Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Page 35
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
43 .
- — rJ V.* _1
♦ LJaSZiJll
Newcastle við Tyne:
Frá iðnaði
til verslunar
Borgin Newcastie var eitt sinn
skítug iðnaðarborg þar sem nálægð-
in við kolaiðnað Breta var alls stað-
ar sjáanleg. Kolarykið huldi flestar
byggingar og borgin hafði lítið að-
dráttarafl fyrir ferðamenn. Ýmiss
konar annar iðnaður var áberandi í
Newcastie. Um 80.000 manns höfðu
beina eða óbeina atvinnu af skipa-
smíðaiðnaði og ullarvinnsla var
einnig mikil í borginni. Newcastie
er um margt merkileg frá sagn-
fræðilegu sjónarmiði. Það var á
slóðum borgarinnar sem fyrsta jám-
brautin hóf göngu sina. Eldspýtur
voru upp fundnar i Newcastie og
annað sem stendur Bretum nær leit
fyrst dagsins ljós í borginni en það
eru hinar svokölluðu „chips“ eða
það sem í almennu tali eru kallaðar
franskar kartöflur.
Tvö árþúsund
Newcastle á sér lengri sögu en
flest önnur byggð ból á Englandi.
Fyrir um 2000 árum byggðu Róm-
verjar brú yfír Tyne-fljótið þar sem
Newcastie er nú. Þéttbýli fór fljótt
að myndast þarna og strax árið 1300
eftir Krist var Newcastie þekkt sem
stærsta borg kolaviðskipta í heimin-
um. Árlegur útflutningur frá borg-
inni á kolum nam þá meira en hálfri
milljón tonna. Kolin voru áfram
mikilvægasta atvinnugrein borgar-
búa fram yfir miðja 20. öldina.
Á síðustu áratugum hefur áhersl-
an í æ ríkari mæli veriö lögð á
verslun og þjónustu - á kostnað iðn-
aðarins. í dag er Newcastle sú borg
í Englandi sem státar af mesta vexti
erlendra ferðamanna. Einhverjar
ástæður hljóta að liggja að baki
þeirri staðreynd. Ein er eflaust sú
að rétt hjá flugvellinum sem þjónar
borginni er stærsta verslunarmið-
stöð Evrópu, Metro Centre, sem er
mörgum íslendingum af góðu kunn.
Þar eru 360 verslanir og magasín
þar sem hægt er að gera verulega
góð kaup.
Það er engin tilviljun að í Metro
Centre koma árlega um 65 milljónir
manna. Það er ótrúlega há tala þeg-
ar tekið er tillit til þess að íbúar
Newcastie eru ekki nema 285.000.
Metro Centre er ekki eina verslun-
arkeðja borgarinnar. í miðhluta
bæjarins eru Eldon Square og
Monument Mall verslunarmiðstöðv-
amar. I Eldon Square eru 160 versl-
anir, magasín, súpermarkaðir og
sérverslanir. Fjölmargir ferðamenn
leggja leið sína til Newcastie í þeim
eina megintilgangi að gera góð kaup
í verslun.
Pöbbarölt
Að lokinni verslunarferð bregða
flestir sér í miðbæinn við Dockside
og Cloth Market en þar er iðandi
mannlíf eftir að verslunum er lokað.
Algengt er að um 60.000 manns fari
á pöbbarölt á þessu svæði um helg-
ar. Þangað safnast einnig áhangend-
ur hins fræga Newcastie United,
knattspyrnuliðs borgarinnar, að
leikjunum loknum. Ein kráin státar
af því að hafa selt 25.000 pints (pint
= 0,568 1) á einu kvöldi að loknum
fræknum sigurleik liðsins.
Fjölmargar byggingar borgarinn-
Áin Tyne var fyrst brúuð af Rómverjum fyrir 2000 árum. Brúin, sem nú er að-
aleinkennistákn Newcastle, er nefnd eftir ánni.
ar hafa einnig aðdráttarafl fyrir
ferðamenn. Meðal þeirra má telja
Castie Keep, sem reist var um 1080
e. Krist, Bessie Surtees house við
Quayside, sem byggt var á 17. og 18.
öld, gamlar brýr yfir ána Tyne,
borgarmúrana, kirkju st. Nikulásar,
kirkju allraheilagra og klaustur
svartmunka frá 14. öld.
Margir sameina verslunar- og
golfferðina í heimsókn sinni til
Newcastle. i grennd borgarinnar
eru hvorki meira né minna en 90
golfvellir. Sömuleiðis geta sóldýrk-
endur fengið eitthvað við sitt hæfi
því margar af bestu baðströndum
Englands eru í nágrenni Newcastie.
Einnig eru við borgina leifar Hadr-
ians-múrsins sem Rómverjar
byggðu á árunum 120-123 e. Kr. frá
austur- til vesturstrandar Englands
til að verja ríki sitt ættbálkum Eng-
lendinga í norðurhluta landsins.
-ÍS
Paradores á Spáni:
Sumarfrí í klaustri
Á víð og dreif um Spán eru 85
allsérstæðir gististaðir sem kallaðir
eru paradores. Þeir eru sérstakir
fyrir þær sakir að þeir eru i eigu
spænska ríkisins og velflestir þeirra
eru mörg hundruð ára gamlar bygg-
ingar. Árlega er hundruðum millj-
óna króna varið í viðhald þessara
sögulegu staða. Fyrstu paradores-
gististaðirnir voru opnaðir fyrir
fjórum áratugum þegar ferðamenn
byrjuðu að flykkjast til landsins.
Framsýnir ferðafrömuðir og
stjómmálamenn i landinu sáu að
hægt var að slá tvær flugur í einu
höggi með því að gera paradores að
gististöðum. Fyrir ijórum áratugum
var mikill skortur á gistihúsnæði
fyrir erlenda ferðamenn. Á sama
tíma vom margar paradores-bygg-
ingar í mikilli niðumíðslu og sár-
lega vantaði fé til viðhalds þeim.
Upplagt þótti að gera þá að gististöð-
um og afla þannig fjármagns til við-
halds þeirra. Á næstu áratugum,
sérstaklega áttunda áratugnum,
tókst að bjarga mörgum þessara
gömlu bygginga frá eyðileggingu og
í dag em paradores-gistihúsin orðin
85 talsins.
Ekki verður látið staðar numið
við töluna 85, enn er verið að bæta
við. Á ári hverju era tekjumar sem
koma af rekstri þessa gististaða,
notaðar til að standsetja 4-5 nýja
gististaði. Heldur er samt farið að
hægja á því stjómvöld era að verða
uppiskroppa með paradores!
Uppruni paradores-bygginganna
er margvíslegur. Fjölmargar þeirra
voru byggðar sem hálfgerð virki eða
sem miðstöðvar borgrikja fyrir
3-400 áram síðan. Fjölmargar þeirra
voru klaustur og nokkiu- gegndu
hlutverki spitala. Stefna stjómvalda
er sú að ekki sé mjög langt á milli
paradores- gististaða. í þeim tilfell-
um þar sem paradores-byggingar
hafa verið mjög afskekktar hafa ver-
ið byggðir nýir gististaðir þar sem
farið er eftir gömlum teikningum
eða myndum.
Paradores-gistihúsin eru misdýr.
Meðal þeirra dýrustu er paradores-
klaustrið í Santiago Compostela í
norðvesturhluta landsins. Það er
fimm stjömu gististaður og her-
bergi fyrir tvo er á um 12.000 krón-
ur. Herbergin era 136, öll rúmgóð og
taka svipað plás og venjuleg hótel
myndi taka fyrir 250 herbergi. Hús-
gögnin era skemmtilegir antikmun-
ir og gömul listaverk prýða veggina.
Veitingastaðurinn er fyrsta flokks.
Mikil ásókn er í þennan gististað og
eins gott að panta í tíma fyrir sum-
arið. í bænum Tui við landamæri
Portúgals er paradores-gistihús í
ódýrari kantinum. Þar fæst gisting
fyrir tæpar 5.000 krónur fyrir
tveggja manna herbergi. Þar eru 23
herbergi, fyrirtaksveitingastaður,
sundlaug og tennisvöllur. Þaðan er
frábært útsýni yfir fljótið Mano sem
aðskilur landamæri Spánar og norð-
urhluta Portúgals. Parador-Tui fær
einkunnina 3 stjömur sem gististað-
ur og segja má að gæði staðarins
séu mikil miðað við stjörnugjöf.
Veitingastaðurinn er fyrsta flokks
og þykir ekki dýr. Þriggja rétta mál-
tíð með víni er á um 1500 krónur.
Flest paradores-gistihúsin hafa
verið svo dýr í byggingu að tap-
rekstur er á gistingunni. Aðeins 15
af 85 gistihúsum eru talin skila
hagnaði. En það breytir ekki afstöðu
stjórnvalda því sagnfræðilegt gildi
þess að halda húsunum við er ómet-
anlegt. Þeir sem hug hafa á því að
gista á paradores-gistihúsi geta
fengið upplýsingar um verð og stað-
setningu þeirra á skrifstofu í Ma-
drid. Simanúmerið þar er 0034 91
516 6666 og símbréfsnúmerið (Fax)
0034 91 516 6657. ÍS
Flestir paradores-
gististaðirnir eru í
ægifögru umhverfi.
SUMARTILBOÐ!
Húsgögn í Aðalstræti 6, 20-70% afsl
Gjafavara í Kringlunni, 10-50% afsi.
Opiö í dag, á báðum stöðum, kl. 10-16.
Tilboðið stendur til 1. maí.
Ath.! Tökum á móti málverkum fyrir næsta
málverkauppboð í Aðalstræti 6.
Óskum landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Kringlunni
Sími 581-1000
BOBGr
Aðalstræti 6
Sími 552-4211