Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Side 51
S>\ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
kvikmyridir
Minnie Driver leikur Phyllis, kærustu kokksins Secondo.
heita þeim sérskennilegu nöfnum
Primo og Secundo, eru mjög sam-
rýndir en líta ekki sömu augum á
velferðarþjóðfélagið í Bandaríkjun-
um
Tucci viðurkennir að hann sé þó
enginn sérfræðingur í mat, en það
er móðir hans Joan og var hún feng-
in til að vera sérlegur ráðunautur
við gerð myndarinnar ásamt ítölsk-
um meistarakokki. Tucci segir að í
fyrstu hafi hann ætlað sér að leik-
stýra myndinni einn, en fundið
Ðjótt að það myndi bitna á leik
hans svo hann fékk vin sinn
og kollega, Campbell Scott,
til að leikstýra með sér og
er ekki hægt annað að
segja en samvinna þeirra
hafi verið með miklum
ágætum, alla vega hefur
myndinni verið hrósað
í hástert, þykir frum-
leg, hlý og skemmti-
leg.
Ekki hafði Tucci
mikil fjárráð við
gerð myndarinnar
svo hann varð að
leita til vina og
kunningja þegar
kom að því að velja
leikara. Mótleikari
hans er Tony
Shalhoub,
f
n
I
Laugarásbíó - Crash:
Bflar og blæti irkirk
Bílakynlif er nokkuð sem áhorfendur kannast við frá bandarískum unglinga-
myndum. Hér hjá Cronenberg birtist þessi ást Bandarikjamanna á (og í) bílum í
dálítið öðru formi. Sagan segir frá ungum hjónum sem leita örvæntingarfullt
leiða til að hressa upp á kynlífið hjá sér. Þegar eiginmaðurinn (James Spader)
lendir í alvarlegu bílslysi er leiðin fundin. í kjölfar slyssins kynnast þau hópi
fólks sem hefur gert bæði bíla og slösun af völdum bfla að blæti þar sem bfllinn
og líkamlegi skaðinn eru uppspretta endalausrar kynörvunar.
Cronenberg skrifar sjálflir handritið upp úr klassískri bók J.G. Ballards og
kýs að leggja áhersluna á kynlífið sjálft fremur en bíla og slysablætið. Þetta veldur dálítilli slagsíðu þar sem eró-
tíska örvunin, svo sem slysin sjálf, fellur í skuggann fyrir hamslausum samförum utan og innan bfla. Þannig fer
myndin dálitið hægt af stað en bætir það upp í alveg mögnuðum seinni hluta. En þetta eru minni háttar gaflar á
því sem hlýtur að teljast með áhugaverðari myndum þessa árs.
Cronenberg er fátt heilagt og þeir sem fara á þessa mynd í von um einfalt ævintýri um rennilega bfla og tfl-
kippflegar konur fá á sig gusu úr óvæntri átt. Persónumar eru vel útfærðar og leiknar, sérstaklega nær James
Spader vel tökum á James Ballard sem er í senn hlutlaust vitni og virkur þátttakandi og Holly Hunter er flott
sem pen (eða hvað?) ekkja í dragt. Og Cronenberg er sérfræðingur í að ná fram truflandi fegurð þar sem síst
skyldi, svo sem í árekstrarsenunum og í samviskulausri könnun á örum og áverkum. Músíkin er mögnuð og á
ríkan þátt í að skapa það andrúmsloft sem gerir þessa mynd að einstaklega hugvekjandi upplifún.
Leikstjóri og handritshöfundur: David Cronenberg. Aöalleikarar: James Spader, Holly Hunter, Ros-
anne Arquette, Deborah Unger og Elias Koteas. Úlfhildur Dagsdóttir
Sam-bíóin - Michael:
Engill með mannlegar þarfir ★★
Orðið engill er i daglegu máli notað á ýmsa
vegu en alltaf þó til að lýsa einhverju góðu eða
fallegu. Mynd af engli er aftur á móti alltaf eins,
hvítklædd goðumlik vera með vængi. Erkiengill
Michael, sem er aðalpersóna samnefhdrar mynd-
ar, er hvorki hvítklæddur, fallegur né goðumlík-
ur. Michael er loðinn á bringu, hefur mikinn
kynþokka, að mati kvenna, það mikinn að engin
kona stenst hann ef hann setur ekki varnar-
blokk á hana, finnst gott að reykja og er ekki
mikið fyrir að fara í hað. En Michael hefur
hvíta vængi og það sannar að hann er engill, að
vísu ekki venjulegur engill, heldur erkiengill. Þessum engli kynnast þrír
hlaðamenn og ljósmyndarar æsifréttablaðsins National Mirror þegar þau fara
á stúfana til að bera til baka sögusagnir um að engill hafi sest að í smábæ í
Iowa.
Eins og sjá má hér að framan fer ekki mikið fyrir raunsæinu í Michael,
enda er myndin fyrst og fremst létt gamanmynd með rómantískum blæ. Leik-
stjórinn Nora Ephron náði í Sleepless in Seattle góðum tökum á þessari for-
múlu en nær ekki eins vel hér að þjappa þessu ævintýri saman. Hefði hún átt
að sleppa allri rómantík og gera hreinræktaða gamanmynd.
Það er hálfgerður vandræðagangur á öllum alla myndina og ef það væri
ekki vegna skemmtilegra tilþrifa hjá John Travolta væri lítið bit í myndinni.
Travolta, sem greinilega hefur þyngst um nokkur kílóin frá því hann lék í
Phenomenom, er afslappaður í engilshlutverkinu. Það má til sanns vegar færa
aö hann geri mikið úr litlu því Michael er óvenjutakmarkaður af engli að
vera. Kraftaverk eru ekki hans deild þó eitt líti dagsins ljós og helstu afrek
hans eru að stangast á við naut og fleka kvenfólk. Aðrir leikarar eru með
hangandi hendi að reyna að blása lífí í staðlaðar persónur, en ná ekki miklum
árangri.
Leikstjóri: IMora Ephron. Handrit: IMora Ephron, Delia Ephron, Pete Dexter og Jim
Quinlain. Kvikmyndataka: John Lindley. Tónlist: Randy Newman.
Aðalleikarar: John Travolta, William Hurt, Andie MacDowell, Robert Pastorelli og
Jean Stapleton. Hilmar Karlsson
sem er þekktur sjónvarpsleikari
vestanhafs, þá eru bresku leikaram-
ir Ina Holm og Minnie Driver í stór-
um hlutverkum ásamt Isabellu
Rosselini. Campbell Scott leikur síð-
an bílasölumanninn Bob sem boðið
er til veislunnar miklu.
:<,7j
hLIIR
Krakkaklúbbssýningar veröa alla laugardaga og sunnudaga í
apríl. kl. 15. Miðarverða afhentir á laugardögum hjá DV.
Þverholti 11, frá kl 10-14. Hver félagi fær tvo bíómiða.
Munið að koma með Krakkaklúbbsskírteinin.
' A ^
Wil
I BOÐI KRAKKAKLUBBS DV 0G STJORNUBIOS N
í tilefni af 5 ára afmæli Krakkaklúbbs DV
bjóða klúbburinn og Stjörnubíó öllum
Krakkaklúbbsfélögum í bíó
á myndina Gullbrá og birnirnir þrír.
IILLIIJIÍAKI
Þeir sem geta ekki nýtt sér
bíómiðana fá í staðinn
gómsaetan Kjöríshlunk.
Ávlsanir á Kjöríshlunkana
verða afhentar hjá
umboðsmönnum DV
um land allt.
Afhendingartími
á hverjum stað verður
auglýstur í DV
þriðjudaginn 8. apríl.
W—
BÍÚ!
A •
\