Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
57
Saga Jónsdóttir og Guömundur
Ólafsson leika öll hlutverkin í Bar
Par.
Bar Par á
faraldsfæti
Nú er komið að lokum Bar Pars
í Borgarleikhúsinu en siðustu
sýningar þar eru um helgina. Þar
sem uppselt er á sýninguna í
kvöld verður aukasýning á mið-
nætti í kvöld og önnur annað
kvöld. Ekki lýkur þó sýningum á
verkinu þvi nú er áætlað að fara í
leikferð. Verða fyrstu sýningam-
ar á Austurlandi 1., 2. og 3. maí og
er sýnt á hótelum á hverjum stað
fyrir sig.
Leikhús
Venus/Mars á Norðurlandi
Leikþátturinn Venus/Mars eft-
ir Eddu Björgvinsdóttur verður
sýndur í Deiglunni á Akureyri í
kvöld, kl. 21, á Sauðárkróki, í
tengslum við Sæluviku á Kaffi
Krók á morgun, kl. 15.30, og á
Siglufirði sama dag, kl. 20.30.
Frátekið borð
Sýning verður á Fráteknu borði
eftir Jónínu Leósdóttur I kaffiter-
íunni í Gerðubergi í dag, kl. 15.
Leikarar eru Saga Jónsdóttir,
Soffia Jakobsdóttir og Bryndís
Petra Bragadóttir.
Löður: Sápukúlur
og stærðfræði
Reynir Axelsson, dósent í
stærðfræði flytur í dag fyrirlest-
urinn Löður: Sápukúlur og stærð-
fræði i sal 3 í Háskólabíói kl. 14.
Er hann i fyrirlestraröðinni Und-
ur veraldar.
Matjurtir í heimilisgarðinum
Námskeið verður í dag í Gaðr-
yrkjuskóla ríkisins, Reykjum í
Ölfusi, fyrir áhugafólk um mat-
jurtir í heimilisgarðinum. Leið-
beinandi er Gunnþór Guðflnns-
son kennari.
Félag eldri borgara í Reykjavík
Félagsfundur verður i Risinu í
dag kl. 13.30. Dagskrá: Kjara- og
hagsmunamál. Framsögumaður:
Ámi Brynjólfsson.
Samkomur
Ma-Uri dansnudd
Anne Marie Olafsen verður
með fyrirlestur og sýnikennslu í
pólínesískri heilun og Huna-heim-
speki í jógastöðinni Heimsljósi,
Ármúla 15, í dag kl. 14.30.
Skjólbeltarækt á Suðurlandi
Námskeið verður í skjólbelta-
rækt á Suðurlandi i Hlíðarenda á
Hvolsvelli í dag kl. 10-16. Leið-
beinendur eru skógafræðingamir
Hallur Björgvinsson og Gunnar
Freysteinsson.
Heimildamynd um
Maju Plíestskaju
Á morgun kl. 16 verður kvik-
myndin Maja Plísetskaja sýnd í
bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er
heimildakvikmynd um eina fræg-
ustu ballerínu heims, gerð árið
1964 þegar hún stóð á hátindi
frægðar sinnar. Aðgangur er
ókeypis.
Rigning eða súld víðast
hvar á landinu
Við Færeyjar er 1022 mb hæð sem
þokast suðaustur og á suðvestan-
verðu Grænlandshafi er 1000 mb
Veðríð í dag
lægð sem hreyfist hægt norðnorð-
austur.
Rigning verður víðast hvar á
landinu á morgun. Spáð er suðau-
stangolu eða kalda og ef ekki verður
rigning þá verður súld. Hiti verður
á bilinu 4 til 9 stig. Heitast verður á
suðvesturhorninu og á Vesturlandi.
í höfuðborginni verður rigning eða
súld og hitinn mestur um sjö stig.
Sólarlag í Reykjavík: 21.36
Sólarupprás á morgun: 5.14
Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.46
Árdegisflóð á morgun: 9.09
Veöriö kl. 12 á hádegi í gœr:
Akureyri
Akurnes
Bergstaðir
Bolungarvík
Egilsstaðir
Keflavíkurflugv.
Kirkjubkl.
Raufarhöfn
Reykjavík
Stórhöfói
Helsinki
Kaupmannah.
Ósló
Stokkhólmur
Þðrshöfn
Amsterdam
Barcelona
Chicago
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
Lúxemborg
Malaga
Mallorca
París
Róm
New York
Orlando
Nuuk
Vín
Washington
Winnipeg
skýjaó 7
skýjað 6
alskýjað 6
snjóél 3
skýjað 8
rigning og súls 4
alskýjaó 5
skýjað 4
úrkoma í grennd 5
alskýjaö 5
skýjað 7
léttskýjað 9
skýjað 9
skýjað 7
skýjað 5
rigning 11
þokumóða 18
heióskírt 4
skýjað 17
skýjað 11
skýjað 10
rigning á síð.kls. 11
skýjað 17
skýjaö 22
léttskýjaö 20
rigning 16
léttskýjaó 17
léttskýjað 19
léttskýjað 17
léttskýjað -.2
léttskýjaó 18
skýjaö 12
skúr 3
Reggae on lce á Sauðárkróki:
Dansvæn tónlist úr ýmsum áttum
Reggae on lce skemmtir á Hótel Mælifelli í kvöld.
Hin vinsæla hijómsveit Reggae
on Ice dvelur norðan heiða í dag
og verður með dansleik á Hótel
Mælifelli á Sauðárkróki í kvöld.
Reggae on Ice spilar fiölbreytta og
dansvæna tónlist ásamt eigin lög-
um en sveitin er að leggja síðustu
hönd á plötu sem kemur út í júní.
| Er það plata númer tvö og mega
gestir eiga von á að heyra efni af
plötunni.
Karlakórinn Stefnir
Karlakórinn Stefnir verður með
tónleika í Grensáskirkju kl. 20.30
annað kvöld og verða þeir síðan
Skemmtanir
endurteknir á sama stað 30. apríl.
Uppistaðan f dagskránni er ís-
| lensk lög og eru einsöngvarar úr
röðum kórfélaga. Stjómandi kórs-
ins er Lárus Sveinsson, undirleik-
1 ari er Sigurður Marteinsson.
Ljóðatónleikar
í Safnaðarheimilinu á Akureyri
verða ljóðatónleikar í dag kl. 16.
Það eru Þórunn Guðmundsdóttir
og Kristinn Örn Kristinsson sem
flytja verk eftir Henry Purcell, Sig-
m-ð Þórðarson, Samuel Barber,
Jón Leifs og fleiri. Þórunn og
Kristinn Öm hafa unnið mikið
saman undanfarin misseri og er
skemmst að minnast þess að árið
1995 kom út geislaplata með þeim
þar sem þau flytja lög eftir Karl Ó.
Runólfsson og Jón Leifs.
Myndgátan
Fjárgreiðslur
Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi.
wassönn
Han Solo (Harrison Ford) kemur
mikiö viö sögu í Return of the
Jedl.
1
Stjörnustríð 3
| Háskólabíó hóf sýningar í vik-
! unni á þriðju Stjömustríðsmynd-
inni, Return of the Jedi, sem jafh-
: framt er síðasta myndin í fyrstu
lotu. Nú verða spenntir aðdáendur
að bíða fram á næsta ár eftir nýrri
Ísyrpu frá George Lucas í Stjörnu-
stríðsseríunni. í Retum of the Jedi
kemur til uppgjörs á milli Loga
geimgengils og vina hans og Svart-
höfða. Spurningin er hvor þeirra
hefur vinninginn þegar upp er
staðið. Eins og þeir sem sáu Emp-
Kvikmyndir
ire Strikes Back vita þá endaði sú
mynd með því að farið var í leið-
angm- Han Solo til bjargar. Eitt af
eftirminnilegustu atriðunum í Re-
turn of the Jedi er eltingaleikur í
gegnum skóginn þar sem hinir
bangsalegu Ewokar fara fremstir i
flokki. Eins og í fyrri myndunum
tveimur hefur einstaka atriðum
verið breytt, án þess þó að það
komi niður á söguþræði myndar-
innar eða efnistökum. Öll nútíma
Iþekking og tækni, með tilliti til
hljóös og myndar, er nýtt til hins
ýtrasta til að upplifunin veröi í
takt við það besta sem gerist í
■ heimi kvikmyndanna i dag.
Nýjar myndir:
Háskólabió: Return of the Jedi
Laugarásbíó: Crash
Kringlubíó: Veislan mikla
Saga-bíó: Lesið i snjóinn
Bíóhöllin: Michael
Bíóborgin: Tveir dagar í dalnum
Regnboginn: Veiðimennirnir
Stjörnubíó: Svindlið mikla
Golf og glíma
Nú eru kylfingar búnir að taka
kylfur sínar fram og famir að slá
litlu hvítu kúluna í gríð og erg.
Fyrsta mót ársins var á Suður-
nesjum um síðustu helgi og nú er
komið að Hafnfirðingum að halda
golfmót en Keilir heldur afmælis-
mót á velli sínum í dag. Um er að
ræða punktakeppni og eru verð-
laun veitt fyrir þrjú efstu sætin
ásamt aukverðlaunum fyrir að
vera næst holu i upphafshöggi á
16. braut og næst holu í öðru
höggi á 13. braut.
íþróttir
Glímumenn verða í sviðsljósinu
um helgina, Íslandsglíman verður
háð í Reykjavík og verður þar ör-
ugglega um spennandi keppni að
ræða. Þá verður ungt hestafólk í
sviðsljósinu en Hestamannafélag-
ið Sörli heldur Hróa hattar-mót á
morgun, kl. 14, á Sörlavöllum við
Sörlastaði. Keppt verður f fiórum
aldursflokkum í firmakeppnis-
formi.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 115
25.04.1997 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 71,080 71,440 70,940
Pund 115,470 116,060 115,430
Kan. dollar 50,920 51,240 51,840
Dönsk kr. 10,8730 10,9310 10,9930
Norsk kr 10,0570 10,1130 10,5210
Sænsk kr. 9,2320 9,2830 9,4570
Fi. mark 13,7690 13,8500 14,0820
Fra. franki 12,2650 12,3350 12,4330
Belg.franki 2,0066 2,0186 2,0338
Sviss. franki 48,6200 48,8900 48,0200
Holl. gyllini 36,8100 37,0300 37,3200
Þýskt mark 41,4200 41,6300 41,9500
ít. líra 0,04157 0,04183 0,04206
Aust. sch. 5,8820 5,9180 5,9620
Port. escudo 0,4123 0,4149 0,4177
Spá. peseti 0,4908 0,4938 0,4952
Jap. yen 0,56390 0,56730 0,58860
irskt pund 110,150 110,830 112,210
SDR 96,51000 97,09000 98,26000
ECU 80,6200 81,1000 81,4700
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270