Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997
Fréttir___________________________________x>v
Fáheyrt siðleysi
- segir Friörik Guðmundsson um framgöngu Jóhanns A. Jónssonar á Þórshöfn
Friörik Guömundsson, framkvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafiröi, ber Jóhann A. Jónsson á Þórshöfn þungum sök-
um og segir sibieysi hafa ráöiö viö stjórn Skála, sameignarfyrirtækis Vopnfiröinga og Þórshafnarbúa. Hann hefur
krafist hluthafafundar í félaginu í því skyni aö rétta hlut Vopnfiröinga innan þess.
DV.Vopnafirði:
„Þetta er ekkert annað en einræð-
istilburðir og vinnubrögð sem mað-
ur hefur aldrei kynnst og ekki heyrt
af annars staðar," segir Friðrik
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Tanga hf. á Vopnafirði og fyrrum
stjórnarformaður Skála hf., sam-
eignarfyrirtækis Þðrshafnarbúa og
Vopnfirðinga. Hann er þama að
vitna til samskipta við Jóhann A.
Jónsson, framkvæmdastjóra Hrað-
frystistöðvar Þórshafnar og sam-
starfsaðila innan Skála. Skálar hf.
keyptu í síðasta mánuði nótaskipið
Bjama Ólafsson AK og skrifaði Jó-
hann undir kaupsamning að skip-
inu þann 23. mars án vitundar Frið-
riks sem þó var sitjandi stjómarfor-
maður. Friðrik segist enga hug-
mynd hafa haft um það að hlutafé-
lag hans og Jóhanns væri að leggja
út í þá 300 milljóna króna fjárfest-
ingu sem þama er um að ræða fyrr
en nokkram dögum eftir undirskrift
kaupsamnings.
Stjórnarformaöur settur af
„Það var hringt í mig á þriðju-
dagskvöldi og ég boðaður á stjómar-
fund á fimmtudegi. Þegar á fundinn
kom var ég umsvifalaust settur af
sem stjómarformaður og Hilmar,
samherji Jóhanns, kjörinn í stað-
inn. Síðan kynnti Jóhann kaupin á
skipinu og auðvitað er maður
þrumu lostinn yfir þeim vinnu-
brögðum sem þama koma fram.
Þetta er fáheyrt siðleysi þar sem um
er að ræða samstarfsaöila," segir
Friðrik.
Skálar hf. var stofnað árið 1993 að
frumkvæði þeirra Friðriks og Jó-
hanns sem síðar áttu einnig sam-
starf um Hágang 1. og Hágang 2.
undir merkjum Úthafs hf. Ákveðið
var að kaupa loðnuskipið Júpiter
sem er með einhvern mesta loðnu-
Jón Óttar Ragnarsson, fyrrum
sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er aftur
farinn að láta til sín taka í íslensku
atvinnulifi. Samkvæmt heimildum
DV hafa hann og kona hans, Mar-
grét Hrafnsdóttir, sett sig í samband
við fjölda íslendinga og boðið þeim
að gerast seljendur að Herbalife,
megranarduftinu sem íslendingar
blönduðu af miklum móð í vatn fyr-
ir nokkmm ámm og var að miklu
leyti horfið af markaðnum. Sumir
gerðu það mjög gott með því að selja
duftið, reyndar pillur líka, fyrir
nokkrum árum, aðrir töpuðu
hundruðum þúsunda króna.
kvóta íslenskra skipa. Friðrik segir
að í upphafi hafi verið gert heiðurs-
mannasamkomulag um að fram-
kvæmdastjórnin yrði á Þórshöfn, í
höndum Jóhanns, en stjórnarfor-
maðurinn yrði frá Vopnafirði.
Sveitarstjórar Þórshafnarhrepps og
Margrét og Jón hafa náð veruleg-
um árangri með því að selja Herba-
life þar sem þau búa í Los Angeles í
Bandaríkjunum og em komin hátt í
metorðastiga fyrirtækisins. Þeim
mun meira sem selt er þeim mun
hærra kemst viðkomandi upp stig-
ann.
Fyrir nokkm sóttu þrír íslending-
ar Jón og Margréti heim, fóm á
námskeiö ytra og lærðu allt um efn-
ið. Um liðna helga var síðan haldið
kynningamámskeið eða fundur á
Hótel Loftleiðum þar sem saman
voru komnir um 100 sölumenn fyrir
duftið. í hópnum vom aðallega ís-
Vopnafjarðarhrepps vom, sam-
kvæmt heimildum DV, aðilar að
samkomulaginu.
Þetta fyrirkomulag hafi átt að
tryggja jafnræði meðal sameign-
arblokkanna tveggja. „Það var gert
munnlegt samkomulag um skipt-
inguna í félaginu og með því móti
átti að vera tryggt að báðir hefðu
þann ávinning af því sem lagt var
upp með,“ segir Friðrik.
Eignaskipting í Skálum er
þannig að Hraðfrystistöð Þórshafh-
ar á 36 prósent, sveitarfélögin við
Þistilfjörð, Þórshafnarhreppur og
Svalbarðshreppur, eiga 12 prósent,
Tangi hf. og Vopnafjarðarhreppur
eiga sameiginlega 24 prósent, Sjóvá
og Olíufélagið hf. eiga sín 12 pró-
sentin hvort, Bjarg hf. á Bakkafirði
á 2 prósent en það félag er að hluta
í eigu Hilmars Þórs Hilmarssonar,
samstarfsmanns Jóhanns. Loks á
Láms Grímsson, skipstjóri á Júpit-
er, 2 prósent.
Samkomulag rofiö
í samræmi við þessi eignarhlut-
foll gerðu Vopnfirðingar og Þórs-
hafnarbúar með sér samkomulag
um aö þriðjungur afla Júpíters
kæmi á land á Vopnafirði en af-
ganginum ráðstafaði Þórshöfn.
Þetta þykir Vopnfirðingum hafa
lendingar en þó eitthvað af útlend-
ingum. Jón Óttar kynnti efnið og
var fundurinn tekinn upp á mynd-
band fyrir sölumennina.
Óskeir Finnsson, veitingamaður á
Argentínu, var einn íslendinganna
sem sóttu Jón og Margréti heim og
hann stóð fyrir námskeiðinu á Hót-
el Loftleiðum. Heimildir DV herma
að nú eigi að taka markaðinn með
trompi og koma eigi upp neti sölu-
manna sem fylgi málum betur eftir
en gert var á sínum tíma. Heimild-
armaður DV segir framtiðarsýnina
þá að einn umboðsaðili taki málin í
sínar hendur en ekki er ljóst hvem-
verið brotið gróflega og að keyrt
hafi um þverbak á síðasta ári þeg-
ar aðeins örfá tonn hafi komið þar
á land. Kergja var komin í sam-
starfið og var Jóhann ekki inni á
því að koma til móts við Vopnfirð-
ingana um að leiðrétta skipting-
una. I desember var síðan málið
komið í hnút og þá var boðað til
sáttafundar aðila. Fulltrúar Vopna-
fjarðarhrepps og Tanga áttu þá
fund með Jóhanni og hans mönn-
um. Þar segist Friðrik hafa óskað
eftir því að gert yrði skriflegt sam-
komulag um skiptingu aflans og
þannig tryggður hlutur Vopna-
fjarðar. Hann segir Jóhann og fé-
laga ekki hafa ljáð máls á neinu
slíku en þó hafi fundurinn borið
þann árangur að breyting hafi orð-
ið til batnaðar.
„Við vildum fá skriflegt hvemig
framkvæmdin ætti að vera en við
það var ekki komandi," segir Frið-
rik.
Eftir sáttafundinn gekk samstarf-
ið snurðulaust þar til í mars þegar
Jóhann keypti annað skip í nafni
Skála og án vitneskju stjómarfor-
mannsins. Þar með sauð endanlega
upp úr og nú hafa Vopnfirðingar
sent Jóhanni og félögum skeyti þar
sem þeir krefjast hluthafafundar.
Ekki er um að ræða litla hagsmuni
ig þau mál munu þróast þar sem
breyta þurfi lögum til þess að inn-
flutningur verði mögulegur með
þeim hætti sem menn hugsa sér. Á
námskeiðinu var lögð á það áhersla
að lögunum yrði breytt og að það
gæti tekið allt að þrjá mánuði.
„Jón Óttar hugsar stórt og ætlar
sér stærri hlut en að leggja ísland
að fótum sér með duftinu. Hann ætl-
ar sér að heija á markaði úti í hin-
um stóra heimi. Efnið er þegar selt
í um 35 löndum og hefur Jón áhuga
á að horfa til Rússlands og Indlands
í þessu sambandi," sagði heimildar-
maður DV. -sv
sem tekist er á um því samkvæmt
heimildum DV er upplausnarvirði
Skála 800 milljónir króna og hlutur
Vopnfirðinga þar af 200 milljónir.
„Við munum beijast fyrir hags-
munum okkar og þar verður ekkert
til sparað. Krafan er sú að menn
fari að þeim leikreglum sem gilda í
þessum heimi,“ segir Friðrik.
Jóhann A. Jónsson, fram-
kvæmdasfjóri Skála hf., sagði í
samtali við DV að gagnrýni Vopn-
firðinga væri ekki á rökum reist og
hann hefði fylgt hlutafélagalögum í
einu og öllu við rekstur félagsins.
Framkvæmdastjóm þess væri ótví-
rætt á Þórshöfii og ekkert upp á
hana að klaga. -rt
Stuttar fréttir
Ekkert var að
Engin mistök vora gerð í
tengslum við brotlendingu
flugvélar á Reykjavíkurflug-
velli í vikunni og var starfs-
regliun Flugmálasljómar fylgt
í hvívetna, segir í tilkynningu
frá Flugmálastjóm.
Útflutningsverðlaun
Hampiðjan hlaut útflutn-
ingsverðlaun forseta Islands,
en verðlaunin vora afhent að
Bessastöðum í gær, sumardag-
inn fyrsta.
Þróunarmálefni
Þróunarmálefiii, aðstoð við
þróunarlönd og sérstakt átak í
þágu mjög skuldsettra fátækra
ríkja er á dagskrá samráðs-
fundar fulltrúa frá Norður-
löndum, Eystrasaltslöndum og
Alþjóðabankans sem haldinn
er á vegum utanríkisráðuneyt-
isins í Reykjavík í dag.
Flokkurinn ekki með
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
hvorki beint né óbeint skipt
sér af prestskjöri í Garöabæ
eöa fyrirhuguðum prestskosn-
ingum í Garðabæ, segir í yfir-
lýsingu frá bæjarfulltrúum og
framámönnum Sjálfstæöis-
flokksins í Garðabæ.
Lög um flóttamenn
íslandsdeild Amnesty Int-
emational hvetur íslensk
stjómvöld til að lögleiða flótta-
mannasamning SÞ frá 1951. Af
þessum sökmn er réttarstaða
flóttamanna mjög ófullkomin,
að mati samtakanna.
Línuskautaferð
Átta menn úr
Björgunarsveit Ingólfs ætla að
fara á linuskautum frá
ÞingvöUum tU Reykjavíkur,
um 40 km leið. Feröalagið er
liöur í fjársöfnun til
tækjakaupa.
Skipt um höfund
Bæjarstjóm Akraness hefur
sagt upp samningi frá 1987 við
Jón Böðvarsson um ritun sögu
Akraness og ráðið í hans stað
Gunnlaug Haraldsson þjóð-
háttafræðing.
11% fjölgun
Erlendum ferðamönnum
fyrstu þrjá mánuði ársins
fjölgaði um 11% miðað við
sama tíma í fyrra, séu tölum-
ar á síðasta ári reiknaðar út
frá sömu forsendum og nú er
gert, segir í fréttatilkynningu
frá Ferðamálaráði. -SÁ
Hátifiahöld sumardagsins fyrsfa, voru mefi heffibundnum hætti um land ailt.
Hér sést skrúöganga skáta ganga fylktu liöi eftir Snorrabraut, á leið í
Hallgrímskirkju. DV-mynd S
Jón Óttar í megrunarduftið
- hyggst herja á markaði í Rússlandi og Indlandi