Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Side 21
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 21 Jféttaljós Bankastjórar ríkisbanka á bestu kjörum „Þetta er dæmi um sjálftöku manna sem hafa algjört sjálfdæmi um það hvernig þeir haga sér. Það virðast engar reglur gilda um þessa náunga eins og gilda um venjulegt fólk,“ sagði Halldór Björnsson, for- maður Verkamannafélagsins Dags- brúnar, þegar honum voru kynnt þau launakjör sem bankastjórar rík- isbankanna njóta samkvæmt svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur á Alþingi í vikunni. 665 þúsund fyrir ekki neitt Af svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur má ráða að launakjör bankastjór- anna eru mjög ríkuleg. Laun þeirra eru um og yfir sex milljónir króna á ári, eða í kringum 500 þúsund krón- ur á mánuði, en þar með er langt í frá allt upptalið. Bankastjórar sitja í ýmsum nefnd- um og stjórnum fjármálastofnana og fyrirtækja, einkum íjármálafyrir- tækja, og þiggja ríkuleg laun fyrir ómak sitt. Nokkuð er misjafnt hversu vel stjórnarsetur þessara fyr- irtækja og stofnana gefa af sér fyrir bankastjórana og aðra sem þar sitja. Af svari viðskiptaráðherra má ráða að seta bankastjóra Búnaðarbankans á stjórnarfundum Stofnlánadeildar landbúnaðarins gefur best af sér því að þeir fengu fyrir stjórnarsetur, eins og það er orðað í svari ráðherra, 664.650 krónur á síðasta ári en þurfa ekki einu sinni lengur að mæta á fundi stjórnarinnar, en í svarinu seg- ir orðrétt: „Aðstoðarbankastjórar sátu fundi Stofnlánadeildar þessi ár (1994, 1995 og 1996, innsk. blm.) og höfðu stjórnarlaun öll árin, en sitja ekki fundi lengur." Rétt er að geta þess hér að í raun er Stofnlánadeild landbúnaðarins deild innan Búnað- arbanka íslands, en ekki sjálfstæð stofnun, þótt hún sé það í orði kveðnu. Ábatasöm aukastörf Búnað- arbankastjúranna Sé litið á ábatasöm aukastörf bankastjóranna sem felast í stjórnar- setum þá eiga þrir bankastjórar Bún- aðarbankans sæti í stjóm Stofnlána- deildar, en fyrir það eru greiddar fyrrnefndar krónur. Einn banka- stjóri situr í stjórn Greiðslumiðlunar hf. sem gaf á síðasta ári rúmar 566 þúsund krónur, einn situr í stjóm Kreditkorta hf. sem gaf tæplega 549 þúsund kr., einn í stjórn Reiknistofu bankanna sem gaf 471 þúsund, einn i samninganefnd bankanna sem gaf um 570 þúsund, einn í stjórn trygg- ingasjóðs viðskiptabanka sem gaf 283 þúsund og einn í stjórn Þróunarfé- lagsins sem gaf 459 þúsund. Tveir Búnaðarbankastjórar sátu i stjórnum Lýsingar hf., Sambands ísl. viðskiptabanka og Kaupþings hf. sem gaf þeim hvorum um sig á síð- asta ári 1.132 þús. kr. Annar þeirra var auk þess formaður stjórnar Lýs- ingar og í Sambandi ísl. viðskipta- banka en fyrir formennskuna var greidd tvöföld þóknun. Landsbankastjórar í stjórn Landsbréfa hf., Hamla hf., Regins hf., Kirkjusands hf. og Rekstrarfélagsins hf. hafa setið þrír Landsbankastjórar á árunum 1994-1996 og einn gegnt formennsku. Ekki hefur verið greitt fyrir stjórn- arsetu í þremur síðastnefndu félög- unum. Tveir bankastjórar hafa setið í stjórn Sambands ísl. viðskiptabanka, einn í stjórn Lýsingar hf. og gegnt þar formennsku, einn í stjórn Kredit- korta hf. og verið formaður, einn í stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og ver- ið formaður og einn í samninga- nefnd bankanna og verið formaður. Fyrir formennskuna er greitt tvöfalt og á síðasta ári fengu því þessir bankastjórar ríkulega greitt fyrir þessi aukastörf. Til að lesendur geti glöggvað sig á þeim tölum sem um er að ræða þá var á síðasta ári algeng- ast að bankastjórarnir fengju greitt um og yfir 500 þúsund krónur fyrir stjórnarsetu í hverju félagi eða fyrir- tæki, en tvöfalt fyrir stjórnarfor- mennsku. Bankastjúrar Seðlabankans Bankastjórar Seðlabankans sitja yfirleitt í heldur færri stjórnum á vegum bankans en stjómendur við- skiptabankanna. Það sem þeir fást við eru stjórnarsetur í Fiskveiða- sjóði, stjórn Verðbréfaþings íslands, Reiknistofu bankanna, samstarfs- nefnd um bankaeftirlit, samninga- nefnd bankanna, Tryggingasjóði við- skiptabanka og Tryggingasjóði inn- lánsdeilda kaupfélaga. Þessar stjórn- arsetur gáfu af sér á síðasta ári flest- ar um og yfir 500 þúsund kr. á ári, nema Tryggingasjóður viðskipta- banka gaf af sér 130.578 og kaupfé- lagasjóðurinn aðeins 75 þúsund á ári. Vegleg fríðindi Bankastjórarnir allir njóta mjög veglegra friðinda fyrir utan fóst laun sín og aukastörf við stjórnarsetur. Ferðafríðindi þeirra eru þannig í sérflokki: Þegar þeir ferðast til út- landa og dvelja erlendis er bókstaf- lega allt greitt fyrir þá; fargjald, gist- ing, sími, matur og drykkur. Til við- bótar fá þeir vasapeninga, eða dag- peninga, en kjör þeirra á ferðalögum erlendis eru svipuð og ráðherrar njóta. Þá fá makar þeirra einnig greiddan allan ferðakostnað á sama hátt og dagpeninga að auki sem nema helmingi þeirrar upphæðar sem bankastjórarnir fá. Smávægileg- ur munur er á því eftir bönkum hversu vel er gert við bankastjórana. Þannig njóta Landsbankastjórarnir ráðherrakjara meðan Búnaðar- bankastjórarnir verða að greiða hót- elkostnað sinn af dagpeningunum og þeir verða einnig að greiða sjálflr fargjöld maka sinna. Seðlabankinn greiðir hins vegar ferðakostnað sinna stjóra eftir reikningi og skulu þeir ferðast á fyrsta farrými. Gisting þeirra er greidd og morgunmatur og að auki fá þeir dagpeninga sem eru 80% af dagpeningum bankastarfs- manna. Tvisvar á ári fá seðlabanka- stjórar að taka maka sína með til út- landa og er þá ferðakostnaður þeirra allur greiddur af bankanum og helm- ingur af dagpeningum bankastjóra. Auk ferðafriðindanna njóta bankastjórar sérstakra bílafríðinda á þann hátt að bankarnir leggja þeim til góða bíla, venjulega vandaða jeppa sem eru í eigu bankanna og er allur reksturskostnaður greiddur af bönkunum. Þessi fríðindi má meta á um 1,3 milljónir króna á ári miðað við viðmiðunarútreikninga FÍB á reksturskostnaði bila. Heildartekjur bankastjúranna Þegar öllu er til skila haldið í svari viðskiptaráðherra er nokkuð ljóst að árlegar heildartekjur banka- stjóra eru mjög góðar. Föst árslaun nema um 6 milljónum króna og með- altekjur þeirra fyrir stjórnarsetur eru minnst 2,5 milljónir króna á ári. Þótt því verði sjálfsagt mótmælt að ferðalög þeirra út fyrir landsteinana Fréttaljós Stefán Asgrímsson séu skemmtiferðir heldur ferðist bankastjóramir að langmestu leyti í þágu stofhana sinna, er það þó ljóst að kostnaður þeirra af ferðalögunum er að langmestu ef ekki öllu leyti greiddur og dagpeningarnir sem þeir fá greidda er hrein aukageta, að ekki sé talað um þá dagpeninga sem eig- inkonurnar eða makarnir fá greidda. Dagpeningarnir eru um 18 þúsund krónur á dag þannig að ef banka- stjóri er á ferðalagi með konu sinni sem er á hálfum dagpeningum, þá fá þau samtals 27 þúsund krónur á dag, sem rennur beint í þeirra eigin vasa því bankinn borgar þeim allan kostnað og risnu að auki. Ýmis önn- ur fríðindi má telja, svo sem frítt fæði, laxveiðar á kostnað bankanna í dýrustu laxveiðiám landsins, sem ekki er hægt að ráða beint í af svari viðskiptaráðherra, en að öllu saman- lögðu má gera ráð fyrir því að tekjur meðalbankastjóra séu 1,2-1,4 millj- ónir á mánuði. Ræningjarnir úr Kardi- mommubænum „Þarna eru ræningjar á ferð, það er ekki hægt að segja annað um þetta, þetta eru bara ræningjarnir úr Kardimommubænum, því þjóðfélag- ið er ekkert annað en eins konar Kardimommubær," sagði Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, í samtali við DV. Pétur sagði að í þessu máli væru þvílíkar upphæðir á sama tíma og fólkið sem stendur undir þjóðarfram- leiðslunni fær skömmtuð laun upp á 50-80 þúsund krónur á sama tíma og slíkar upphæðir eru smápartur af risnu ýmissa embættismanna í þjóð- félaginu. „Þetta er ekkert nema grín og varla lengur hægt að gráta yfir því, þetta er hreinlega hlægilegt og svo vitlaust að engu tali tekur,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður ASV. „Vitanlega bera bankaráðin ábyrgð á þessum kjörum,“ segir Jó- hanna Sigurðardóttir i samtali við DV. Hún segir að hins vegar sé ekki ljóst af svarinu frá viðskiptaráð- herra hver ákvarði bankastjórunum laun fyrir nefnda- og stjórnarsetur þeirra, en séu þeir formenn fara laun þeirra fyrir setu í einni nefnd í millj- ón á ári fyrir að mæta einu sinni til tvisvar í vinnutímanum á fundi stund úr degi. „Hver tekur ákvarð- anir um þessi laun þeirra? Eru það bankaráð bankanna eða stjórnir við- komandi fyrirtækja og þá vaknar sú spurning, gera þeir það sjálfir?" spyr Jóhanna. Jóhanna segir að mörgum þingmanni hafi brugðið við þessar upplýsingar um launakjör banka- stjóranna og hefðu einhverjir haft á orði hvort ekki væri rétt að taka það upp að hafa aðeins einn bankastjóra yfir hverjum bankanna. Yfitgengilegt segir forseti ASI „Þegar maður fylgist með þessu máli i fjölmiðlum rifjast það upp að haustið 1995 áttu sér stað gríðarlegar hækkanir launa helstu embættis- manna þjóðarinnar. Þá titraði nú samfélagið á tímabili eftir að þær upplýsingar komu til umfjöllunar. Þessar upplýsingar um kjör banka- stjóranna taka því öllu saman langt fram þannig að þetta er út úr öllum takti við alla aðra í samfélaginu hvað laun og kjör snertir og er enn eitt dæmið um gríðarlega misskipt- ingu í samfélaginu," segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í samtali við DV. Grétar Þorsteinsson segir að tölur um gríðarlegan lífeyri, sem greiddur er bankastjórum sem hættir eru störfum, veki einnig sérstaka athygli í ljósi þess að lífeyrismál hafí verið mjög til umfjöllunar að undanförnu. Hæstu lífeyrisgreiðslur til banka- stjóra í Landsbanka og Búnaðar- banka námu á síðasta ári um 5,4 milljónum króna en hjá Seðlabanka um 6,1 milljón kr. á mann, en banka- stjórarnir ávinna sér mun hraðar fullan lífeyrisrétt en aðrir launþegar, auk þess sem rétturinn er miklu betri, en lífeyrisgreiðslur til eftir- launabankastjóra nema 90% af full- um launum. -SÁ Þarftu að yngja upp... „Sannkölluð Kjarakaup Yfir 60 nýjar vörutegundir Allt heimsþekkt merki! SIEMENS - AEG - GRUNDIG - BRAUN - SAMSUNG PANASONIC - JVC - PHiUPS - SONY - VESTFROST Creda 1000 sn.þvottavél Notar allt að 34% minna vatn og 36% minna rafmagn en eldri gerðir. Skynjarmagn. Fínskolun (ofnæmisvöm) Úðar þvottinn stöðugt Stiglaus hrtastillir Hraðþvottakerfi (30 mín.) 15mismunandikerfi. Ullarkerfi. Knjmpuvöm. TekurSkg. Tilboðsverð Verðáðurkr. 64.900- -1 HS heimsendingarþjónijsta þjónusta viögeröarþjónusta VERIÐ VELKOMIN í VERSLUN OKKAR Bungs á sk)ney49EMÍ<Lis«93inj RflFTítKJflDERZLUN ISLflNDS If -ANNO 1929- Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 6 milljónir . íjiHt /r; Föst laun og sporslur bankastjóra ríkisbankanna - áætlaðar tölur - Meöalárslaun Stjórnarsetur Ferðalög, risna og dagpenlngar ímmm Frír lúxusbíll Ýmis hlunnindi (samkv. vibmlöunar- (fæöl, laxvelðar o. fl.) útrelknlng FÍB)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.