Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Blaðsíða 24
24
anib^iya
Karlakórinn Heimir gerði sigurför suður yfir heiðar:
ungu fyrir þúsundir Islendinga!
Heimismenn á sviöinu á Hótel Islandi og á
um heldur Stefán R. Gíslason. Viö píanóiö
Thomas Higgerson og Jón St.
leikur á harmóníku.
DV-myndir Hari
Siguröur Björnsson frá Stóru-Ökrum er í hópi elstu manna í kórn-
um og hér er hann ásamt eiginkonunni, Maríu Helgadóttur. Aö baki
henni situr Kristján Stefánsson frá Gilhaga.
LAUGARDAGUR 22. MARS 1997
- fylltu m.a. Háskólabíó og Hótel Island annað árið í röð
Karlakórinn Heimir í Skagafiröi gerði
góða ferð suður yfir heiðar um síðustu
helgi. Hvar sem kórinn kom fylltust sal-
ir og góður rómur var gerður að söng
þeirra. Ferðin hófst með því að sungið
var á fimmtudagskvöldi í Grindavíkur-
kirkju, á föstudagskvöldinu sungu þeir í
félagsheimilinu á Flúðum um leið og
upptaka frá því fyrr um daginn var leik-
inn í söfnunarþætti á Stöð 2 til stuðn-
ings hjartveikum bömum. Á laugardeg-
inum voru haldnir tónleikar i Háskóla-
bíói og endað með skemmtun og dans-
leik á „skagfirsku skemmtikvöldi“ á
Hótel íslandi. Annað árið í röð tókst
Heimisfélögum að fylla bæði Háskólabíó
og Hótel Island sem verður að teljast
mjög gott þegar um samkomusali er að
ræða sem taka hátt í þúsund manns
hvor. Því er óhætt að segja að á þremur
dögum hafi þeir náö að syngja fyrir
nokkur þúsund íslendinga og enn meira
ef útsending Stöðvar 2 er tekin með.
Kórinn fagnar 70 ára afmæli á þessu
ári og í vinnslu er heimildarmynd þar
sem sögu og starfi kórsins er fléttað
saman við mannlíf í Skagafirði. Fyrir
dyrum stendur einnig ferð til Græn-
lands í sumar.
Ljósmyndari DV var á Hótel íslandi
og fangaði stemmninguna með meðfylgj-
andi myndum. -bjb
Þær stöllur Ingibjörg Magnússdóttir, Fanney Gunnarsdóttir
og Linda Gunnarsdóttir skemmtu sér konunglega á íslandinu
og fannst kórinn aö sjálfsögðu hreint æöi, enda Linda gíft
einum kórfélaganum!
.inní rvtojs tnnleikana.
Mikið umstang hjá foreldrum ungra dansara:
Förum alltaf á keppni með börnunum
íslendingar hafa tekið miklum framförum i dansinum á und-
anfómum árum. Miklu máli skiptir að ungir dansarar fái fulla
aðstoð foreldra sinna því það kostar mikinn tíma og peninga
að ná langt í dansinum. Foreldramir þurfa að sjá um að fatn-
aður bamanna sé finn og fallegur og þeir þurfa einnig að sjá
um aö greiða bömunum og snyrta þau. Sumar mömmumar
sauma meira að segja skrautlega kjóla á dætur sínar. Meira
umstang er yfirleitt í kringum þá sem eiga stelpur heldur en
stráka því búningar þeirra em yfirleitt flóknari og íburðar-
meiri.
„Mér finnst þetta virkilega gaman, sérstaklega vegna þess að
þetta gengur svo vel. Ég fer alltaf á keppni með dætrunum og
einnig til
Blackpool
með þeim
í vor.
Móðir
þeirra fer
samt oft-
ast nær
með þeim
til útlanda
þegar þær
eru að
keppa,“
segir Hall-
dór Lúð-
víksson,
faöir Hall-
dóru Sifj-
ar, 11 ára,
og Emu, 8
Haildór Lúöviksson sinnir stelpunum sínum,
Halldóru Sif og Ernu, en þær sigruöu báöar i sín-
um aldursflokki um helgina.
ára, sem báðar
lentu í fyrsta
sæti í sínum
aldursflokki.
Leikirnir
snúast um
dans
Stelpumar
vilja að foreldr-
amir fylgist með
þeim. Leikir
þeirra hafa í
langan tíma snú-
ist um dans og
Halldóra Sif hefur kennt Emu margt. Halldór segir að stelp-
umar séu mjög duglegar sjálfar i fjáröflun. Halldóra Sif og
Davíð Gill hafa einnig fengið styrki frá ýmsum fyrirtækjum.
Móðir Gunnars Más Jónssonar, Margrét Gunnlaugsdóttir,
segist taka þátt í allri fjáröflun til þess að styrkja dansarana til
að keppa á erlendri grund.
Mamman stressaðri
„Gunnar Már er yfirleitt mjög rólegur fyrir keppni. Það má
segja að móðirin taki þetta meira inn á sig. Það skiptir gríðar-
lega miklu máli að bömin finni að foreldramir standi alveg
við bakið á þeim,“ segir Margrét.
Gunnar Már lenti í þriðja sæti í keppninni um síðustu helgi.
„Ég á tvær stelpur og þær hafa báðar stundað dans í tvö ár,“
segir Margrét Guðjónsdóttir, móðir þeirra Hólmfríður og
Margrét Guöjónsdóttir greiöir sjálf stelp-
unum sínum, Hólmfríöi og Helgu Björns-
dætrum, en þær eru báöar íslandsmeistar-
ar í sínum aldursflokkum.
Fjórir fræknir Heimisfélagar á góöri stund, frá vinstri: Jón Sig-
urösson, Rúnar Pétursson, Grétar Geirsson og Einar Halldórs-
son frá Kúskerpi sem er einn af einsöngvurum kórsins.
son frá Kúskerpi sem er einn af einsöngvurum kórsins.
Gunnar Már Jonsson ásamt móöur sinni, Margréti Gunnlaugs-
dóttur, og dömunni sinni, Sunnu Magnúsdóttur.
Helgu Bjömsdætra.
Að sögn Margrétar æfa stelpumar fjórum til fimm sinnum í
viku og þarf hún að keyra þær og sækja. Foreldri þarf að vera
alltaf tilbúið til þess að skutla bömunum.
Gaman að vera foreldri dansara
„Stelpumar eru mjög efnilegar og mér heyrist þær eiga
framtíðina fyrir sér. Það er mjög gaman að vera foreldri dans-
ara og félagsskapurinn er góður. Dansinn er dýrt tóm-
stundagaman en vonandi fá dansarar bráðlega styrki vegna
þess að við emm að ganga inn í ÍSÍ. Annars þurfum við sjálf
að fjármagna utanlandsferðir fyrir bömin okkar,“ segir Mar-
grét.
Að sögn Margrétar stendur til að krakkamir dansi og afli
þannig fjár. -em
-. »n» « j