Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Side 13
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997
13
Hamstur og
heimsstyrjöld
Kjallarinn
Ármann
Jakobsson
íslenskufræöingur
Þaö hvarflar oft að
þeim sem kannar
horfna tíö hversu
fátt hann í raun og
veru veit um efni
sitt. Þegar ég las
Njálu i fyrsta sinn á
níunda ári lifði ég
mig inn í veruleika
sögunnar án veru-
legra vandkvæða.
Þessi drap hinn og
var drepinn - alveg
eins og í leikjum
mínum eða í
Stjömustríði sem ég
hafði (og hef enn)
mikið dálæti á.
Týnda öldin
Síðar fór að velkj-
ast fyrir mér að milli
mín og veruleika sögunnar var
veruleiki þeirra sem gáfu út sög-
una, þeirra sem rituðu hana á bók-
fell, þess sem setti hana saman og
ef til vill margra annarra á undan
honum. MiUi mín og sögunnar var
veruleiki ritara Möðravallabókar
sem sennilega var fæddur um
aldamótin 1300 og hvað vissi ég
um hann? Það er ekki að ástæðu-
lausu að fjórtánda öldin er kölluð
týnda öldin í sögu íslands, sjálfur
veit ég næsta lítið um hana og hef
ástæðu til að ætla að það gildi um
fleiri.
En eitt þykist ég vita um þenn-
an mann: Hann var fæddur eftir
stríð og það er ég líka. Sturlunga-
öld hefur verið þáttur í veruleika
ritara Möðruvallarbókar eins og
seinni heimsstyrjöldin er hluti af
veruleika mínum og annara sem
fæddust löngu eftir að henni lauk.
Þegar ég var níu ára voru hæk-
ur og bíómyndir um seinni heims-
styrjöldina eitt mesta gaman sem
menn komust í. Engum datt í hug
að tengja hana námsgreininni
sögu, hún var ævintýri með góð-
um endi, illmennum, hættu, hetju-
dáðmn og bardögum.
Seinni heimsstyijöldin er hluti
menningarheims okkar: Hitler og
Hetjur andspyrnuhreyfingarinnar. - Mjólkin flutt til Reykjavíkur í farangrinum.
nasistar, örlög gyð-
inga, loftárásir, skrið-
drekar, andspymu-
hreyfmg - allt gerðist
þetta en er um leið
hálfgerðar goðsagnir
sem móta menning-
una. Fyrir íslendinga
var stríðið önnur
saga: hemám, bragg-
ar, ástand, Breta-
vinna. En um leið
þekkjum við hina eins
og nánast allur heim-
urinn.
íslenska hamstrið
Við skiljum heiminn
gegnum seinni heims-
styrjöldina. Frið-
kaupastefna Cham-
berlains er dregin upp
þegar semja á við einhverja
óvætti, burtséð frá því hversu vel
sú líking á við. Shakespeare er
fluttur til nútímans með því að
gera Ríkarð 3. að enskum Hitler.
Allir sjóliðar sem koma til íslands
eru skildir í ljósi ástandsins.
Allra skýrast sést hvemig stríð-
ið hefur mótað okkur öll þegar
verkfóll era í nánd. íslenska
hamstrið, taumlaust, örvæntingar-
fullt, eigingjamt, á rót sína annað-
hvort í seinni heimsstyrjöldinni
eða einhverju öðru stríði. Menn
birgja sig upp fyrir sex ára stríð
og þeir sem koma mjólk til Reykja-
vikur í trássi við verkfallið lita á
sig sem eins konar hetjur and-
spymuhreyfingarinnar.
íslenska hamstrið er ótengt
veruleika íslenskrar verkalýðsbar-
áttu þar sem sex vikna allsherjar-
verkföll eru að mestu liðin tíð. Það
er aftur á móti
vitnisburður um
að veruleiki styrj-
aldarinnar er
bráðlifandi. Ritari
Möðruvallarbókar
hefur líklega óttast
nýja Sturlungaöld
úr því að við erum
þrátt fýrir áratuga
frið í mestallri
Evrópu hrædd við
stríð.
Þannig á það að
vera. Ef fortíðin
væri ekki hluti af okkur væram
við fátækari og mun líklegri til að
hegða okkur eins og kjánar. Þá
gerir minna til þó að einstöku
sinnum hafi striðshræðslan okkur
að fíflum. Ármann Jakobsson
„Allra skýrast sést hvernig stríðið
hefur mótað okkur öll þegar verk-
föll eru í nánd. íslenska hamstrið,
taumlaust, örvæntingarfullt, eig-
ingjarnt, á rót sína annaðhvort í
seinni heimsstyrjöldinni eða ein-
hverju öðru stríði.u
Lítil virðing
Getur verið að lífslíkur tungu-
mála ráðist a.m.k. sumpart af
þeirri virðingu sem málnotendur
sýni þeim? Skeytingarleysi og lít-
ilsvirðing málnotenda séu meðal
þess sem maður ímyndar sér að
geti leitt til þess að tungumálum
fækki. Mér hefur fundist óvenju-
margt skeytingarleysið bera fýrir
augu og eyra upp á síðkastið.
Aö yfirgnæfa viðmælendur
Ég horfði í sjónvarpi á ágætis
heimildamynd sem landskunn
fréttakona hafði gert um fangana
á Mön. Þetta var þarfur þáttur um
grafalvarlegt efni. Samt sýndi
þáttargerðarfólk fólkinu sem talað
var við (og þar með tungumáli
þess) þann algenga sjónvarps-
dónaskap að láta ganga slagara-
músík undir flestu sem sagt var.
Þótt sumir áhorfendur sjónvarps
hafi að vísu nógu skarpa heym
(alls ekki allir) til þess að geta
greint svona hljóð í sundur er
samt verið að segja: Það er ekki
svo merkilegt sem þetta fólk hefur
ffarn að færa. Við getum alveg
dótað við að hlusta á eitthvað ann-
að á meðan. Og um leið er tungu-
málinu sýnd ótrúlega lítil virðing,
ef ekki litilsvirðing.
Með ofna í eyðimörkinni
Ég fór á bíó að sjá margverð-
launað listaverk,
Enska sjúkling-
inn, mynd sem á
sumt af því hóli
skilið sem á
hana hefur verið
borið. Meðal
annars státar
hún af góðum
texta á ensku.
Þessiun texta, og
þar með þeim
sem ekki skilja talaða ensku á bíó,
var sýnd þvílík lítilsvirðing að
mér ofbauð. Ekki nóg með að það
væru komnir indjánar að berjast í
Eyðimerkurstríðinu (það sem
heitir Indian á ensku og getur þýtt
bæði Indverji og indjáni) heldur
var tönnlast á því við vegalausa
„Ætli sé réttur sá grunur sem læð-
ist að manni að nafngjafarnir hafi
ekki vitað hvaða verk þetta var -
eða voru þeir bara að sýna móður■
málinu litla virðingu?“
lítilsvirðing
landkönnuði í eyði-
mörkinni að þeir
gætu þó drukkið
vatnið af ofnunum
(þar var verið að tala
um það fýrirbæri í
bílum sem heitir
radiator og er kallað-
ur vatnskassi á ís-
landi). Þýðandinn
hafði með öðrum
orðum ekki verið lát-
inn sýna kvikmynda-
listinni og móður-
málinu þá lágmarks-
virðingu að vita
hvað var verið að
þýða.
Miller, Eco og
fleira fólk
Eitt kvikmyndahúsanna í
Reykjavík sýndi í vetur bíómynd
sem á ensku heitir The Cracible
og fékk hádramatískan sölutitil á
íslensku. Fyrir mína kynslóð
hefði verið fróðlegt að fá að vita
að þetta er leikrit sem oft hefur
verið sýnt hér á landi undir nafn-
inu í deiglunni og er eftir Arthur
Miller, eitt ágætasta skáld Vestur-
heims. Ætli sé réttur sá grunur
sem læðist að manni að nafngjaf-
arnir hafí ekki vitað hvaða verk
þetta var (eða voru
þeir bara að sýna
móðurmálinu litla
virðingu)?
Góðgjara maður var
að mæla með mynd-
böndrnn hér um dag-
inn í stóra blaði. Þar
var ágætismynd,
sagði hann, og heitir í
nafni rósarinnar.
Ekki hélt ég væri orð-
ið svona langt 'síðan
Thor þýddi Eco og
báðir vora sammála
um að skáldsagan
héti Nafn rósarinnar.
Mér finnst hvoragum
sýnd sérleg virðing
með því að neita að
nota það heiti.
Mér þykir líka fjarska skrítið í
þýðingu á bandarísku smásagna-
safni að sjá þar fjallað um þýsku-
mælandi konu á stríðsárunum
sem átti bók: „Bókin var eftir
Goebbels og hét Die Zeit ohne
Beispiel." Einhvem veginn finnst
mér það ekki sýna móðurmáli
þýðandans mikla virðingu að láta
eins og bókstafurinn ö sé ekki not-
aður þar fremur en í ensku. Hefur
þó dugað Göbbels hingað til.
Heimir Pálsson
Kjallarinn
Heimir Pálsson
deildarstjóri
Með og
á móti
Er rétt að færa frídaga
miðrar viku að helgum?
Þórarinn V, Þórar-
insson, fram-
kvœmdastjóri VSÍ.
Yröi betra
fyrir alla
„Ég er sannfærður um að það
væri betra fyrir atvinnurekstur-
inn að færa til þessa fimmtudags-
fridaga sem fram undan eru. Það
myndi örva framleiðni og verða
þannig liður í
að tryggja
betri lífskjör.
Jafnframt
fengju fjöl-
skyldurnar að
fá fáeinar
lengri helgar
og vinnandi
fólk hvílist bet-
ur á þremur
dögum en
tveimur en lít-
ið á einum degi. Þetta yrði einnig
betra fyrir námsárangur barn-
anna okkar en skólastarf verður
fyrirsjáanlega í molum næstu
vikurnar vegna endurtekinna
frídaga í miðri viku. VSÍ hefur
lagt til breytingar á þessu og ég
tel að þaö væri mjög skynsam-
legt fyrir stjórnvöld, sveitar-
stjórnir og aðila vinnumarkaðar-
ins að hefja umræðu um þetta
mál hið fyrsta, ekki aðeins um
sumardagiunn fyrsta, heldur lika
1. maí sem nú ber upp á fimmtu-
dag. Það er örugglega heppilegra
fyrir alla að taka þessa frídaga
hvorn um sig út á mánudegi,
eins og Bretar gera með sinn 1.
maí og ég get ekki séð að hafi
skaðað baráttugleði breskra
verkalýðsfélaga. Breytingar af
þessu tagi verður að gera fyrir
þjóðfélagið í heild þvi að ekki
þýðir að halda uppi atvinnustarf-
semi ef barnaheimili og þjón-
ustustofnanir eru lokaðar. Eitt
verður yfir alla að ganga.“
Suma
daga má
ekki færa
„Það er haldið misjafnlega upp
á sumardaginn fyrsta hjá fólki
eftir byggðarlögum en sums stað-
ar er hann mikill hátíðisdagur
og ekki að ástæðulausu. Við höf-
um ástæðu til
að fagna vor-
komunni og
ágætt að gera
það en í sjálfu
sér ekki nauð-
synlegt endi-
lega á fimmtu-
degi. Hvað
varðar 1. mal
þá er hann al-
þjóðlegur bar-
áttudagur
verkalýðsins, hinna vinnandi
stétta, en hann ber nú upp á
fimmtudag. Því miður er mjög
litið lengur haldið upp á þann
dag almennt en þó held ég að við
þurfum að eiga áfram slíkan bar-
áttudag vinnandi stétta og hann
fylgi áfram þessari sömu dag-
setningu, þó svo að ég geri mér
grein fyrir því að það skapar
vandkvæði fyrir vinnustaði að
hafa þennan baráttudag inni á
milli vinnudaga. Hvað að síðustu
varðar uppstigningardag, sem er
40 dögum eftir páska, þá verður
honum ekki hnikað til á einn né
neinn hátt. Kirkjan minnist upp-
stigningar Jesú Krists á þessum
degi með messuhaldi og kirkjan
hefur síðustu ár að auki gert
hann að degi aldraðra innan
kirkjunnar. Uppstigningar Jesú
verður ekki minnst á öðrum degi
en 40 dögum eftir páskadag og
honum verður því ekki hnikað
til fremur en hvítasunnudegi,
sem er tíu dögum síðar.“ -SÁ
KHstján Björnsson,
sóknarprostur á
Hvammstanga.