Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Side 18
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 i iV
*
18 *
dagur í lífi
Fmmsýningardagur í lífi Kolbrúnar Halldúrsdóttur. leikstjóra Fiðlarans á þakinu:
Undranna undur - er þetta ekki kraftaverk?
„Hvar ber manni að byrja? Þegar
leikstjóri er á lokaspretti með verk-
efni þá renna allir dagar saman í
eitt og mörk dags og nætur verða
oft ansi dauf. En svo rennur frum-
sýningardagurinn upp og þá er
skyndilega ekkert lengur fyrir leik-
stjórann að gera. Meðan leikaram-
ir eru önnum kafhir hver með sér
að undirbúa sig undir átök kvölds-
ins, þá hringlar leikstjórinn ein-
hvers staðar líkt og landlaus gyð-
ingur. Á frumsýningu er verkið úr
hans höndum, ekkert sem hann
getur gert. Þjálfari landsliðs í kapp-
leik er virkur í leiknum, hann get-
ur alltaf gripið inn í, skipt út
mönnum, lagt upp nýjar fléttur og
ef ekki vill betur þá getur hann
öskrað. Hlutverk leikstjórans á
frumsýningu er annað, hann er
meira eins og prjónakona sem er
að ljúka við flík, „fella af‘ heitir
það. Þannig fellir maður af lykkju
eftir lykkju, eftir því sem líður á
sýninguna þar til flíkin losnar frá
pijónunum og eignast sitt sjádf-
stæða líf í höndum leikaranna, tón-
listarmannanna og tæknifólksins.
Eða kannski þetta sé, svipað og hjá
Tevye; eins og að gifta dóttur sína!
Klassískt dress!
Þannig hafði ég ekki litið upp
dögum saman og kom ekki heim
eftir aðalæfinguna fyrr en eftir
miðnætti, svo það má segja að þar
með hafi frumsýningardagurinn
náð mér fyrr en til stóð. Nú, úr því
hann gerði það þá var alveg eins
hægt að nýta tímann í hans þágu.
í hverju ætti ég að vera á frumsýn-
ingunni? Ég fór að draga fram finu
fótin og valdi klassískasta „dress-
ið“ sem ég á, svartan perlusaumað-
an jakka og svart flauelspils, sem
ég var í þegar ég frumsýndi Leður-
blökuna á Akureyri fyrir nokkrum
árum. Mér varð ekki svefiisamt
þessa nótt, litla dóttir mín vaknaði
þegar ég var búin að sofa í 3 tíma,
Kolbrún Halldórsdóttir fyrir utan Þjóðleikhúsiö, afslöppuð að lokinni frum-
sýningu á Fiðlaranum. DV-mynd Hilmar Þór
ég svaf lítið eftir það. Svo átti ég
indæla stund með fjölskyldunni
áður en ég þurfti að mæta í viðtal
hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins í
Efstaleiti.
Dúllað við hárið
Eftir útvarpið fór ég að láta
dúila við hárið á mér hjá Jóa og fé-
lögum og var þá farin að finna svo
mikið fyrir fiörildunum í magan-
um að ég gat ekki einu sinni lesið
tískublöðin, heldur sat ég með nót-
umar mínar frá aðalæfingunni og
ákvað hveijar af þeim ég ætlaði að
gefa leikurunum fyrir frumsýning-
una, sem síöasta komið í malinn
fyrir stóra stundina. Jæja, þegar
ég var orðin klippt, lituð og blásin
um klukkan 14, fór ég niður í leik-
hús og hitti samstarfsmenn mína,
Pál Ragnarsson ljósahönnuð og
Sigurjón Jóhannsson leikmynda-
hönnuð. Við fórmn saman í „visit-
asíu“ á deildimar; smink og hár-
greiðslu, saumastofuna og til
sviðsmanna, leikmunavarða, ljósa-
og hljóðmanna til að þakka fyrir
samstarfið undanfamar vikur, en
eins og gefur að skilja þá er gífúr-
legt álag á öllmn deildum leikhúss-
ins á æfingatíma svona viðamikill-
ar sýningar.
Rósir pantaðar
Þegar heim kom lá ekkert fyrir
annað en að hafa sig til, jú, og
panta rósir í blómabúðinni, 10
stykki handa nánustu samstarfs-
mönnum minum, biðja um að þær
yrðu tilbúnar fýrir klukkan 18.
(Svo var ég svo annars hugar og
utan við mig að lokinni sýning-
unni að Siguijón og Magga fengu
aldrei sínar.)
Þegar ég kom í leikhúsiö kl. 18
var Jói Sig. líka að renna í hlað,
við áttum stund saman áður en
hann tók til við að klssða sig í
Tevye mjólkurpóst. Því næst leit
ég við í búningsherbergi Eddu og
þakkaði henni samstarfið. Það er
ekki einfalt að slíta sig frá leiksýn-
ingu, sem hefúr verið manni hjart-
ans mál vikum saman, skilja við
fólkið sem hefúr tekið með manni
hvert einasta skref leiðarinnar. En
það venst...
Síðasta hvatningin
Klukkan 19.15 var svo söngupp-
hitun á sviðinu og þar fékk ég
tækifæri til að gefa hópnum síð-
ustu hvatningarorðin og þakka
þeim fyrir kraftaverkið. Þau eiga
eftir að annast hana vel... sýning-
una (dóttur mína). Jú, svo breytti
ég aðeins framkallinu, fékk Jóa G.
tónlistarstjóra til að koma fram
einan og sér.
Tíminn spretti úr spori þessar
mínútur fram til klukkan 20. Það
var faðmast og kysst, tu-tu-tu-að og
loks setti ég undir mig hausinn og
óð fram í sal. í fundarherberginu
biðu forseti íslands og frú Guðrún
eftir merki um að ganga í saliim.
Þau óskuðu mér alls hins besta. Ég
náði fram og settist í sætið mitt á
11. bekk við hlið mannsins míns.
Forseti íslands gekk í salinn,
áhorfendur risu úr sætum og sett-
ust aftur. Nú gat sýningin hafist.
Ljós úr sal! Tjaldið frá. Fiðlarinn á
þakinu ... Oh, ég hafði gleymt að
biðja þýðandann, Þórarin Hjcirtar-
son, að koma með okkur í fram-
kallið! Jæja, ég hlyti að ná honum
í hléinu.
Glasi lyftíhléi
Sýningin gekk upp fram að hléi
og við Auður Bjama dansahöfúnd-
ur þutum baksviðs til að miðla
leikurunum af því sem við upplifð-
um úti í sal, hvemig straumamir
lægju o.s.frv. Svo lyftum við glasi
meö góðu fólki (forsetanum, Ró-
bert Amfinnssyni, þjóðleikhús-
stjóra o.fl. - La chaim!) rétt áður
en seinni parturinn fór af stað. Og
mér tókst næstum því að gleyma
þýðandanum, en með snarræði
bjargaði ég þvi á elleftu stundu. Ég
horfði á seinni partinn utan úr
væng, þar var ég í svo miklu ná-
vigi við leikarana að ég átti erfitt
með að halda aftur af tárunum
undir lokin. Lolla kom til mín og
hvíslaði: Ertu enn að grenja yflr
þessu leikriti?!
Svo kom nú að því að sýning-
unni lyki og áhorfendur þökkuðu
vel og lengi með kröftugu lófataki.
Tjaldið fór fyrir í síðasta sinn og
Stina gaf fyrirmæli um ljós í sal.
Þá föðmuðust allir! Ég hljóp inn í
faðmlag þeirra Eddu og Jóa Sig. og
þegar þau þrýstu mér að sér fannst
mér ég leysast upp, verða að dufti,
sem félli til jarðar og sameinaðist
rykinu í Anatevka. Mín var ekki
lengur þörf, naflastrengurinn var
hættur að starfa...“
Finnur þú fimm breytingar? 408
Gætir þú ekki fengið pabba til þess að hætta að kalla vasapening-
ana mína atvinnuleysisbætur?
Nafn:_____________________________________________________________
Heimili:----------------------------------------------------------
Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og fimmtu
getraun reyndust vera:
Elín Ámadóttir Emilfa Guðrún Svavarsdóttir
Norðurvangi 20 Þangbakka 10
220 Hafnarfirði 109 Reykjavík
---------------------------------—
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur i ]jós að á myndinni til hægri hefúr
fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafhi þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfii sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél
frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti
3.995 kr.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 408
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík