Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 22. MARS 1997
tónlist
29
Roö: Söngkona
innlifun.
Þriðja kvöld músíktilrauna var
haldið á föstudaginn sem leið en
núna á fimmtudagskvöldið var síð-
asta undanúrslitakvöldið þar sem
aðallega landsbyggðarsveitir léku
fyrir tónþyrsta áhorfendur. í þess-
ari grein verður stiklað á stóru um
kvöldin tvö.
Á þriðja kvöldinu var upphitun-
arband bandið Maus sem reyndar
hefur legið í dvala um tíma. Þeir fé-
lagar sýndu gamalkunna takta og
verður endurkoma þeirra
ánægjuefni. Fyrsta sveit
kvöldsins var gítargr-
úppan Möl. Möl
spUaði ágætislög
en það vantaði
eitthvað í söng-
inn. Greinarhöf-
undur er ekki
frá því að örlítið
hafi borið á
Maus-áhrifum.
Næst steig á
stokk sveitin
Nuance - hún
var áhugaverð.
Spilaði „dans-
flkladiskóhype"
sem féll í góðan
jarðveg. Hljóm-
sveitarmenn komust vel frá sínu en
mættu vera aðeins samrýndari.
Tempest lét nú ljós sitt skína, þar
kom fram sveit sem gaf sig í verkið.
Gott hljóð og kraftmikill söngur
voru þeirra aðals-
merki.
Tempest
er ein af
sveitum
framtíðar-
innar.
Tríó Óla
skans
Það er
greinilegt að
rappið á sér
áhangendur,
Tríó Óla skans
sannaði það.
Tríóið var
skemmtilegasta
dæmi kvöldsins. Þó að greinarhöf-
undi litist ekki á blikuna i byijun
þá óx það þegar á leið og var bara
nokkuð gott undir lokin. En
plötuknapinn má þó reyna að muna
eftir plötum sínum fyrir næsta
kvöld, því að dómnefnd tók af skar-
ið og sendi þessa drengi áfram í úr-
slitin.
Greinarhöfundi létti mikið er
hann leit næstu sveit en þar var
nefnilega mættur kvenmaður, það
var mikið að kvenþjóðin leit dags-
ins ljós. Woofer spilaði ágætis
rokktónlist og var trymbillinn
óvenjulipur. Söngurinn öðlaðist
nýtt líf eftir eilítinn sviðsskrekk í
byrjun og uppskáru þau eins og þau
sáðu. Woofer lenti í fyrsta sæti um
kvöldið. Næst varð allt svart, ef svo
mætti að orði komast.
Dauði og djöfull
Demogorgon var „black- metal“
sveit úr Hafnarflrði sem mætti á
svið í viðeigandi leðurklæðnaði
með gaddabelti og liðsmenn málaðir
myrkir í framan. Þó að útlitið væri
skemmtilegt var tónlistin fremur
stefnulaus. Þeir náðu ekki saman og
spiluðu fullharða tónlist, réðu ein-
faldlega ekki við hraðann. En það
var engu að síður ánægjulegt að
sjá þessa pilta leggja svona mikið
undir og fá þeir A+ fyrir útlit.
Síðastir á svið voru siðan ung-
ir piltar sem spiluðu kraftmikla
tónlist sem lét vel í eyrum
áhorfenda. Þó að lögin væru
kannski fullstutt gerðu þeir
einfaldlega bara sína hluti
og náðu til salarins sem
kaus þá í annað sæti og
því spila þeir ásamt
Woofer og Tró Óla skans
í úrslitunum.
Landsbyggðar-
sem song
Fimmtudagskvöldið sem leið
leiddu síðan saman hesta sína
landsbyggðarbönd
íslands. Til upp-
hitunar byrjaði
sveitin Stjörnu-
kisi sem sigraði
einmitt í fyrra.
Því miður
finnst mér
gengi þeirra
hafa dalað
milli ára en
þeir eiga eft-
ir að sýna
hvað í þeim
býr.
Frá Sel-
fossimætti
\e\ð'n va síðan
sveitin
Þórgunnur nak-
in - þeir piltar léku hrátt og að-
gangshart rokk. Þeirra plús fannst
mér söngmaskínan sem lét sem
villtur á sviðinu. Því næst kom elli-
sveit tilraunanna, Pistada Boda.
Þeir fluttu fyrir lýðinn melódískt
rokk sem ekki náði þó hylli fjöld-
ans. Þeir voru eiginlega nokkrum
árum of seint á ferð með þessa teg-
und tónlistar.
o9
Soðin fiðla
Soðin fiðla kom úr Kópavogi,
þessir drengir höföu flest fram að
bera sem prýðir góð bönd. Þeir voru
með líflega sviðsframkomu,
skemmtilega hljóðfæraskipan og
góða samæfingu. Þeir spiluðu svo
fram einu imdarlegu hljóðfæri sem
ég kann ekki skil á en það
Þórgunnur nakin: Skemmtileg sviðsframkoma, en betur má ef duga skal.
Soöin fiðla: Áhugaverö hljoðfæraskipan meö traustri keyrslu.
DV-myndir: Hilmar Þór
smeOpassaði í tónlistina og bingó,
þeir lentu í fyrsta sæti um kvöldið.
Köngurlóabandið á ættir sínar að
rekja frá Seyðisfirði og Eskifirði.
Liðsmenn voru heldur andlausir en
voru með ágæta frasa í laglínum
(konur eru líka menn og ég er svo
sætur) en betur má ef duga skal.
Þetta var fuUbamalegt hjá þeim
piltum.
Mamma hestur var
síðust fyrir hlé, aðal
liðsmanna var ágætt
gleðipopp í anda Car-
digans, fannst grein-
arhöfundi. Áttu þeir
góða spretti en eitt-
hvað vantaði uppá
þannig að aUt smyUi
saman. Fyrst eftir hlé
kom hljómsveit húss-
ins, piltar úr Tónabæ
skipuðu bandið Lag-
leysa. Greinarhöf-
undi fannst margt
gott hjá drengjunum,
en þeir þurfa samt að
æfa meira saman
þannig að aUt gangi
upp. Þeir eru jú ung-
ir enn, um 15 ára, og
eiga nægan tíma eftir
til að æfa stíft og
mæta að ári með enn betra pró-
gramm.
Pönkið lifir
Nú var komið að pönk- syrpu.
Fyrst kom Roð frá Húsavík. Þar var
fremsti maður kona. Hér var mætt
söngkona sem söng af innlifun,
trymbiU sem er
gríðarlega efni-
legur og sveit
sem nær flári
vel saman. Þeir
spUuðu hrátt
og ákveðið og
fengu í stað-
inn annað
sæti kvölds-
ins og leika
því tU úr-
slita. Næst
var svo
pönksveit-
in Innvort-
is. Hún spilaði pönkað
þungapopp með geggjaðri keyrslu.
Sungu gítarleikararnir oft saman og
það kom yfirleitt dúndurvel út. Þeir
voru ekki með neinn sviðsskrekk og
komu sér klakklaust í gegnum lögin.
Dómnefndin sagði gott mál, og sendi
þá pUta einnig áfram í úrslitin. 0101
frá Blönduósi var næst á svið. Þarna
var mætt ágætis gítarrokk en sviðs-
framkomuna vantaði þó rosalega.
Stundum var gítarleikurinn reyndar
frekar stifur og þeir náðu ekki nægi-
legri athygli, og komust ekki langt
þetta kvöldið.
Stykkishólmur átti síðasta band
kvöldsins, Vatn hét það. Einfalt var
það og áheyrUegt. Þeir piltar voru
hráir og kannski um of. Þeir spU-
uðu vel á köflum og lag
þeirra, SteUa
GeUa, var
þrusugott.
Á meðan at-
kvæði voru tal-
in kom fram
stuðmaskínan
PáU Óskar
Hjálmtýsson og
sýndi sveitunum
hvemig á að haga
sér á sviði. Sigur-
vegari kvöldsins
var Soðin fiðla, í
öðru sæti lenti Roð
og dómnefnd sendi
svo Innvortis áfram tU úrslita.
Úrslitin fóru fram í gærkvöld og
verður fjallað ítarlega um þau í páska-
blaði DV sem kemur út á miðvikudag-
inn. Lifið heU. -Hilmar Þór