Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1997, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 22. MARS 1997
11
Minjar eftir norræna menn í Eiríksfiröi. Talið er aö grænlenskt fólk af íslenskum ættum hafi skipt nokkrum þúsundum þegar velgengni nýlendunnar var sem mest. En svo rofnuöu tengsl-
in milli landanna og þegar norrænir menn héldu loks aftur vestur yfir hafið til Grænlands var „íslenska" þjóöin horfin meö öllu. DV-mynd EJ
Lesið í jökulinn
Skrif í erlendum fjölmiðlum
hafa enn á ný vakið athygli á
óleystri gátu sem óneitanlega hef-
ur leitað sterkt á marga íslend-
inga fyrr og síöar. Þetta er spum-
ingin: Hver urðu örlög afkomenda
íslensku landnemanna á Græn-
landi?
Talið er að grænlenskt fólk af
íslenskum ættum hafi skipt
nokkrum þúsundum þegar vel-
gengni nýlendunnar var sem
mest. En svo rofnuðu tengslin
milli landanna og þegar norrænir
menn héldu loks aftur vestur yfir
hafið til Grænlands var „ís-
lenska" þjóðin horfin með öllu.
Landnám Grænlands var skil-
getið afkvæmi þeirrar ákaflega
sterku útþrár norrænna manna
sem einkenndi víkingaöldina
svokölluðu, en þá leituðu þeir á
tiltölulega skömmum tíma til fjöl-
margra annarra landa, sumra
mjög fjarlægra. Þeir sóttu jafnt til
austurs, suðurs og vesturs - til
Rússlands og þar eftir vatnaveg-
unum miklu til Miklagarðs, suður
eftir Evrópu til Frakklands, Eng-
lands og írlands og vestur til
Orkneyja, Færeyja, íslands,
Grænlands og loks Vinlands á
ströndum þess meginlands sem
síðar fékk nafnið Ameríka. Sumir
sagnfræðingar hafa haldið því
fram að á tímum þessara miklu
norrænu þjóðflutninga hafi í það
minnsta tvö hundruð þúsund
Norðmenn og Danir siglt á haf út
og haldið til annarra landa. Og
víða höfðu þeir veruleg áhrif sem
enn má sjá merki um í menning-
ararfleifð margra þjóða.
Land Eiríks rauða
Eiríkur rauði Þorvaldsson kom
reyndar ekki fyrstur norrænna
manna til Grænlands, en hann gaf
landinu nafn, settist þar að og
skipulagði ferðir annarra íslend-
inga þangað, ef marka má fornar
íslenskar heimildir.
Þessi útlægi sakamaður, sem
hraktist frá íslandi vegna víga-
mála, var því frumkvöðull land-
náms á Grænlandi, svipað og
Ingólfur Arnarson á íslandi, og
höfðingi norrænna manna á höf-
uðbóli sínu í Brattahlíð. Og af-
komendur hans settu mark sitt á
grænlenskt þjóðlíf um nokkurra
alda skeið.
Víkingamir voru síður en svo
eingöngu drápóðir villimenn, eins
og sumir hafa viljað lesa út úr
samtímafrásögnum í Evrópu og
jafnvel ýmsum íslendingasögum.
Þótt vafalaust hafi þeir unnið
margt grimmdarverkið á mæli-
kvarða nútímans voru margir
víkinga fyrst og fremst bændur
sem vildu eignast sitt eigið land,
yrja það og verja.
Grænt land?
í íslendingabók segir svo frá
því að Grænland hafi fundist og
byggst frá íslandi: „Eiríkur hinn
rauði hét maður breiðfirskur er
fór út héðan þangað og nam þar
land er siðan er kallaður Eiríks-
fjörður. Hann gaf nafn landinu og
kallaði Grænland og kvað menn
þaö myndu fýsa þangað farar að
landið ætti nafn gott. Þeir fundu
þar manna vistir bæði austur og
vestur á landi og keiplabrot og
steinsmíði það er af því má skilja
að þar hafði þess konar þjóð farið
er Vínland hefir byggt og Græn-
lendingar kalla Skrælingja. En
það var er hann tók byggja landið
fjórtán vetrum eða fimmtán fyrr
en kristni kæmi hér á íslandi."
Margir hafa orðið til að gantast
með hversu nafn það sem Eiríkur
rauði gaf eyjunni miklu í vestri sé
fjarri veruleikanum. En rann-
sóknir vísindamanna hin síðari
ár gefa til kynna að ef til vill hafi
hann ekki verið jafn siölaus aug-
lýsingaskrumari og ætla mætti.
Þegar hann sigldi til Grænlands
fyrsta sinni hafði verið hlýinda-
skeið á þeim slóðum í nokkur
hundruð ár. Þær merku rann-
sóknir sem gerðar hafa verið á
borkjömunum sem sóttir voru í
Grænlandsjökul staðfesta þetta.
Þótt mestur hluti landsins hafi
auðvitað þá sem nú verið þykk og
mikil jökulbreiða er talið senni-
Elías Snæland Jónsson
aðstoðanitstjórí
legt að Eiríkur hafi komið að
verulegu undirlendi sem hafi ver-
ið grænt og búsældarlegt í augum
víkinga sem komu frá íslandi sem
þá þegar var numið að verulegu
leyti.
Hvað sem því líður þá tókst Ei-
ríki rauða á fá fjölmarga íslend-
inga með sér til landnámsins.
Heimildir segja að fyrir 1010 árum
hafi tuttugu og fimm skip lagt upp
í leiðangur vestur yfir hafið með
um 300 landnema, búslóð þeirra
og kvikfénað, og komust ellefu
skipanna alla leið. íslendingarnir
festu byggð á suðvesturströndinni
- annars vegar í svokallaðri
Eystribyggð, þar sem höfðingjar
landnemanna héldu sig gjarnan,
en hins vegar í Vestribyggð þar
sem nú heitir Nuuk. Fleiri íslend-
ingar fylgdu í kjölfarið, líklega
um eitt þúsund manns. Sagnfræð-
ingar hafa áætlað að líklega hafi
þrjú eða fjögur þúsund norrænir
menn átt heima á Grænlandi þeg-
ar ríki þeirra stóð með mestum
blóma. Er þá talið að í Eystri-
byggð hafi verið um 190 bæir, en
um 90 í Vestribyggð.
Sambandið rofnar
Grænlensku víkingamir gengu
að mörgu leyti sömu braut í
stjórnmálum og íslendingar.
Þannig tóku þeir kristna trú um
árið 1000 og komu sér upp svip-
aðri stjórnskipun og löggjöf.
Kirkjan náði þar líka miklum
áhrifum, eins og á íslandi, og
eignaðist með tímanum mikinn
hluta jarðanna. Þá gengu Græn-
lendingar á hendur Noregskon-
ungi um sama leyti og íslenskir
valdsmenn, eða árið 1261.
Á næstu áratugum urðu sigl-
ingar milli Grænlands, íslands og
Noregs strjálar af ýmsum ástæð-
um, en þó alveg sérstaklega eftir
hamfarir Svartadauða í Noregi
upp úr miðri fjórtándu öldinni.
Á sama tima gerðist tvennt í
senn; tíðarfar hélt áfram að kólna
og inúítar, sem höfðu komið frá
Kanada yfir til Grænlands um
svipað leyti og víkingarnir sigldu
að landinu úr austri, sóttu sifellt
lengra suður á bóginn. Er frá því
skýrt í rituðum íslenskum heim-
ildum að til átaka hafi komið á
milli norrænu landnemanna og
inúítanna og mannfall orðið veru-
legt.
Talið er að Vestribyggð hafi
verið yfirgefin um miðja fjórt-
ándu öldina, en að norrænir
menn hafi tórt lengur í Eystri-
byggð eða fram undir árið 1500.
Síðasta skip sem vitað er að kom-
ið hafi frá byggðum norrænna
manna á Grænlandi til íslands
sigldi árið 1410. Það sem síðan
gerðist veit enginn með vissu, en
þegar trúboðinn Hans Egede
sigldi til Grænlands árið 1721 í
leit að norrænum mönnum fann
hann þá hvergi. Þeir voru horfnir.
Margar kenningar
Gátan mikla um örlög nor-
rænna manna á Grænlandi hefur
lengi verið vinsælt umfjöllunar-
efni fræðimanna og rithöfunda.
Margar kenningar hafa séð dags-
ins ljós. Þar má nefna að inúítar,
sem víkingamir kölluðu reyndar
skrælingja, hafi útrýmt þeim í
bardögum. Að norrænir menn
hafi blandast inúítum og horfið
með þeim hætti sem norrænn
kynstofn. Að þeir hafi hreinlega
drepist úr hungri og vesöld. Að
þeir hafi flutt til annarra landa í
leit að betri lífskjörum. Eða þá að
afkomendur íslensku landnem-
anna hafi verið hnepptir í þræl-
dóm af sjóræningjum frá Evrópu.
Það er sem sagt af nógu að taka.
Þeir sérfræðingar sem undan-
farin ár hafa lesið í jökulinn með
því að rannsaka gaumgæfilega
borkjamana frá Grænlandi hafa
fengið fyrir þvi staðfestingu að
þegar líða tók á dvalartíma nor-
rænna manna hafi loftslag kólnað
svo mjög frá því sem var á land-
námstímanum að það hafi vafa-
laust ógnað lífsafkomu þeirra. Við
þær aðstæður hefðu afkomendur
víkinganna ekki getað komist af
nema með því að aðlaga sig lífs-
háttum inúítanna sem kunnu þá
list að lifa af landi sem var í helj-
argreipum kuldaskeiðsins. Vil-
hjálmur Stefánsson landkönnuður
sýndi það í verki í byrjun aldar-
innar að gestir á breiðunum hvítu
gátu lært þá kúnst af inúítum og
bjargað sér árum saman. Það var
aðeins spurning um vilja.
En þrátt fyrir nýjar upplýs-
ingar úr innviðum Grænlandsjök-
uls er gátan um örlög norrænna
manna á Grænlandi að sjálfsögðu
enn óráðin.