Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997
Fréttir
Fjölmenni á útihátíö í tilefni afmælis Tígra og Krakkaklúbbs DV:
Þúsundir í Þverholtinu
Þrjú þúsund böm og aðstandend-
ur þeirra vom viðstödd afmælis-
veislu Tígra og Krakkaklúbbs DV í
gær. Tígri, sem er lukkudýr
Krakkaklúbbs DV, hélt upp á fimm
ára afmæliö sitt í gær í Þverholtinu
með útihátíð. Bömin skemmtu sér
konunglega við dans og söng.
Hljómsveitin Fjörkarlamir héldu
uppi fjörinu og fengu sumir krakk-
ar einnig að bregða sér á sviðið og
taka lagiö
Magnús Scheving kom og
skemmti bömunum með eróbikki.
Afmælisbamið var í afinælisskapi.
Magnús Scheving hefur lag á aö fá börnin til þess að hreyfa sig. Hann
kenndi eróbikk i Þverholtinu í gær.
Starfsmenn Krakkaklúbbs DV mál-
uöu mörg barnanna eins og Tfgra.
Börnin voru hæstánægö meö þaö.
DV-myndir PÖK
Tígri bauð öllum krökkum upp á
pylsur, svala, hlunka og sælgæti.
Þeir sem höfðu kjarkinn fóru í æv-
intýraferð í Geimsnerlinum.
Yfir tíu þúsund krakkar em nú í
Krakkaklúbbi DV. Krakkaklúbbur-
inn er mjög starfsamur og fylgist
fjöldi bama með Krakkaklúbbs-
hominu í Barna-DV á hverjum
laugardegi. Krakkaklúbburinn hef-
ur auk þess staðið fyrir ýmsum upp-
ákomum eins og ferð á Tjömina og
bíóferðum. Tvær bækur hafa verið
gefnar út um Tígra og em þær ís-
landsævintýri Tígra og Tígri í um-
ferðinni. -em
Þúsundir barna skemmtu sér (Þverholtinu í gær þegar þau héldu uppá fimm
ára afmæli Tígra og Krakkaklúbbs DV.
Sleipnismenn:
Sömdu eftir
stutt verkfall
Bifreiðastjórar í Sleipni skrifuðu
undir nýjan kjarasamning síðdegis
á laugardag. Þá hafði verkfall
þeirra staðið yfir frá þvi um morg-
uninn.
Með þessum samningi hækka
gmnnlaun langferðabifreiðastjóra
úr 64 þúsund krónum á mánuði í 71
þúsund krónur. Báðir aöilar deil-
unnar lýstu ánægju sinni meö
samninginn en sögðust hafa þurft
að gefa nokkuð eftir.
Þar með er þungu fargi létt af
fólki í ferðamannaþjónustunni.
Það hafði lýst yfír ótta um aö verk-
fall langferðabifreiðastjóra myndi
setja ferðamálin algerlega úr
skorðum. -S.dór
Þórarínn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSf, og Óskar Stefánsson, formaöur Sleipnis, undirrita nýjan kjarasamn-
ing. Geir Gunnarsson varasáttasemjari situr á milli þeirra. DV-mynd Hari
Dagfari
Tilsjá með Helgarpósti
Þeir era seigir kommamir, þeir
mega eiga það. Það er nú komið á
daginn að þeir keyptu með leynd 40
prósenta hlutaijár í Helgarpóstin-
um. Margrét formaður lét ekki alla
vita af kaupunum en upplýsir þó
að Svavar hafi verið meðvitaður
um þetta vikulega flokksblað alla-
ballanna.
Það er gott að vita til þess að
stjómmálaflokkar á íslandi era
þaö vel haldnir að þeir geta fjárfest
í vikublaöi. Helgarpósturinn á sér
skrautlega sögu, hefúr farið á haus-
inn og lifiiað við aftur. Stimdum
hét hann ekki Helgarpóstur heldur
Pressan en munurinn var lítill.
Blaðinu var ætlaö að stinga á kýl-
um í samfélaginu. Það gekk stund-
um og stundum ekki. Um hríö var
blaðið hliðtengt Alþýðuflokknum
en svo slitnaði sá naflastrengur.
Þaö kom því á óvart þegar það
fréttist aö blaðið væri komið í fóst-
ur hjá öörum sljómmálaflokki, Al-
þýðubandalaginu. Sérstaklega þótti
þaö sérkennilegt þar sem núver-
andi ritstjóri blaðsins skrifaöi sinn
fyrsta leiöara um þaö að fjölmiðlar
þyrftu að geta staðið á eigin fótum
og haft í fullu tré við sterk hags-
munasamtök. Þegar ritstjórinn
skrifaöi leiðarann vissi hann að Al-
þýðubandalagið átti 40 prósent í
blaöinu. Kannski hefur hann ekki
litiö á þennan anga fjórflokksins
sem sterk hagsmunasamtök. Með
tilliti til nýrra upplýsinga er nafn
hlutafélags allaballanna, sem á
þessi 40 prósent í blaðinu, vel til
fundið. Það heitir Tilsjá og því fer
ekki milli mála að Alþýðubanda-
lagið hefur tilsjá með Helgarpóstin-
um.
En þótt Helgarpóstsritstjórinn
hafi vitað af kaupunum vissu það
ekki allir. Jafhvel ekki þingmenn
Alþýðubandalagsins og ættu þeir
þó að teljast í innsta hring flokks-
ins. Helgarþósturinn, þessi óvænta
eign flokksins, hefur farið svolítið
fyrir bijóstið á sumum þeirra,
einkum brjóst Kristins H. Gunn-
arssonar. Hann segir að blaðstyrk-
ur Alþýöubandalagsins hafi farið í
kaupin á hlutafé í Helgarpóstinum.
Tilgangurinn sé augljós, sá aö
kaupa flokknum áhrif í fjölmiðli.
Það hafi verið gert í skjóli leyndar.
Flokkar ráðstafa auðvitað pen-
ingum eins og þeir telja þeim best
varið. Alþýðubandalagiö taldi enga
fjárfestingu betri en að kaupa nær
helming í Helgarpóstinum. Það
veröur aö virða þetta mat. En eitt-
hvað verður flokkurinn að fá fyrir
sinn snúð. Svo mikið hafa fjárfest-
ar lært í seinni tíð. Þótt flestir
teldu flokksblöð heyra sögunni til
gerir Alþýðubandalagiö það ekki.
Vikublaðið var opinberlega á þess
vegum. Menn vissu af tilvist þess.
Nú hefur verið greint frá tengslum
flokksins og Helgarpóstsins. Menn
hljóta því að meta efni blaðsins
með hliðsjón af tilsjóninni.
Það verður því fróðlegt að lesa
næsta leiðara Helgarpóstsritstjór-
ans. Kemur hann út úr skápnum
og viðurkennir að hann ritstýri
flokksblaði? Geri hann það hlýtur
hann að lýsa því yfir að hann sé
stoltur af því. Hinn möguleikinn er
að hann endurtaki það sem hann
sagði I fýrsta leiðaranum.
Fari hann þá leið, sem er mann-
leg en ekki stórmannleg, ætlar
hann sér væntanlega að eiga í fúllu
tré við sterk hagsmunasamtök -
önnur en Alþýðubandalagið.
Dagfari