Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Page 2
2 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997 Fréttir__________________________________________________________________________________ pv Hlutur íslands í norsk-íslenska síldarstofninum: Verðmætum sem nema 80 þús. á mannsbarn skipt - einstök skip fengju allt aö 700 milljóna kvóta íslensk útgerðarfyrirtæki munu stórauka verðgildi sitt þegar norsk- íslensku síldinni verður kvótaskipt. Yfirgnæfandi líkur eru á því að á næstu árum verði skipt upp þeim 233 þúsundum tonna sem íslensk stjómvöld hafa ákveðið að sé hæfi- legur hluti stofnsins til íslendinga. Þar með mun þessi stofn taka á sig verð svo sem aðrir fiskistofnar ís- lenskir sem settir hafa verið undir kvóta. Gífurlegir hagsmunir eru fyrir íslenskar útgerðir í þessum flökkustofni sem er i sameign Norð- manna, íslendinga og Færeyinga. 90 krónur á kíló Söluverð kvóta úr íslensku vor- gotssíldinni er um 114 krónur en leiguverð sama kvóta innan ársins Fréttaljós Reynir Traustason er um 11 krónur. Það má vera ljóst að norsk-íslenska síldin mun ekki taka á sig sama verð vegna þess hve langt þarf að sækja til veiðanna. Ef miðað er við sama verðmun og er á úthafskarfa og karfa í íslenskri lög- sögu má reikna með að verömæti norsk-íslensku síldarinnar verði um 90 krónur á hvert kíló. Samkvæmt sömu forsendum yrði leiguverö hennar um 9 krónur á hvert kíló. 5000 lúxusjeppar Samkvæmt þessu yrði heildarverð- mæti íslenska hluta kvótans um rúmir 20 milljarðar króna eða sem nemur femum Hvalfjarðargöngum. f öðm samhengi má líta þannig á að fyrir þessa upphæð mætti fá 5 þús- und lúxusjeppa sem hver mætti kosta 5 miOjónir króna. Þá mætti fá fyrir þessa upphæð sem nemur 11 frystitogurum sem kosta mættu einn miOjarð hver. Loks má deOa verð- mæti kvótans á hvert mannsbarn í landinu og þá koma í hlut hvers ís- lendings 80 þúsund krónur. Slík upp- skipti koma þó varla tO greina þar sem kvóti er í raun eign útgerðar- manna en ekki sameign þjóðarinnar hvað svo sem lög segja. Æðisgengið kapphlaup Æðisgengið kapphlaup er um að fá sem stærstan hlut af þessari köku. Enda er mikið í húfi fyrir ein- stakar útgerðir sem gætu fengið aOt Verðmæti sfldarkvótans - samanburöardæmi - Gert er ráð fyrir að kvótinn sé metinn á 21 milljarð króna sem jafngildlr 4000 Grand Cherokle-jeppum og myndi einnig jafngilda 21 frystitogara eða 80 þúsund krónum fyrir hvern íslending Forseti ítalfu í opinberri heimsókn á íslandi Oskar Luigi Scalfaro, forseti ítal- íu, kom í opinbera heimsókn tO ís- lands í gær. Heimsóknin stendur fram á þriðjudag. ScaO'ario, sem kom hingað tO lands með dóttur sinni, Mawrianna Scalfaro, heim- sótti í gær borgarstjórann í Reykja- vík og Alþingi. Einnig sat hann kvöldverð í boði íslensku forseta- hjónanna á Bessastöðum. Gestir, auk forsetanna beggja, voru meðal annars forsetaritari ítal- íu, ítalski utanríkismálaráðgjafi for- seta og sendOierra Ítalíu. Meðal ís- lensku gestanna voru Davíö Odds- son forsætisráðherra og frú Ástríð- ur Thorarensen, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra, frú Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir, Ingi- björg Pálmaddóttir heObrigðisráð- herra og hr. Haraldur Sturlaugsson, PáO Pétursson félagsmálaráðherra og frú Sigrún Magnúsdóttir. Szymon Kuran lék á fiðlu, Jónas Ingimundarson á píanó og Þóra Ein- arsdóttir söng undir borðhaldinu. í ræöu sinni sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, meðal annars frá því að íslenskir söngvar- ar, tónlistarfólk og málarar hafi á okkar tíð sótt þjálfun, innblástur og endurnýjun til ítalskra snOlinga og lærimeistara. Hann sagði að saga ís- lands og Ítalíu hafi um aldir verið samofin og tók ýmis dæmi um það. Forseti Ítalíu mun í dag snæða hádegisverð á ÞingvöOum í boði for- sætisráðherrahjónanna. Um kvöldið verður hann með móttöku fyrir ítali sem búsettir eru á íslandi. Á þriðju- dag heimsækir forsetinn sjávarút- vegsfyrirtækið Granda hf. og hug- búnaðarfyrirtæki Oz. Einnig skoðar hann handrit í Stofnun Áma Magn- ússonar. -em 9.000 þús. tonn 8164 8.000 7.000 6.000 3.000 2.000 1.000 0 Afli síldarskipa 7.409 -í þús. tonna 1997 6.895 6-484 6.396 6.355 6.106 5.501 5.440 5.386 2 SL '3 * < 1 c 2 !> x z :0 OQ 3 </) 1 (0 E 'O c 'BJ X UJ > Q. re X IU > 0> (I) s c re '3 </) L&J > <o 4 </) X o c o 10 <0 iO 4 <75 c 'O ITOT að 8 þúsundum tonna í sinn hlut. Þar eru á ferðinni verðmæti sem vissulega gætu skilið á milli feigs og ófeigs í útgerð því ef þessi tonn eru reiknuð upp þá myndu þau leggja sig á 720 milljónir króna. Ef reiknað er með aö meðalskip fái um 5 þús- und tonna kvóta er þar matarhola uppá tæplega hálfan milljarð. Sé sömu reiknireglu beitt og síldar- kvóta skipt í lúxusjeppa þá liggur fyrir að meðalútgerð fær sem nem- ur andvirði 100 slíkra. Tekið skal fram að þessir útreikn- ingar miðast við að stofninum sé kvótaskipt en þó má ljóst vera að heildarverðmæti íslenska hlutans innan eða utan kvótakerfisins er ná- lægt umræddri upphæð. Hvenær stofninum verður skipt upp milli hagsmunaaðila ræðst af pólitískri niðurstöðu. Þar em spurningar um það hvort semst við Norðmenn um skiptinguna og þannig verði friður milli þjóðanna um málið. Þá er enn ekki ljóst hvað verður lagt til gmnd- vallar kvótanum. Þar kemur til greina veiðireynsla síðustu þriggja ára að hluta og ákveðinn skammtur á skip að hluta grundvallað á stærð- um skipa. Jakob Jakobsson, hjá Bát- um og búnaði, sem annast sölu á skipum og kvótum sagöi í samtali við DV að enn væri ekki farið að bóla á vangaveltum um kaup eða sölu á síldarkvótum. „Þetta mun að sjálfsögðu auka veðhæfni einstakra skipa gifurlega og menn vita af þessum verðmæt- um. Það er viðbúið að menn fari að íhuga þessi viðskipti þegar nær dregur,“ segir Jakob. Gífurlegir hagsmunir Bæði íslensk og norsk stjórnvöld eru meðvituð um þá gífurlegu hags- muni sem fólgin em í síldinni. Sig- urðarmálið er skólabókardæmi um þá áherslu sem þjóðimar leggja á þaö að verja þá hagsmuni. Norð- menn nota smámál svo sem brot á tilkynningarskyldu sem yfirskin til að færa skip að landi og hásettir ís- lenskir embættismenn storma til Noregs til að verja hagsmuni út- gerðarinnar. I raun snérist málið alls ekki um tilkynningarskyldu frá Sigurði VE heldur þann 21 milljarð króna sem íslensk stjómvöld hafa merkt sér úr norsk- íslenska slldar- stofhinum. Það stefnir því nú í stærstu uppskipti á kvóta allt frá því kvótakerfið var tekið upp. Spumingin er aðeins sú hverjir hreppa pottinn þegar silfur hafsins breytist í gull. Stuttar fréttir Staöfest Áfrýjunarnefhd Samkeppnis- ráðs hefur að sögn RÚV staðfest skilyrði Samkeppnisráðs fyrir því hverjir megi sitja í stjóm Flugfélags íslands. Flugleiðir vildu fá úrskurðinn felldan úr gildi. Vegna yfirburöastöðu Flug- leiða á innanlandsmarkaði taldi Samkeppnisráð nauðsynlegt að setja ströng skilyrði fyrir þessu. Þetta kom fram hjá RÚV í gær. Búddistar í Kópavog Búddistar em orðnir sammála um að rétt sé að reisa musteri þeirra í Kópavogi. Áður hafði ver- ið tekin ákvörðun um að búdda- hof risi við Innsta-Vog á Akra- nesi. Tælenskir fjárfestar sem leggja munu fé í musterið vilja að það rísi í iandi Vatnsenda í Kópa- vogi. RÚV skýrði frá þessu. Sameining Fiögur verkalýðsfélög í Húna- vatnssýslu hafa ákveðið að sam- einast i eitt félag. Þetta eru Verkalýðsfélagið Hvöt á Hvammstanga, Verkalýðsfélag A- Húnvetninga á Blönduósi, Verka- lýðs- og sjómannafélag Skaga- strandar og Verslunarmannafélag Húnvetninga á Blönduósi. Um 800 manns verða í nýja félaginu. Þrjú Util félög vildu ekki vera með í sameiningunni. RÚV skýrði frá þessu. Póstur og sími í sundur Ákveðið hefúr verið að Pósti og síma verði skipt upp í tvö hlutafélög. í fyrra var Pósti og síma breytt í hlutafélag alfarið í eigu ríkisins. Sömuleiðis verða þessi tvö nýju hlutafélög í eigu ríkisins, alla vega til að byrja með. Hvalakirkjugaröur Fundist hefur mikið magn hvalbeina á botni Eyjafiarðar, rétt undan við Árskógsströnd. Á árum áður voru miklar hrefnu- veiðar stundaðar frá Árskógs- strönd og mun hræjunum hafa verið fleygt i sjóinn úti fyrir ströndinni. -Sdór Geir H. Haarde, Guömundur Árni Stefánsson, Ragnar Arnalds, Ólafur Ragn- ar Grímsson og Oskar Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, við móttökuna á Bessa- Stöðum. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.