Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Side 15
14 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 27 Iþróttir Heimsmetá fjölskyldudegi HK? Fjölskyldudagur HK verður haldinn á félagssvæði HK, Fagralundi í Fossvogsdal, á morgun, laugardag, kl. 16-18. Á dagskrá eru ýmsir leikir og þrautir fyrir börn og foreldra og meðai annars verður gerð tii- raun til að setja heimsmet í stór- fiskaleik. vs Golf: Tudor-opin kría Þann 17. júní hélt Golfklúbbur Ness Tudor-opna kríumótið. í fyrsta sæti m/forgjöf varð Sverr- ir Þór Sverrisson (NK) á 65 högg- um, annar varð Guðmundur Hjörleifsson (GK) á 66 höggum og þriðji varð Heimir Sindrason (NK) á 67 höggum. Án forgjafar varð Ólafur Már Sigurðsson (GK) í fyrsta sæti á 76 höggum, Sævar Egilsson (NK) annar á 78 höggum og þriðja sætinu náði Óskar Friðþjófsson á 79 höggum eftir bráðabana við þrjá aðra keppendur. -ÖB Frjálsar: „ Miönæturmót IR í kvöld fer fram miðnæturmót ÍR í frjálsum íþróttum á Laugar- dalsvelli. í karlaflokki verður keppt í 100 m, 400 m, 1500 m, 4x100 m boðhlaupi, þrístökki, stangar- stökki og kringlukasti. í kvennaflokki verður keppt í 100 m, 400 m, 800 m, 4x100 m boð- hlaupi, iangstökki, hástökki, stangarstökki og spjótkasti og að lokum er keppt í kringlukasti sveina. Keppni hefst kl. 20.30 og áætl- að að henni ljúki um kl. 22.30 með grillveislu fyrir keppendur og starfsmenn. -ÖB JJmótÁrmanns Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt þann 15. júní sl. mót á Laug- ardalsvelli til heiðurs Jóhanni Jóhannessyni, heiðursfélaga Ár- manns, og urðu helstu úrslit eft- irfarandi: 100 m hlaup karla Ólafur S. Traustason (Á).....11,20 Hörður Gunnarsson (Brelð) .. .11,23 Reynir Ólafsson (Á) ...........11,27 100 m hlaup kvenna Guðrún Arnardóttir (Á) ......12,11 Guöný Eyþórsdóttir (ÍR)......12,24 Helga Halldórsdóttir (FH)......12,42 400 m hlaup karla Bjöm Traustason (FH)...........50,61 Ingi Þór Hauksson (UMFA) . . .50,79 Jóhítnn H. Björnsson (HSK) . . .52,66 400 tn hlaup kvenna Guðrún Amardóttir (Á) .........54,13 Helga Halldórsdóttir (FH)......56,44 Guöný Eyþórsdóttir (ÍR)........58,09 1500 m hlaup kvenna Fríöa Rún Þóröard. (UMFA) . .4.51,54 Bryndis Emstdóttir (ÍR)....4.58,51 Eygerður I. Hafþórsd. (UMFA) 5.11,63 Þrístökk kvenna Sigríður A. Guðjónsd. (HSK) . . .12,74 Guöbjörg Lilja Bragad. (ÍR)... .10,79 Herdís Kristinsdóttir (Breið). . .10,38 Kringlukast kvenna Guðbjörg Viðarsdóttir (HSK) . .41,98 Hanna Lind Ólafsd. (UMSB) .. .38,28 Guðleif Harðardóttir (ÍR) ..37,24 Stangarstökk kvenna Þórey Eliasdóttir (FH) ......3,20 3000 m hindrunarhlaup Burkni Helgason (ÍR)......10.40,20 Pálmi Guðmundsson (UDN) .10.43,74 Stefán Á. Hafsteinsson (ÍR) .11.,01,60 Langstökk karla Jón Oddsson (FH) ............6,80 Ólafur Traustason (FH) ......6,32 Rafn Árnason (UMFA)..........6,32 Stangarstökk karla Tómas G. Gunnarss. (Á).......4,00 Freyr Ólafsson (HSK).........4,00 örvar Ólafsson (HSK) ........3,80 Kúluvarp karla Ólafur Guðmundsson (HSK) .. .14,68 Jón Heiðarsson (USAH) ......11,60 -ÖB ^ Skylmingar með höggsverði: Islenskir Norður- Evrópumeistarar - Ragnar Ingi vann mótaröðina Um síðustu helgi fór fram f Kiel í Þýskalandi síðasta mótið í mótaröð- inni „Norður-Evrópubikarinn" (Coupe du Norde) sem er keppni með höggsverðum. Ragnar Ingi Sigurðsson hafnaði í ellefta sæti á þessu móti en þar sem hann hafði náð stórgóðum árangri á flestum mótum síðasta vetrar var hann að loknu þessu móti langstiga- hæstur allra keppenda í „Norður- Evrópubikarnum" og hlaut því titil- inn Norður-Evrópubikarmeistari. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur skylmingamaður vinnur mótaröð sem þessa. Þriðji í samanlögðum ár- angri varð Kári Freyr Björnsson eft- ir ágætan árangur sl. vetur en hann lenti í fjórtánda sæti í Kiel. Stúlkurnar gerðu vel Stúlkurnar, sem voru á skylming- amótinu, stóðu sig enn betur en strákarnir. Helga Magnúsdóttir sigraði glæsilega í keppni kvenna og Sigrún Erna Geirsdóttir náði þriðja sætinu. Þar sem þær höfðu báðar staðið sig mjög vel á mótum sl. vetur voru þær jafnar og efstar í samanlögðu fyrir mótið svo í lokin varð það Helga Magnúsdóttir sem hampaði titlinum Norður-Evr- ópubikarmeistari kvenna en Sigrún varð í öðru sæti í samanlögðu. -ÖB Nágrannaslagur í 1. deild karla: Þórsarar höfðu betur gegn Dalvíkingum Dy Dalvík Það var hart barist á Dalvíkur- velli þegar heimamenn tóku á móti nágrönnum sínum í Þór frá Akur- eyri í 1. deildinni í gærkvöldi. Dal- víkingar voru enn án sigurs í deild- inni og Þórsarar höfðu aðeins unn- ið einn leik en bættu nú einum við þar sem þeir höfðu betur í þessum leik og sigruðu, 2-3. Bynjar Óttarsson kom gestunum yfir á 13. mín. en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði gamli refur- inn Jón Þórir Jónsson fyrir heima- menn. Á 45. og 64. mín gerði Árni Þór Ámason, besti maður vallarins, út um leikinn með tveimur mörkum fyrir Þórsara en Grétar Steindórs- son náði þó að minnka muninn á 76. mínútu en þrátt fyrir góða baráttu urðu heimamenn að láta í minni pokann. -HIÁ Makaay til United? DV, Akranesi Manchester United hefur að undanfornu leitað sér að góðum leikmönnum til aö styrkja hóp sinn fyir átökin næsta tímabil en að sögn Martins Edwards, stjóm- arformanns United, hefur félagið boðið í leikmenn fyrir um 50 milljónir punda undanfarið en alls staðar fengið neitun. Liðið leitar bæði að vamarmanni og framherja og hefur nú í sigtjnu hollenska framherjann Roy Makaay, sem er 22 ára ganíall, og leikur með Vitesse Arnheim í hollensku 1. deildinni. Ferguson er sagður hafa mikið álit á þess- um strák og verður ákvörðun tekin um kaupin eftir tíu daga þegar Ferguson kemur aftur til starfa úr fríi. -DVÓ Gaaltil Barcelona DV, Akranesi Bobby Robson mun yfírgefa lið Barcelona nú í mánuðinum og mun Lois Van der Gaal, sem þjálfað hefur Ajax I Hollandi, taka við liðinu. „Ég fer frá liðinu með Robson þann 30. júní nk. þrátt fyrir að Barcelona hafi orðið Evrópubik- armeistari, náð sæti í meistara- deildinni á næsta tímabili og ennþá eigum við möguleika á að verða spænskir bikarmeistarar," sagði aðstoðarmaður Robsons hjá Barcelona, súr í bragði. Matthaus til Herthu? Þýsku blöðin greindu frá því í gær að Hertha Berlin, lið Eyjólfs Sverrissonar, væri að reyna að fá Lothar Matthaus í sínar raðir. -DVÓ DRAUMAUÐ-FELAGASIf NAFN ÞÁTTTAKANDA________________________ NAFN LIÐS________________NÚMER LIÐS_____ SEL LEIKMANN: NÚMER__NAFN____________________VERÐ_____ KAUPI LEIKMANN: NÚMER__NAFN____________________VERÐ_____ SENT TIL: DV - ÍÞRÓTTADEILD/DRAUMALIÐ, ÞVERHOLT 11 105 REYKJAVÍK Stórleikur í Ólafsfiröi á morgun: „Við ætlum að hafa gaman af þessu “ - Arnar Grétarsson líklega ekki meö Það verður sEumkaliaður stórleik- ur sem fer fram í Ólafsfirði á morg- un kl. 14.00 þegar Leiftursmenn taka á móti þýska stórliðinu Hamburger SV í Inter-Toto keppn- inni, Evrópukeppni félagsliða. Það er alveg ljóst að það verður við ramman reip að draga hjá Ólafsfírð- ingum í þessum leik enda þýska lið- ið með glæsta sögu að baki og einn af stærstu klúbbum Evrópu. Margt frægra manna hefur spilað og spilar með liðinu og má þar nefna Kevin Keagan en þegar hann lék með lið- inu í byrjun níunda áratugarins varð liðið meðal annars Evrópu- meistari. „Algjört ævintýri" „Við lítum á þetta bara sem al- gjört ævintýri og ætlum að hafa gaman af þessu. Það er mikil stemn- ing í bænum og við ætlum svo sann- arlega að gera eitthvað úr þessu, koma upp karneval-stemningu í kringum þetta,“ sagði Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knatt- spyrnudeildar Leifturs, við DV í gærkvöldi. „Þetta lið er náttúrlega fyrrver- andi Evrópumeistarar frá árinu 1983 og leikurinn verður sýndur beint til Þýskalands. Þetta verður því í fyrsta sinn sem sýnt verður beint héðan, hvað þá til Þýskalands. Við erum auðvitað spenntir og reiknum svo sem ekki með miklu en það vill þó oft fara þannig að þeg- ar væntingarnar eru litlar þá geta gerst óvæntir hlutir án þess að við séum neitt að reikna með því. Aðstæður okkai' hér á Ólafsfirði eru örugglega ekki uppáhaldsað- stæður þeirra enda þeir aðeins van- ir því besta. Við vonumst til þess að fá hingað um 1500 áhorfendur og ég yrði mjög ánægður með það en til gamans má geta þess að þegar þeir spiluðu til úrslita í Evrópukeppn- inni voru 80 þúsund áhorfendur á leiknum," sagði Þorsteinn. Arnar ekki meö? „Arnar Grétarsson fór út til Grikklands í gærmorgun ásamt Sig- urði, bróður sínum, til þess að heimsækja AEK en við höfum ekk- ert heyrt frá félaginu. Það er ekki alveg ljóst á þessari stimdu hvort hann verður með á morgun og lík- legt að hann verði hvíldur fram á miðvikudag þegar við fáum Skaga- menn í heimsókn. Hins vegar fmnst okkur þau vinnubrögð sem gríska félagið hefur við haft í þessu máli engan vegin hafa verið rétt og það hefði nú verið eðlilegt að heyra eitt- hvað frá þeim. Það hlýtur að koma í kjölfar ferðar Arnars út en þetta er nú ékki eins og á að vinna hlutina. Arnar fór auðvitað með okkar sam- þykki út en því er ekki að leyna að við erum ekkert of sáttir við tíma- setninguna, hún hefði mátt vera betri.“ Það er einnig ljóst að Finnur Kolbeinsson verður ekki heldur með og kemur i raun ekki til með að spila meira með Leiftursmönnum í sumar þar sem komið hefur í ljós að hann er með slitið krossband. Vonbrigöi meö deildina „Staða okkar nú í úrvalsdeildinni er auðvitað ekki sú sama og við höfðum vonast til í upphafi móts. Hins vegar hefur heppnin ekkert verið heldur að elta okkur og við höfum verið að kasta unnum leikj- um frá okkur. Svo höfum við nú að- eins náð að spila einn heimaleik og þvi fer fjarri að við hér á Ólafsfirði séum eitthvað að missa móðinn. Það er ekki nema einn þriðji búinn af mótinu og þetta kemur,“ sagði Þorsteinn í lokin. Það er vonandi að Leiftursmönn- um takist að stríða Þjóðverjunum sem mæta til leiks með um 200 manna hóp sem eflaust á eftir að eiga ógleymanlega dvöl hér á landi þar sem þeir spila við aðstæður sem eru þeim ansi framandi, þröngur fjörður með snjó niður í miðjar hlíð- ar. -ÖB Hræringar í körfuboltanum: Kristinn til Danmerkur - Keflvíkingar hafa misst tvo leikmenn DV, Suðurnesjum: Keflvíkingurinn og körfuknattleiks- maðurinn Kristinn Friðriksson hefur ákveðið að spila með úrvalsdeildarlið- inu Odense BK i Danmörku næsta vet- ur. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Kefl- víkinga sem unnu alla titla sem í boði voru á síðasta keppnistímabili. Krist- inn átti mjög gott tímabil og er ein besta skytta landsins og því eiga Danir eftir að fínna fyrir. „Ég fer út í byrjun næsta mánaðar og hlakka til að spila og æfa í Dan- mörku,“ sagði Kristinn Friðriksson við DV en hann hefur hug á aö stunda nám og vinnu með körfuboltanum. Valur Ingimundarson er þjálfari Odense og hefur hann gert stórgóða hluti sem þjálfari og leikmaður með liðinu. Valur tók við liðinu í 2. deild fyrir tveimur árum og hefur leitt það beina leið upp í dönsku úrvalsdeildina þar sem það leikur næsta vetur. Valur skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið en þess má til gamans geta að Valur er giftur systur Kristins, Guð- nýju Svövu. Kristinn verður fjórði íslendingur- inn sem leikur með liðinu því þar fyr- ir eru einnig þeir Henning Hennings- son og Pétur Vopni Sigurðsson. Keflvíkingar hafa því misst tvo leik- menn fyrir næstu leiktíð, Kristin og Al- bert Óskarsson sem hyggur á nám í Bandaríkjunum. -ÆMK Um helgina Föstudagur 20. júní 1. deild karla: kl. 20 00 .........KA - Víkingur kl. 20 00 ........ÍR - Þróttur, R. kl. 20 00 . . . . Breiðablik - Reynir, S. 3. deild karla: kl. 20.00 .....Smástund - Haukar kl. 20.00 ....KSÁÁ - Víkingur, Ó. kl. 20.00 ...........GG - Grótta kl. 20.00 ...........Magni - KS kl. 20.00 . . . Leiknir, F. - Neisti, D. Laugardagur 21. júní 1. deild karla: kl. 14.00............FH - Fylkir 2. deild karla: kl. 14.00.......Völsungur - KVA kl. 14.00 .....Leiknir, R. - Viðir kl. 14.00.....Þróttur, N. - Rjölnir kl. 14.00............Ægir - Sindri 3. deild karla: kl. 14.00 .... Framherjar - Haukar kl. 14.00......Snæfell - Njarðvík kl. 14.00 ............HVÍ - Emir Sunnudagur 22. júní Úrvalsdeild karla: kl. 20.00 .............ÍA - Valur kl. 20.00 .............tBV - KR kl. 20.00 ....Fram - Skallagrímur kl. 20.00 ...Stjarnan - Grindavik Miðnæturhlaup á Jónsmessu - hlaupið í fimmta sinn Hið árlega miðnæturhlaup á Jóns- messu fer fram í fimmta sinn mánudag- inn 23. júní næstkomandi kl. 23.00. Vegalengdir eru tvær; 10 km með tíma- töku og flokkaskiptingu þar sem keppt er í eftirtöldum flokkum: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri og síðan er keppt í 3 km skemmtiskokki án tímatöku og flokka- skiptingar. Hlaupiö um Laugardalinn Hlaupið er um Laugardalinn frá sundlaugimum þar sem skráning fer fram þann 23. júní og eru hlauparar beðnir um að mæta tímanlega til skrán- ingar. Einnig fer forskráning fram á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons. Þátt- tökugjald er kr. 800 og kr. 600 fýrir yngri en 12 ára. Innifalið í gjaldinu er verðlaunapeningur, bolur, svaladi-ykk- ir og útdráttarverðlaun. Eftir hlaup er öllum þátttakendum boðið í sund sem ávallt hefur þótt vinsælt meðal kepp- enda. Töluveröur fjöldi útlendinga Hlauparar hafa komið gagngert í hlaupið viðs vegar af landinu og einnig hefur ávallt verið töluverður fjöldi út- lendinga sem tekur þátt í hlaupinu á hverju ári. Þeim hefur þótt mikið til koma þar sem varla bregður birtu á þessum tíma árs. Þetta bráðskemmtilega hlaup er til- valið fyrir þá sem stefha að þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu eins og reynd- ar alla þá hlaupara og skemmtiskokk- ara sem gaman hafa af því að keppa við aðra eða skokka sér til heilsubótar. Óvenjuleg hótun Manuel Ruiz de Lopera, eig- andi knattspyrnuliðsins Real Betis á Spáni, hótaði að reka þjálfara liðsins, Lorenzo Serra Ferrer, í gær nema hann skrifaði undir samkomulag þess efnis að hann myndi ekki ganga í raðir Barcelona fyrir næsta tímabil. Þessir afarkostir eru settir ein- ungis níu dögum áður en liðin mætast í úrslitum spænsku bik- arkeppninnar en það verður stærsti leikur Betis í 20 ár. -ÖB Kynningardagur ÍF og SÍL: Siglingar fyrir hreyfihamlaða - kjörið tækifæri fyrir fatlaða á öllum aldri Þann 11. júní sl. stóðu íþróttasam- band fatlaðra og Siglingasamband íslands fyrir kynningu á siglingum fyrir hreyfihamlaða. Aðeins skráðir þátttakendur fengu að vera með og alls tóku 16 hreyfíhamlaðir einstak- lingar þátt í siglingunni sem hófst í Reykjavíkurhöfn. Mikil ánægja var með þessa tilraun sem fyrst og fremst var gerð til þess að vekja at- hygli á möguleikum hreyfíhamlaðs fólks á að stunda þessa íþróttagrein en hún var sýningargrein á ólymp- íuleikum fatlaöra í Atlanta árið 1996. Námskeiö í siglingum íframhaldi á þessu samstarfi ÍF og SÍL er fyrirhugað að fari fram námskeið í siglingum þar sem fatl- aðir verða hvattir til að taka þátt hvort sem um er að ræða sérnám: skeið fyrir þá eða gert er ráð fyrir ákveðnum fjölda fatlaðra á hefð- bundin námskeið. Samböndin munu hvetja alla að- ila innan sinna vébanda til að taka höndum saman enda um skemmti- lega íþróttagrein að ræða þar sem aðgengi hamlar ekki för. Nokkrir fatlaðir einstaklingar hafa tekið þátt í siglingum á liðnum árum en ÍF og SÍL hafa mikinn áhuga á að þessi íþróttagrein verði opin þess- um hópi fólks í auknum mæli. Til þess að svo verði þurfa allir aðilar, sem koma að málefnum fatlaðra á einn eða annan hátt, að vera sam- stilltir og er engin ástæða til að ætla annað en að svo verði. Nýjar íþróttagreinar íþróttasamband Fatlaðra hefur á síðustu árum kynnt nýjar íþrótta- greinar í samvinnu við sérsambönd innan ÍSÍ, s.s. hjólastólakörfubolta, hjólastólatennis, hestaíþróttir fatl- aðra, skauta- og skíðaíþróttir fatl- aðra og aðrar greinar sem margar hafa í dag náð vinsældum meðal fatlaðra. Nú bætist enn ein íþrótta- greinin við svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. -ÖB Hluti hópsins sem tók þátt í kynningardegi Fl og SÍL. Bibercic á æfmgu hjá Fylki Mihaljo Bibercic, sem hætti nýlega að leika með Breiðabliki í 1. deildinni, var með Fylkis- mönnum á æfingu í gærkvöldi. „Hann hringdi bara í mig og spurði hvort hann mætti ekki æfa með okkur til að halda sér í formi og það var alveg sjálfsagt. Málin hafa ekkert verið rædd frekar," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Fylkis, við DV. -ÖB Varaö viö Ronaldo Eitt víðlesnasta rómversk-kaþ- ólska vikublaðið á Ítalíu hefur nú varaö landa sína við knatt- spyrnusnillingnum Ronaldo og hugsanlegri komu hans til Ítalíu. Blaðið segir Ronaldo vera tákn um hið óhóflega peningabruðl sem komið sé í knattspyrnuna og kallar blaðið það ungæðings- legan frjálslyndissjúkdóm sem herjar á knattspyrnuna. -ÖB íþróttir EHGLAHD | David Platt verður líklega næsti framkvæmdastjóri hjá Sout- hampton. Platt, sem veriö hefur á mála hjá Arsenal síðustu leiktímabil, hefur fengið boð um samning til fimm ára sem knattspymustjóri „Dýrðlinganna" frá Southampton og mun hann faera honum ríflega 170 millj. ísl. króna í aðra hönd. Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, hefur gefið Platt grænt ljós um að færa sig um set enda vand- séð hvað hann hyggist gera með Platt í sinu liði á næstu leiktíö þar sem hann hefur keypt fimm nýja leik- menn til liðsins á síðustu dögum. Everton er á fullu þessa dagana að leita sér að nýjum knattspymustjóra og gerast nú hlutimir hratt á Goodi- son Park. Síðustu daga hefur Andy Gray verið orðaður við starfið en nú er talið líklegt aö málin taki enn á ný aðra stefnu eftir að ljóst varð að Bobby Robson, fyrrverandi lands- liðseinvaldur þeirra Englendinga, muni hætta hjá Barcelona nú um mánaðamótin. Stoke hefur boðið framherja sínum, Mike Sheron, tveggja ára fram- lengingu á samningi sínum meö von um að það verði til þess aö hann yfir- gefi ekki félagið en bæði Birmingham og QPR hafa sýnt honum áhuga. „Ég er ánægður og þakklátur fyrir það að Stoke vilji hafa mig áfram en ég hef beðið þá um smá umhugsunar- frest,“ sagði Sheron sem gerði 24 mörk fyrir Stoke á síðustu leiktíð. Sheffield Wednesday ætlar að reyna að næla i Tékkann Karel Po- borsky hjá Manchester United. Wednesday varð undir fyrir United þegar félögin bitust um kappann í fyrrasumar en þeir ætla nú að reyna aftur þar sem Poborsky hefur átt erfitt með að vinna sér fast sæti í liö- i meistaranna frá Manchester. Þeir sem halda utan um pen- ingapyngjuna hjá Newcastle Á United hafa sagt hingað og ekki lengra vegna fyrirhugaöra kaupa fé- lagsins á enska landsliðsmanninum Paul Ince. Þeim finnst engin glóra í þvi að eyða svona miklum pening- um í leikmann sem orðinn er þrítug- ur að aldri. Peter Beardsley hefur afþakkað tilboð frá nýliðunum i úrvalsdeild- inni, Bolton Wanderes, um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Be- ardsley, sem orðinn er 36 ára gamall, ætlar frekar að berjast fyrir tilveru- rétti sínum á St. Jame s Park. Hinn 27 ára gamli Svíi, Thomas Brolin, er nú aftur á leið til Leeds eftir að hafa verið hjá Parma á Ítalíu síðustu sex mánuöina. Hann mun gangast undir læknisskoöun eftir helgina þar sem mun koma í ljós ^ hvort hann teljist gjaldgengur í liðið. Brolin sagði það áríðandi fyrir sig að komast aftur í alvörubolta til að sanna að hann sé enn einn af þeim bestu. Paul Merson hefur skrifaö undir nýjan þriggja ára samning viö Arsenal. „Ég hef oft fengið tækifæri til að fara annaö en Arsenal er eins og mín önnur fjölskylda og héðan vil ég ekki fara,“ sagði Merson. -ÖB Úrslit í gærkvöldi 1. deild karla Dalvík - Þór, Ak................2-3 2. deild karla HK - Selfoss....................1-1 (ívar Jónsson - Sævar Gíslason) 3. deild karla ÍH - Hamar .....................4-1 (Halldór Gíslason 2, Amfinnur Jóns- son 1, Hlynur Björnsson 1 - Guð- mundur Baldursson) Léttir - Ármann ................3-1 (Engilbert Friðfinnsson 2, Sævar Daviðsson 1 - Magnús Jónsson) Bnmi - Afturelding .............0-1 (Jón Ottósson) Tindastóll - Hvöt ...............1-0 (Davíð Rúnarsson) Reynir, Hn. - Bolungarvík ......1-4 Neisti, H. - Nökkvi ............4-0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.