Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 14
rVAM + 14 FÖSTUDAGUR 25. APRIL 1997 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 35 Iþróttir íþróttir Halla M. Helgadóttir er hér aö skora eitt af 4 mörkum slnum f leiknum. DV-mynd „Gáfum þeim of stóran sigur“ - ísland tapaði fyrir Króatíu í undankeppni HM „Ég var ekki sáttur við að tapa þessum leik svona stórt. 2-3 marka tap hefði verið sanngjamt en við gáfum þeim ofan stóran sigur með eigin mistökum," sagði Theodór Guðfinnsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, eftir tap gegn Króötum, 16-22, í und- ankeppni HM í Víkinni í fyrra- kvöld. íslenska liðið lék vel í fyrri hálf- leik. Liöið lék sem ein heild og barð- ist mjög vel og íslensku stelpurnar höfðu í fullu tré við þær króatísku sem með sigrinum tryggðu sér end- anlega sæti í úrslitakeppni HM. Staðan var jöfn í háMeik, 7-7, en í síðari hálfleik náði íslenska liðið ekki að fylgja eftir góðum leik í fyrri hálfleik. Þær króatísku skor- uðu 5 mörk gegn einu marki íslend- inga í upphafi síðari háffleiks og þann mun náðu íslensku stúlkumar aldrei að brúa. Það vom einkum slæmir sóknarfeilar sem urðu ís- lenska liðinu að falli en Króatar skomðu nokkur mörk úr hraðaupp- hlaupum eftir að íslenska liðinu tapaði boltanum illa. Hulda Bjamadóttir átti mjög góð- an leik á línunni og auk hennar áttu Auður Hermannsdóttir, Halla M. Helgadóttir og Fanney Rúnarsdóttir góðan leik. Síðari leikur liðanna fer fram í Krótaíu um helgina en ísland er með 2 stig eftir þrjá leiki í keppn- inni. Mörk íslands: Hulda Bjamadótt- ir 6, Halla M. Helgadóttir 4/1, Ragn- heiður Stephensen 2, Auður Her- mannsdóttir 2, Thelma Ámadóttir 1, Svava Sigurðardóttir 1. Fanney Rúnarsdóttir varði 11 skot og Helga Torfadóttir varði eitt vítakast. -RS Trufan þjálfar Víkinga Alexei Trufan hefúr verið ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Víkings í hand- knattleik til næstu þriggja ára. Trufan hefur undanfarin ár leikið með Aftureldingu en mun nú taka viö Víkingsliðinu auk þess að þjálfa einhverja af yngri flokkum félags- ins. Ráðning Trufans er liður í uppbyggingarstarfí Víkinga. -SK Atvinna í boði Frjáls fjölmiðlun óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: Vinnu við umbrot og útlit blaðsins Útlit og gerð auglýsinga Þekking á Quark, Freehand, Photoshop, Word, Internetinu og auga fyrir hönnun og uppsetningu nauðsynleg. í boði eru fjölbreytt og krefjandi störf á spennandi nútíma fjölmiðli og vinna við fullkomnustu og nýjustu tæki sem eru á markaðnum. Um vaktavinnu er að ræða. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsóknir berist til DV Þverholti 11, fyrir kl. 19.00, föstudaginn 26. apríl 1997, merkt "DV-atvinna" Deildabikarinn: Fylkir skellti Þrótturum Tólf leikir voru í deildabikar- keppni KSÍ í knattspymu í gær. Úrslitin: Leiknir-HK...............1-0 Ægir-ÍBV ................1-6 Skailagrímur-Fjölnir.....2-0 ÍR-Grindavík.............0-3 Keflavík-Njarðvík........3-0 Breiöablik-Víkingur .....3-2 Reynir-Fram...............Ú4 Þór-Dalvík...............1-1 Þróttur R-Fylkir.........0-5 Léttir-Valur ............2-4 Afturelding-Stjaman......0-2 Haukar-Selfoss ..........5-5 11 félög hafa tryggt sér sæti í milliriðlunum. Það em: Fylkir, Stjaman, KR, FH, Breiðablik, ÍA, Grindavik, Fram, Leiftur, Skallagrímur og Valur. Úr þvi fæst skorið á morgun hvaða lið hreppir 12. sætið en þá leika Vík- ingur og ÍBV á Ásvöllum klukk- an 13. Elfsborg heldur efsta sætinu Heil umferð var í sænsku úr- valsdeildinni í knattspymu í gær. Þijú af íslendingaliðunum gerðu jafntefli í leikjum sínum en Örgryte tapaði sínum leik og skoraði Rúnar Kristinsson eina mark Örgryte. Úrslitin: Degerfors-Elfsborg.......2-2 Gautaborg-Öster..........3-0 Halmstad-Örgryte.........3-1 Helsingborg-Örebro.......1-1 Norrköping-Malmö.........2-2 Trelleborg-Ljungskile ...3-1 Vesterás-AK..............1-1 Elfsborg er enn í efsta sæti með 10 stig, AIK 8, Norrköping, Malmö, Gautaborg og Helsingborg hafa öll 7 stig, Örgryte 6, Örebro 5 en Vesterás er í botnsætinu með 1 stig. Fimmti í röð hjá Sigmari Borgfirðingurinn Sigmar Gunn- arsson sigraði í karlaflokki í 82. víðavangshlaupi ÍRsem þreytt var í gær og var þetta fimmta árið í röð sem Sigmar ber sigur úr býtum. Daníel Smári Guð- mundsson úr Ármanni varð ann- ar og Gunnlaugur Skúlason, UMSS, hafhaði í þriðja sæti. í kvennaflokki urðu ÍR-konur í þremur efstu sætunum. ífyrsta sæti lenti Bryndís Emstdóttir, systir hennar, Martha Emstdótt- ir, kom í öðru sæti og Gerður Guðlaugsdóttir hafnaði í þriðja sæti. í karlaflokki sigrnðu Ár- menningar í sveitakeppninni og ÍR-ingar í kvennaflokki. -GH Tvö töp á HM í borðtennis íslendingar hófu í gær keppni á heimameistaramótinu í borð- tennis sem nú stendur yfir í Manchester í Englandi. í karla- flokki töpuðu strákamir fyrir írum, 3-1, og í kvennaflokki urðu islensku stelpumar að játa sig sigraðar gegn Portúgölum, 3-0. -GH Arnar vekur mikla athygli DV, Bslgíu: Hinn ungi og efnilegi Amar Þór Viðarsson úr FH er þessa dagana staddur hjá Lokeren í Belgíu. Arnar lék með liði Lokeren 21 árs og yngri á móti Beveren og tapaði, 1-0. Amar lék í stöðu varnartengiliðs og átti mjög góðan leik. Hann hefur vakið verðskuldaða athygli for- ráðamanna Lokeren á þeim tima sem hann hefur verið við æfing- ar hjá liðinu. -KB Jón féll á lyfjapréfi og missti HM-bronsið - Kraftlyftingasamband íslands hefur ekki greint frá málinu í 5 mánuði. „Erum að kanna málið,“ segir Jahn Herrick, sem sæti á í lyfjanefnd Alþjóða kraftlyftingasambandsins, í samtali við DV Jón Gunnarsson kraftlyft- ingamaður féll á lyfjaprófi á Heimsmeistaramótinu í Aust- urriki á síðasta ári. Þetta kem- ur fram á lista Alþjóða kraft- lyftingasambandsins yfir þá kraftiyftingamenn sem féllu á lyfjaprófi á síðasta ári. Jón, sem hafhaði í 3. sæti í 95 kg flokknum á HM, var dæmd- ur í tveggja ára keppnisbann 13. nóvember á síðasta ári fyrir að nota Nandrolone stera. Hann missir því að sjálfsögðu bronsverðlaun sín sem hann fékk fyrir frammistöðuna á mótinu. Bandaríkjamaðurinn Jahn Herrick, sem er í lyfjaeftirliti Alþjóða kraftlyftingasambands- ins, staðfesti þetta við DV. Ekkert heyrst frá Kraft- lyftingasambandinu Kraftlyftingasamband ís- lands hefur ekkert sent frá sér um málið og alþjóðasam- bandið er að op- k inbera nöfn j þeirra sem fall- iö hafa á lyfja- prófum. Á list- anum kemur m.a. ffam að 8 kanadískir kraft- lyftingamenn hafa verið dæmd- ir í ævilangt keppnisbann fyrir að falla á lyflaprófi i annað og þriðja skipti. Kraftlyftingasam- band íslands hefur hins vegar ekki sagt frá þvi að Jón féll á lyfjaprófi þó rúmir fimm mánuðir séu siðan það gerðist. „Það er rétt að við erum að reyna opinbera þetta til að láta alheim vita hversu alvarlegt þetta er. Þetta á að vera víti til vamaðar. Það er auðvitað geysilega slæmt að íþrótta- menn skuli nota ólögleg lyf. Þetta skemmir fyrir viðkom- andi íþrótt og iþróttunum í heildina. Við erum að kanna hvort íslenska kraftlyftinga- sambandið hefur ekki opin- berað það að Jón Gunnarsson hafi fallið á lyfjaprófi," segir Jahn Herrick, formaður lyfja- nefndar Alþjóða kraftlyftinga- sambandsins. Ekki náðist í Jón Gunnarsson .-RR/SK wFretti þetta fyrir víku" JónhefursenniW,^.,. . ... „Ég var eitthvað að heyra af þvi ju. Kraftlyftingasam- bandið hefur ekkert frétt af þessu máli, ekki ég. Ég hef ekki hugmynd um þetta Al- þjoðakraftlyftingasambandið hefur ekkert sent okkur um Þetta, ekki mér vitandi. Ann- ars tekur ritarinn okkar við ollum pósti þannig að það er kannski frekar að tala við hann. Hann hefur ekkert minnst á þetta við mig þannig að mér fmnst það’ osennilegt,“ sagði Alfreö Bjomsson, formaður Kraft- lyftmgasambands íslands í samtali við DV í gær. „Ég frétti af þessu óstað- fest fyrir svona viku síðan. Jon hefúr sennilega ekki vit- að af þessu fyrr,“ sagði AI- freð og bætti við: „Þið eruð snoggir þegar þið þefið eitt- hvað svona uppi. Þið hafið gaman af að skrifa neikvæðar fréttir um kraftlyftingar en þið skrifið helst ekkert jákvætt um þaer. Er það ekki satt?“ - Af hveiju*4jí| gengur Kraft- * lyftingasambandið ekki í ísí? „Svarið er einfalt i Meðlimir sambandsins hafa ekki haft áhuga á því.“ Hvers vegna ekki? „Það er nú það. Þú verður að ganga á milli manna og _ sPyrja þá að því.“ - Er það vegna þess að þa þurfa kraftlyftinga- menn að gangast undir lyfjapróf? JNei, það er kjaftæði. Eg held að 99% af kraftlyftingamönn- um geti pissað í glas fyrir mót eins og hver annar. Ég „ vona Því að það sé rett, sagði Alfreð. -SK Patti með sex mörk Næst síðasta umferðin í þýsku 1. deildinni í handknattleik fór ffarn í fyrrakvöld. Patrekur Jóhanesson skoraði 6 mörk þegar Essen gerði 26-26 jafntefli gegn Nettelsted á úti- velli. Róbert Sighvatsson skor- aði 3 mörk þegar Schutterwald lagði Gummersbach, 33-29. Sig- urður Bjarnason skoraði 4 mörk í jafnteflisleik Minden á útivelli gegn Lemgo og Héðinn Gilsson skoraði 4 mörk fyrir Fredenbeck sem tapaði fyrir Kiel á heimavelli, 22-27. Schutterwald og Fredenbeck eru í tveimur neðstu sætunum með 18 stig en Dormagen og Hameln eru með 20. Tvö neðstu liðin falla í 2. deild en liðið í þriðja neðsta sæti þarf að spila við liðið sem hafnar í öðru sæti í 2. deild um laust sæti í 1. deild- inni. í síðustu umferöinni mætir Schutterwald Kiel á útivelli og Fredenbeck á útileik gegn Minden. Sfaða Fredenbeck er mjög slæm því markamunur liðsins er óhagstæður um 86 mörk. Schutterwald er með 48 mörk í mínus, Dormagen 73 mörk í mínus og Hameln 33 í mín- us. -GH Toifi var sviptur heims- meistaratitlinum 1986 - eftir að ^falalliðá lyfjaprófi og fengið 3ja ara bann .. . •_inn oe var því sviptur DV hefur feng- ^ ið það staðfest, hjá Alþjóða kraft- lyftingasam- bandinu að árið 1986 féll kraftlyftinga- maðurinn Torfi Ólafsson, oft . nefiidur „loðfillinn , a lyfia- prófi sem hann gekkst undir eftir heimsmeistara- \ mót unglinga á Ind- I landi árið 1986. Pjtít vikið var hann dæmdur í þriggja . ára keppnisbann . þann 10. september 1986 til 10. september árið 1989. Torfi varð heimsmeist- ari unglinga á mótinu en eft- ir það féll hann á lyfjaprof- inu og var þvi sviptur heimsmeistaratitlinum. Hann varð þvi aldrei heirns- meistari unglinga i kraftlyft- ingum. Niðurstöður þessa lyfja- prófs virðast hafa farið leynt og komu ekki fram i Qöl- miðlum. Einn þekktasti kraftlyftingamaður landsms vissi ekki um niðurstoður lyfjaprófsins fyrr en DV til- kynnti honum um Jm: 1 gærkvöld. -SK/-RR Urslitakeppni NBA í nótt: \ Orlando skor- aði aðeins 64 - og steinlá gegn Miami, 99-64 Miami Heat gerði mönnum ljóst í Charlotte tækist að jafna metin undir nótt að liöið verður erfitt viðureignar í lokin, 75-75. Leikurinn var nánast úrslitakeppni NBA-deildarinnar í skotkeppni allan tímann. Allan Hou- körfuknattleik, en úrslitin hófust í ston skoraði 25 stig fyrir Knicks, Larry nótt. Johnson 20, John Starks, besti sjötti Miami lék á heimavelli sínum gegn maður NBA sl. vetur var með 19, og Orlando og sigraði 99-64. Úrslit uröu Patrick Ewing 15. Hjá Charlotte var annars þessi, fyrri tveir leikimir á Vlade Divac stigahæstur með 27 stig. austurströnd og þeir síðari vestan Houston vann sannfærandi sigur megin: gegn Minnesota og þar skoraði Mario NY Knicks-Charlotte. 109-99 Elie 21 stig, Hakeem Olajuwon 18 stig Miami-Orlando..... 99-64 og 11 fráköst, og Charles Barkley 15 Houston-Minnesota.112-95 stig. Stephon Marbury skoraði 28 stig Utah Jazz-LA Clippers . 106-86 fyrir Minnesota. Mun meiri breidd hjá Stigaskor Orlando er metjöfnun í úr- Houston gerði fyrst og síðast útslagið slitakeppni NBA-deildarinnar. Þeir í þessum leik. Varamenn Houston voru ráðþrota gegn mikilli baráttu skoraðu 36 stig gegn 15 stigum vara- okkar,“ sagði Tim Hardaway, bakvörð- manna Minnesota. ur Miami eftir leikinn. Voshon Lenard Karl Malone skoraði 27 stig fyrir skoraði 24 stig fyrir Miami og Alonzo Utah gegn Clippers og Bryon Russell Mouming bætti við 12 stigum, 11 frá- 16. John Stockton var með 13 stig og 17 köstum og 6 vörðum skotum. Derek stoðsendingar. Hjá LAClippers var Strong var með 15 stig yrir Orlando. Loy Vaught stigahæstur með 20 stig og New York Knicks vann nokkuð ör- 11 fráköst en Charles Outlaw kom uggan sigur á Charlotte þrátt fyrir að næstur honum með 13 stig. -SK íslandsmeistarar KA að „púslaa saman nýju liði: Sergei Ziza far- inn frá KA-liðinu - Sigurður Bjarnason í KA-búninginn? DV, Akureyri: Rússinn Sergei Ziza, leiksfjóm- andi íslandsmeistara KA í hand- knattleik, hefur tilkynnt KA að hann muni ekki leika meira með liðinu og er farinn frá félaginu. Ziza er nú í Þýskalandi og mun eiga í viðræðum við einhver félög þar, og KA-menn sem DV ræddi við í gær telja engar líkur á að hann spili á Ákureyri næsta vetur. Sigurður Bjamason leikmaður Minden í Þýskalandi er einn þeirra leikmanna sem KA hefur rætt við undanfama daga, og er það mál „opið“ að hann klæðist KA-búningnum i haust. Þá munu KA-menn hafa átt í viðræðum við Sigtrygg Albertsson markvörð Gróttu og rússneskan markvörð en þau mál era sömu- leiðis í biðstöðu og óvíst hvort Sigtryggur fer norður yfir heiðar. Vangaveltur um að Guðmundur Hrafnkelsson landsliðsmarkvörð- ur Vals klæðist KA- búningnum í haust em orðnar tímaskekkja, ein- hverjar „þreifingar" fóm fram en Guðmundur er samningsbundinn á Hlíðarenda og þeim samningi verður ekki rift. KA-menn em í viðræðum við fleiri leikmenn, bæði hér á landi og erlendis en Páll Alfreðsson for- maður handknattleiksdeildar KA sagði í gær að ekkert nýtt væri borðleggjandi í þeim efnum. KA- menn hafa verið að ræða við leik- menn meistaraliðsins, meiri líkur em á því en ekki að Björgvin Björgvinsson verði áfram hjá KA, óvissa er með hvað Leó Örn Þor- leifsson tekur sér fyrir hendur, en Jóhann G. Jóhannsson, Sævar Árnason, Sverrir Björnsson og Heiðmar Felixson verða áfram í herbúðum KA. Svo bíða menn spenntir eftir því hvað Julian Duranona gerir, en hvort hann leikur með KA næsta vetur eða einhveiju liði á meginlandi Evr- ópu skýrist ekki fyrr en eftir HM í næsta mánuði. Páll Alfreðsson seg- ir það markmið stjórnenda hand- knattleiksdeildar KA að tefla fram a.m.k. jafn sterku liði og því sem vann titilinn á dögunum. „Ég er bjartsýnn á að það takist, ef við fáum til okkar einhverja af þeim leikmönnum sem við emm að ræða við þessa dagana“ sagði Páll í samtali við DV í gær. -gk Juventus í úrslit gegn Dortmund Það verða Juventus og Dort- mund sem leika til úrslita í meistaradeildinni í knattspymu á ólympíuleikvangnum í Múnchen þann 28. maí. Dort- mund gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United, 1-0, á Old Trafford og samanlagt, 2-0. Lars Ricken skoraði sigurmark- ið á 8. mínútu. Eftir það sótti United linnulítið en tókst ekki að skora þrátt fyrir mýmörg tækifæri. í Torínó unnu Evrópu- og heimsmeistaramir í Juventus ömggan sigur á Ajax, 4-1, og samanlagt, 6-2. Attilio Lombardo, Christian Vieri, Nicola Amomso og Zinedine Zi- dane skoraðu mörk Juventus en Mario Melchiot mark Ajax. „Ég er alveg sannfærður um að Juventus vinnur sigur í keppninni. Þetta er ótrúlega sterkt lið og maður hefur á til- finningunni að leikmenn liðsins séu frá annarri plánetu,“ sagði Frank de Boer, leikmaður Ajax eftir leikinn. París SG slapp fyrír horn á Anfield Road í Evrópukeppni bikarhafa leiða París SG og Barcelona sam- an hesta sina í úrslitaleiknum. Parísarliðið komst þó heldur bet- ur í hann krappan gegn Liver- pool á Anfield Road í gærkvöldi og tapaði, 2-0, en hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli, 3-0. Robbie Fowler skoraði fyrra mark Liverpool á 12. mínútu og Mark Wright bætti við öðru 11 mínútum fyrir leikslok. Síðustu mínútumar í leiknum vom Frakkarnir í nauðvöm en tókst að halda fengnum hlut. í Flórens á Ítalíu vann Barcelona 2-0 sigur á Fiorentina en jafntefli varð í fyrri leiknum á Spáni, 1-1. Portúgalski lands- liðsmaðurinn Femardo Couto skoraði fyrra mark Börsunga á 35. mínútu og Josep Guardiola bætti við öðm 5 mínútum síðar. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. Luis Oliveira hjá Fiorentina á 48. mínútu og Migu- el Nadal hjá Barcelona sjö mín- útum fyrir leikslok ENGLAND Úrvalsdeild: Tottenham-Middlesbrough .. 1-0 1-0 Sinton (71.) Derby-Nott.Forest ..........0-0 Leicester-West Ham..........O-l 0-1 Moncour (75.) Staöa neðstu liða: Leicester 35 10 10 15 39-50 40 Southampt 36 9 11 16 48-55 38 WestHam 35 9 11 15 34-45 38 Coventry 36 8 14 14 35-51 38 Sunderland 36 9 10 17 32-52 37 Middlesbr 24 9 9 16 44-54 33 Nott.Forest 36 6 15 15 30-53 33 Baggio valinn í ítalska landslið Roberto Baggio hjá AC Milan er kominn í ítalska landsliðshóp- inn í knattspyrnu eftir tveggja ára fiarveru. Cesare Maldini valdi Baggio í hópinn, sem á að leika gegn Pólverjum í und- ankeppni HM í næstu viku, þar sem Gianfranco Zola, leikmaður Chelsea, gengur ekki heill til skógar. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.