Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 H>"V
12 Qfmæli
Afmælisnefnd Sauðárkróks með mörg járn í eldinum í ár:
Þrennum tímamótum
- 50 ára kaupstaður, 90 ára sveitarfélag og 140 ára verslunarstaður
„Það verður nóg við að vera hjá
okkur um nánast hverja helgi í vor
og sumar,“ sagði Páll Brynjarsson,
framkvæmdastjóri afmælisnefndar
Sauðárkróks, í samtali við DV en
nefndin hefur staðið fyrir
hátíðarhöldum af
ýmsu tagi frá 20. júlí
síðastliðnum. Tilefnið
er að í fyrra voru 125
ár liðin frá því að byggð
hófst á Sauðárkróki og í
ár er þremur tímamótum
fagnað. Hálf öld er liðin
frá því bærinn fékk kaup
staðarréttindi, 90 ár síðan
Sauðárkrókur varð sveitar-
félag og 140 ár frá því hann
varð verslunarstaður. Að
auki eiga mörg fyrirtæki og
félög stofnafmæli, m.a. er Ung-
mennafélagið Tindastóll 90 ára.
Hápunktur hátíðahaldanna
og um leið lokapunkturinn, verð-
ur helgina 19. - 20. júlí næstkom
andi. Þá verður mikið um dýrðir á
Sauðárkróki og von á fjölmenni til
bæjarins. Fram að þeim tíma verð-
ur sömuleiðis mikið um að vera.
Danskir dagar
Má þar nefna að 19. apríl verður
starfsemi sveitarfélagsins kynnt sér-
staklega en þann dag árið 1907 varð
Sauðárkrókur sérstakt sveitarfélag.
Ekki má gleyma Sæluviku Skagfirð-
inga dagana 26. apríl til 3.
maí. Um leið verða haldnir
svokallaðir Danskir dagar til
að minna á sterk tengsl við
Dani þegar bærinn óx úr
grasi í lok 19. aldar. Danir
voru fyrirferðarmiklir í
bæjarlífinu og máttar-
stólpar í menningar- og
atvinnulífi staðarsins.
Danskar kvikmyndir
verða sýndar, dönsk
hljómsveit heldur tón-
leika, ráðstefha verð-
ur um norrænt sam-
starf og von er á
forstöðumanni
Norræna hússins
S*«**££» ve'ut norður. Svo gæti
\oú einnig
9e
sV\Ö
ÚV-
Ólafur
farið að
Egilsson sendi-
herra verði viðstaddur.
Brúðkaup aldarinnar
í júní, þann fjórtánda, verður efnt
til ráðstefnu um sveitarstjómarmál
í samráði við Félag stjórnmálafræð-
inga. Kvenréttindadaginn 19. júní
verður Kvenfélag Sauðárkróks með
mikla dagskrá og sýningu sem ber
heitið Konur á Króknum. Afmælis-
nefndin vonast til að athygli íslend-
inga beinist að staðnum þennan
daginn. Helgina 20.-21. júní er ætl-
unin að sviðsetja „brúðkaup aldar-
innar“, þegar tvær dætur Valgarðs
Classens giftust með stuttu millibili
helstu verkfræðingum landsins,
þeim Jóni Þorlákssyni og Sigurði
Thoroddsen.
Ráðstefnur um atvinnu-
mál og heilsueflingu
Um miðjan júlí verður haldin
vörusýning og ráðstefna um at-
vinnumál þar sem fyrirtæki staðar-
ins kynna framleiðslu sína. Dagana
12.-13. júlí verður önnur ráðstefna
um heilsueflingu í samráði við Nátt-
úrulækningafélag íslands og heil-
brigðisráðuneytið.
Auk þess sem hér hefur verið
nefnt þá verða uppákomur af ýmsu
tagi í tilefni tímamótanna, m.a.
ræðukvöld, myndlistarsýningar, al-
þýðusöngmót, ískappreiðar, leik- og
ljóðalestur, skátadagur og ráðstefna
um hrossarækt.
í tilefni hátíðarhaldanna er unnið
að ritun ítarlegs annáls Sauðár-
erlend bóksjá
króks undir stjórn Jóns Orm-
ars Ormssonar. Stefnt er að
því að annállin komi út fyrir
næstu jól.
Þá hefur afmælisnefndin gef-
ið út dagatal fyrir árið 1997.
því eru ljósmyndir eftir Pét-
ur Inga Björnsson og Óla
Arnar Brynjarsson sem
jafnframt sáu um hönn
un. í dagatalinu hefur
verið komið fyrir
stofndögum fyrir-
tækja, helstu dag-
skrárliðum fram í
júlí og fróð-
leiksmolum úr
sögu Sauðár-
króks. -bjb
Páli Brynjarsson,
framkvæmdastjóri af-
mælisnefndar Sauö-
árkróks.
DV-mynd PÖK
Metsölukiljur
1 •••••••••##«#«•
Bretland
Skáldsögur:
1. Catherlne Cookson:
The Upstart.
2. Graham Swlft:
Last Orders.
3. Josephlne Cox:
A Tlme for Us.
4. Helen Forrester:
Mournlng Doves.
5. Nlck Hornby:
High Fidellty.
6. Marlan Keyes:
Lucy Sullivan is Getting Married.
7. Marian Keyes:
Lucy Sullivan Is Gettlng Marrled.
8. Mlchael Klmball:
Undone.
9. Hugh Laurle:
The Gun Seller.
10. Nlcholas Evans:
The Horse Whisperer.
Rit almenns eölis:
1. Bill Bryson:
Notes from a Small Island.
2. Paul Wllson:
A Llttle Book of Calm.
3. John Gray:
Men Are From Mars, Women Are
From Venus.
4. Sebastian Faulks:
The Fatal Englishman.
5. Griff Rhys Jones rltstjóri:
The Nation's Favourlte Poems.
6. Fergal Keane:
Letter to Daniel.
7. D.J. Goldhagen:
Hltler's Willing Executloners.
8. Bill Bryson:
The Lost Continent.
9. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
10. Jung Chang:
Wild Swans.
Innbundnar skáldsögur:
1. Catherlne Cookson:
Bondage of Love.
2. Mary Wesley:
Part of the Furnlture.
3. Kate Atklnson:
Human Croquet.
4. Minette Walters:
The Echo.
5. Wilbur Smlth:
Birds of Prey.
Innbundin rit aimenns eölis:
1. Dava Sobel:
Longltude.
2. Anne Frank:
Diary of a Young Girl.
3. Scott Adams:
The Dilbert Prlnclple.
4. Majorie Rlddell:
M for Mother.
5. Tim Smit:
The Lost Gardens of Hellgan.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Lan eða stuldur?
„Oþroskuð skáld herma
eftir, þroskuð skáld stela!“
Þessi fræga setning, sem höfð
er eftir ensk- ameríska
nóbelsskáldinu T.S. Eliot,
hefur verið dregin fram í
bókmenntaumræðunni í
Bretlandi að undanförnu til
varnar skáldsagnahöfund-
inum Graham Swift sem
hlaut hin eftirsóttu Booker-
verðlaun fyrr í vetur.
Hvers vegna?
Jú, ástralskur bókmennta-
prófessor hefur vakið at-
hygli á því að verðlaunasag-
an, sem heitir „Last Orders“
og hefur fengið almennt lof
gagnrýnenda, sé bæði að
efni og stíl eftiröpun á einni
merkustu skáldsögu banda-
ríska nóbelsskáldsins Willi-
am Faulkners -,,As I Lay Dy-
ing“ frá árinu 1930. Þessi
ásökun hefur leitt til mikill-
ar umræðu um hvernig rit-
höfundar fái „lánað“ hver
frá öðrum, leynt og Ijóst, og
hvenær farið sé yfir strikiö í
því efni.
Sama uppbygging
Báðar skáldsögux-nar segja
frá ferðalagi nokkurra manna sem
leggja land undir fót með látinn
mann í farangrinum. Saga
Faulkners gerist í suðurríkjum
Bandaríkjanna og þar er farið með
lík látinnar konu langa leið til
greftrunar. Swift velur breskt sögu-
svið, en í „Last Orders“ er farið með
ösku hins látna frá London til
Margate.
Skyldleiki söguefnisins hefur út
af fyrir sig ekki vakið neinar deilur.
Sumir hafa reyndar lengi haldið því
fram að rithöfundar séu alltaf að
fjalla um svipuð þemu; það sé fyrst
og fremst úrvinnslan sem sé ólík.
Graham Swift meö verölaunaskáldsögu sína Last
Orders; frumlegt skáldverk eöa eftirlíking?
Reuter
Ástralski prófessorinn, John
Frow, vakti hins vegar athygli á því
að uppbygging nýju skáldsögunnar
væri líka fengin að láni hjá
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
Faulkner án þess að þess væri
nokkurs staðar getið. Hann nefndi
nokkur dæmi um slíka eftix-líkingu:
Sögupersónurnar skipta
með sér köflum i háðum
sögunum. Einn kafli er að-
eins ein málsgrein. Atriði
eins kafla eru númeruð
með sama hætti.
Snúist til varnar
Swift hefur sjálfur snú-
ist til varnar og mótmælir
því harðlega að hann hafi
stolið frá Faulkner. Hann
viðurkennir að vísu að í
„Last Orders“ megi finna
„bergmál" frá ameríska
rithöfundinum, og að sjálf-
sögðu megi bera þessar
tvær skáldsögur saman, en
í reynd séu verkin gjöró-
lík.
Margir hafa orðið til að
benda á að í gegnum tíðina
hafi rithöfundar orðið fyr-
ir verulegum áhrifum
hver frá öðrum og tekið
fyrir sama yrkisefni. Fá-
ránlegt sé að hrópa „rit-
stuldur!“ í hvert sinn sem
slíkt gerist. Swift sé snjall
og virtur höfundur sem
hafi endurunnið á frum-
legan hátt sígilt viðfangs-
efni.
Sumir viðurkenna að ef til vill
hafi Swift átt að láta þess getið að
hann hefði fengið innblástur frá
skáldsögu Faulkners. Sjálfur taldi
hann það óþarft þar sem þeir les-
endur sem könnuðust við „As I Lay
Dying“ hlytu strax að átta sig á
skyldleikanum. Einn rithöfundur
orðaði það svo í blaðagrein að það
sem Swift hefði því miður ekki
reiknað með væru gagnrýnendur
sem sæju ekki tengslin milli þess-
ara tveggja skáldsagna, blaðamenn
sem spyrðu hann ekki út í málið og
dómnefnd sem virtist ekki hafa les-
ið skáldverk Faulkners.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
Runaway Jury.
2. Wally Lamb:
She’s Come Undone.
3. David Baldaccl:
Absolute Power.
4. LaVyrle Spencer:
The Camden Summer.
5. Mlchael Ondaatje:
The Engllsh Patient.
6. Tom Clancy & Steve Pieczenlk:
Acts of War.
7. Sandra Brown:
Love’s Encore.
8. Lllian Jackson Braun:
The Cat Who Said Cheese.
9. Jane Hamllton:
The Book of Ruth.
10. Mario Puzo:
The Last Don.
11. Danielle Steel:
Rve Days In Paris.
12. John Saul:
The Blackstone Chronicles: Parts
1 & 2.
13. Judith Krantz:
Sprlng Collection.
14. Llnda Howard:
Son of the Morning.
15. Tami Hoag:
Guilty as Sln.
Rít almenns eölis:
1. Jonathan Harr:
A Civíl Action.
2. Mary Plpher:
Reviving Ophella.
3. Jon Krakauer:
Into the Wild.
4. Thomas Cahill:
How the Irish Saved Civillzation.
5. Kay Redfield Jamison:
An Unqulet Mlnd.
6. Andrew Well:
Spontaneous Healing.
7. Dava Sobel:
Longltude.
8. Mary Karr:
The Liar's Club.
9. James McBride:
The Color of Water.
10. C. A. Darden & J. Walter:
In Contempt.
11. M. Scott Peck:
The Road Less Traveled.
12. Isabel Fonseca:
Bury Me Standing.
13. Danaiel Jonah Goldhagen:
Hltler’s Wllllng Executioners.
14. Richard W. Lewis:
Absolut Book.
15. Barbara Kingsolver:
High Tlde In Tucson.
(Byggt á New York Times Book Review)