Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Page 14
14 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997 Frjálst, óháð dagblað Cltgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjárnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hættulegur öskuhaugur Vond tíðindi bárust um helgina frá næstu nágrönnum okkar, Grænlendingum. Grænlenska landsstjórnin hefur lýst sig reiðubúna að ræða við Bandaríkjamenn og Rússa um að geyma aflögð kjamorkuvopn í Thule-stöð- inni, norðarlega í Grænlandi. Formaður landsstjórnar- innar, Lars Emil Johansen, lýsti þessu yfir í viðtali við danska blaðið Jótlandspóstinn. Hann tók það fram að stórveldin tvö ættu að snúa sér beint til grænlensku landsstjórnarinnar vegna málsins. Danir hafa séð um utanríkismál Grænlendinga. Með tilkynningu sinni tekur formaður landsstj órnarinnar fram fyrir hendur Niels Helveg Petersen, utanríkisráð- herra Dana. Fram höfðu komið hugmyndir bandarísku ráðgjafarstofnunarinnar Rand um kjarnorkuvopna- geymslur í Grænlandi. Stórveldin eru í miklum vanda vegna aflagðra kjamavopna í framhaldi af afvopnunar- samningum. Danski utanríkisráðherrann hefur áður lýst andstöðu við þessar hugmyndir. Þessi bandaríska stofnun benti raunar einnig á ísland sem ákjósanlegan geymslustað fyrir kjarnorkuvopn stór- veldanna. Þá hugmynd þarf væntanlega ekki að ræða frekar. Þessi ófögnuður á ekki heima á íslenskri grund. Haft hefur verið eftir talsmanni Rand-stofnunarinnar að hann fagni frumkvæði Grænlendinga. í fréttum hefur það komið fram að Grænlendingum standi til boða tug- ir milljarða króna fyrir það að leggja land undir aflögðu kjamavopnin. Thule-stöðin var áður lendingarstaður bandarískra flugvéla sem fluttu kjarnavopn. Ein slík fórst þar árið 1968. Mikil geislun varð í kjölfar slyssins. Enn er deilt um bætur vegna þess skaða sem þá varð. Einmitt vegna þessa kemur frumkvæði formanns grænlensku landsstjórnarinnar á óvart. Telja hefði mátt að Grænlendingar væm brenndir af kjarnorkuslysinu fyrir tæpum 30 árum. Heiminum öllum stendur ógn af kjamorkuvopnabúr- um stórveldanna. Vandi er að koma þeim í lóg. Það er þó hlutverk þeirra sem smíðuðu ógnarvopnin að sjá til þess. Rússland og Bandaríkin em víðlend og þau verða að geyma hin aflögðu vopn innan sinna landamæra. Norðlæg svæði eru viðkvæm, hvort sem þar er átt við ísland eða Grænland. Að gera þau að kjarnorkuösku- haug heimsins er fráleitt. Standa verður fast gegn slík- um hugmyndum. íslenskum stjórnvöldum ber að mót- mæla þeim einarðlega og taka upp beinar viðræður við Grænlendinga og Dani þar um. Þetta hlýtur að vera for- gangsverkefni umhverfisráðuneytisins. íslendingar byggja sinn efnahag á fiskveiðum á mið- um umhverfis landið. Það þarf ekki annað en orðróm um geislamengun í norðurhöfum til þess að skaða það lifibrauð okkar varanlega. Haft hefur verið eftir Lars Emil Johansen, formanni grænlensku landstjórnarinnar, að með tilboðinu vilji Grænlendingar stuðla að friði í heiminum. Landið hafi haft mikla hernaðarlega þýðingu meðan á vopnaupp- byggingu stórveldanna stóð. Sú þýðing sé ekki minni núna. Hann býður því upp á geymslu stórhættulegra geislavirkra vopna. Hann tekur það fram að hann vilji ekki að land sitt verði ruslahaugur fyrir kjarnavopn. Það er hins vegar einmitt það sem hann er að bjóða upp á. Fjármunirnir sem í boði eru virðast freista. Það yrði dapurlegt fyrir okkar góðu granna næði þessi skamm- sýni fram að ganga. Hún yrði um leið hættuleg hags- munum okkar. Því ber að bregðast við strax. Jónas Haraldsson Öðrum en ríkinu er óheimilt að reka áfengisverslanir og mikil verslun með ýmsar vörutegundir, t.d. snyrtivörur, fer fram á vegum Fríhafnarinnar, alfarið í eigu ríkisins. Á ríkið að reka versl- anir og verksmiðjur? Er þróunin nógu hroö? Núverandi ríkisstjórn hefur unnið að ýmsum verkefnum á þessu sviði. Lokið hefur verið við sölu á eignarhluta ríkisins í SKÝRR hf., unnið hefur verið að undirbúningi þess að losa það úr áðurnefnd- um verksmiðjurekstri og jafnframt verktaka- rekstri með sölu á eign- arhluta þess í íslenskum aðalverktökum sf. og stefnt er að ákveðnum breytingum á fyrir- komulagi verslunar- reksturs í Leifsstöð. Pósti og síma hefur ver- „Ef ríkisstjórnin vill ná einhverj- um áþreifanlegum árangrí fyrír næstu kosningar verður hún að taka verulega til hendinni. Ella er hætt við að íslendingar sitji eftir í þeirri alþjóðlegu þróun sem á sér stað á þessu sviði Kjallarinn Birgir Ármannsson lögfræðingur Verslunar- ráðs íslands Nú fyrir nokkrum vikum leitaði rikið eftir tilboðum í eignarhlut sinn í Áburðarverksmiðjunni hf. Tilboðin sem bárust voru ekki nægilega há að mati ríkisins og varð því ekki af sölu að þessu sinni. Skiptar skoðanir hafa verið um ýmsa þætti þessa máls en mestu máli skiptir að ekki verði látið staðar numið og áfram verði leitað leiða til að koma ríkinu al- farið út úr rekstri verksmiöjunn- ar. Ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum Á undanfornum árum hefur þróunin verið sú, bæði hér á landi og erlendis, að opinberir aðilar hafa dregið sig út úr rekstri sem talið hefur verið að einkaaðilar gætu sinnt betur. Gamlar kreddur um að ríkið ætti að eiga fram- leiðslutækin í þjóðfélaginu hafa verið á hröðu undanhaldi og reynslan hefur sýnt að allur al- menrnu' atvinnurekstur er betur kominn hjá einkafyrirtækjum en í höndum stjómmála- og embættis- manna. Hér á landi hafa ákveðin skref verið stigin í þessa átt. Samt er staðan enn sú að ríkið er til dæm- is einkaeigandi hlutafjár í Áburð- arverksmiðjunni og Sementsverk- smiðjunni og stór hluthafi í nokkrum öðrum verksmiðjum. Það er jafnframt umsvifamikið í verslunarrekstri, enda er öðrum en ríkinu óheimilt að reka áfengis- verslanir og mikil verslun með ýmsar vörutegundir, t.d. snyrti- vörur og rafmagnsvörur, fer fram á vegum Fríhafnarinnar í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar sem er al- farið í eigu ríkisins. Þá er ekki síður ástæða til að benda á að ríkið og stofnanir í rík- iseigu hafa yfirgnæfandi hlutdeild á fjármálamarkaði. Loks er rétt að nefna að ríkiö er enn eini eigandi Pósts og síma hf. sem er ýmist einkaleyfishafi eða markaðsráð- andi aðili á flestum sviðum fjar- skipta og póstþjónustu í landinu. ið breytt í hlutafélag og sambæri- legar breytingar á rekstrarformi hafa verið ákveðnar hjá Lands- banka og Búnaðarbanka. Miklar breytingar eru í farvatninu varð- andi fjárfestingarlánasjóði ríkis- ins; stefnt er að sameiningu þeirra í hlutafélag og lögfest hefur verið heimild til sölu á allt að 49% hlutafjár til einkaaðila. Hér er vissulega um að ræða já- kvæða þróun, en hins vegar getur hún ekki talist hröð. Ummæli ráðamanna benda í mörgum til- vikum til þess að þeir telji breyt- ingar á rekstrarformi nægilegar og áð einkavæðing sé í sjáifu sér óþörf. Einnig eru skýr ákvæði í lögum um að ekki megi selja hlutafé í eigu ríkisins í Pósti og síma hf., Landsbankanum og Bún- aðarbankanum nema að fengnu sérstöku samþykki Alþingis. Slik laga- ákvæði benda ekki heldur til þess að vænta megi þess að einkavæðingu framangreindra fyrirtækja verði lokið á næstunni. Það er áhyggju- efhi, enda getur áframhaldandi eignaraðild ríkis- ins leitt til þess að samkeppnisstaða þessara fyrirtækja verði áfram önnur en samkeppnisfyr- irtækja í einka- eigu, auk þess sem hlutafjáreign ríkisins getur leitt til óeðlilegra og óhagkvæmra pólitískra af- skipta af starf- semi þeirra. Þá má loks benda á að breytingarn- ar á fjárfestingar- lánasjóðunum geta falið í sér hættu á því að inn á fjármálamarkaðinn komi nýr, öflugur rikisbanki, þannig að umsvif ríkisins á þessu sviði gætu jafnvel aukist. Eina svarið við því er að selja eignarhluta ríkisins í hinni nýju stofnun hratt, þannig að tryggt sé að ekki verði um öfúg- þróun að ræða. Kjörtímabil ríkisstjórnarinnar er nú rúmlega hálfhað. Á tímabil- inu hefur verið unnið að ýmsum einkavæðingarverkefnum en til- tölulega fáum þeirra hefur verið að fullu lokið. Ef ríkisstjórnin vill ná einhverjum áþreifanlegum ár- angri fyrir næstu kosningar verð- ur hún að taka verulega til hend- inni. Ella er hætt við að íslending- ar sitji eftir í þeirri alþjóðlegu þró- un sem á sér stað á þessu sviði. Birgir Ármannsson Skoðanir annarra Skólagjöld sem fjáröflun „Skólagjöld eru hluti af fjáröflun til fræðslumála í ýmsum velmegunarríkjum, bæði vestan hafs og austan. Ummæli skólameistara MA vekja upp spum- ingu um, hvort tímabært sé að huga að skólagjöldum hér á landi á háskólastigi. Sjálfsagt er að ræða þess- ar hugmyndir af fullri hreinskilni. Hins vegar er tæpast tilefni til að ræða skólagjöld á framhalds- skólastigi, að minnsta kosti á þessu stigi málsins." Úr forystugrein Mbl. 20. júní. Þverfaglegar rannsóknir „Á undanförnum tveimur áratugum hafa femínískar rannsóknir á ýmsum sviðum rutt sér æ meira til rúms. Slíkar rannsóknir einkennast af því að skoða mál frá sjónarhóli kvenna, taka til meðferð- ar mál sem snerta konur og að athuga hvernig sjón- armið kvenna verða útundan í opinberri umræðu. Af þessum sökum hafa femínískar rannsóknir í sí- auknum mæli brotist út fyrir viðjar einstakra fræði- greina og í raun orðið þverfaglegri með árunum. Um leið og sprungur myndast í múra sérsviðanna verða viðfangsefni rannsóknarstarfsins æ fjölbreyttari því ýmislegt sem áður var ekki talið þess vert að rann- saka er nú orðið viðurkennt og jafnvel talið mikils vert rannsóknarefni.“ Garðar Baldvinsson í 1. tbl. Tímarits Háskóla íslands Ódýrara á hótelunum „Ég er sammála því að verð á bjór og léttvíni sé of hátt, sem geti haft áhrif á komu ákveðins hóps gesta til landsins, t.d. þeirra sem koma í hvataferðir. En þetta er ekki veitingahúsum að kenna, heldur þeim sköttum sem ríkið leggmr á áfengi. í mörgum tUvik- um hafa veitingahús aðlagað sig að kröfum, þannig að bjór og léttvín eru ódýrari á hótelunum en pöbb- unum.“ Jónas Hvannberg í Degi-Tímanum 20. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.