Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Page 17
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997 17 3000 verður hægt að setja niður tíu mismunandi byggingasvæði svo einungis eitt dæmi sé tekið af handahófi. Hönnuðir leiksins lofa þó þvi að leikurinn verði ekki of flókinn. Eins og áður var getið kemur leikurinn fyrir PC tölvur í október. Eigendur Nintendo 64 tölva ættu að geta nálgast hann mánuði síðar. Reiknað er með að hann komi út fyrir Macintosh út snemma á næsta ári. Svo er bara að híða eftir öllum viðbótunum svo ekki sé minnst á SimCity 4000 en hann er einnig væntanlegur. JHÞ/Byggt á Gamezone Glæsileg grafík er í SimCity 3000. Hægt er að smella á íbúa borgarinn- ar sem verið er að skapa og spyrja þá um þau vandamál sem helst brenna á þeim. Nýr SimCity-leikur á leiðinni Tækifæri til að , gera betur en Árni eða Ingibjörg Þegar „borgarstjórahermirinn“ SimCity frá Maxis kom á markað- inn fyrir átta árum er óhætt að full- yrða að leikurinn hafi bylt leikja- heiminum. Leikurinn þykir frekar vanþróaður í dag enda grafíkin í tvívídd og einhæf. Það var þó hug- myndin bak við leikinn sjálfan sem gerði hann vinsælan, ótrúlega margir töldu sig geta leikið borgar- stjóra og tryggt íbúum „sýndarborg- ar“ meiri velferð en flestir stórborg- arbúar njóta. Kemur í október EYrir nokkrum árum kom SimCity 2000 út og þótt leikurinn sjálfur hefði ekki breyst mikið var búið að setja þrívíddargrafík í stað- inn fyrir gömlu tvívíddina. Mörgum aðdáendum gamla leiksins fannst þó eins og eitthvað vantaði. Þrátt fyrir það seldist SimCity 2000 eins og heitar lummur enda upprunalega hugmyndin ansi lífseig. Nú ætla þeir hjá Maxis að reyna að hrífa tölvuleikjakaupendur í þriðja sinn með nýjum SimCity-leik. Nýi leikurinn hefur hlotið hið frumlega nafn, SimCity 3000. Graf- íkin í honum lítur út fyrir að vera ansi mögnuð en ljóst er að ekki hef- ur verið hreyft mikið við grunnhug- myndinni að leiknum sjálfum. Steffen Bartschat, stjórnandi liðs- ins bak við SimCity 3000, segir að í raun sé hægt að skipta leiknum í tvennt. í fyrsta lagi sé hann spilað- ur „á götunni“, i öðru lagi sé hann spilaður i gegnum heildarmynd af allri borginni. Auðvelt er fyrir spilarann að ferð- ast eftir götum borgarinnar sem hann stjórnar. Þar ber fyrir augu gangandi vegfarendur, bíla (oft fasta í umferðarteppu) og flugvélar fljúga yfir. Hægt er að smella á borgarbúa með músinni og þá segja þeir frá þvi hvaða vandamál brenna helst á þeim. Umhverfið og fólkið er að sjálfsögðu ólíkt eftir því hvar spilarann ber niður í borg sinni. Ef hann ferðast um iðnaðar- hverfm sér hann mik- ið af mengun, vörubíl- um og verkamönnum. Fari hann um viðskiptahverfið ráða menn í jakkafótum með stresstöskur ríkj- um. Tryggt á að vera að engin bygg- ing eða íbúi líti eins út þannig að spilarar ættu að geta skemmt sér vel við að skoða borgina sem þeir hafa sjálfir skapað. Flóknari en áður Þó leiknum hafi ekki verið breytt mikið í grundvallaratriðum er ljóst að sá nýi er mun flóknari en hinir. í fyrri leikjunum var einungis hægt að setja niður byggingarsvæði fyrir verslun, íbúðir og iðnað. í SimCity Tímahjólið snýst Legend Entertainment mun gefa út þrívíddarskotleikinn The Wheel of Time á næsta ári en hann mun vera byggður á samnefndum bókaflokki eftir Robert Jordan. Aðal höfundur leiksins er Glen nokkur Dahlgren. Þráttfýrir að fyrirtækið hafi áttí ein- hverjum vand- ræðum með að tryggja sér dreif- ingaaö- ila að leiknum ríkir nokkur eftir- vænting meðal tölvuleikjafólks erlendis eft- ir því að hann komi út. Sagt er að líkja megi The Wheel of Time við Hexen 2 og mun glæsileg grafíkin sennilega krefjast MMX ör- gjörva. Hann mun fyrst og fremst byggja á hasar og látum en einnig munu spilarar þurfa að bregða sér í hlutverkaleik. Dungeon Keeper loksins að koma út Ævintýraleikurinn Dungeon Keeper frá Electronic Arts hefur verið í tvö árí þróun en nú hyllir loksins und- ir að hann verði gefinn út. Það er frekar erfitt að flokka leikinn, í hon- um mun vera að finna einkenni á mörgum leikjategundum. Umgjörð hans er þó ansi óhugnanleg. Hlut- verk þess sem spilar leikinn er að stjórna dýflissu sem er full af illa lyktandi kvikindum sem þarf að halda mettum og inni í dýflissunni. Ennfremur þarf aö berjast við utan- aðkomandi óvini sem vilja brjótast inn og stela fjársjóðum þeim sem þar eru. Dýflissan er á 30 hæðum og þar er að finna 22 mismunandi kvikindi, allt frá eldspúandi drekum til ófrýni- legra orka. Til að spila leikinn þarf Pentium 60 tölvu og 8 megabita innra minni. Meira blóð Framhaldið af hinum umdeilda leik, Quake, mun koma út von bráðar. Höfundar leiksins hjá idSoftware segja að skrimslin í leiknum verði „gáfaðri" og þrivíddargrafíkin verði fullkomnari. Activison mun dreifa leiknum en það fyrirtæki hefur þeg- ar séð um dreifingu auka- diska fyrir Quake. Allt í botni Nýr þrívíddarkappakst- ursleikur sem bera mun þeitið MagZone er vænt- anlegurt búðir í október. I leiknum verður hægt að velja um fimm mismun- andi bíla og veröur lögð áhersla á að gera keyrsluna sem raunverulegasta. Þó verður hægt að klekkja á andstæðingum meö meinleysislegum hrekkjabrögðum Nýr Tetrisleikur fyrir Nintendo 64 Þann 11. ágúst verður leikurinn Tetrisphere fyrir Nintendo 64 loks gefin út. Eigendur Nintendo 64 leikjatölva hafa beðið óþreyjufullir eftir þessari sérkennilegu útgáfu af rússneska leiknum Tetris sem Al- exei Pajitnov geröi þegar Amiga tölv- ur voru það langflottasta sem til var á tölvumarkaðinum og PC tölv- ur og Macintosh tölvur voru aðhlát- ursefni (vonandi er enginn sár). Tetrisphere kemur frá kanadíska fyrirtækinu H20 og gengur út á svip- aða hluti og forngripurinn Tetris. I þetta skipti þarf að koma fyrir alls- konar löguðum kössum fyrir í kúlu. Þó þetta hljómi kannski ekki spenn- andi fullyrða menn að leikurinn sé ansi skemmtilegur enda eru lagð- ar margar erfiðar þrautir fyrir þá sem leikinn spiia. Tveir spilarar geta keppt á móti hvor öðrum í leiknum. Internetið bjargar tyrkneskum dreng Þegar sjö ára drengur braut á sér mjöðmina með því einfaldlega að detta á leikvelli skólans og kom inn á sjúkrahús í Istanbúl skildu lækn- arnir hvorki upp né niður í því hvað hafði komið fyrir. Til þess að leysa málið ákváðu þeir að leggja málið fyrir starfsbræður sína í Bandaríkjunum. Þeir notuðu nýja tölvutækni til þess að skanna rönt- genmyndir af mjöðminni og sendu myndina í gegnum Intemetið til sérfræðings í Bandaríkjunum. Það tók þá ekki nema nokkrar mínútur að fmna það sem raunverulega am- aði að drengnum. Hann var með æxli sem var næstum því ómögulegt að fjarlægja í Tyrklandi. Tveimur dögum seinna var drengurinn kom- inn í meðferð í Massachussets í Bandaríkjunum. Ef hann hefði ekki notið nýrrar tækni hefði hann að öllum likindum þurft að sætta sig við fótlun og stöð- ugan sársauka það sem eftir lifði ævi hans. Þetta dæmi sýnir hversu ný tölvu- og nettækni nýtist vel íbú- um afskekktra svæða sem nú geta fengið auðveldan aðgang að hæfustu sérfræðingum heimsins. „Við erum auðvitað mjög spennt- ir yfir þessu, það er enginn annar sem er að gera svona hluti ennþá,“ sagði Dr. Giles W.L. Boland en hann er yfirmaður fjargreiningardeildar spítalans í Massachusetts þar sem tyrkneski drengurinn var lagður inn. Það sem er nýtt við þetta dæmi er hin einfalda og ódýra tölvutækni, sem er frá fyrirtæki sem heitir Autocytgroup Inc. Hún er afar ódýr enda notast hún við venjulegan vef- miðlara og gerir rándýran búnað sem bæði viðtakandi og sendandi þurfti að hafa óþarfan. -JHÞ/Byggt á CNN Galli í Netscape- vafranum lagaður Christian Orellana, starfsmaður CaboComm í Danmörku, uppgötvaði fy ir skömmu alvarlegan galla i vafranum Netscape Navigator. Gallinn lýí sér þannig að með því að hitta rétt á forritið var hægt að skoða hari diskinn hjá öðru fólki á vefnum. Þetta er mjög svipaður galli og Microsc þurfti að glíma við fyrr á þessu ári. Orellana tók sig til og hringdi í Netsca] til að tilkynna þeim þetta. Og ekki nóg með það, heldur krafðist hann þe að fyrirtækið greiddi honum þá upphæð sem hann nefndi fyrir að lýsa n kvæmlega gallanum. Netscape voru tregir til að fallast á það. Gallinn uppgötvaðist reyndar en forsvarsmenn Netscape sögðu að þet gæti aðeins gerst í mjög sérhæfðum tilfellum og krefðist þess að maður vis nokkuð nákvæmlega hvað væri á viðkomandi harða diski. Engu að síði kom þessi tilkynning á mjög slæmum tima fyrir Netscape, eða rétt eftir ; þeir komu með nýjustu útgáfu vafra síns, Netscape Communicator 4.0. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þó engar áhyggjur af því að þessar fré ir hafi neikvæð áhrif á sölu Netscape. Þeir sögðu líka að verið sé að kon þessum galla í lag og að lagfæring verði líklega komin á síðuna í dag. -HI/AE Sólar- & öryggisfilma, glær og lituð, stórminnkar sólarhitann, ver nær alla upplitun. Gerir gleríð 300% sterkara, brunavamarstuðull. Setjum á bæði hús og bíla. Skemmtilegt hf. Sfmi 567 4727 J Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjómista fyrir brúðkaupið SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 *Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina - JM-Anr ussssssss... JUN-AIR - þessar hljóðlátu! ISKÚIAS0H 6JÚHSS0H lSKÚTUVOGI 12H • SÍMI 568-6544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.