Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 6 útlönd stuttar fréttir Létust í sprengjutilræði Tuttugu og einn lét lífið og tutt- ugu særðust er sprengja sprakk þegar lest ók um lestarstöð ná- lægt Algeirsborg í Alsír í gær. Biður um stuðning Utanríkisráðherra Danmerkur, Niels Helveg Petersen, mun í næstu viku fara fram á stuðning Evrópu- sambandsins vegna hótana Kínverja um hefhdaraðgerðir. Kínverjar brugðust harkalega við stuðn- ingi Dana við árlega ályktun mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem mannréttinda- brot í Kina eru gagnrýnd. Hauskúpur í gámi Sjö hauskúpur og smurt lík ungabarns fundust í gámi á Schipholflugvelli við Amsterdam. Hauskúpumar voru faldar innan um handunna muni í gámi sem kom frá Perú og átti aö fara til Belgíu. Sprengja í Mílanó Sprengja sprakk fyrir utan ráð- hús Mílanó í gær. Enginn særðist við sprenginguna. Borgarstjóm- arkosningar fara fram á morgun á Ítaiíu. Verður að sanna sig Natan Sharansky, viðskipta- og iðnaðarráðherra ísraels, segir að Netanyahu forsætisráðherra eigi eftir að sanna að hann geti stjórn- að landinu í kjölfar spillingar- máls sem skók stjórn hans. Dóu við gangagerð Námumenn frá Andesfjöllum í Perú grófu göngin sem sérsveitar- menn gerðu áhlaup úr á bústað japanska sendiherrans í Lima. Tvett námumenn létust í hrani í einum ganganna. Ræða bönnuð Svissneska lögreglan bannaði í gær talsmanni Tupac Amaru skæruliða í Perú að halda ræðu við 1. maí hátíðahöldin í Zúrich eins og ráðgert hafði verið. Spenna í Tyrklandi Tansu Ciller, aðstoöarforsætis- ráðherra og utanríkisráöherra Tyrklands, vísaði í gær á bug blaðafrétt um að hún hygðist draga sig út úr sam- starfi við stjóm múslíma. Sagt var frá því í tyrknesku dagblaði í gær að Ciller ætlaði að hætta samstarfinu vegna ágrein- ings múslima og hersins. Herinn í Tyrklandi hét því í gær að skipta sér ekki af stjómmálum þrátt fyr- ir andstöðu við stefnu ríkisstjóm- arinnar. Ályktun gegn ísrael Sérstök nefnd Allsherjarþings SÞ krafðist þess í gær að ísraelar stöðvuðu smíði íbúða fyrir gyð- inga í A-Jerúsalem. Reuter Hlutabréfamarkaður: Hráolían hækkar Viðskipti skiluðu evrópskum kauphöllum ágætum gróða á fimmtudagskvöld. Ástæðan var stöðugur dollar og góð byrjun í Wall Street. Þriðjudagurinn var sá annar besti yfir hækkun Dow Jones á ein- um degi, fór þá upp um 173 stig. Hún var heldur lægri í gærmorgun. Kosningarnar í Bretlandi hafa áhrif á hlutabréf í London. Þau hækkuðu aðeins um nokkur stig þrátt fyrir já- kvæðar horfur í verðbólgumálum. Örlitil hækkun er á milli vikna í Kauphöllum í Frankfurt, Tokyo og Hong kong. Verð á bensíni hefur aðeins stigið upp á við þessa vikuna, 95 oktana bensínið er aftur komið upp fyrir 200 dollara tonnið, 98 oktana kostaði í gær 207 dollara og tunnan af hrá- olíu var komin í 18,12 dollara. Hún fór lægst í um 16,90 fyrir nokkru. -Reuter 85 þúsund flúðu inn í frumskóginn - flóttamennirnir dæmdir til dauða, segja hjálparstofnanir Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna staðfestu eftir leit úr lofti í gær að um 85 þúsund hútúar frá Rúanda hefðu flúið til skógar úr tveimur flótta- mannabúðum í Saír í þessari viku. Hjálparstofnanir hafa sakað upp- reisnarmenn í Saír um að hafa dæmt flóttamennina til dauða með því að hafa hrakið þá á flótta inn í frum- skóginn. Margir flóttamannanna eru veikir og vannærðir. Áður en flótta- mennirnir yfirgáfu búðirnar var fjöldi þeirra sem lést á sólarhring um 60. Leiðtogi uppreisnarmanna, Laur- ent Kabila, vísaði því á bug að menn hans hefðu myrt hútúa í flótta- mannabúðum skammt frá Kisang- ani. Kvaðst hann telja að liðsmenn sínir hefðu gengið á milli til að stöðva bardaga milli vopnaðra flótta- manna og óbreyttra Saírbúa. Uppreisnarmenn segja fyrrum hermenn frá Rúanda af ættbálki hút- úa hafa rýmt flóttamannabúðirnar fyrr í þessari viku. Flóttamannabúð- irnar voru lokaðar fyrir hjálpar- starfsmönnum og fréttamönnum frá mánudegi til fimmtudags. Sögðust uppreisnarmenn þurfa að loka búð- unum vegna hernaðaraðgerða á svæðinu eftir árás á flóttamannabúð- imar. Er hjálparstarfsmenn komu í búðimar á fimmtudag voru þær mannlausar. Kabila hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða fulltrúum Sameinuðu þjóð- anna og hjálparstofnana til að rann- saka mál flóttamannanna á svæðum uppreisnarmanna. í gær lýsti Kabila því yfir að hann væri fús til viðræðna viö Mobutu, forseta Saír, í Suður-Afríku eða jafn- vel Sambíu. Hann hafnaði öllum öðr- um tillögum af öryggisástæðum. Áð- ur hafði sonur forsetans greint frá þvi að faðir hans hefði ekkert á móti því að hitta Kabila í Gabon. Reuter Frambjóöandi Elvis Presleyflokksins stillir sér upp fyrir myndatöku fyrir utan aðalstöövar íhaldsflokksins í London. Presleyflokkurinn heitir því aö setja lög sem neyöa stjórnarandstööuþingmenn til aö bera gylltan klæönaö á þingi. Símamynd Reuter Tvær sprengjur sprungu á hraðbrautum í Bretlandi Tvær sprengjur sprungu við hrað- braut noröan við Birmingham í Englandi í gærmorgun. Sprenging- amar virðast vera liður í tilraun írska lýðveldishersins, IRA, til aö trufla kosningabaráttuna í Bret- landi. Lögreglan hafði lokað stóram hlut- um þriggja hraðbrauta, M6, M5 og Ml, eftir að hafa fengið viðvaranir um sprengjur. Önnur sprengjan sprakk nálægt hluta M6 hraðbrautar- innar sem ekki hafði verið lokað. Að sögn talsmanns lögreglunnar sprakk sprengjan norðar en gera mátti ráð fyrir miöað við þær upplýsingar sem voru gefnar. Háspenmunastur Lögregla leitar sprengna á hraö- braut. Símamynd Reuter skemmdist lítillega við sprenging- una. Gífurleg umferðarteppa varð vegna lokunar hraðbrautanna. Lögregla lokaði einnig aðaljám- brautarstöðinni í miðborg Birming- ham. írski lýðveldisherinn, sem vill breska herinn burt frá Norður-ír- landi, hefur truflað samgöngur í Bretiandi nokkram sinnum undan- famar vikur tii að vekja athygli á málstað sínmn. Mikil röskun varð á umferð í Lon- don á mánudaginn er fimm járn- brautarstöðvum og þremur alþjóðleg- um flugvöllum var lokað í kjölfar sprengjuhótana. Reuter Mew York 7000 6800 6600 6400 6200 6821,15 J F M A Katiphallir og vöruverð erlendis London HBSBffilW t/V 3400 DAX-MÍ\ yO 32oo nj/\r 3000&T xl 4100 2800 4000 43885 J F M A 2600 3397,36 J F M A Tokyo mssmsm Nlkkel 25000 13500 * HangSeng 13000®v\ 20000 12500 Y/ 15000 18698,07 12250 W 1276,83 J F M A J F M A Hvetur Skota til að kjósa Þjóð- ernisflokkinn Skoski leikarinn Sean Conn- ery, sem þekktastur er fyrir leik sinn 1 James Bond kvikmyndun- um, blandaði sér í bresku kosningabar- áttuna nú í vikunni. í bréfi til lands- manna sinna hvatti Conn- ery þá til að styðja sjálf- stæðisbaráttu Skotlands með því að kjósa Skoska þjóðemisflokk- inn. „Ég er stoltur af því að koma frá Skotlandi og heitasta ósk mín er sú að Skotland verði frjálst," skrifaði Connery. Skoski þjóðernisflokkurinn, sem er með fjögur sæti á breska þinginu, ætlar að senda hundruð- um þúsunda Skota bréfið frá Connery. Flokkurinn berst fyrir fullu sjálfstæði Skotlands. Sam- kvæmt niðurstöðum nýlegra skoðanakannana nýtur hann stuðnings 21 prósents kjósenda í Skotlandi. Er Skoski þjóðemis- flokkurinn þar með annar stærsti flokkur landsins, næstur á eftir Verkamannaflokknum sem er með 47 prósenta fýlgi. Handtaka í Belgíu vegna raðmorða Lögreglan í Belgíu hefur hand- tekið mann í sambandi við leitina á raðmorðingja sem skelft hefur íbúa borgarinnar Mons undanfar- inn mánuð. Um þrjátíu líkams- hlutar hafa fundist í 15 plastpok- um sem skildir hafa verið eftir á fjórum stöðum í borginni. Hinn handtekni þekkti eina fórnarlambið sem tekist hefur að bera kennsl á. Um var að ræða 21 árs gamla heimilislausa belgíska stúlku sem oft hafði sést dvelja við lestarstöðina í Mons. Demantar á ver- gangi á flugvelli Óslipaðir demantar, sem metn- ir eru á 11 milljónir dollara eða tæplega 800 milljónir íslenskra króna, lágu án gæslu í 2 klukku- stundir í flutningagámi í fraktherbergi á flugvellinum í Zúrich í Sviss. Talið var að flutn- ingagámurinn væri tómur. Farm- urinn uppgötvaðist þegar flug- vallarstarfsmaður opnaði gáminn sem hann ætlaði að nota fyrir far- angur sem fara átti til Atlanta. Demantarnir, sem sendir voru frá Saír, áttu að fara til London. Símbréf með upplýsingum um farminn barst ekki fraktþjónust- unni á flugvellinum i Zúrich og því var ekki vitað um demant- ana. Flugvallarstarfsmaðurinn, sem fann þá, fékk um 2500 krón- ur í fundarlaun úr vasa yfir- manns síns. Milosevic stokkar upp fyr- ir kosningar Forseti Serbíu, Slobodan Milosevic, hefur stokkað upp inn- an forystunnar í Sósialistaflokki sínutn til þess ------ þessu ári. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem birt var í gær, nýtur bandalag stjómarandstæð- inga stuðnings 21,6 prósenta kjós- enda en Sósíalistaflokkurinn er með 14,9 prósenta fylgi. Nýir leiðtogar Sósíalistaflokks- ins eru sagðir tilheyra þeim armi flokksins sem aðhyllist harða þjóöemisstefnu. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.