Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
58 Dlrikmyndir
Bíóborgin -Tveir dagar í dalnum
Atburðir í dal ★★★
Quentin Tarantino hefur margt á samviskunni. í þetta
sinn eru áhrif hans af því góða, því að þessi litla mynd um
tvo daga í dal er bara ansi fín; þó Tarantino-áhrifin leyni
sér ekki. En Tveir dagar í dalnum eru alveg lausir við þann
farangur af tilvísunum og tengingum sem einkennir mynd-
ir Tarantinos og i því liggur einmitt styrkur hennar; hún
ætlar sér ekki um of. Af óvæntum ástæðum slær saman
ósamstæðum hópi fólks og kvikmyndaleiksljóri í sjálfs-
morðshugleiðingum (Paul Mazursky) fær hugmynd að
handriti. Morð er framið í dalnum og annar morðingjanna
(James Spader) ætlar síðan að losa sig við hinn morðingj-
ann (Danny Aiello), en mistekst. Sá tekur listaverkasala
(Greg Cruttwell) og aðstoðarkonu hans (Glenne Headiy) í
gíslingu en gíslamálið vefur óvænt upp á sig þegar systir listaverkasalans (Marsha Mason) og
kvikmyndaleikstjórinn bætast við. Og síðan blandast lögreglumenn (Jeff Daniels og Eric
Stoltz) og konur fórnarlambsins og hins morðingjans í leikinn (Teri Hatcher og Charlize Ther-
on). Ruglingslegt? Ég var lengi hrædd um að þetta myndi aldrei smelia saman. En það gekk og
í heildina er hægt að segja að það hafi gengið vel. Handritið heíði mátt vera betur skrifað (það
var sérstaklega neyðarlegt þegar kvikmyndaleikstjórinn fór að glósa hjá sér og maður uppgöt-
vaði að línumar vora ekki það góðar) en myndin er full af skemmtilegum persónum og senum
og þó maður standi sjaldan á öndinni þá var þetta hin ágætasta skemmtun. Leikarahópurinn
er einvala lið, James Spader er farinn að sérhæfa sig í „kinkí“ illmennum og er alltaf
skemmtilegur, Eric Stoltz er indæll sem löggan sem hefur of mikla samvisku með glæpamönn-
unum og þó Charlize Theron hafi ekki verið sannfærandi í sænskunni þá var hún frábær fig-
úra.
Leikstjóri og handritshöfundur: John Herzfeld. Kvikmyndataka: Oliver Wood. Tónlist: Ant-
hoony Martinelli.
Aðalleikarar: Danny Aiello, James Spader, Eric Stoltz, Glenne Headly og Charlize Theron.
Ulfhildur Dagsdóttir.
Regnboginn - Veiðimennirnir:
Lögreglan, vinirnir og veiðiþjófarnir ***
Það hefur löngum loðað við frændur okkar i Svíþjóð að
vera um of heimavænir í sinni kvikmyndagerð og þess
vegna hafa þeir meðal annars átt í erfiðleikum með að
koma kvikmyndum sínum á framfæri erlendis. Af Norður-
landaþjóðunum framleiða þeir flestar kvikmyndir, en hafa
ekki haft erindi sem erfiði á alþjóðlegum vettvangi. Hafa
Danir náð til að mynda mun betri árangri í dreifmgarmál-
um en Svíar og hafa í dag forustu í kvikmyndagerð á Norð-
urlöndum. Eitthvað virðast Svíar þó hafa lært því Veiði-
mennimir (Jagama) er laus við allan mæðutón og er fyrst
og fremst hressileg skemmtun, sakamálmynd sem hefur
góða sögu sem vel gæti gerst hvenær sem er.
Veiðimennimir gerist í smábæ í norðurhluta Svíþjóðar
og segir frá lögreglumanni sem hefur gefist upp á lífinu í
stórborginni og flytur heim í sína heimabyggð og tekur við lögreglustarfi þar. Honum er tek-
ið sem hetju af vinum og vandamönnum. Þegar hann hefúr lögreglustörf kemur fljótt i ljós að
stórborgin hefur haft afgerandi áhrif á lífsmunstur hans, hann getur ekki horft fram hjá því
sem starfsfélagar hans kalla sjáifsbjargarviðleitni, það er veiöiþjófnaður, sem stundaður er af
fyrrum félögum hans. Lögreglumaðurinn einangrast því brátt í bæjarfélaginu þar sem ailir
þekkja alla.
Veiðimennimir er vel skrifuð og hefur góða stígandi. Myndin hefur nokkur hliðarspor sem
áhugaverð eru og persónur em vel tilreiddar frá höfundar hendi. Aðalpersónan Eric, er þessi
þrjóska bangsatýpa sem neitar að gefast upp fyrir þvingunum, er hljóðlátur í starfi en veit
hvað hann vill og er túlkun Rolf Lassgárd virkileg góð. Það má kannski segja að atburðarásin
sé stundum um of fyrirsjáanleg og hafi þvi áhrif á spennuna, en þegar á heildina er litið er
Veiðimennimir góð skemmtun.
Leikstjóri: Kjell Sundvall. Handrit: Kjell Sundvall og Björn Carlström. Kvikmyndataka: Kjell
Lagerroos. Tónlist: Björn Jason Lindh.
Aðalleikarar: Rolf Lassgárd, Lennart Jáhkel, Helena Bergström og Jarmo Mákinen.
Hilmar Karlsson
Kringlubíó -Veislan mikla:
í nærveru ítalskrar matargerðar
Alltáf tf og til koma fram kvikmyndir í Bandaríkjun-
um sem eru svo lausar við að hafa amerískt yfirbragð að
undrun sætir, slík kvikmynd er Veislan mikla (Big
Night). Samt er það svo að hún hefði sjálfsagt ekki getað
orðið til neins staðar annars staðar en einmitt í Banda-
ríkjunum því þama er á skemmtilegan og áhrifamikinn
máta blandað saman evrópskri arfleið, ekta ítalskri mat-
argerð, og hvemig hún rekst á í þjóðfélagi þar sem allt
byggist upp á hraða. Dæmigert er atriði í byrjtm mynd-
arinnar þegar bandarísk hjón era að fúrða sig og kvarta
yfir því að ekkert pasta eða kjötbollur skuli vera með II
risotto (hrísgrjónarétti).
í Veislunni miklu fylgjumst við með tveimur ítölskum
bræðrum á sjötta áratugnum, sem heita þeim skemmti-
legu nöfnum Primo og Secundo. Þeir hafa sett á fót ítalskan matsölustað, sem ekki hefur
fallið í kramið, enda Primo, sem er kokkurinn, með fullkomnunaráráttu í matargerð og
neitar öllum breytingum. Annar italskur innflytjandi sem rekur veitingastað á móti
þeim bræðram hefúr aðlagað sig bandarisku þjóðfélagi og lætur ameriska drauminn ræt-
ast. Sá ákveður að koma þeim bræðrum til hjálpar og segist ætla að senda vin sinn Lou-
is Prima (frægur söngvari á þessum árum) til þeirra bræðra eitt kvöldið og undirbúning-
ur fyrir veisluna miklu hefst.
Veislan mikla er kvikmynd sem kemur veralega á óvart. Leikararnir, Stanley Tucci
og Campbell Scott, leikstýra myndinni af miklu öryggi og listrænu innsæi. Handrit Tucc-
is ogJoseph Tropiano er innihaldsríkt, fullt af góðum húmor sem og dramatískum til-
finningaátökum og leikgleðin skín úr hverjum leikara. Þaö eru nokkur atriði sem standa
upp úr og þá er helst að nefna aldeilis frábæra ítalska veislu sem gerir það að verkum að
maður hugsar um ítalskan mat í langan tíma á eftir og lokaatriðið í eldhúsinu þegar Sec-
undo býr til eggjaböku handa þeim bræðram og aðstoðarmanni þeirra. í þessum atriðum
er ekki mikið talað heldur er myndmálið nýtt á áhrifamikinn hátt.
Leikstjórar: Stanley Tucci og Campbell Scott. Handrit: Stanley Tucci og Joseph Tropiano.
Kvikmyndataka: Ken Kelsch. Tónlist: Gary DeMichele.
Aðalleikarar: Stanley Tucci, Tony Shalhoub, Minnie Driver, Isabella Rossellini, Campbell
Scott og lan Holm.
Hilmar Karlsson.
-.1 A ■l.i-J
IKKA
Veislan mikla í Kringlubíói:
Italskur matur og
ameríski draumurinn
Bandaríska kvikmyndatímaritið Premier fær
árlega alla helstu kvikmyndgagnrýnendur
Bandaríkjanna til að gefa helstu kvikmyndum
ársins stjörnur. Síðan era stjömurnar lagðar
saman og útkoman er besta kvikmynd ársins
að mati hópsins. í ár voru þaö sextán gagn-
rýnendur sem tóku þátt i leiknum og þegar
stjörnumar vora reiknaðar út kom í ljós að lít-
il kvikmynd, Veislan mikla (Big Night) sem
vakið hefur umtalsverða athygli frá því hún
var frumsýnd á Sundance kvikmyndhátíðinni i
Colorado í fyma, var efst.
Sá sem er að mestu ábyrgur fyrir gerð Veisl-
unnar miklu er leikarinn Stanley Tucci sem er
ekki mjög þekktur hér á landi en hefur þó sést
einstaka sinnum í ágætum en litlum hlutverk-
um. Hann er meðleikstjóri ásamt öðrum leik-
ara, Campbell Scott, skrifaði handritið ásamt
frænda sínum Joseph Tropiano og leikur eitt
aðalhlutverkið.
Tucci segist lengi hafa verið með hugmynd-
ina í maganum um að gera kvikmynd um mat:
„Matur er stór hluti af okkar lífi og ég hef al-
veg frá því ég var strákur haft áhuga á matar-
gerð. Matur skiptir mismiklu máli hjá fjöl-
skyldum en í þeirri ítölsku fjölskyldu sem ég
ólst upp í skiptir hann heilmiklu máli og það
held ég eigi við um allar ítalskar fjölskyldur."
Tucci kom því að máli við frænda sinn, Joseph
Tropiano, sem hafði fengist við skriftir og er
einnig mikill áhugamaður um mat, að þeir
myndu skrifa handrit að kvikmynd um tvo
ítalska bræður, tiltölulega nýflutta til Banda-
ríkjanna á sjötta áratugnum, sem stofna veit-
ingastað. Stórar hugsjónir þeirra bræðra i mat-
argerð rekst á lífsmunstur Bandaríkjamanna
og reksturinn gengur ekki sem skyldi. Tucci
segir aðsðurður að persónur í myndinni séu
ekki beint byggðar á fjölskyldu hans en þó
megi sjá í þeim ýmislegt sem ættingjar hans
hafa tileinkað sér. „í minni fjölskyldu var mat-
ur alltaf umræðuefnið við matarborðið, stund-
um reyndum við að tala um pólitík en umræð-
umar enduðu alltaf á mat. Ég vil þó taka það
fram að enginn úr minni fjölskyldu hefur átt
veitingastað."
Það er ekki bara aö Big Night fjalli um mat-
argerð heldur er maturirm nokkurs konar um-
gjörð um líf bræðranna sem fjallað er um og
hvemig þeir líta ólíkum augum á lífið. Þeir
Svindlið mikla í Stjörnubíói
Peningar
Svindlið mikla (The Big Squeeze), sem
Stjömubíó hóf sýningar á í fyrradag, er á gam-
ansömum nótum en krydduð erótík og spennu.
í aðalhlutverki er Lara Flynn Boyle. Leikur
hún bardömuna Tanyu Mulhill, sem er í van-
sælu hjónabandi. Hún þrælar myrkranna á
milli svo hún og eiginmaður hennar eigi til
hnífs og skeiðar. Eiginmaðurinn er fyrram
hafnaboltaleikari sem slasaðist og gerir því fátt
annað daglega en að sækja kirkju til að öðlast
sálarró. Dag einn uppgötvar Tanya að Henry
hefur logið að henni
öll þau ár sem hann
hefur verið slasaður.
Bankayfirlit sýnir að
hann á inni 130 þús-
und dollara. Er um
tryggingarfé að ræða.
Tanya vill vitaskuld
fá helminginn enda
hefur hún verið eina
fyrirvinnan öll þau ár
sem Henry hefur ver-
ið á hækjum vegna
meiðsla. Þegar Henry
neitar henni um pen-
inga ákveður hún að
skilja við hann en hef-
ur samt alls ekki hug
á að skilja alla pen-
ingana eftir í vörslu
eiginmannsins.
Auk Lara Flynn
Boyle leika i mynd-
inni Peter Dobson,
Danny Nucci og Luca
Bercovic. Leikstjóri er
Marcus De Leon sem
og erótík
hefur gert nokkrar kvikmyndir fyrir óháða
framleiðendur og fengið viðurkenningu fyrir
tvær þeirra, Border Radio og Kiss Me a Killer.
Lara Flynn Boyle þekkja allir sem fylgdust
með á sínum tíma Tvídrangaþáttum David
Lynch. Eftir að þeim lauk hefur hún verið iðin
að leika í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum,
má þar nefna Threesome, The Temp, The
Rookie, Baby’s Day out, Mobsters, Waynes
World og The Road to Wellville.
-HK
Lara Flynn Boyle leikur Tanyu Mulhill sem lætur þaö ekki óborgað þegar
eiginmaöurinn ætlar aö svindla á henni.