Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997 3 Fréttir Hundaeigendur í borginni óánægðir: Hundahald of - gert upp á milli dýraeigenda Undanfama daga hefur nokkuð borið á að hundaeigendur hafi lýst jrfir óánægju með þau gjöld sem lögð eru á þá sem halda hunda í Reykjavík. Til að mynda birtist harðort hréf til borgarstjóra á les- endasíðu DV þann 8. júlí sl. þar sem Olgeir Gestsson segir hundaeigend- ur þurfa að þola sérstakar skatt- byrðar fram yfir aðra dýraeigendur á við katta- eða hestaeigendur. Varpcir hann þar fram þeirri spum- ingu í hvað gjöldin fari og skorar á yfirvöld að fella niður þennan „skatt“ eða láta aðra gæludýraeig- endur borga hið sama. Bæöi skráningar- og eftir- litsgjald DV hafði samband við Krist- björgu Stephensen, skrifstofustjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, og spurði hana um hve háar fjár- hæðir væri að ræða og hvemig þeim væri varið. „Skráningargjald- ið í fyrsta skipti er 8.400 kr. en sé hundurinn skráður of seint þannig að starfsmenn okkar þurfi að ganga á eftir því hækkar gjaldið upp í 12.600 kr. Síðan er greitt eftirlits- gjald, 7.400 kr. á ári og hefst sú gjaldataka árið eftir skráninguna." Kristbjörg segir að sæki hunda- eigandi námskeið með hundi sínum í einum af þremur hlýðnisskólum sem eftirlitið samþykki sé hægt að fara fram á lækkun á gjaldinu og geti sú lækkun numið allt að helm- ingi eftirlitsgjalds. Hún segir að í dag séu rúmlega 1100 hundar skráð- ir og má því telja ljóst að hér er um töluverða upphæð að ræða en áætl- uð velta hundaeftirlitisins er 9,8 milljónir í ár. Starfsmenn stóru kostnaðar- liðirnir En er þetta ekki bara hrein skatt- lagning? „Nei. Þetta gjald má aldrei fara fram yfir rekstrarkostnað. Við verðum að skila á núlli og ef við áætlum tekjurnar of lágar þannig að þær verði of háar þá verðum við að skila áætlun fyrir næsta ár í mín- us.“ Að sögn Kristbjargar fara gjöld- in í rekstur hundaeftirlitsins, stóru Enn gustar um tryggingayfirlækni: Sakaður um að mis- nota aðstöðu sína Félagsskapurinn Lífsvog hefur að undanförnu auglýst eftir fólki sem hefur reynslu af því að lækn- ar Tryggingastofnunar ríkisins misnoti aðstöðu sína við stofnun- ina.Sagt er að þeir framkvæmi þar örorkumat fyrir tryggingafé- lögin þótt aðstaðan sé bara fyrir Try ggingastofnun. Læknir sem DV hefur rætt við, en biður um nafnleynd, staðfestir að fullyrðingar fólks í Lífsvog um misnotun á aðstöðu séu réttar. Hann segir að sjúklingar mæti til skoðunar í Tryggingastofnun ríkisins. Þar séu öll gögn og lækn- isvottorð og öll afgreiðsla og vél- ritun sé unnin af starfsmönnum Tryggingastofnunar í ókeypis að- stöðu hjá ríkinu. Það er nákvæm- lega þetta sem konur í samtökun- um Lífsvog kalla spillingu, segir þessi læknir. Ekki almennt „Það er almennt ekki stundað að læknar Tryggingastofnunar framkvæmi einkaörorkumat inn- an stofnunarinnar. Ef svo er tel ég að um sé að ræða hreina und- antekningu. Hins vegar koma upp mál sem heyra bæði undir Trygg- ingastofnun og tryggingafélögin. Það er þegar sami einstaklingur á rétt á bótum bæði frá Trygginga- stofnun ríkisins og tryggingafé- lagi. Þá er stundum beðið um mat hjá lækni á Tryggingastofnun. Það er auðvitað visst vandamál. Auðvitað er möguleiki á að skera þarna alveg á milli. Það myndi hins vegar þýða að viðkomandi tjónþoli yrði að fara til tveggja lækna: Annar myndi þá bara meta fyrir Tryggingastofnun en hinn fyrir viðkomandi trygginga- félag. Þetta hefði í för með sér óþægindi fyrir sjúklinginn og einnig skapa misræmi i mati. Tryggingastofnun fær mat frá tryggingalækni og ef tjónþolinn biður um mat fyrir tryggingafélag þá vinnur læknirinn það áfram á sinni einkastofu úti í bæ,“ segir Sigurður Thorlacius yfirtrygg- ingalæknir í samtali við DV. Læknirinn sem DV ræddi við sagði að hlutverk tryggingayfir- læknis og hans manna sé að meta örorku til lífeyris og örorkubóta, fólkinu að kostnaðarlausu, í sam- ræmi við almannatryggingalög. Jafnframt þessu lögbundna hlutverki sínu hafi trygginga- læknar tekið að sér í aukavinnu að meta slysaörorku fólks fyrir tryggingafélög og lífeyrissjóði. Þetta hefur fært læknunum gríð- arlegar tekjur og ýmsir þeirra skotið þeim undan skatti í mjög miklum mæli, sbr. mál Bjöms Önundarsonar, Stefáns Bogason- ar og Júlíusar Valssonar, sem all- ir hrökkluðust úr starfi vegna skattsvika. Allt urðu þetta dóms- mál. Hann segir að Sigurður Thor- lacius yfirtryggingalæknir sé tekjuhæsti læknir landsins með 1,2 milljónir króna á mánuði. Því hafi Sigurður stofnað einkahluta- félagið Örorkumat ehf. og sé laun- þegi hjá þessu einkafyrirtæki sinu til að lækka skattana. Hins vegar sé enginn viðtalstími aug- lýstur í símaskrá hjá fyrirtækinu og skráðum síma aldrei svarað. -S.dór/SÁ kostnaðarliðimir séu tveir hunda- eftirlitsmenn og einn ritari sem annast skráningu og bréfaskriftir fyrir eftirlitið. En hvað gera þessir tveir eftirlitsmenn? „Þeir eltast við lausa hunda, sinna kvörtunum vegna óþrifs og ónæðis, fylgjast með að hundar séu ekki á þeim svæðum þar sem þeim sé bannað að vera auk þess sem þeir leita uppi óskráða hunda.“ Töluvert um óskráða hunda Gjaldið var kært fyrir nokkrum árum síðan og voru þá teknir út nokkrir liðir sem umboðsmaður Al- þingis taldi ekki eðlilegt að talið væri sem hluti af þjónustunni. „Við þetta lækkaði gjaldið mikið og í dag eram viö að tala um hreint þjón- ustugjald,“ segir Kristbjörg. „Ann- ars höfum við á tilfinningunni að annað eins sé af óskráðum hundum í borginni þannig að gjaldið mundi lækka á hvem einstakling ef allir borguðu." Kristbjörg segir málefnið vera umdeilt og menn séu ýmist sterk- lega með gjaldinu eða sterklega á móti. „Þetta er eitt af þessum mál- um sem menn hafa óteljandi skoðun " “ -ggá Nú er lag - þú getur eignast vandaða vöru á sjóðheitu sumartilboði, ef þú grípur tækifærið strax ! Fyrstir koma - fyrstir fá... Sonlc 5554 er2r Nicam Stereo-sjónvarp meö Black Matrix-flatskjá, textavarpi, 2 hátölurum, Scart-tengi, aögeröastýringum á skjá, sjálfvirkri stöðvaleit, fjarstýringu o.m.fl. Sonlc 5154 er 20" sjónvarp meö Black Matrix-flatskjá, textavarpi, Scart-tengi aögeröastýringum á skjá, sjálfv. stöðvaleit, fjarstýringu, hátölurum bábum megin o.m.fl. Sonlc 3745 er 14" sjónvarp meö Black Matrix-skjá, ísl. textavarpi, Scart-tengi aögeröastýringum á skjá, innbyggbu loftneti o.m.fl. ■RILL FYLCIR !m Saba M-8505 nlc er 33" Nicam Stereo-sjónvarp meö FST-Black Matrix-flatskjá, textavarpi, 2 hátölurum, 2 Scart-tengjum, aögeröastýringum á skjá, sjálf-virkri stöbvaleit, tengi fyrir heymartól, fjarstýringu o.m.fl. Crill fylglr á meban blrgblr endast I SUMARTIÍBO-Í: > / mm/ Saba T-7065 SH er28" Nicam Stereo-sjónvarp meb DFS-Black Matrix-flatskjá, textavarpi, 2 hátölurum, 2 Scart-tengjum, aögerbastýringum á skjá, sjálfvirkri stöbvaleit, fjarstýringu o.m.fl. Crill fylglr á meban blrgblr endast I $ U M A RT i( B 04: / -48,509 Saba VR-7C21 er vandab framhlaöiö 3 hausa HQ-myndbandstæki meö sjálfvirkri sporun, hægmynd og kyrrmynd, hraöspólun meb mynd, Show View-upptökustillingu, sjálfvirkri upptökustillingu, rauntímateljara, 2 Scart-tengjum o.m.fl. $ U M A RTli B 04: S U M A RT I í B 0Í : SUMARTIlBOv: / # nikkelmálmblandaöri rafhlööu sem fullhlaðin dugar í 5 tíma viö tal eba 50 tíma í biö og dregur allt ab 400 metrum. Hann er meö skammnúmeravali o.m.fl. Barbecook grillstrompurinn er frábært kolagrill sem tekur aðeins 15 mín. aö verða tilbúiö og öskunni er síðan sturtað í botninn. QuickStart uppkveikja. Samsung VP-U10 er sjónvarpsmyndavél fyrir 8mm spólur og er með 8x aödrætti, aöeins 2 lux, fjórum mismunandi forstillingum á upptöku, þremur mismunandi myndáhrifum (Art Effect), dags/tíma, Edit-innsetningu og fjölmörgu fleira. Saba VR-7041 er vandaö framhlaöiö 5 hausa HQ-myndbandstæki meö LongPlay, sjálfvirkri sporun, góöri hægmynd og kyrrmynd, hrabspólun meb mynd, Show View- upptökustillinqu, sjálfvirkri upptökustillingu, rauntímateljara, 2 Scart-tengjum o.m.fl. PsUMARTlÍBOÍ: S SUMARTIIB0O: / > Saba VR-7081 er vandab framhlaöiö 6 hausa HQ Nicam Stereo-myndbandstæki meö Long Play, sjálfvirkri sporun, NTSC-afspilun góbri hægmynd og skarpri kyrrmynd, hrabspólun meb mynd, Show View-upptökustillingu, sjálfvirkri upptökustillingu, rauntímateljara, 2 Scart-tengjum o.m.fl. Grill fylglr á meban blrgbir endast I Grensásvegi 1 1 Sími: 5 ÖÖ6 ÖÖ6 Samsung RCD-940 er feröatæki meö geislaspilara, kassettutæki og útvarpi. Mjög góöur hljómur og ótrúlegt verö I Samsung SP-R919S er þráb- laus sími meb umhverfisvænni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.