Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 33 •iH &> tj) •H C/3 © i*r-' **an. ita OtST IV SWWCAnON wternatiomal VlA NCHTM AMÍWCA SVNDíCATC tWC. ‘ Á HINN BÓGINN VERÐUM VIP AB; GÆTA OKKAR Á RVÍ AP GRAFA EKKI | c.\/r\ n iMDT aet v/in ucmæiiu • Veiðivon ingólfur Ásgeirsson opnaði Vatnsdalsá í dag ásamt fleirum en hér sleppir hann laxi í fyrra við opnun árinnar. DV-mynd G.Bender Vatnsdalsá: Veiðin byrjar í dag „Okkur lýst bara ágætlega á byrj- unina í Vatnsdalsá núna, veiðin gæti bara orðið góð til að byrja með og laxinn er örugglega vænn,“ sögðu þeir Ingólfur Ásgeirsson og Pétur Pétursson við Vatnsdalsá í gærkvöldi. Áin opnaði klukkan ijögur í dag. í fyrra veiddust yfir 20 laxar í opn- un og þeim var flestum öllum sleppt í ána aftur. „Það eru örugglega komnir laxar í ána, laxar hafa sést í Hólakvöm en það er bara að fá þá til að taka,“ sögðu þeir félagar við Vatnsdalsá í gærkvöldi, nokkrum klukkutímum áður en áin opnaði fyrir veiðimönn- um. Veiðidagur fjölskyldunnar „Það verður ýmislegt að gera við Elliðavatnið hjá okkur en fiskifræð- ingar verða við vatnið og þeir munu tala um lífríki vatnsins og fleira sem því viðkemur," sagði Ólafur Sæmundsson við Elliðavatn í gær- kvöldi, en veiðidagur fjölskyldunn- ar verður á sunnudaginn um land allt. „Það er hægt að renna fyrir fisk í Elliðavatni og svo fræðast um vatn- ið og lífríki þess fyrir veiðimenn á öllum aldri. Fiskifræðingarnir verða með ker með fiskum í og þau verða staðsett við Helluvatnið," sagði Ólafur í lokin. Það er óhætt að skora á veiði- Umsjón GunnarBender menn á öllum aldri að fara til veiða á sunnudaginn í þeim vötnum þar sem veiði er ókeypis. Elliðaárnar: 9 laxar hafa veiðst „Veiöin gengur ró- lega hjá okkur en við höfum séð laxa en þeir hafa ekki tekið. Ég veit ekki um neinn fisk eftir há- degi,“ sagði Sigurður Jónsson við Elliða- ámar í gærkvöldi en þá voru komnir 9 laxar á land og hann var 7,5 pund sá stærsti. „Við vorum að reyna héma í Breið- unni fýrir neðan brúna en við urðum ekki mikiö varir. Það er best að reyna fyrir ofan teljara," sagði Sigurður og var rokinn upp með á. Guðmundur Ingi Gestsson sporðtekur 14 punda lax r sem Gestur Guðjónsson, faðir hans, veiddi á Stóru- Laxó á svæði þrjú. Stóra-Laxá hafði gefið 10 laxa í gærkvöldi. DV-mynd Ester Ðeitan í veiðiferðina: maðkur, makríU og hrogn Laugavegi 178/ símar 551 6770 og 581 4455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.