Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 Spurningin Hvaöa persónu Spaugstofumanna helduröu mest upp á? Guðmundur Örn Sverrisson nemi: Núma. Hinrik Thorarensen bankastarfs- maður: Enga sérstaka, ég horfi ekki á þættina þeirra. Helgi Hreiðarsson: Ófeig. Sigrún Huld Gunnarsdóttir nemi: Ófeig. Símon Leplar nemi: Kristján Ólafsson. Jökull Jóhannsson nemi: Núma. Lesendur Útbrunnin Spaugstofa og agndofa áhorfendur Jón Ámason skrifar: Spaugstofuþættimir eru útbrunn- ir, á því eiga forstöðumenn Sjón- varps að vera búnir að átta sig á. Það var kannski að vonum að Spaugstofumenn reyndu að brydda upp á nýjum atriðum á laugardags- kvöld fyrir páska. En, æ, hvað var nú þetta? Gátu þeir ekki haldið sig við þjóðlífið, tekið spaugileg atriði úr stressinu, samningaþófinu eða öðrum viðloðandi uppákomum? Nei, nú var það þeirra skoðun í Spaugstofunni að páskamir, mesta hátíð kristinna manna, gæti verið fimagott innlegg i skemmtiefni fyr- ir íslenskan almenning sem sæti heima við sjónvarpstækin sem þeim er gert að skyldu að greiða sérstakt mánaðargjald af til ríkisins. Já, það var guðstrúin sem var lagt til atlögu við. Ég horfði ekki nema á hluta þátt- arins þar sem ég sá hvert stefndi hjá Spaugstofumönnum. Mikil óá- nægja hefur risið meðal fólks vegna þessa sérstaka páskainnleggs ríkis- sjónvarpsins. Nokkrir hringdu í þáttinn Þjóðarsál til að láta í ljós óá- nægju sína, þ. á m. einn þekktur fyrrverandi prestur Dómkirkjunn- Grín er líka oftast lífsins alvara og það þarf kunnáttumenn til aö skilja þar hismiö frá kjarnanum. Ég veit ekki hversu margir áhorf- enda Sjónvarpsins þetta laugardags- kvöld hafa skemmt sér konunglega yfir glósum Spaugstofunnar á krist- indóminn en mér er til efs að sá skemmtiþáttur lifi lengi í hugar- skoti áhorfendanna. Kannski er þetta allt gleymt og grafið. Og er þá engin ástæða til að sýta svona upp- ákomu. Eða hvað? En skyldi ekki ástæða þessara efnistaka Spaugstof- unnar einfaldlega vera sú að að- standendur hennar eru uppi- skroppa með hugmyndir? Er ekki aíltaf best að hætta þegar hæst stendur? Betra hefði verið að viður- kenna bara að Spaugstofan hafi ekki lengur þol eða úthald til viku- legra þáttagerða. Grin er oftast líka lífsins alvara, og það þarf kunnáttu- menn til að skilja þar hismið frá kjamanum. Slíka menn hefur Sjón- varpið einfaldlega ekki á sínum snærum. Því miður. Skoðanakannanir út í hött? G.S. skrifar: Á seinni árum hafa skoðanakann- anir um hin ýmsu málefni mjög færst í vöxt, enda geta þær verið gagnlegar og leiðbeinandi um strauma í þjóðfélaginu. Spurningin er hins vegar hvort þær geti átt jafnt við um öll málefni og t.d. af- stöðu fólks til manna í mjög ólíkri stöðu. Mér finnst ekki óeðlilegt að þessu sé velt fyrir sér í sambandi við skoðanakannanir um afstöðu fólks til manna eins og forsætisráðherra og svo einnig til núverandi forseta íslands. Þótt þessir tveir menn séu taldir tveir æðstu menn þjóðarinnar er aðstaða þeirra með mjög ólíkum hætti. Forsætisráðherrann hlýtur alltaf í hugum fólks að spegla gerð- ir þings og stjómar sem svo aftur koma fram mjög mismunandi við þegnana, bæði varðandi fjárhag og aðra aöstöðu í þjóðfélaginu. Dagsdaglega er forsetinn hins vegar nánast veislustjóri á Bessa- stöðum, brosandi og ánægður með gestum sínum eða á öðrum vett- vangi þar sem sjónvarp og fjölmiðl- ar fara á vettvang. Hengjandi orður í barm fyrirmanna eða flytjandi ávörp í boðum erlendra þjóðhöfð- ingja um lönd og álfur. Þetta eru svo ólík skilyrði að eng- um heiðarlegum blaðamanni ætti að detta í hug að réttlætanlegt geti verið að gera þar á nokkurn mark- tækan samanburð. Mér finnst að DV, svo áægtur og óháður fjölmið- ill, þurfi að vanda betm- til skoðana- kannana og taka þar forskot á aðra fjölmiðla að þeim þó ólöstuðum. Ákvæðin um þjóðkirkju í stjórnarskrá - Alþingi nemi þau burt Einar Vilhjálmsson skrifar: í raun réttri ættu lúterstrúar- menn hér á landi að miða hátíð sína við morðið á Jóni Arasyni biskupi. Bedamunkur segir frá ferðum sínum hingað til lands í byrjum 8. aldar og telur leiðina átta dægra haf. Ari fróði segir kaþólska menn hafa búið í landi okkar um 870, þeg- ar norrænir menn komu hér fyrst. Örnefnin Kirkjubær og Kristnes benda til kristins átrúnaðar. Margir landsnámsmanna voru kaþólskir. Nægir að nefna Auði drottningu djúpúðgu og hennar fylgdarlið. Helga magra og Ketil fiflska. Njáll og hans fólk var og kaþólskrar trúar. Sumir játuðu enga trú. slendingar hafa aldrei veriö trúaðir nema í lagalegum skilningi, segir bréf- ritari m.a. EiHiiOM þjónusta allan í síma 5000 i kl. 14 og 16 Á 9. og 10. öld var trúfrelsi á ís- landi. Um árið 1000 var kaþólsk trú lögtekin á Alþingi, vegna gíslatöku og hótana Ólafs Tryggvasonar Nor- egskonungs. Við þann atburð var trúffelsi afnumið á íslandi. fslend- ingar hafa aldrei verið trúaðir nema í lagalegum skilningi, verið blendnir i trúnni, viljað frekar vita en trúa. Þess vegna er eðlilegt að Alþingi nemi úr gildi ákvæði stjórnarskrár- innar um þjóðkirkjuna og létti af skattborgurum þessum þunga bagga. Hindurvitni eru ekki sæm- andi upplýstri þjóð. Kaþólsk trú var hér ríkjandi til 7. nóvember árið 1550, þegar lúterstrúarmenn myrtu Jón Arason Hólabiskup og syni hans í Skálholti. Sumarið 1541 hafði Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup verið handtekinn af lútersmönnum, sviptur eignum sínum og fluttur sem sakamaður úr landi. Það færi vel á því að kaþólikkar héldu upp á fyrstu 550 ár kaþólskr- ar trúar á íslandi, frá árinu 1000 til 1550, en lútersmenn minntust morðsins á Jóni Arasyni biskupi og sonum hans, fyrir 450 árum, án þess að ausa opinberu fé til þess óvinafagnaðar. Spaugstofan særir biskup Þóra Stefánsdóttir skrifar: Nú hefur verið farið fram á opinbera rannsókn á Spaugstofu- þætti sem nýlega var sýndur og fjallaði um Jesú Krist og skrum- skælingu á trúmálum yfirleitt. Hefur nú ríkissaksóknari falið Rannsóknarlögreglu ríkisins málið. Nú er eftir að sjá hvort hér verður að fúllu gengið í mál- ið en svo t.d. ekki varðandi kæru biskups á sínum tíma út af áburði þriggja kvenna um áreitni biskups í þeirra garð. Það mál hefur alveg fallið út af sakramentinu. Á Spaugstofumál- ið virðist eiga að líta eitthvað al- varlegri augum. Við bíðum spennt eftir rannsókninni! Kaupmátturinn snarminnkar Oddur skrifar: Það er segin saga að þegar gera á nýja kjarasamninga við landslýðinn er tekið til við að ná í hagfræðinga og aðra talnafróða í Ríkisútvarpið til að fræða okk- ur um stöðugleikann, nauðsyn lágræ- verðbólgu og kaupmátt- inn sem nú sé hvað mestur. Rík- isútvarpið þjónar sínum vel og því kallaði það til þjóðhagsstjóra sl. mðvikudagsmorgun til að láta dæluna ganga, einmitt um þessi atriði. Ég hef hins vegar ekkert séð af góðærinu og kaupmáttur- inn snarminnkar dag frá degi. Þetta vita og fmna allir lands- menn, hvað sem tölulegum reiknikúnstum liður. Þjóðarsáttar* feðgar semja Sigurður Einarsson hringdi: Mér varð skemmt þegar ég sá í sjónvarpsfréttum frá samninga- viðræðum við bankamenn koma til fundarins þá þjóöarsáttar- feðga, sem ég kalla svo, þá Stein- grím Hermannsson og Ásmund Stefánsson sem nú leikur annað og léttara hlutverk en þegar hann var forseti ASÍ. Nú skulu knésettir bankamenn sem hafa nánast skítalaun þótt þeir fái 13. mánuðinn greiddan. Mér sagði traustur maður að bankastjórar hefðu samið um að fá 15 mánuði greidda, fimmta hvert ár. Ef svo er - sem ég trúi varla, er ekki nema von að sterka menn þurfi til að verjast hinu almenna starfsliöi bankanna. Björgun Vikartinds Birgir Sigurðsson hringdi: Mér finnst ótækt hvemig Vik- artindsstrandið ætlar að þróast. Ég var með tillögu á sínum tíma og bar hana undir viðkomandi aðila sem þarna um véla. Hún var um að grafa með öflugum vélskóflum frá skipinu landmeg- in og myndi það þá rétta sig af sjálfkrafa þar sem ágangurinn er allur sjávarmegin. Hvers vegna þetta var ekki reynt, og má jafn- vel reyna enn, skil ég ekki. Er þetta eitthvað meira út í hött en að gera ekki neitt? Ríkisstjórnin í uppstokkun? Pétur hringdi: Ef það er rétt sem ég las í einu dagblaðanna miðvikudaginn 2. þ.m. um að innan ríkisstjórnar- innar væri búið að ákveöa upp- stokkun í ráðherraliðinu finnst mér að stjómin eigi að gefa út tilkynningu um þetta fyrirfram. Við kusum ákveðna menn til setu á þingi og ef einhver þeirra hverfur t.d. á brott er það frétt fyrir kjósendurna. Mér finnst fjölmiðlar eigi að knýja á um að fá svona orðróm staðfestan eða að fá honum hnekkt af ábyrgum aðilum, t.d. forsætisráðherra sjálfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.