Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Page 4
Sími 564 3535 Tilbob I 16" pizza m/ 3 áleggstegundum ásamt 12" hvítlauks- brau&i/Margaritu eöa 21. af Coca Cola + einn bobs- mibi á LIAR-LIAR. Kr. 1480 Þú sœkir Tilbob II 16" pizza m/ 3 áleggstegundum ásamt 12" hvítlauks- braubi/Margaritu eba 21. af Coca Cola + einn bobs- mibi á LIAR-LIAR Sími 564 3535 Treim LAUGARDAGUR26. APRÍL 1997 V TÉr Fíkniefnamál í desember snýst um 25 hasskíló, 3 kíló af amfetamíni og 600 alsælutöflur: Stærstu sakarefni í fíkniefnamáli hérlendis - Hollendingur talinn höfuðpaur en búist við að 6-7 verði ákærðir Hollenskur karlmaður, sem hefur setiö í gæslu- varðhaldi frá þvi í des- ember, er talinn bera ábyrgð á innflutningi á 25 kílóum af hassi, 3 kílóum af amfetamíni og 600 alsælutöflum á seinni hluta síðasta árs. Hann á yfir höfði sér ákæru með stærstu sakar- giftum sem nokkur ein- staklingur hefur hlotið hér á landi ef miðað er við væntanlega refsingu. Maðurinn losnaði úr 11 mánaða fang- elsisafplánun í Portúgal í júní á síðasta ári. Eftir það kom hann fimm sinnum til íslands áður en hann var hand- tekinn þann 11. desember. Fikniefnalögreglan telur sannað að í byrjun september hafi bill komið til Seyðisfjarðar með Norrænu á vegum umrædds Hollendings. Annar Hollending- ur og kona voru í bílnum. í hon- um voru 15 kíló af hassi, 3 kiló af amfetamíni og 600 alsælu- töflur. Bíllinn komst gegnum tollskoðun en fíkniefnalög- reglan náði að komast yfir hluta efnanna síðar. Hinn hollenski höf- uðpaur kom í flugi til landsins eftir aö bíllinn kom með Norrænu. Maðurinn kom síðan aftiu- til ís- lands í lok september, í þriðja skipt- ið í lok október og í það fjórða um miðjan nóvember. Það var svo þann 11. desember sem maðurinn var handtekinn. Hann var þá að koma til íslands í fimmta skiptið á skömmum tíma. í för með honum var hollensk kona. Hún kom einnig með honum í fyrstu ferð hans í sept- ember. í fórum fólksins fundust 10 kíló af hassi. Stuttu síðar var lagt hald á önnur tíu kíló af hassi hér á landi sem rakin eru til umrædds Hol- lendings. Einnig var lagt hald á 300 grömm af am- fetamíni og 500 al- sælutöflur. Frá því í desember hefur stór hópur fólks tengdur fíkniefnum setið í gæslu- varðhaldi eða verið handtekinn og yfirheyrður. Talið er að samtals 6-7 aðiiar, bæði Hollendingar og íslend- ingar, eigi ákæru yfir höfði sér fyr- ir innflutning, dreifingu og vörslu á framangreindum fíkniefnum. Ljóst þykir að mestur hluti amfetamíns- ins komst í dreifingu, 5 kíló af hassi og eitthvaö af alsælutöflum. Grunur leikur á að meira en framangreint magn hafi verið flutt til landsins en á það hafa sönnur ekki verið færð- ar. Bróðirinn í heróínsmygli í Portúgal Eins og fyrr segir afplánaði Hol- lendingurinn 11 mánaða fangelsi í Portúgal fyrir fikniefnamisferli þar í landi. Þar sat hann inni með fyrr- um sambýlismanni íslenskrar konu og eru tengsl við ísland talin hafa komist á með þeim hætti. Bróðir Hollendingsins er að afplána 7 ára fangelsisdóm fyrir heróínsmygl til Portúgals. -Ótt Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, með hluta fíkniefnanna sem tekin voru í stóra fíkniefnamálinu Hlutabréf í Hraðfrystistöð Þórshafnar hafa Qórfaldast í verði: Allt sem fer upp kemur niður aftur - segir Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri DV, Þórshöfn: „Við erum í sögulegri uppsveiflu hvað varðar magn og afurðaverð á uppsjávarfiskum og þá er um að gera að nýta það. Hitt er þó jafn ljóst að það sem fer upp kemur aft- ur niður og menn verða að vera til- búnir aö mæta því,“ segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, um afkomu fyrirtækisins. Jóhann segir að fyrirtækið, sem samanstendur af loðnubræðslu, skelverksmiðju og hefðbundnu frystihúsi, sé rekið með hagnaði. Þá rekur fyrirtækið Skála hf. í sam- eign með Vopnfiröingum og fleir- um. „Það hefur verið góð stígandi í rekstrinum og hagnaður hefur farið vaxandi. Það er engin ástæða til annars en bjartsýni á framhaldið og ef einhver sjávarútvegsfyrirtæki eiga möguleika þá eru það þau sem eru í svona fjölbreyttum rekstri," segir hann. Hjá HÞ starfa að jafnaði á milli 140 og 150 manns og velta fyrirtæk- isins er fast að 2 milljörðum króna á ári. Verð á hlutabréfum hefur far- ið hækkandi og allt að fjórfaldast. Um þessar mundir er gengi þeirra um 5 en voru 1,25 í byijun desem- ber þegar Landsbréf buðu út fyrstu bréfin. Jóhann varar við því að ein- blína á þær hækkanir sem orðið hafa á markaðnum. „Það er allur markaðurinn á upp- leið og þaö er alveg klárt að menn verða að horfast í augu við og hafa þroska til að mæta því að markað- urinn lækki. Það hefur verið allt of einhliða umræða um að markaður- inn geti bara hækkað," segir Jó- hann. -rt Kópavogur: Reiðhjóla- uppboð Lögreglan I Kópavogi heldur uppboö á relö- hjólum I dag. Hér er um aö ræöa tugi reiöhjóla sem hafa safnast saman á tæpum tveimur árum. Uppboöið fer fram á lög- reglustöðinni og hefst klukkan 13. Lögreglan vill hvetja eigendur týndra reiöhjóla til ab koma og vitja hjólanna. DV-mynd S Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri á Þórshöfn, rekur langstærsta fyrir- tækiö á staönum. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur fjórfaldast síöan í desem- ber en Jóhann segir aö allur markaöurinn hafi verið aö hækka að undan- förnu og hann varar viö því aö menn trúi því að hlutabréf í sjávarútvegsfyr- irtækjum geti bara hækkaö en ekki lækkað. Umræöan um þessi mál hafi verið alltof einhliða. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.