Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Síða 10
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997
10 ^nenning
Augnabliks
ástarleikur
Leikhópurinn Augnablik
frumflytur nýtt íslenskt leik-
verk i Borgarleikhúsinu um
næstu helgi. Goösögnin um
i Tristan og ísól er kveikjan að
verkinu en það heitir einmitt
í Tristan og ísól, ástarleikur.
í Höfundur handrits og leikstjóri
| sýningarinnar er Harpa Arnar-
dóttir. Leikverkið er að stórum
hluta unnið í spunavinnu leik-
i; hópsins en í honum er 8 leikar-
ar og dansari. Tónlist er í hönd-
| um Rússíbananna Einars Krist-
| jáns Einarssonar, Daníels Þor-
| steinssonar og Kjartans Guðna-
3 sonar. Hópurinn nær ekki að
* sýna nema fram í miðjan júlí
en þá munu ferðalög leikara
i koma í veg fyrir frekari sýning-
'h ar að sinni.
i -ST
Menning á mið-
vikudaginn
I Menningarsíðan verður aftur
í blaðinu á miðvikudaginn. Þá
J verður Auður Eydal með leik-
listargagnrýni úr austfirskum
skógum af frumsýningu Leikfé-
lags Fljótsdalshéraðs á
J Sheakspeare-verkinu Draumur
) á Jónsmessunótt. Einnig verð-
í ur HaUgrímur Helgason með
1 sína vikulegu fjölmiðlagagn-
rýni auk nokkurra smámola úr
j menningarheimum nær og
; fjær. -ST
skrifstofutækjum
Ljósrifuncsrvélcir
SHARP
• 3 einfök á mínúfu
• Afrita og frumritastærS
A4 stærst
* 40 bls. bakki
Stgr. m/vsk
• 8 eintök á mínútu
• Afrita og frumritastærS
• A4 stærst
• 100 bls. skúffa
• 8 eintök á mínútu
• Fast frumritaborö
•Stækkun - minnkun 70%-141%
• 250 blaöa framhlaÖinn
pappírsbakki
• Ljósmyndastilling
•Tóner sparnaÖarstilling
Verb
V
Stgr. m/vsk
BRÆÐURNIR
ORMSSOK
Lágmúla 8 * Sfmi 533 2800
Utan musterisveggjanna
í tilefni kirkjulistarviku
í Hallgrímskirkju var í síð-
asta pistli mínum hér í
blaðinu fjallaö um þann
aðskilnað hinnar fagur-
fræðilegu reynslu frá
annarri skynreynslu
mannsins, sem átti sér stað
með upplýsingunni á 18.
öld, og jafnframt um þá
tæmingu á inntaki lista-
verksins sem fylgt hefur
þessari aðgreiningu. Lista-
safnið varð afmarkaður
vettvangur hinnar fagur-
fræðilegu reynslu og jafn-
framt voru þau listaverk,
sem þar fengu stað, tæmd
af sínu fyrra hlutverki, sem
þau höfðu gegnt úti i samfélaginu, meðal annars því að
miðla trúarlegri reynslu. Þessi aðskilnaður varðar sér-
staklega tvírætt samband trúar og listar, og er enn á dag-
skrá undir nýjum formerkjum kristnitökusýningarinnar
sem opnuð var í Skálholti um síðustu helgi að frumkvæði
Skálholtsskóla og Myndhöggvarafélagsins I Reykjavík.
Hér er öðruvísi að verki staðið en á kirkjulistarsýning-
unni í Haflgrímskirkju. Listamennirnir hafa fengið að
vinna frjálst án þess að þurfa að hugsa verk sín sem við-
hengi við misjafnlega vel heppnaða byggingarlist eða
hluta af fyrirfram gefnum helgisiðum. Forsendurnar eru
aðeins tvær: kristnitakan og umhverfi
Skálholtsstaðar. Niðurstöðumar eru
að sama skapi áhugaverðari og bera
vitni um viðleitni til að bijótast und-
an þeirri spennitreyju sem Walter
Benjamin kaflaði guðfræði listarinnar
og byggist á upphafningu fegurðarinn-
ar sem sjálfstæðs eiginleika er búi í forminu og hægt sé
að njóta á hlutlausan hátt í þar til gerðu musteri hinna af-
helguðu trúarbragða sem er listasafhið.
Verkin á þessari sýningu eru fæst safngripir heldur
bundin stað og stund og höfða þannig til áhorfandans og
hins ytra umhverfis með öðrum hætti en hinn hefðbundni
listmunur. Dæmi um þetta er Bláminn, áhrifamikið verk
Halldórs Ásgeirssonar sem stendur uppi á hól vestan
kirkjunnar. Um er að ræða niðurgrafið jarðhýsi með
hvolfþaki sem lokað er með glerkúlu fyiltri blálituðu
vatni. Jarðhýsið, sem er 3 m djúpt, er með standandi vatn
í gólfi, og þarf sá sem inn kemur að stikla á steinum er
mynda hring. Hvelfingin er fóðruð með hvítu, en veggirn-
ir eru úr torfi og kofahurðin fellur sjálfkrafa að stöfum
eftir að hún hefur verið opnuð. Innan veggja ljómar blám-
inn í gegnum kúluna og myndar magnaða birtu sem spegl-
ast í vatninu. Jarðhýsi þetta byggist á hefðbundnu trúar-
legu táknmáli um húsið sem kosmos eða mynd af alheim-
inum, en setur það fram á frumlegan og óvæntan hátt.
Hægt er að sjá samsvaranir á milli þessa jarðhúss og
býsanskra eða rómanskra skímarkapellna, sem byggðar
voru frístandandi framan við kirkjudyr á miðöldum,
ávallt með miðlægt form og hvelfingu. Þetta verk verð-
skuldar tvímælalaust varanlegan sess 1 Skálholti, og
mundi sem slíkt auka
við gildi staðarins, en
jafnframt mætti
vanda betur til torf-
hleðslunnar í hvelf-
ingunni. Af allt öðr-
um toga er tjald
Hannesar Lárusson-
ar, sem stendur á
lækjarbakka í frið-
sælum hvammi með
hófsóleyjum og
hrafnaklukku. Tíaldið
er með góðum útsýn-
isgluggum, sem hægt
er að loka, en innan-
dyra eru tveir mötu-
kassar undir tjaldsúð-
inni sinn hvorum
megin. Þetta eru verklega smíðaðir trékassar með eins
konar steinbrauði á lokinu og mynd af maga á framhlið-
inni ásamt áletruninni tunga á tveim tungumálum: zunge
og lingua. Aflt býður þetta upp á hið mesta makræði og
sveitasælu, en þegar kassarnir eru opnaðir kemur i ljós
að þeir eru eins að innan og þrískiptir: í stærsta hólfinu
er fagurlega útskorin tréausa, í öðru hólfinu er þétttroðið
tveim pökkum af Korni-hrökkbrauði og i þriðja hólfinu er
listilega útskorin og handmáluð líkneskja af presti, sem er
þannig gerð að rísandi getnaðarlimur, köntóttur og rauð-
málaður í endann, sperrist fram undan hempunni þegar
líkneskjunni er lyft. Þessi útfærsla á sér
hliðstæðu í alþýðlegri útskurðarlist í kaþ-
ólskum löndum, þar sem presta- og munk-
astéttin hefur löngum mátt þola áminn-
ingar um eðlishvatirnar á borð við þessa,
átölulaust. En verk þetta vísar auðvitað
með meinlegum hætti í þá kirkjuumræðu
og þá afhjúpun á umkomuleysi prestastéttarinnar, sem al-
þjóð varð vitni að á liðnu ári, þegar þúsundir manna - en
einkum þó kvenna - sáu sig tilneyddar að segja sig úr
þjóðkirkjunni. Tjald Hannesar er ekki bara markvert
listaverk vegna þeirrar augljósu ádrepu sem í því er fólg-
in, heldur ekki síður vegna þeirrar endumýjimar á mynd-
málinu sem Hannes hefur unnið markvisst að í þessu og
fyrri verkum sínum með frumlegum tilvísunum í hefðina
og handverkið.
Af öðrum áhugaverðum verkum mætti nefna steinhellu
Kristins Hrafnssonar, Presens historicum, nafnlausa lík-
neskju Svövu Bjömsdóttur í skógarlundinum, Saltara-
skilti Finnu B. Steinsson og Rökræður Guðjóns Ketilsson-
ar, þar sem spírallinn og teningurinn talast við í gegnum
rekaviðardrumb. í heild er þetta áhugaverð sýning og lofs-
vert framtak sem vonandi á eftir að auka ferðamanna-
strauminn til Skálholts og vekja menn til umhugsunar um
tengsl listarinnar og trúarinnar við þann veruleika sem
býr utan musterisveggjanna. Sama á reyndar við um at-
hyglisverða grein dr. Gunnars Kristjánssonar í sýningar-
skrá, þar sem fram koma guðfræðileg sjónarmið sem
nokkurt nýjabrum er að í íslenskri guðfræðiumræðu.
Sýningin Kristnitaka í Skálholti stendur til 14. október
1997.
Halldór Ásgeirsson: Bláminn.
Myndlist
r
Olafur Gíslason
Napur veraldarkuldi
Um 1770 bjó á Miklabæ í Skagafirði
prestur sem hét Oddur Gíslason.
Hann var ókvæntur en hafði hjá sér
ráðskonu sem hét Solveig. Hún þjón-
aði honum bæði til borðs og sængur
og gerði sér vonir um að verða ein-
hvem daginn lögleg eiginkona hans.
En þegar prestur gekk að eiga aðra
konu gekk Solveig út og skar sig á
háls. Sagan segir að áður en hún gaf
upp öndina hafi hún sent boð eftir
Oddi og beðið hann um að fá að vera
grafin í vigðri mold en sjálfsmorðingj-
ar voru á þessum tíma grafhir á víða-
vangi eins og sakamenn. Að þessu
gekk Oddur ekki en skömmu síðar
dreymdi hann að Solveig kæmi og hót-
aði honum sömu örlögum. Eftir þetta
var sagt að Solveig gengi aftur og þeg-
ar séra Oddur hvarf mörgum árum
síðar töldu menn að Solveig hefði
dregið hann niður í dysina til sín. Lík
hans fannst aldrei.
Úr þessari döpru og drungalegu frá-
sögn hefur Bjöm Th. Bjömsson nú
spunnið eldheita og húgljúfa sögu um
ástir þeirra Odds og Solveigar, sögu
sem ber heitið Solka en svo er Solveig
kölluð í bók Björns. Yfir sögu Bjöms
ríkir snöggtum meiri ljómi en hinum
kuldalegu munnmælum. Munnmælin
byggjast á misnotkun og svikum en saga Bjöms reynir að
réttlæta gjörðir Odds og tekst þokkalega að fá lesandann til
að trúa því um tíma að Oddur hafi gert það eina rétta, hafi
ekki átt annarra kosta völ. En um leið er „tilfmningastríð"
Odds veikasti hlekkur bókarinnar. Þegar hann tekur erfið-
ustu ákvaröanir lífs síns er hugarástandið of yfirborðs-
kennt til að vekja samúð og tiltrú lesandans. Hann lofar
Solku öllu fógru en þegar á hólminn er komið guggnar
hann og gefst upp án nokkurrar sýnilegrar baráttu. Þegar
líða tekur á söguna á lesandinn æ erfiðara með að trúa orð-
um Odds um ævarandi ást, flnnst hann vera óttalegur ving-
ull og gott ef ekki svikari. Kannski er ekki hægt að segja
söguna af Miklabæjar-Solveigu og séra
Oddi á annan hátt. Kannski er sagan um
svikult eðli séra Odds of rótgróin í huga
manna til að hægt sé að umbylta henni í
sögu af rómantískum ofurhuga og það jafn-
vel þótt menn taki sér til þess fullt skálda-
leyfi eins og Bjöm gerir. Og líklegast var
það heldur aldrei ætlun Bjöms. Þó ég
sakni vissra sviptinga í huga Odds þegar
heimurinn býr sig undir að ræna hann
stóru ástinni sinni er ákvarðanataka hans
að sjálfsögðu skiljanleg. Oddur er einungis
breyskur maðm1 sem fómar ástinni á altari
eigingimi og þæginda. Og það kemur heim
og saman við raunveruleika þessa tíma
þegar „miklir" meim gátu ekki gifst ætt-
lausum alþýðukonum án þess að eiga á
hættu að missa bæði æru og völd. En
breyskleiki mannanna er einmitt mikill í
Solku og þótt persóna Odds sé máluð helst
til veikum litum vinna aukapersónur bók-
arinnar það upp af fullum þunga. Þær era
yndislega ófuflkomnar, ýmist drykkfelldar
eða kjaftforar, jafhvel hvort tveggja í senn!
Ekki má gleyma stúlkunni Guölaugu sem
fylgir þeim Oddi og Solku frá upphafi til
enda. Hún er ein best gerða persóna bókar-
innar, lífleg, skörp og orðhvöt,'með ráð
undir rifi hverju. Þegar hún tekur til máls
gustar um sviðið og samskipti hennar við
aðrar aukapersónur nálgast farsa á köfl-
um, eru drepfyndin og iða af lífi. Solka sjálf er i anda frá-
sagnarinnar, draumkennd, allt að því goðumlík vera sem
hvorki er hægt að nálgast né flýja og þannig meira i takt
við rómantískar frásagnir en gungan Oddur.
Þegar á heildina er litið er Solka grípandi, litrík og
skemmtileg saga, sköpuð úr efni sem, eins og Björn segir
sjálfur, hefur alla tíð verið undir „huliðshjálmi þjóðtrúar
og rammrar draugasögu" (6). Undir þá hulu er glettilega
gaman að gægjast.
Solka
Björn Th. Björnsson
Mál og menning 1997
Björn Th. Björnsson hefur spunniö
eldheita og hugljúfa sögu um ástir
þeirra Odds Gíslasonar og Mikla-
bæjar-Solveigu í nýútkominni bók
sinni, „Solku“.
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
Norskir og j
íslenskir <
kirkju-
munir
(slensku miöaldadómkirkjurnar
voru stærstu stafkirkjur sem
sögur fara af. Ukaniö á myndinni
á aö hafa veriö um 50 metra langt
eftir endilöngu f raunstærö.
I Á þjóöhátíðardegi Norð-
| manna 17. maí, síðastliðinn
j opnaði á Þjóöminjasafninu í
Reykjavík sýning á norskum
og íslenskum kirkjumunum
undir yfirskriftinni: Kirkja
í og kirkjumunir, miðalda-
kirkjan í Noregi og á íslandi,
samstæður og andstæður. í
grein Erlu B. Hohler, Kirkju-
list í Noregi og á íslandi, úr
| sýningarritinu segir
m.a.:„Sýnmg þessi fjallar um
| samband íslands og Noregs á
miðöldum. Lönd þessi til-
| heyrðu á þeim tíma líkum
| menningarheimi og þau eiga
sér að talsverðu leyti sameig-
J inlega fortíð. Fjölmargar
skriflegar heimildir era til
um sögusviðið. Sumum kann
j að þykja þær of fjarlægar og
fræðilegar. Áþreifanlegir
j gripir geta veitt þeim beinni
tengsl við veruleikann. Skrif-
| legar heimildir öðlast einnig
aukið líf þegar við höfum
hlutina fyrir augum.
Tengsl Noregs og íslands
| eru mörg og augljós þegar um
er að ræða kirkjur og kirkju-
list. Kirkjubúnaður í löndun-
| um er oft náskyldur; i sumum
tilvikum svo aö segja ná-
kvæmlega eins. Þess vegna er
| kirkjubúnaður góður inn-
gangur að rannsókn á menn-
ingartengslum." Og þannig er
sýningin. Full að skemmtileg-
um áþreifanlegum munum
j sem jafnt ungir sem aldnir
hafa gaman af að virða fyrir
sér. Á annarri hæð safhsins
er líkan af lítilli miðalda-
kirkju í fullri stærð. Sams-
konar kirkju er einnig að sjá
á Valþjófstaðarhurðinni sem
varðveitt er á safninu. Viö
kirkjusmíöina era engir nagl- |
ar notaðir, aðeins timbur og ■
torf.
Ari Jóhannesson torfmeist-
ari og Gunnar Bjarnason
byggðu en Hjörleifur Stefáns-
son arkitekt hannaöi. Þegar
sýningunni lýkur í október
nk. á aö flytja hana til Noregs
nema kirkjuna. Hún verður
endurreist við Þjóðveldisbæ-
inn i Þjórsárdal.
Byggingarlíkön af miðalda- L
kirkjum eru einnig áberandi
og perla sýningarinnar er í
huga margra eflaust tilgátu-
líkanið af íslensku miðalda-
dómkirkjunni sem var sér-
staklega unnið fyrir þessa
sýningu. íslensku miðalda-
-'ómkirkjumar vora stærstu
stafkirkjur sem sögur fara af
og líkanið sem sést á með-
fylgjandi mynd á að hafa ver- >
ið um 50 metar langt eftir
endilöngu í raunstærð. )
Sýningin er opin daglega
kl. 11-17, lokað mánudaga.
Glæsilegt rit, Kirkja og
Kirkjuskrúð, er sem sýning-
arskrá og gefið út á íslensku,
norsku og ensku.
Aðstandendur sýningar-
innar hlutu styrk úr norsk-ís-
lenska menningarsjóðnum
sem Norðmenn stofnuðu í til-
efhi af 50 ára afmæli íslenska
lýðveldisins. |