan
við: „en í síðara skiptið jafnan
sem skopstæling". Þannig hvarflar
að manni að nú eigi að endurreisa
helvíti á íslandi, en í þetta skipti
eru það íslensk stjórnvöld sem
bera á okkur óhróðurinn.
Það er ekki Arngrímur lærði
sem hrekur ósómann á latínu
heldur markaðs-
deild iðnaðar-
ráðuneytisins
sem kallar hann
yfir okkur á
ensku. „Lowest
energy prices"
heitir bækling-
urinn sem tíund-
ar kosti þess að
hér búi lægst-
launaða vinnuafl
norðanverðrar
Evrópu, ásamt
lágmarks kröf-
um til umhverfismála og orku á
útsöluprís. Það sé því óþarfi að
fara með eiturspúandi málm-
bræðslur til hinna vanþróuðu
ríkja þriðja heimsins þegar eitt
slíkt sé einmitt staðsett við bæjar-
lækinn.
í dag er helviti mengun. Hver
sem betur getur reynir að koma
henni af höndum sér. Munaðar-
laus skip eigra um heimshöfin
með banvæna farma, aðrir grafa í
jörð, sökkva í sæ, áform eru jafn-
vel uppi um að losa sig við úrgang-
inn til annarra hnatta
og sú framleiðsla sem
mengar mest flyst til
þeirra svæða þar sem
almenningur má sín
minnst og vanþekking-
in er mest.
Klappar sama
steininn
Nú er ég búinn að
gleyma hver sagði: „ís-
lands óhamingju verð-
ur allt að vopni“, en
það nær vel þeim
martraðarkennda
hrakfallabálki sem ís-
lensk stóriðja virðist
ofurseld. Þegar álverið
í Straumsvik var á
teikniborðinu hamraði
þáverandi iðnaðarráðherra á því
að við værum að falla á tíma, senn
myndi kjarnorkan leysa vatnsork-
una af hólmi og íslendingar sætu
uppi með óseljanlega fossa. Tveim-
ur árum eftir að fabrikkan var
ræst brast á olíukreppan mikla
með stórhækkuðu orkuverði um
allan heim - alis staðar nema á ís-
landi sem var búið að binda sig í
báða skó.
Mannsaldri síðar er íslenskur
iðnaðarráðherra enn að klappa
sama steininn: íslendingar séu að
falla á tíma að laða hingað meng-
unariðju sem ekki er boðleg ann-
ars staðar í Evrópu. Sömu stjórn-
völd og samþykktu alþjóðlegan
samning í Ríó 1992 sem skuldbatt
þau til að frysta koltvísýrings-
mengun þjóðarinnar frá 1990 til
ársins 2000, þau
samþykkja nú 11%
aukningu koltvísýr-
ings á íslandi með
nýju álveri. Og rétt-
lætingin: það er svo
atvinnuskapandi á
meðan á því stend-
ur.
íslensk stjómvöld
virðast hugsa um ís-
land eins og bónda-
bæ þar sem aðeins
framhliðin snýr að
veginum, bak við
hús megi hrúga upp
ófögnuðinum. Það
er hægur vandi að
plata útlendinginn.
Sú staðreynd að mál
okkar er óskiljan-
legt öðrum hefur líka veitt vissa
vemd. Nú berast hinsvegar þau
tíðindi að komin séu til sögunnar
mögnuð þýðingarforrit, íslensk
forstöðukona þýðingarmiðstöðvar
í Aþenu ræður yfir tækni sem
snarar heilsíðu yfir á fjögur
tungumál á einni mínútu. Hún
hefur boðist til að bæta íslensk-
unni við.
Þá mun verða heyrinkunnugt
um gervalla heimsbyggðina að á
íslandi sé umhverfisráðherra sem
hafi að vígorði: „Svo berist burt
með vindum!“. En hvemig skyldi
tölvan ráða við „Hollustuvemd
ríkisins"?
Pétur Gunnarsson
„íslensk stjórnvöld virðast hugsa
um ísland eins og bóndabæ þar
sem aðeins framhliðin snýr að
veginum, bak við hús megi hrúga
upp ófögnuðinum. Það er hægur
vandi að plata útlendinginn.“
Kjallarinn
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
Með og
á móti
Frikortið nýja
Gagnkvæm
tryggð
„Þetta er vel
þekkt bæði í
Evrópu og Am-
eríku og bygg-
ist á gagn-
kvæmri tryggð
viðskiptavin-
anna og fýrir-
tækjanna. í
flestum tilvik-
um standa
mjög stórir að-
iiar að svona kortum, staðir sem
hafa marga afgreiðslustaði og
em, eins og í okkar tilviki, á
landsvísu. Við höfum skoðað
þetta mjög gaumgæfilega í tvö ár
og vitum að svona kort hefur ver-
ið til í tólf ár á Bretlandseyjum og
þrátt fyrir að öðm hafi verið
haldið fram em þrjú svona kort í
Noregi.
Við erum að reyna að fá fólk til
þess að skipta við þau fyrirtæki
sem að þessu standa og veitum
því ákveðna umbun fyrir, lækk-
um verð á vörunni en leyfum
fólki að velja hvað það fái í stað-
inn, flugmiða, leikhúsmiða, máls-
verð á veitingáhúsi eða eitthvað
allt annað þegai- fram líða stund-
ir. Það er fásinna að halda því
fram að Fríkort bijóti í bága við
samkeppnislög. Okkar samkeppn-
islög eru byggð á sama granni og
í Skandinavíu og þangað hölum
við leitað að fyrirmyndinni að
þessu. Það skal engum detta í hug
að fyrirtækin sem að tryggðar-
kortinu standa séu ekki vandari
að virðingu sinni en svo að þau
eyddu tíma og fjármunum í
svona verkefni til þess eins að
standa upp og detta. Fyrirtækj-
unum á eftir að fjölga strax á
næstu vikmn og umræðan um að
það taki menn allt að nitján ár að
vinna sér ferð til Glasgow er víðs
fjarri nokkra sanni.“
Jóhannes Gunnars-
son, framkvæmda-
stjórl Neytenda-
samtakanna.
Tilræði við
samkeppni
„Það sem
okkur finnst
alvarlegast við
þetta er að
þetta er til-
ræði við sam-
keppni í land-
inu. Við minn-
um á að þama
era fimm
sterk fyrir-
tæki að taka
sig saman, eitt
er á einokunarmarkaði og tvo til
þrjú á fákeppnismarkaði. Þetta
fyrirbæri þekkist víða og er oftast
bundið við eitt fyrirtæki. Hér í
okkar litla viðskiptasamfélagi
era fimm stór fyrirtæki sem taka
sig saman og beina viöskiptunum
til hvers annars. Þetta dregur úr
samkeppni. í ljósi smæðar mark-
aðar hér verður viðskiptakeðja af
þessu tagi til þess að draga úr
möguleikum samkeppnisaðila og
fækka þeim og einnig að draga
enn frekar úr möguleikum á nýj-
um aðilum á markað. Þetta segj-
um við vera hrot á 17. grein sam-
keppnislaga og viljum að á því
verði tekið.
í kynningu á þessu korti finnst
okkur farið fijálslega með það
hversu fljótt fólk er að vinna sér
inn punkta en ég treysti á dóm-
greind fólks og veit að einhveijir
hafa verið að reikna út frá heim-
ilisbókhaldinu hversu langan
tíma það tæki það að fá fría ferð.
Það hefur fengið út allt aðrar töl-
ur en komið hafa fram í kynn-
ingu fyrirtækjanna. Þetta sér fólk
sjálft þegar það reiknar hlutina
út frá eigin forsendum en það al-
varlegasta er samkeppnisþáttur-