Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1997, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrirbesta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Kjarasamningar SFR:
Óhagstæðir
konum
Björg Bjarnadóttir, formaður Félags
leikskólakennara, segir í samtali við
DV að það launakerfi sem SFR samdi
um sé andsnúið konum á þann hátt að
með því sé fest í sessi launakerfi per-
sónuhækkana. Reynslan bæði hér
heima og erlendis af slíkum persónu-
samningum sé slæm fyrir konur og
sýni að þær fari halloka i þeim.
„Við teljum að semja eigi um
launataxta þannig að þeir séu sýni-
legir. Ef launagreiðandi er tilbúinn
að greiða hærri laun en taxtalaun,
af hverju er þá ekki eins hægt að
semja um þau laun þannig að þau
séu sýnileg?" spyr Björg. Hún kveðst
telja að samningar af þessu tagi séu
í raun afturfór. -SÁ
Sendiráð grýtt
Ungur maður henti grjóti í hús
Sendiráðs Bandaríkjanna við Lauf-
ásveg í Reykjavík síðdegis í gær.
Grjótið skali á rúðu í húsinu en hún
brotnaði ekki þar sem hún er úr öfl-
ugu efni sem mun þola ýmislegt,
jafnvel byssuskot.
Maðúrinn forðaði sér af vettvangi
en var handtekinn skömmu síðar á
Laugavegi. Hann var ölvaður og var
vistaður í fangageymslu lögreglunn-
Samið á Bíldudal
„Verkalýðsfélagið Vörn á Bíldu-
dal hefur gert bráðabirgðasamning
við tvö fiskvinnslufyrirtæki um að
hefia vinnu og samkvæmt honum
eru laun tæplega 90 þúsund krónur
á mánuði fyrir dagvinnuna ásamt
fostum hónusi, eða um 550 krónur á
tímann.
Haukur Már Kristinsson, formað-
in Varnar, sagði við DV að þetta
hefði verið gert til að koma 1 veg
fyrir að vinnan flyttist burt frá
Bfidudal. -SÁ
Sjálfskipt
WISSAN
Almera
* m*
kr. 1.498.000.-
***====. Ingvar
=-----Helgason hf.
— — jsjt: s.r jvjt '
L O K I
Mildi þykir að ekki fór ilia á flugvell-
inum í Skaftafelli á sumardaginn
fyrsta. Nefhjól flugvélarinnar lagðist
til hliðar um það leyti sem vélin var
stöðvuð. Ekki þarf að fara mörgum
orðum um hvað kynni að hafa gerst
ef skrúfan, sem brotnaði í hjólabún-
aðinum, hefði gefið sig strax í lend-
ingu. DV-mynd Brooks
Nú líður að próftörn framhaldsskólanema. Peir gera sér glaðan dag áður en að alvörunni kemur. Ljósmyndari
blaösins hitti þessa kátu krakka í Austurstæti í gær. Þar voru saman komnir krakkar úr framhaldsskólum, skrautlega
klæddir í tilefni af dimission. Hilmar Þór
Sjúkrahús Reykjavíkur:
Gunnarlaus
úr öndunarvél
Gunnar Gunnarsson, sem lenti í
alvarlegu bílslysi á annan dag
páska, er nú vaknaður og laus úr
öndunarvél. Honum hefur verið
haldið sofandi á gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur frá því að
slysið varð. Kona hans og sonur
losnuðu af gjörgæsludeildinni fyrir
nokkru og samkvæmt upplýsingum
frá sérfræðingi á gjörgæsludeildinni
í morgun er gert ráð fyrir að Gunn-
ar verði útskrifaður af gjörgæslu
einhvern næstu daga. Beðið er fyrir
fiölskyldunni í Víðistaðakirkju alla
þriðjudaga kl. 18.30. -sv
Innflutningur frá Kanada:
Gaf upp rangt
sölu verð á
lúxusbílum
Maður sem flutti inn þrjá nánast
nýja Mercedes Benz bíla og einn
Cherokee-jeppa frá Kanada hefur
viðurkennt að hafa framvísað röng-
um vörureikningum til að freista
þess að greiða lægri aðflutnings-
gjöld en honum har.
Bílana flutti maðurinn til lands-
ins í októher og desember - alla ár-
gerð 1996. Maðurinn framvísaði síð-
an röngum vörureikningum sem
sýndu 3,6 milljóna króna lægra inn-
kaupsverð en hann greiddi raun-
verulega fyrir bílana. -Ótt
Mennirnir þrír
játa á sig
10-11 ránið
- að svo stöddu ekki taldir viðriðnir óupplýstu ránin
Mennimir þrír, sem voru hand-
teknir í síðustu viku vegna ránsins
við skrifstofur 10-11 að Suðurlands-
braut 48, hafa nú allir viðurkennt
aðild sina að verknaðinum. Tveir
að hafa ráðist á sendil með ofbeldi
og rifið af honum peningatösku en
einn að hafa beðið þeirra í bíl
skammt ffá og ekið með þá á brott.
Málið telst nú að mestu upplýst
en enn þá er eftir að ganga frá
ýmsum atriðum. Samkvæmt upp-
lýsingum DV er líklegt talið að
farið verði fram á að mennimir
verði allir látnir sitja í gæsluvarö-
haldi þar til dómur gengur. Á
fostudag í síðustu viku átti einn
þeirra, Jón Krislján Jakobsen,
reyndar að hefia þriggja og hálfs
árs fangelsisafþlánun vegna inn-
flutnings á flkniefhum i mörgæs-
arstyttu árið 1995. Afplánun hans
átti því að hefiast fiórum dögum
eftir ránið. Dómur í fikniefhamál-
inu gekk hins vegar í janúar. Það
þykir því ljóst að af þessari
ástæðu verður Jón Krisján ekki
frjáls feröa sinna í bráð. Hann var
sá þremenninganna sem útvegaði
bil og ók til og frá ránsstaðnum.
Með ráninu komust ræningj-
amir yfir um sex milljónir króna,
þar af rúmar tvær milljónir í
reiðufé. Stærstur hluti þýfisins er
kominn til skila en þó ekki allt
reiðuféð.
Refsiramminn í ránsmálum er
þannig að lágmarksrefsing er 6
mánaða fangelsi en hámark 10 ár.
Hafi hins vegar mjög mikil hætta
verið samfara ráninu getur refs-
ing orðiö allt að 16 ára fangelsi.
Þetta mun dómari meta þegar að
því kemur. Fram er komið að þeir
tveir sem réðust á peningasendil-
inn létu hnefahögg dynja á hon-
um. Hann sakaði þó ekki alvarlega
og missti ekki meðvitund. -Ótt
Viða rigning
Á morgun er gert ráð fyrir austan- og suðaustankalda eða stinn-
ingskalda, skýjuðu og víða rigningu. Hiti ™wsnr a-« ctia
Austlæg átt
Á mánudag verður austlæg átt, hæg sunnan til en sums staðar
strekkingur norðan til og skúrir eða rigning um allt land. Hiti verður
8-8 stig.
Veðrið í dag er á bls. 57