Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 JLlV 22i handverk IJi Páll Kristjánsson, bróðir Bjarna Þórs, hefur unniö marga fallega hluti úr beinum. Hér heldur hann á hnífum úr smiðju sinni. Edda Jónsdóttir er aldursforseti hópsins. Hún hefur starfað sem handavinnukennari í mörg ár en hætti nýlega að kenna. Hún er síöur en svo hætt aö sinna helsta áhugamáli sínu og á hönnun og gerð á töskum, beltum og fleiri nytjamunum hug hennar allan. Segir hún samstafiö við hina listamennina afar gefandi og skemmtilegt. Hafsteinn Traustason er húsasmíðameistari, rennismiður og bifvélavirki með meiru. Hann mótar fagra hluti í rennibekknum en þaöan kemur þessi forláta kertastjaki úr íslensku birki. Ingibjörg Hjartardóttir glerlistakona heldur hér á einu verka sinna. Hún fer ýmsar nýstárlegar leiöir í þeim hlutum og kennir ýmissa grasa. Pórhildur Þorgeirsdóttir er gullsmiður aö mennt og lauk prófi í Þýskalandi. Hún helur hér á silfurskeið en marga silfurmuni eftir hana er að sjá í gallerí Hnossi. Bjarni Þór KristjánS' son starfar sem smíöa- kennari en fær útrás fyrir listrænu hlið- ina á starfinu í galleríinu. Hér sker hann út litla karla og aörar fígúrur úr birki. leikur viðurinn í höndum Bjarna. Gallerí Hnoss Fimm lista- og handverksmenn meö ólíkan bakgrunn hafa um nokkur skeið rekin saman lista- og handverksgallerí undir nafninu Gallerí Hnoss. Nýlega flutti gaileríiö um set, úr Grjótaþorpinu í verslunarhúsnæði aö Skólavörðustíg 20. Þar er að sjá alls kyns listmuni og gjafavörur úr mismunandi hráefnum. Listamennimir gera allir verk sín úr náttúrulegum hráefnum, skinni, tré, beinum, roði, steinum, gleri, silfri og fleiru. Er nær undantekningalaust leitað fanga í íslenskri náttúru. Galleríið er rekið af brennandi áhuga en rekstrarformið er nýlunda hér á landi. Listamennirnir sinna rekstri þess utan vinnutíma, skiptast á að vera í búðinni. Viðfangsefni sumra þeirra Þau reka Gallerí Hnoss. F.v.: Ingibjörg Hjartardóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Páll Kristjánsson, Edda Jónsdóttir, Helga Rún Pálsdóttir, Þórhildur Þorgeirsdóttir og Hafsteinn Traustason. eru þess eðlis að þeir geta unnið baka til í búðinni milli þess sem þeir sinna viðskiptavinum. Hópurinn er sammála um aö það myndist mjög frjór jarðvegur fyrir hugmyndir þegar einstaklingar með ólíkan bakgrunn og vinnsluaðferðir hittast og reka saman gallerí eins og Hnoss Hvert þeirra hefur ákveðna sýn á lausnir og útfærslur sem skilar sér oftar en ekki í verkunum. Listafólkið segir áhuga erlendra ferðamanna á gallgeríinu mikinn, þarna sé að finna ósvikið íslenskt handverk út í gegn. Þá hafi landinn einnig tekið viö sér en þarna er að finna afar sérstakar og fallegar gjafavörur. Helga Rún Pálsdóttir er hatta- og kjólameistari og rekur eigin hattagerð. Hún gerir einnig töskur og fleiri hluti úr skinni og fleiri efnum sem fina má í íslenskri náttúru. DV myndir-ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.