Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Page 46
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 T"V\7~ 54 afmæli ^ Til hamingju með afmælið 26. apríl 80 ára Sigurbjörn Frímannsson, Suöurgötu 54, Siglufirði. Guðmundur Jónsson, Háholti 22, Akranesi. 75 ára Sigurlína Árnadóttir, Smáragrund 14, Sauðárkróki. Helena Clausen, Kársnesbraut 33, Kópavogi. 60 ára Þórunn Helga Ármannsdótt- ir, Merkjateigi 2, Mosfellsbæ. Maren Ragnarsdóttir, Einilundi 4 B, Akureyri. Lilja Lárusdóttir, Sveðjustöðum, Ytri-Torfu- staðahreppi. 50 ára Sveinn Áki Lúðvíksson, sölustjóri og formaður íþróttasam- bands fatlaðra, Hörgslundi 10, Garðabæ. Eiginkona hans er Sigrún Jörundsdóttir. Þau taka á móti gestum á Garðaholti, Álftanesi, í dag, laugardag, kl. 17.00-19.00. Gunnar Tómasson, Aletorpsvejen 25, Trollháttan, Svíþjóð, varð fímmtugur á sumardag- inn fyrsta. Eggert J. Levy, Austurbrún 21, Reykjavík. Þröstur Guðjónsson, Grundargerði 2 G, Akureyri. Poul Christian Christensen, Sólvöllum 4, Egilsstöðum. Bjarki Kristinsson, Þórunnarstræti 133, Akureyri. Anna Einarsdóttir, Seiðakvísl 10, Reykjavík. 40 ára Ármann Ingimagn Halldórs- son, Mánatröð 4, Egilsstöðum. Jón Sigurðsson, Stóru-Ökrum II, Akrahreppi. Albert Klemenzson, Huldubraut 22, Kópavogi. Anna Björk Brandsdóttir, Stekkjarbergi 6, Hafnarfirði. Eymundur Austmann Jó- hannsson, Vesturfold 5, Reykjavík. Þórunn Haraldsdóttir, Gyðufelli 6, Reykjavík. Gíslína Gísladóttir, Háseylu 11, Njarðvík. Jóhannes R. Sigtryggsson, Sandhólum, Eyjafjarðarsveit. Ambjörg ísleifsdóttir, Njálsgötu 6, Reykjavík. Elin Ólafsdóttir, Urðarhæð 8, Garðabæ. Kjartan Kjartansson, Sogavegi 172, Reykjavík. Hjördís Siguijónsdóttir, Flúðaseli 67, Reykjavík. Þorgeir Guðmundur Ibsen Þorgeir Guðmundur Ibsen, fyrr- verandi skólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði, Sævangi 31, Hafnar- firði, er áttræður í dag. Starfsferill Þorgeir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann stundaði nám Halldóri Kolbeins, presti á Stað 1933-34, lauk kennaraprófi 1939, sótti námskeið í íþróttakennaraskó- lanum 1941, var við nám í Minnesota í Bandaríkjunum 1944-45, sótti námskeið fyrir fram- haldsskólakennara við Columbia-há- skóla i New York 1945, fór kynnisför til Bretlands 1958, á skólastjóranám- skeið í Svíþjóð 1959 og í kynnisfór til Danmerkur 1972, auk fjölda nám- skeiða hérlendis. Þorgeir stundaði sjómennsku og útvegsstörf á sumrin 1936-52, var kennari í Lundareykjardal 1939-40, kenndi við barnaskóla, unglinga- skóla, iðnskóla og gagnfræðaskóla á Akranesi 1941—47, var skólastjóri Barna- og miðskólans í Stykkis- hólmi 1947-55 og Iðnskólans þar 1953-55, og skólastjóri Barnaskóla Hafnarfjaröar, (síðar Lækjarskóla) 1955- 87. Þá kenndi hann við Náms- flokka Hafnarfjarðar 1987-88, var prófdómari við Iðnskólann í Hafnar- firði og KHÍ um skeið. Þorgeir vann við gagna- og heim- ildarsöfnun fyrir ísal 1977-82, var fréttaritari RÚV í Stykkishólmi 1949-55 og Hafnarfirði 1962-87. Þorgeir var formaður Iþróttaráðs Akraness 1942—44, stofnandi og fyrsti formaður ÍA 1946-47, formað- ur íþróttabandalags Hafnarfjarðar 1956- 60, i stjóm ÍSÍ 1947-51, formað- ur iþróttadómstóls í nokkur ár, í stjórn Amtbókasafnsins í Stykkis- hólmi 1949-55, Bóka- safns Hafnarfjarðar 1958-68 og formaður 1962-68, í stjóm Kenn- arafélags Reykjanesum- dæmis um skeið, í sfjóm Málfundafélags- ins Magna um tíma, for- maður landsmálafélags- ins Fram 1981-84, i full- trúarráði Sjálfstæðis- flokksins 1 Hafnarfirði um langt skeið til 1987, í kjördæmisráði sama flokks í Reykjaneskjör- dæmi um árabil til 1987, í hrepps- nefnd Stykkishólms 1954-55, vara- bæjarfulltúi i Hafnarfirði 1966-70, formaður 17. júní-nefndar í Hafnar- firði i nokkur ár, í Bláfjallanefnd 1983-87, formaður gatnamálanefnd- ar Hafnarfjarðar um skeið, fulltrúi á þingum SÍB frá 1956 og einn stofn- enda Lionsklúbbs Hafnarfjaröar en þar gegndi hann formennsku um skeið. Af ritverkum Þorgeirs má nefna „íslensk álvinnsla 10 ára 1969-79“ sem kom út árið 1979. Hann hefur ennfremur ritað fjölda greina í blöð og tímarit um ýmis mál. Fjölskylda Þorgeir kvæntist 7.12. 1940 fyrri konu sinni, Höllu Ámadóttur, f. 25.5. 1920, fyrrum starfsm. Pósts og síma, þau skildu 1953. Foreldrar hennar: Ámi Böðvarsson, ljósmynd- ari og sparisjóðsstjóri á Akranesi, og k.h., Rannveig Magnúsdóttir. Þorgeir kvæntist 10.12.1955 seinni konu sinni, Ebbu Júlíönu Lárusdótt- ur, f. 7.3.1934. Foreldrar hennar: Lár- us Elíasson, hafnarvörður í Stykkis- hólmi, og k.h., Ásta Pálsdóttir. Börn Þorgeirs og Höllu: Rannveig Heiðrún, f. 18.9. 1940, verslunarmaður í Kefla- vík, gift Benedikt Sig- urðssyni lyfsala og eru böm þeirra Rafn, lækn- ir í Edinborg, Halla, verslunarmaður i Reykjavik, og Sigurður, tannlæknir í Reykjavík; Brynhildur Halla, f. 22.3. 1944, skjalaþýðandi í Reykjavík, gift Magna Baldurssyni arkitekt og eru dætur þeirra Vala og Nanna há- skólanemar; Árni Ibsen, f. 17.5.1948, rithöfundur og leikskáld, kvæntur Hildi Kristjánsdóttur kennara og era synir þeirra Kári Flóki og Teit- ur nemar. Böm Þorgeirs og Ebbu Júlíönu: Ásgerður, f. 19.9. 1960, kennari í Njarðvik, gift Júlíusi Helga Val- geirssyni málara og eru börn þeirra Atli Geir, Ebba Lára og Guðlaug Björt; Þorgeir Ibsen, f. 2.5.1966, hag- fræðingur í flugrekstrar- og mark- aðsffæði og starfar hjá höfuðstöðv- um Ford í Detroit, kvæntur Denise Mitchel Stewart tölvufræðingi og eru synir þeirra Andri Ibsen og Oli- ver Aron Ibsen. Systkini Þorgeirs: Arína Ibsens, starfsm. Borgarspítalans; Lovísa Ibsen, hjúkrunarfræðingur; Guð- mundur Ibsen, starfsm. SÍS; Halldór Ibsen, fyrmm hafnarvörður; Krist- ján Ibsen, látinn, sjómaður; Helgi Ib- sen forstjóri; Finnur Ibsen, látinn. Foreldrar Þorgeirs: Ibsen Guð- mundsson, f. 14.4.1892, d. 26.10.1957, formaður á Sigurvon, og k.h., Lovísa Rannveig Kristjánsdóttir, f. 28.4. 1893, d. 13.10. 1974, húsfreyja. Þorgeir verður að heiman. Þorgeir G. Ibsen. Jarl Sigurðsson Jarl Sigurðsson, fyrrv. stýrimaður og verslun- armaður, Þverbrekku 4, Kópavogi verðrn- sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Jarl fæddist í Reykja- vík en var alinn upp hjá Halldóri Jónssyni og Sig- urveigu Vigfúsdóttur á Grjótlæk í Stokkseyrar- hreppi. Hann stundaði Jarl Sigurðsson. nám við Stýrimanna- skóla íslands og öðlaðist skipsstjóm- arréttindi þaðan 1951. Jarl fór sextán ára til sjós og var sjómaður hjá ýmsum útgerðum, ým- ist íslenskum eða erlendum. Hann réðst til Eimskipafélags fslands 1948 og starfaði þar í tuttugu og níu ár, fyrst sem háseti en síðan sem stýri- maður í fjölda ára og síðustu árin sem skipstjóri. Jarl hætti til sjós árið l976, réðst þá til verslunarstarfa hjá Bykó í Kópavogi og vann þar til sjötugs er hann lét af störfum. Fjölskylda Jarl kvæntist 5.11. 1949 Kristínu Magneu Bjarnadóttur, f. 21.11. 1926, húsmóður. Foreldrar hennar: Bjami Magnús Pétursson, sjómaður og verkamaður á ísafirði og Herdís Jó- hannesdóttir, húsmóðir á ísafirði. Sonur Jarls er Þröst- ur, f. 28.4. 1944 búsettur að Helgavatni i Þverár- hlíð. Börn Jarls og Kristín- ar eru Bjarni, f. 20.5.1949, rafvirki í Borgarnesi, kvæntur Ragnhildi Þor- björnsdóttur og eru böm þeirra Ingvar, í sambúð með Björg Jónsdóttur, Ágústa Kristín, gift Sig- urði Þór Jónssyni en barn þeirra er Bjarni Jarl, Guðrún Edda og Kolbrún Ásta; Sigurður, f. 18.8. 1950, héraðsráðunautur á ísafirði, kvæntur Þórdísi Elínu Gunnarsdóttur og eru böm þeirra Diana Erlingsdóttir, stjúp- dóttú- Sigurðar en somn- hennar er Guðbjöm Hólm Veigarsson, Magnús Erlingsson stjúpsonur Sigurðar í sam- búð með Lilju Debóru Ólafsdóttur og er sonur þeirra Jakob Fannar, Kristin og Kolmar; Kjartan, f. 17.9. 1952, raf- virki í Hafnarfirði, kvæntur Ingi- björgu Jónsdóttur og em dætur þeirra íris Ósk og Lilja Guðrún; Kolbrún, f. 30.1. 1955, dagskrárgerðarmaður hjá Stöð 2, búsett í Reykjavík en maður hennar er Þorvaldur Rafn Haraldsson og er sonur þeirra Ævar Jarl. Systkini Jarls: Ólafur Þorsteirn, f. 27.2. 1921, nú látinn, var búsettur í Reykjavík; Marteinn Ágúst, f. 17.10. 1923, að Gilá í Vestur-Húnavatnssýlu; Siguröur, f. 7.12. 1924, í Reykjavík; María, f. 24.11.1926, í Reykjavík; Lilja Árna, f. 15.8. 1928, í Hafnarfirði; Þor- steinn, f. 26.3.1931, í Reykjavík; Hilm- ar Haukur, f. 15.1. 1937, látinn; Gylfi, f. 4.11. 1942, á Brjánsstöðum á Skeið- um; Kristin Guðrún, f. 26.1. 1949, í Reykjavík. Foreldrar Jarls voru Sigurður Þor- steinsson, f. 5.9. 1888, d. 1.11. 1966, verslunarmaður í Reykjavík og Sveinbjörg Halldóra Sumarlilja Mar- teinsdóttir, f. 12.5. 1894, d 15.7. 1963, fædd í Traðarkoti i Reykjavik, þau skildu. Seinni kona Sigurðar var Guðrún Anna Sigurðardóttir, f. 24.4.1917, lát- in og átti Sigurður með henni þau Hilmar, Gylfa og Kristínu. Ætt og frændgarður Faðir Sigurðar var Þorsteinn Guð- mundsson fæddur i Brúarhrauni, og bjó allan sinn búskap þar, kvæntur Guðrúnu Guðnadóttur frá Guðnabæ í Hafnarfirði. Þorsteinn var sonur Guðmundar Jónssonar, ábúanda á Hvaleyri um 1829-36, síðan í Efra Brúnarhrauni, sonur Jóns Þorsteins- sonar bónda á Hvaleyri við Hafnar- fjörö. Faðir Sumarlilju var Marteinn Ágúst Finnbogason, fæddur í Traðar- koti, verkamaður, kvæntur Maríu Sveinsdóttur. Marteinn var sonur Finnboga Hróbjartssonar, bónda í Traðarkoti og konu hans, Ingveldar Stefánsdóttur. Jarl verður fjarverandi á afmælis- daginn. Til hamingju með afmælið 27. apríl 85 ára Anna Katrín Jónsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Einar K. Gíslason. Grundargerði 2, Reykjavik. 75 ára Guðrún Hjaltalln Jónsdótt- ir, Álfheimum 34, Reykjavík. 70 ára Benedikt Jónsson, Kúrlandi 11, Reykjavík. Kristján Hans Jónsson, Suðurgötu 47, Hafnarfirði. Helga Þórsdóttir, Bakka, Svarfaðardalshreppi. Hún er að heiman. 60 ára Njáll Þorsteinsson, Miðbraut 11, Seltjamarnesi. Bima Júlíusdóttir, Valshólum 4, Reykjavík. 50 ára Þorsteinn Garðarsson, Lækjarbergi 62, Hafnarfiröi. Hann tekur á móti gestum að heimili sínu á afmælisdaginn, sunnudaginn 27.4. milli kl. 16 og 19. Steingrímur Gunnarsson, Skólavörðustíg 2, Reykjavík. Gísli Óskarsson, Lyngbrekku 16, Kópavogi. Bjöm Pétursson, Einibergi 11, Hafnarfirði. Aðalheiður Sigurðardóttir, Kleppsvegi 68, Reykjavík. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Flétturima 15, Reykjavík. 40 ára Jóhannes Snorrason, Lerkigmnd 5, Akranesi. Sigurður Þórsson, Holtsgötu 32, Sandgerði. Ólafur Helgason, Höfðaholti 4, Borgarnesi. Hermann G. Bridde, Álfatúni 23, Kópavogi. Kristinn Þór Jakobsson, Hólabraut 9, Keflavík. Axel Gísli Sigurbjömsson, Bjarnarvöllum 10, Keflavík. Grimur Már Jónasson, Framnesvegi 6, Reykjavík. Einar Bjöm Þórisson, Logafold 69, Reykjavík. Sigurður Pálsson Sigurður Pálsson rannsóknarlögreglumað- ur, Rauðarárstíg 5, Reykjavik, er sextugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Víðinesi í Hjaltadal í Skagafirði en ólst upp á Hólum og síðan á Hofi í Hjaltadal í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf þess tíma. Sigurður lauk skyldu- námi og stundaði síðar nám við og lauk próf- um frá Lögregluskóla ríkisins. Sigurður hóf störf hjá Lögreglunni í Reykja- vík haustið 1964 og hefur starfað í lögreglunni síðan. Hann hefur lengst af verið rannsóknar- lögreglumaður í slysarannsóknardeild. Fjölskylda Sambýliskona Sigurðar er Helga Jónsdóttir, f. 14.5. 1947, sauma- kona og húsmóðir. Hún er dóttir Jóns Halldórs Kristins- sonar sem lést 1992 og Karlottu J. Helgadóttur, hús- móður í Reykjavík. Böm Sigm-ðar eru Páll, f. 19.4. 1966, strætisvagna- stjóri í Reykjavík og á hann tvö böm; Ingibjörg Sigríður, f. 15.1. 1969, sjúkraliði í Reykjavík en hennar maður er Gunnar Valdimarsson og á hún tvö börn; Hjalti Rúnar, f. 24.3. 1982, nemi í Kópa- vogi. Systkini Sigurðar eru María Pálsdóttir, f. 25.3. 1936, húsmóðir í Vogum í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu; Hjalti Þ. Pálsson, f. 25.6.1947, skjalavörður á Sauðárkróki. Foreldrar Sigurðar voru Páll Sigurðsson, f. 1904, d. 1992, íþróttakennari á Hólum i Hjalta- dal og bóndi á Hofi, síðar á Akureyri, og k.h., Anna A. Gunnlaugsdóttir, f. 1915, d. 1993, hús- freyja. Sigurður verður að heiman á afinælisdag- inn. Sigurður Pálsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.