Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 DV 16 Handboltinn heltók hann 56 ára gamlan: DV, Akureyri:____________________________ Það er óhætt að segja að hand- boltaíþróttin hafi gjörbreytt lífi Sverris Leóssonar, útgerðarmanns á Akureyri, þegar hann var 56 ára að aldri. Sverrir segir sjálfur að það sem gerðist hafi verið algjör tilvilj- un, en lífið sé jú reyndar uppfullt af slíkum tilviljunum. Hvað sem því líður, þá er Sverrir Leósson orðinn „forfallinn" handknattleiksáhuga- Sverrir Leósson fyrir utan höfuöstöðvar KA á Akureyri: „Ég skil þetta eigin- lega ekki sjálfur." DV-mynd gk Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsókn- um vegna starfrækslu strengjakvartetts á vegum borgarinnar frá 1. september nk. ■ Einungis hópar geta sótt um, ekki einstakling- ar. ■ Laun meðlima svari hálfum starfslaunum lista- manna hjá Reykjavíkurborg og hlíti sömu regl- um. ■ Kvartettinn starfi sjálfstætt og geri í umsókn nákvæma grein fyrir starfsáætlun: fyrirhuguðu tónleikahaldi og öðrum vekefnum; áherslu í vali tónlistar, hugsanlegum áformum um upptökur o. s. frv. Kvartettinn komi auk þess fram nok- krum sinnum á ári á vegum borgarinnar án auka- greiðslna samkvæmt nánara samkomulagi. * Starfslaun til kvartettsins eru veitt til eins árs með möguleikum á framlengingu. ■ Upplýsingar um önnur störf meðlima kvartetts- ins á starfstímabilinu fylgi umsókn. Umsóknir skulu sendar: Menningarmálanefnd Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum v/Flókagötu, 105 Reykjavík, fyrir mánudaginn 12. maí nk. Sérstök dómnefnd velur úr umsóknum. maður og svo mikill KA-maður að leitun er að öðru eins. íþróttin og KA heltóku hann. „Þetta byijaði í júní árið 1995. Ég var þá formaður Útvegsmannafélags Norðurlands og þaö stóð yfir sjó- mannaverkfall með tilheyrandi leið- indum. Ég var að koma af fundi á Hótel KEA, var þreyttur og leiður og ákvað að keyra yfir í Vaðlaheiði og fá mér þar góðan göngutúr. Þeg- ar ég kom í bílinn hringdi síminn og í símanum var Sigurður Sigurðs- son, byggingameistari hjá SS-Bygg- ir, eða SS-foringinn eins og ég kalla hann í dag. Ég þekkti hann ekkert nema af afspum og við höfðum aidrei talað saman. Sigurður spurði mig hins vegar hvort ég hefði tíma til að hitta sig og Pétur Bjamason, sem er þekktur KA-maður úr hand- boltanum og pylsusali, einhvem tíma fljótlega. Ég sagði Sigurði að við skyldum bara drifa í því ekki seinna en strax og það varð úr. Þeg- ar við hittumst kom í ljós að erind- ið var að falast eftir stuðningi min- um og fá mig til að starfa fyrir handknattleiksdeild KA.“ Hreifst af þessu öllu Það er óhætt að segja að þennan júnídag fyrir tæpum tveimur ámm hafi orðið straumhvörf í lífi Sverris Leóssonar. Sverrir, sem er þekktur maður í bæjarlífinu á Akureyri og var m.a. um tima formaður stjómar Útgerðarfélags Akureyringa og í 10 ár formaður útvegsmanna á Norðurlandi, hafði nefnilega aldrei haft nokkurn áhuga á íþróttum. Hann hafði aldrei farið á íþróttakappleik og horfði aldrei á íþróttir í sjónvarpi. En þegar þarna var komið sögu fór Sverrir að sækja leiki KA í hand- bolta, sjónvarps- tækið á heimili hans er nú opið þegar íþróttavið- burðir eru á dag- skránni og ef hægt er að tala um hand- boltadellu þá er Sverrir með hana. „Ég hreifst algjör- lega af þessu öllu sam- an, fyrst af SS- foringjan- um sem er ótrúlegur þjarkur og fullur eld- móði fyrir hönd KA, og svo kom þetta hvað af öðm. Fyrir mig þýddi þetta að ég fékk mikla tilbreytingu. Ég hafði að vísu alltaf verið félagslega sinnaður en í KA kynntist ég strax mjög mörgum mönnum sem áttu sameiginlegt áhugamál og ég var fljótur að hríf- ast með. Ég hef líka tiikynnt SS-for- ingjanum að hann megi leita til mín hvenær sem er.“ Gleymi stund og stað Manst þú eftir fyrsta leiknum „þínum“? „Já að einhverju leyti. Annars gleymdi ég hreinlega stund og stað og áttaði mig ekki á því fyrr en eft- ir leikinn hvað ég hafði látið illa. Síðan hefur þetta verið þannig. Ég fæ rosalega mikið út úr því að horfa á leikina, ég er reyndar oft alveg ör- Sverrir Leósson „í aksjón“: „Ég fæ rosalega mikið út úr því aö horfa á leikina." DV-mynd gk magna af þreytu eftir leiki, senni- lega jafn þreyttur og leikmennimir sjálfir, en svo líður mér mjög vel morguninn eftir“. Og varstu ekki fljótur að gerast „bekkjardómari" og taka til við að segja dómurunum til frá áhorfenda- bekkjunum? „Auðvitað hef ég skoðun á þessu öllu saman þótt ég hafi í sjálfu sér ekkert vit á þessu, maður hrifst bara með. Það er sennilega eins gott að dómaramir heyri ekki allt sem maður lætur út úr sér. Ég fór oft daginn eftir leiki og heimsótti Aifreð Gíslason i vinn- una, og ef mér fannst eitthvað hafa verið að hjá KA-liðinu sagði ég hon- um það bara. Ég er eiginlega hissa á að hann skyldi ekki oft henda mér út, en hann tók mér alltaf með ljúf- mennskunni. En þessi handbolta- áhugi minn er baktería sem mér líð- ur reyndar mjög vel með. Tilfinn- ingin þegar KA varð íslandsmeist- ari er ólýsanleg, og þá runnu tárin niður vangana." Ákvað að gera betur Sverrir hefur verið duglegur að starfa fyrir handknattleiksdeildina, hann hefur líka fært deildinni gjaf- ir. Allir boltar sem deildin á í dag eru frá Sverri komnir og eru merktir „Súlan EA“ en það er nafn skipsins sem Sverrir á og gerir út ásamt öðrum. Svo heyðist af því að Sverri hafi fundist lítið til koma þegar OLÍS færði handknattleiksdeild KA 300 þúsund krónur þegar íslandsmeist- aratitillinn var í höfn á dögunum. „Ég ætlaði ekki að trúa þvi að OLÍS léti deildina bara hafa 300 þús- und og ákvað að gera betur. Við fór- um af stað nokkrir félagar og á 4 dögum söfnuðum við 800 þúsund krónum sem voru afhentar liðinu með því fororði að fyrir peningana verði farið í æfingaferð til Þýska- lands í haust. A völlinn í sumar Þú ert á bólakafi í þessu, er þetta ekki furðulegt með mann sem þekkti handbolta ekki nema af af- spum fyrir tveimur árum? „Ég skil þetta eiginlega ekki sjáif- ur. Nú er þetta orðið þannig að ef ég er að horfa á handbolta í sjónvarp- inu, ég tala nú ekki um ef það er KA-leikur, þá fer konan alltaf út. Ég lifi mig svoleiðis inn i þetta að ég æði um alla íbúðina og eftir leikina þarf ég að fara í vettvangskönnun til að skoða hvort ég hef skemmt eitthvað í öllum látunum, en það hefúr blessunarlega sloppið til þessa. Ég neita því ekki að ég er farinn að horfa á aðrar íþróttir, t.d. knatt- spymu í sjónvarpinu. Ætli það endi ekki með þvi að ég mæti á völlinn þegar KA fer að spila í sumar.“ -gk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.