Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997
Fréttir_____________________:_x>v |
Bleikargróf er gleymd1
„Ástandið hér er ómögulegt, allt
rafmagn er í loftinu og gatan hefur
ekki verið malbikuð og rykið er úti
um allt. Ég veit ekki hvort það er
ástæðan en mig grunar að gatan sé
hálfgert bitbein milli bæjarfélag-
anna,“ segir ibúi við Bleikargróf
en gatan tilheyrir Kópavogsbæ að
hluta og Reykjavíkurborg að hluta.
„Gatan virðist verða algjörlega
út undan í öllum framkvæmdum
og ég er virkilega óánægð með það.
Það er rólegt og gott að vera héma
en það er löngu kominn tími til að
bæjarfélögin talist við og ákveði
hvað gera skuli í málunum. Við
borgum okkar skatta og skyldur
eins og aðrir.“
Hjá bæjarverkfræðingi í Kópa-
vogi fékkst staðfesting á því að
gatan tilheyrði bæjarfélögunum til
um það bil helminga og ætti því
hvort bæjarfélag að sinna sinni
lögsögu. Málið hefði aftur á móti
ekki komið inn á borð embættis-
ins en þegar þar að kæmi yrði
rætt við aðila hjá Reykjavíkur-
borg.
Erfiðlega gekk aftur á móti að fá
svör frá gatnagerðaryfirvöldum í
Reykjavík sökum þess hve margir
eru í sumarleyfi þessa dagana.
- helmingur hennar í Reykjavík og helmingur í Kópavogi
Bleikargróf er aö hluta til I Kópavogi og aö hluta til í Reykjavfk en viröist þó
veröa út undan hjá báöum bæjarfélögunum. T.d. hefur gatan ekki veriö mal-
bikuö eins og sjá má á þessari mynd og gamlir sfmastaurar eru notaöir sem
Ijósastaurar. Segja má aö gatan líti út eins og algengt var f Reykjavík í
kringum áriö 1960. DV-myndJAK
Eins og í sveit
„Þetta er mjög fallegt svæði og
falleg gömul hús en það er allt ófrá-
gengið. Það er malarvegur og eng-
ir göngustígar. Það er eins og að
vera í sveitinni þó gatan sé inni í
miðri borg,“ segir Halldóra Jónas-
dóttir sem hefur gert kauptilboð í
hús við götuna.
„Þetta er frekar skrýtið kerfi
þama. Húsið sem við erum að
festa okkur er í Reykjavík en hús-
in hinum megin við götuna til-
heyra Kópavogi. Það er malbikaö
allt í kringum okkur en gatan er
það ekki. Á Breiðholtsbrautinni er
hljóðmúr sem virðist hreinlega
stoppa þegar kemur að Bleikar-
gróf. Hljóðmúrinn byrgir því ekki
fyrir hávaða við götuna. Við ætl-
um að kanna málið betur því það
er ljóst að það þarf að ganga mim
betur frá öllu við þessa götu,“ seg-
ir Halldóra. -ggá/RR
I
I
\
I
I
I
Flugmálastjórn um Qarvistir flugumferðarstjóranna:
Stuttar fréttir
varoao brottrekstri
- ólíklegt að allir veikist í einu
Flugumferöarstjórar geta átt von á áminningu eöa jafnvel brottrekstri vegna þess aö þeir mættu ekki til starfa á
laugardagsmorgun.
Getur
„Ef í ijós kgmur að um vítavert gá-
leysi eða sinnuleysi hafi verið að
ræða, eða í versta falli viljaverk, sem
við vonum aö ekki hafi veriö, þá er
þetta mjög alvarlegt mál. Þá verða eft-
irmálin eins og kveður á í lögum um
réttindi og skyldur opinberra starfs-
manna, þ.e. áminningar eða eitthvað
þar af harðara, jafhvel brottrekstur."
Þetta sagði Ásgeir Pálsson, fram-
kvæmdastjóri flugmálasfjómar, vegna
hópveikinda flugumferðarstjóra sl.
laugardagsmorgun. Þá mættu funm
flugumferðarstjórar ekki á vakt sína í
Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri
flugmálastjórnar.
„Það hefur enginn frá Flugmála-
stjóm haft samband við Félag ís-
lenskra flugumferðarstjóra né ein-
staka flugumferðarstjóra svo aö ég
viti. Mér finnst þetta óttalega barna-
legar hótanir sem maður er að
heyra, en við munum auðvitað
verja okkar félagsmenn, ef ástæða
veröur til,“ sagði Loftur Jóhanns-
son, varaformaður Félags íslenskra
flugumferðarstjóra.
„Það kom þama upp ákveðið
vandamál sem brugðist var við á
þann eina hátt sem hægt var, bæði
flugstjómarmiöstöðinni vegna veik-
inda. Til viðbótar boðuðu tveir flug-
umferðarstjórar, sem áttu að hefja
vakt í flugtumi kl. átta, veikindi.
Þá var gripið til þess ráðs að
hringja í alla þá flugumferðarstjóra
sem vom á frívakt til þess að freista
þess að manna vaktina. En svo brá við
að þeir sögðust ýmist vera „ólöglegir"
eða veikir.
af þeim sem voru á vakt og af
stjórnanda vaktar. Veikindi flugum-
ferðarstjóra eru líklega í 90 pró-
senta tilvika tilkynnt milli sex og
sjö á morgnana, þannig að þetta er
ekkert nýtt. Hins vegar er það trún-
aðarmál milli læknis og sjúklings
hvað þeim fer á milli, og jafhvel þótt
trúnaðarlæknir segi vinnuveitanda
eitthvað þá er það líka trúnaðarmál.
En það komu í fjölmiðlum undarleg-
ar yfirlýsingar varðandi þetta at-
riði.
Þetta vora ekki aðgerðir á vegum
Fjárhagslegt tjón
Flugumferðarstjórarnir boðuðu
veikindi með mislöngum fyrirvara.
Einn þeirra boðaði t.d. forföll hálf-
tíma áður en hann átti að mæta á
vaktina. Bakvaktarmaður lét ekki
vita, en þegar hringt var í hann
kvaðst hann vera veikur.
Yfirmenn flugmálasfjómar unnu
að því í allan gærdag að kanna
félagsins og það er engin ástæða til
að ætla að einstakir flugumferðar-
stjórar hafi tekið sig saman um að
mæta ekki,“ sagði Þorleifur Bjöms-
son, formaður Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra við DV.
Þorleifur benti á að kjaravið-
ræðufundur hefði veriö haldinn
með samninganefnd ríkisins sl.
fóstudag og þar hefði verið ákveðið
að hittast aftur 24. júlí. Það væri í
hæsta máta óábyrgt í þeirri stöðu ef
félagið færi að hvetja til einhverra
aðgerða til að þrýsta á. -JSS
málið og þeirri vinnu verður hald-
ið áfram í dag.
„Við fórum í gegnum aflt ferlið
og komumst að því hvernig þetta
ástand gat orðið á þennan hátt,“
sagði Ásgeir. „Við ákveðum fram-
haldið í ljósi þeirra upplýsinga sem
þá liggja fyrir. Það fer þá vonandi
að skýrast hvort þetta geti hafa átt
einhverjar eðlilegar skýringar, sem
ég tel mjög ólíklegt, því það að nær
allir staifsmenn veikist á sama sól-
arhringnum er mjög furðulegt
ástand og ekki mikil líkindi á
slíku.“
Ásgeir sagði það Ijóst að töluvert
fjárhagslegt tjón hefði orðið vegna
þessa, bæði fýrir innlend og erlend
flugfélög. Vitað væri um þó nokkuð
mörg flugfélög sem hefðu sneitt hjá
íslenska flugstjórnarsvæðinu og
þurft þá að fljúga lengri leiðir og
endurvinna þar með flugáætlanir.
„Þegar hugað er að því að kostn-
aður við mínútu á flugi getur verið
7-14.000 krónur, þá er það fljótt að
koma. En sem betur fer var flug-
umferð þennan dag fremur lítil.
Auk þess er þetta viss álits-
hnekkir fyrir þjónustuna hér á
landi, en það er ekkert sjálfgefiö
mál að þjónusta af þessu tagi sé
starfrækt hér.“ -JSS
Refur í fjárhúsi
Skagfirskir refabanar felldu
um helgina fimm refa fjöl-
skyldu sem búið hafði um sig í 1
fjárhúsi skammt frá Egilsá í
Skagafirði. Morgunblaðið sagði
frá.
Rás 2 skelfur
Alþýðublaðið segir að margir
dagskrárgerðarmenn á rás 2
hætti störfúm vegna fyrirhug-
aðra breytinga hjá RÚV. Þeir
óttast, að sögn blaðsins, þaö aö
sjálfstæði rásarinnar verði
skert.
Kaffihúsakjaftæði
Alþýöublaðið segir aö órói sé
í Sjálfstæðisflokknum á ísafiröi
yfir meirihlutasamstarfi í bæj-
arstjóm ísafjaröar. Hana skipa
fimm sjálfstæðismenn og einn
krati. Oddviti sjálfstæðismanna
segir titringinn kaffihúsa- |
kjaftæði ættað frá einum
manni.
Leitað að gulli
Gullfélagið Melmi hf. heldur
áfram að leita að gulli á 10 stöð-
um á landinu í sumar að sögn
Morgunblaösins. Lagðar verða í
leitina á annað hundrað millj-
ónir króna í sumar, allt erlent
áhættufé.
Ný ökuskírteinl |
Ný ökuskírteini verða tekin
upp hér á landi 15. ágúst sam-
kvæmt EES-samningunum.
Handhafar þeirra munu ekki
lenda í vandræðum vegna fram-
andlegra ökuskírteina í Evr-
ópu. Gömlu skírteinin verða
áfram í gildi hér á landi. Morg-
unblaðið segir frá.
Ný vegabréf
Ný vegabréf veröa tekin upp
á íslandi á næsta ári. Mjög erf-
itt á að verða að falsa þau nýju,
en einhver brögð hafa veriö að
því að hin eldri hafi verið '
fólsuð. Morgunblaðiö segir frá.
11 námsráðgjafar
11 námsráðgjafar hafa verið
ráðnir til Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur. Þar með eiga allir
nemendur í grunnskólum
Reykjavíkur að hafa aðgang að
námsráðgjafa. Námsráögjafarn-
ir eru allir ráðnir í hálft starf
og hver þeirra starfar í einum
skóla. -SÁ
Félag íslenskra flugumferöarstjóra:
Barnalegar hótanir
- segir varaformaöurinn