Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 Við hreinsum til fyrir sumarið og veitum 50% afmælisafslátt* af öllum útsöluvörum frá 25. apríl til 3. maí. Mikið úrval af vönduðum vörum, t.d flís- og hlífðar- fatnaður frá Karrimor og North Face, skíða- fatnaður, Rossignol skíðabúnaður, snjóbretta- búnaður, gönguskór, húfur, hanskar og margt fleira. Tilboðin hafa aldrei verið betri! -SMJ&K FRAMÚK Snorrabraut 60‘105 Reykjavík • Sími 561 2045 Póstsendum samdægurs *Staðgreitt staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafslóttur og stighœkkandi birtingarafsláttur oW mil)l hirrn^ Smáauglýsingar DV 550 5000 Útlönd i>v Bretland: Hraðbraut- um lokað vegna sprengju- hótana Breska lögreglan lokaði í morgun stórum hlutum þriggja fjölfarinna hraðbrauta fyrir umferð í báðar átt- ir vegna sprengjuhótana. Þá var einni helstu jámbrautarstöð lands- ins einnig lokað. Gífurlegir umferðarhnútar mynd- uðust fljótlega eftir að lögreglan lok- aði stórum hlutum M5 og M6 hrað- brautanna i miðhluta Englands, nærri Birmingham, og við lokun M1 hraðbrautarinnar í suðurhluta Jór- víkurskíris. Aðaljámbrautarstöð Birmingham var einnig lokað, svo og nærliggj- andi verslunarmiðstöð. Viðvaranirnar báru öll merki írska lýðvelsishersins (IRA) sem berst gegn breskum yflrráðum á Norður- írlandi. IRA hefur oft áður truflað samgöngur með hótunum sínum, nú síðast á mánudaginn var. Reuter Stuttar fréttir Ályktun gegn ísrael Búist er við að sérstök nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna samþykki í dag ályktun þar sem krafist verður að ísraelsk yfirvöld stöðvi þegar í stað smíði íbúða fyrir gyðinga i arabíska hluta Jerúsalem. Flóttamanna saknað Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kraflð uppreisnar- menn í Saír skýringa á hvarfi 55 þúsund hútúa frá Rúanda úr flóttamannabúðum. Slæm áhrif Hashimoto, forsætisráðherra Japans, segir að ítrekaðar viðvar- anir Bandaríkjamanna vegna hag- stæðs vöruskiptajöfiiuðar Japana á ný gætu haft slæm áhrif á sam- skipti landanna. Braust inn til konu Bandaríska vamarmálaráðu- neytið hefur lýst yfir áhyggjum vegna meints innbrots bandarísks hermanns í íbúð konu á japönsku eyjunni Okinawa. írakar varaðir við Bandaríkin hafa varað íraka við tilraunum til að efla liðstyrk sinn i suðurhluta írak undir því yfirskini að þeir séu að flytja píla- gríma heim frá Sádi-Arabíu. Forsetasonur fyrir rétt Umdeildur sonur Kims Young- sams, forseta Suður-Kóreu, kom fyrir rétt í morgun vegna mútu- hneykslis. Hóta málsókn Stjórn múslíma í Tyrklandi, sem átt hefur í harðvítugum deil- um við herinn, hótar að draga fyr- ir rétt yfirmann í hernum fyrir að hafa ófrægt Necmettin Erbakan forsætisráðherra. Litháen biðlar til NATO Þingið í Litháen sendi í gær beiðni til NATO þar sem banda- lagið er hvatt til að leyfa að minnsta kosti einu Eystrasalts- ríkjanna aðild í fyrstu umferð stækkunar bandalagsins. Hertrukkar hverfa Tveir flutningabílar með flug- skeyti, vélbyssur og sprengju- vörpur fyrir bandaríska herinn innanborðs hurfu í Texas í gær, annar suður af Dallas en hinn vestur af Austin. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.