Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Page 25
M-Þ~\F LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 tónlist 25 Borgarverkfræðingurínn í Reykjavík Skúlatúni 2 «105 Reykjavík • sími 6832400 • fax 5624339 Lóðaúthlutun í Reykjavík Til úthlutunar eru nebangreindar lóiir í Stabahverfi: • Lóbir fyrir einbýlishús: 23 lóóir vió Garósstaói. 26 ló&ir vió Brúnastaói. * Lóóir fyrir raóhús: 10 lóóir (36 íbúóirj vió Garós staói. 6 lóóir (20 ibúóir) vió Brúnastaói. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í september 1997. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúla- túni 2, 3. hæð, sími 563 2310. Þar fást einnig afhent umsóknareyðublöð, skipulagsmála og uppdrættir. Tekið verður við umsóknum um lóðirnar frá og með föstudeginum 2. maí nk, kl. 8.20, á skrifstofu borgarverkfræðings. L Borgarstjórinn í Reykjavík Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur ásamt Aöalheiöi Þorsteinsdóttur pí- anóleikara, Wilmu Young fiðiuleik- ara og Jóhönnu V. Þórhallsdóttur kórstjóra. Kvennakór Reykjavíkur: Léttsveitin endurtekur Græna sveiflu - í Óperunni annað kvöld Vegna fjölda áskorana hefur Létt- sveit Kvennakórs Reykjavíkur ákveðið að endurtaka tónleika sem fram fóru i íslensku óperunni síð- astliðið þriðjudagskvöld. Komust færri að en vildu það kvöld. Tón- leikamir, sem verða tvennir, fara fram á sama stað annað kvöld, þeir fyrri hefjast klukkan 20 og hinir seinni klukkan 22. Til liðs við sig hefur Léttsveitin fengið hljómsveitina Rússíbana og Wilmu Young fiðluleikara ásamt steppdansaranum Ásgeiri Braga- syni. Munu nokkrar kórkonur dansa írskan dans í anda River- dansins fræga undir stjóm Elísabet- ar Guðmundsdóttur. Yfirskrift tón- leikanna, Græna sveiflan, er upp- mnnin frá því þegar kórinn heim- sótti írland sl. haust og heillaðist af landi og þjóð. Léttsveitin, sem skipuð er rif- lega 100 konum, er yngri systir Kvennakórs Reykjavíkur. Sveitin hefur starfað frá hausti 1996 undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur söngkonu. Undirleikari á píanó er Aðalheiður Þorsteinsdóttir sem jafnframt útsetur mörg lög kórs- ins. Dægurlagakeppni Kvenféiags Sauðárkróks: Margir lands- þekktir flytjendur Úrslitakvöld í dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks fer fram í Sæluviku Skagfírðinga, fostu- dagskvöldið 2. maí nk. í íþrótta- húsinu á Sauðárkróki. Alls bárust 94 lög í keppnina að þessu sinni. Tíu lög voru valin til að keppa í úrslitum. Upptökum á lögunum er lokið. Verða þau fáanleg á geisladiski og snældu að loknu úrslitakvöldinu. Nokkrir af þekktustu söngvurum landsins eru í hópi flytjenda. Þeir eru, í stafrófsröð: Arnar Freyr Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdótt- ir, Esther T. Casey, Eyjólfúr Krist- jánsson, Gísli Magnússon, Guðrún Gunnarsdóttir, Helga Möller, íris Guðmundsdóttir, Kristján Gíslason, Óskar Pétursson og Sverrir Storm- sker. Forsala aðgöngumiða hófst í gær hjá félagsheimilinu Bifröst og held- ur áfram eftir helgi i sima 453-5216. dagana 3.-11. maí. Nú er vetur úr bæ og ruslið úr görðunum á að fara sömu leið. Tökum höndum saman með hækkandi sól og fegrum lóðirnar okkar fyrir sumarið. Sérstakir hreinsunardagar eru frá 3. til 11. maí. Ruslapokar verða afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Næstu daga eftir hreinsunardagana fara borgarstarfsmenn um hverfin og hirða fulla poka. Eftir það er aðeins hægt að losa sig við garðaúrgang og annað rusl sem ekki kemst í ruslafötuna í endurvinnslustöðvum Sorpu. Endurvinnslustöðvar Sorpu eru opnar alla daga frá kl. 12:30 til 19:30. NEndurvinnslustöðvar eru á fjórum stöðum: Við Bæjarflöt austan Gufunesvegar. y '# Við Jafnasel í Breiðholti. Við Ánanaust gegnt Mýrargötu. í Við Sævarhöfða gegnt malbikunarstöðinni. Stöðvarnar við Ánanaust og Bæjarflöt eru opnar alla virka daga frá kl. 8:00 til 19:30. Skorað er á forráðamenn fyrirtækja að taka til á lóðum sínum. Fyrir stóra og fyrirferðarmikla hluti er bent á Geymslusvæðið í Hafnarfirði, sem hreinsunardeild gatnamálastjóra leigir út. Við tökum pokann þinn ®Borgarstjórinn í Reykjavík - hreinsunardeild gatnamálastjóra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.