Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Blaðsíða 34
46 heilsurækt LAUGARDAGUR 22. MARS 1997 JjV - hefur rofið 40 kg múrinn og fituhiutfali líkamans lækkar óðfluga Ámi Sigurðsson, okkar maður í lífshátta- breytingunni, hefur haldið ótrauður áfram við verkefni sitt að undanfórnu þó við höfum verið með litlar fregnir af honum upp á síðkastið. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með þá hóf Árni markvissar aðgerðir hinn 10. ágúst á nýliðnu ári. Þá var hann kominn upp í 156,7 kg eða nær þvi sömu þyngd og hann var í nokkrum árum fyrr, þegar síðasta „megrun" hans hófst. Árni gerði sér fulla grein fyrir að megrun var ekki lausnin. Hann var raunar harðá- kveðinn í að gera nú eitthvað róttækt og var- anlegt í málinu. Svarið var algjör lífshátta- breyting. Aldrei aftur megrun. Það var síðan hinn 10. ágúst sl. sem hann hóf reglulega líkamsrækt í líkamsræktarstöð- inni World Class. Þar hefur Ámi mætt reglu- lega síðan. Lengi vel á hverjum degi en nú síðustu vikumar sex sinnum í viku. Árni Sigurðsson hefur nú stundað reglu- legar aðgerðir til að losna við fyrri ofur- þunga. Hann hefur ekki stundað neitt svelti, heldur þvert á móti gætt þess að verða aldrei hungraður eða skorta nauðsynleg næring- arefni. Ámi hefur stundað reglulega líkams- rækt og í samráði við þjálfara sinn, Sölva Fannar, hefur hann gætt þess að fara ekki óvarlega og huga að nauðsynlegri hvíld. í dag er Árni 115,5 kg eða 41,1 kg léttari en þegar hann hóf baráttuna fyrir sex mánuð- um. Hlutfall fitu í líkama hans hefur einnig lækkað verulega upp á síðkastið, sem táknar að Ámi er á réttri leið og hann er að losa sig við fitu og jafnframt að hæta við vöðvamass- ann, en þaö er grundvallaratriði hjá þeim sem losna vilja við yfirþunga. Árni verður þrítugur á mánudaginn kem- ur. Hvernig er líðanin í dag og hvað er hon- um efst í huga varðandi lífsháttabreytinguna, sem eins og við höfum vakið athygli á áður byggist m.a. á þvi að fara „aldrei aftur í megr- un“? Spennan ekki leyst við ísskápinn „Undanfarnar vikur hafa einkennst nokk- uð af miklu álagi og spennu í starfi mínu. Mér til ánægju hef ég veitt því athygli að ég hef ekki notað gömlu aðferðimar og leitað í sætindi og ofát til að létta spennuna. Heldur hef ég haldið ótrauður áfram við æfingar og hreyfingu í World Class og þannig losað mig við spennuna. Þetta er algjör breyting og góðs Það er ekki nein smábúbót að geta aftur farið að nota ónotuð jakkaföt sem hangiö hafa inni fataskáp upp undir átta ár. Þarna er Árni Sigurösson, okk- ar maður í lífsháttabreyting- unni, í „nýju“ fötunum. Á innfelidu myndinni er Árni í lok nóvember sl. og öllu þéttari. Meö honum er Björn Leifsson, forstjóri World Class. DV-mynd E.ÓI. viti upp á framtíðina. Ég geri mér líka orðið ljóslega grein fyrir því að þessir nýju lífs- hættir þurfa að verða lífshættir mínir til framtíðar. Það er reyndar hið ánægjulegasta mál, því þetta er mun skemmtilegra lífsform heldur en áður,“ sagði Ámi Sigurðsson, sem nýlega uppgötvaði sér til ánægju að jakkafót- in, sem hann keypti fyrir rúmum sjö árum og gat þá aðeins notað í nokkrar vikur, eru orðin passleg á hann aftur. Uppskrift að árangri Morgunn AllBran með rúsínum og undanrennu eða léttmjólk eða eitt glas blandað næringardufti. Gott er að hafa nokkra til- breytingu á t.d. með mismunandi hragði. Hádegi Síðustu mánuði hefur hádegisverðurinn verið aðalmáltíð dagsins. Ég legg einnig áherslu á að prótin-(eggjahvítu-)inntakan sé næg. Fiskur og grænmeti er uppistaðan en stundum fæ ég mér glas blandað næringardufti. Það er reyndar ómetanlegt þegar ég hef ekki tíma til að elda, því þá er ég viss um að fá öll næringar- og bætiefni sem líkamanum era nauðsynleg. Eftirmiðdagur Um klukkan fjögur (16.00) fæ ég mér síðan eitt glas af næringardrykk. Kvöldmatur Ég er á æfingu í World Class einhvern tíma frá klukkan 18.30 til 21.30. Kvöldmatur- inn að þvi loknu er lítill og innihaldið er þá hrísgrjón, fiskur og grænmeti eða þá eitt glas af næringardrykk ef vill. Hvfld og svefn Síðustu mánuðina hef ég átt auðvelt með að ná átta klukkustunda svefni. Ég er mikið til hættur að vakna glorsoltinn á nóttunni og verða að fara í ísskápinn eins og áður var reglan. Þá sjaldan ég vakna vegna svengdar og sofna ekki aftur og læt eftir mér að fara fram úr, þá fæ ég mér lítið glas af næringardrykk. Allt er auðveldara Ég er nýstiginn upp úr kvefi og fór mér þá hægar við æfingar en áður. Ég fann þá hve gott er að hvUa sig og finna að maður léttist áfram. Þar uppsker ég vegna fyrri undirbún- ings. í dag borða ég nokkm meira en í byrj- un. Ég nýti næringardrykkinn betur og þekki betur kosti þess tU að tryggja mér næg bætiefni og næringu, sem kemur þá í veg fyrir óþarfa þreytu. LykUatriði í næringunni er „nóg af prótíni". Golfarar, lækkið forgjöfina með skokki og lyftingum Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og iþróttaþjálfari, aöstoöaði Björgvin Sigurbergsson, íslandsmeistara f golfi árið 1995, við þol- og kraftæf- ingar. DV-mynd Þök „Flestir golUeikarar gætu bætt árangur sinn og jafnframt aukið ánægjuna af golfleiknum með því að auka líkamlegt þol sitt,“ segir Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og íþróttaþjálfari, sem einnig hefur sérhæft sig í mjólkursýru- og þol- mælingum almennings og íþrótta- manna. „Tækifærið til að bæta þolið og bæta árangurinn á komandi sumri er einmitt núna,“ sagði Gauti. „Undirbúningur fyrir sumarið er hafmn og golfarar ættu að leggja áherslu á þol og úthaldsæfingar eins og hjólreiðar, skokk eða kraft- mikla göngu. Einnig hefðu þeir gott af að taka fyrir styrktar- og kraftaukandi æfmgar, eins og að lyfta léttum lóðum, kviðæfingar, armlyftur o.þ.h. Síðan þurfa teygj- ur og liðkandi æfingar að fylgja með.“ En af hverju ættu golfarar aö þurfa að æfa sérstaklega til að auka þoliö? Er ekki nóg að ganga nær daglega eina 10 til 15 km við golfiðkunina? „Nei,“ sagði Gauti, „það er ekki nóg. Þolaukning verður nær engin við það að leika golf enda hraðinn ekki nema um 2,5 km á klukku- stund. Sú þreyta sem menn finna til að loknum golfleik er vegna þess hve lengi er gengið en súrefnisupp- taka líkamans eykst ekkert. Auð- vitað er ganga við golfiðkun betri en engin hreyfing og fyrir eldra fólk er þetta kjörin hreyfing. Fyrir hina sem enn eru að berjast við að bæta árangur sinn í golfi og lækka forgjöfina er nauðsynlegt að stunda aðra líkamsrækt með.“ íslandsmeistarinn 1995 æfði bæði þol og kraft og sama gildir um Balesteros og Greg Norman Sjálfur aðstoðaði Gauti Grétars- son Björgvin Sigurbergsson, ís- landsmeistara árið 1995, viö þjálf- un á sínum tíma og var sá síðar- nefndi ekki í neinum vafa um að hún heföi skilað honum langt að titlinum, þó auðvitað megi alls ekki draga úr tæknilegum atriðum og æfmgum á þeim. Við munum birta viðtal við Björgvin á næst- unni. Frægir golfleikarar eins og Balesteros og Greg Norman hafa einnig lýst því hvernig sérstakar þol- og kraftæfingar hafi bætt golfleik þeirra bæði beint og óbeint. Þreyta vegna þoUeysis læð- ist á ýmsan hátt að þeim sem leika golf. Hún er til dæmis ein helsta ástæða þess að manni leiðist að leika á mjög stómm vöUum eða mun stærri veUi en venjulega. Ástæða þess að árangur síðari hrings er oft lakari en hins fyrri er líka vegna lítils þols. Samkvæmt mælingum þyrftu margir golfarar að auka þolið og kraftinn. Samkvæmt mælingum Gauta Grétarssonar er þol flestra golfara þannig að þeir geta farið 5-7 km á klukkustund. Em þeir þá í hópi um 60% landsmanna á starfsaldri. Þessi hópur er varla í nægUega góðu líkamlegu formi og mætti gjaman bæta nokkuð úr. Margir þurfa aðeins lítUlega að bæta úr en aðrir meira. Fyrir golfleikara er þol upp á 5-7 km ekki nægUegt. Að vísu em flestir þeirra sem eru í fullri keppni með nokkru meira þol, eða á miUi 7 og 9 km. Sumir þeirra mundu þó vafalaust geta bætt ár- angur sinn með því að auka þol- og kraftæfmgar að mati Gauta. Þar gUdir aðeins að taka upp reglulega líkamsrækt. Hvort þolið eykst og fitan rennur mun tæpast leyna sér. En ef áhugi er á að mæla árangur- inn er hægurinn einn að fara í mjólkursýru- og þolpróf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.