Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 45 Eitt verka Antti Linnovaara í Norræna húsinu. Minning - Landslag í sýningarsölum Norræna hússins stendur nú yfir sýning á málverkum eftir Antti Linnovaara og nefnir listamað- urinn sýninguna Minning - Landslag. Um er að ræða far- andsýningu sem fyrst var sýnd í Aboa Vetus & Ars Nova-lista- safiiinu í Ábo. Sýningar Antti Linnovaara er einn af eftirtektarverðustu ungu lista- mönnum í Finnlandi um þessar mundir. Hann er fæddur 1960 í Borgá. Linnovaara hélt sína fyrstu sýningu í heimabæ sín- um 1984. Síðan hefur hann hald- ið einkasýningar í ýmsmn lista- sölum árlega, meðal annars í Stokkhólmi, Gautaborg og Málmey. Linnovaara sýndi í New York árið 1992. Þá hefur hann tekið þátt í ýmsum sam- sýningum. Stíll Antti Linnovaara hefur verið nefndur næturmálverk (nocturne), verk sem eru huglæg, ímynduð lista- form. Þar má finna minningar um horfhi menningartímabil í formi arkitektúrs eða landslags. Hann leiðir áhorfandann með í myndferðalag um náttúruna og nóttina. Hönnun í dag kl. 17 í Norræna húsinu mun húsgagnahönnuðurinn Jo- han Huldt frá Svensk Forum og og arkitektinn Peter Butenschön frá Norsk Forum halda fyrirlest- ur um hönnun. Eftir fyrirlestur- inn mun Form Island hafa opið hús í húsakynnum sínum í Hafn- arhúsinu þar sem eru til sýnis þeir íslensku hlutir sem hafa ver- ið valdir á sýninguna Design the Nordic Way. Kvikmyndasýning hjá Alliance Francaise í kvöld kl. 20.30 sýnir Alliance Francaise í húsakynnum sínum, Austimstræti 3, frönsku kvik- myndina Le maitre des éléphants, sem er frá árinu 1995. Leikstjóri er Patrick Granperret. Er myndin nær eingöngu tekin í Airíku. Aftansöngur á Akureyri í Akureyrarkirkju verður aft- ansöngur í dag kl. 18.00. Kammer- kór Akureyrarkirkju ásamt Bimi Steinari Sólbergssyni organista flyfja aftansönginn. Samkomur Bazaar í Vest- mannaeyjum Danska djasstríóið heldur áfram yfirreið sinni um landið og í kvöld er komið að Vestmanna- eyingum að njóta þessarar ágætu sveitar. Félagsvist í Gjábakka Félag eldri borgara í Kópavogi verður með félagsvist í Gjábakka, að Fannborg 8, kl. 20.30 í kvöld. Félagsvist og ganga Félag eldri borgara í Reykjavík verður með félagsvist í Risinu í dag kl. 14. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu um borgina kl. 10 í fyrramálið. Sigurvegarar Músíktilrauna í Hinu húsinu: Soöin fiðla Að venju verður blásið til tón- leika í Hinu húsinu í dag kl. 17. Margar þekktar og óþekktar hljómsveitir hafa komið þar fram og nú er komiö að hljómsveit sem hefur skotist upp á stjörnuhimin- inn nýlega eftir sigur í Músiktil- raunum. Feta hinir ungu drengir sem skipa Soðna fíðlu því fótspor hljómsveita eins og Botnleðju og Maus sem hafa unnið keppni þessa. í dag mun Soðin fiðla flytja frumsamda tónlist sem síöan á eft- ir að koma út á plötu. Skemmtanir ✓ a Hið vinsæla og líflega Snigla- band verður á faraldsfæti um helg- ina og kemur til með að leika norðan heiða í kvöld og annað Sniglabandið faraldsfæti Soðin fiðla skemmtir f Hinu húsinu í dag. kvöld. í kvöld er stefhan tekin á Húsavík og skemmt á Hlöðufelli. A morgun er svo viðkomustaðurinn Akureyri og fá gestir Sjallans að njóta þessarar fjörugu hljómsveit- ar. Meðlimir Sniglabandsins nú eru Björgvin Ploder, Einar Rún- arsson, Pálmi J. Sigurhjartarson. Tómas M. Tómasson og Þorgils Björgvinsson. Greiöfært er um alla aðalvegi Greiðfært er um alla aðalvegi landsins. Á landinu er víða aur- bleyta í útvegum og er mikið um öx- ulþungatakmarkanir á útvegum sem eru merktar með tilheyrandi merkjum við viðkomandi vegi. Ein- staka leiðir eru enn ófærar vegna Færð á vegum snjóa. Á Vestfjöröum er Dynjandis- heiði ófær. Þá eru Hellisheiði eystri og Mjóafjarðarheiði á Austfjörðum ófærar og Lágheiði á Norðausturl- andi. Ástand vega Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir Cb LokaörSt°ÖU Œl Þungfært 0Fært fjallabílum Hulda og Kristján eignast dreng Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 20. apríl, kl. 9.35. Hann Barn dagsins var við fæðingu 4685 grömm að þyngd og mældist 57 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Hulda Kristín Jóns- dóttir og Kristján Friðrik Karlsson og er hann fyrsta barn þeirra. Lennart Jahkel leikur bróöurinn sem er ekki allur þar sem hann er séður. Veiði- mennirnir Regnboginn sýnir sænsku sakamálamyndina Veiðimenn- imir (Jágame). Fjallar hún um Eric, sem hefur starfað sem lög- reglumaður í Stokkhólmi í mörg ár. Eftir að hann lendir í skot- bardaga ákveður hann að flytja til smábæjar í Norður-Svíþjóð þar sem hann fæddist. Þegar heim kemur er honum fagnað sem hetju af gömlu félögunum. Eric fer að vinna sem lögreglu- maður í bænum en hið harða viðmót stórborgarlögreglu- mannsins passar ekki við þessar nýju aðstæður. í bænum em of Kvikmyndir margar óskráðar reglur. Þegar Eric rannsakar veiðiþjófnaði í nágrenni bæjarins uppgötvar hann að margir vina hans eru tengdir glæpum. Fljótlega ein- angrast Eric þegar hann heldur rannsókninni áfram og æsku- stöðvamar verða hættulegar fyr- ir hann. Nýjar myndir: Háskólabíó: Empire Strikes back Laugarásbíó: Crash Kringlubíó: Michael Saga-bíó: Michael Collins Bíóhöllin: 101 dalmatíuhundur Bíóborgin: Lesið í snjóinn Regnboginn: Veiðimennirnir Stjörnubíó: Undir fölsku flaggi Krossgátan Lárétt: 1 æskustöðvar, 8 raun, 9 snemma, 10 hljóða, 12 vesöl, 14 til, 15 klatti, 16 sigaðir, 19 fugl, 20 álp- ast, 21 myndarskapur, 22 friur. Lóðrétt: 1 hanar, 3 drykkur, 3 festi, 4 datt, 5 forfaðir, 6 gelt, 7 fátæka, 11 strax, 13 rymur, 17 utan, 18 huggun, 20 guð. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 krukk, 6 ok, 8 vægi, 9 lái, 11 angrar, 12 bak, 14 nudd, 15 báru, 17 fet, 19 ás, 20 óragi, 21 skörin. Lóðrétt: 1 kvabb, 2 ræna, 3 ugg, 4 kimur, 5 klaufar, 7 kind, 10 árdegi, 13 krók, 16 áss, 18 tin, 19 ál. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 115 25.04.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tallqenqi Dollar 71,080 71,440 70,940 Pund 115,470 116,060 115,430 Kan. dollar 50,920 51,240 51,840 Dönsk kr. 10,8730 10,9310 10,9930 Norsk kr 10,0570 10,1130 10,5210 Sænsk kr. 9,2320 9,2830 9,4570 Fi. mark 13,7690 13,8500 14,0820 Fra. franki 12,2650 12,3350 12,4330 Belg. franki 2,0066 2,0186 2,0338 Sviss. franki 48,6200 48,8900 48,0200 Holl. gyllini 36,8100 37,0300 37,3200 Þýskt mark 41,4200 41,6300 41,9500 ít. lira 0,04157 0,04183 0,04206 Aust. sch. 5,8820 5,9180 5,9620 Port. escudo 0,4123 0,4149 0,4177 Spá. peseti 0,4908 0,4938 0,4952 Jap. yen 0,56390 0,56730 0,58860 Irskt pund 110,150 110,830 112,210 SDR 96,51000 97,09000 98,26000 ECU 80,6200 81,1000 81,4700 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.