Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997 Ungir leikarar Fyrir rúmri viku lauk hópur hressra krakka á aldrinum 9-12 ára þriggja vikna leikhúsnámskeiði. Barna- og ung- lingaleikhúsiö Möguleikhúsið efndi til þess í samvinnu viö íþrótta- og tóm- stundaráö Reykjavíkur. Að námskeiöi loknu sýndu ungu leikararnir afrakstur þess meö tveimur leiksýningum. Afþví til- efni tók Tilveran nokkra þeirra tali. Bryndts Óöinsdóttir leikari: Langar að verða leikari Mig langar aö verða leik- ari - helst í leikhúsi," segir Bryndís Óöins- dóttir sem er aö verða tólf ára gömul. Hún er úr Fossvogin- um. „Skemmtilegast fannst mér að æfa leikritið og gera grím- urnar. Ég leik i Heilbrigðis- kerflð bregst og Draumi en auk þess leik ég trúð. Áður hef ég leikið í skólaleikritum." Bryndís hefur óskaplega gaman að dýrum en kemst því miður ekki oft í sveitina. Þeg- ar hún fer út á land fer hún oftast til Akureyrar þar sem ættingjar hennar búa. -VÁ Sunna Örlygsdóttir leikari: Svolítið feimin fyrst Námskeiðið er búið að vera skemmtilegt. Skemmtilegastir voru spunarnir, æfingarnar og eiginlega bara allt. Ég er búin að læra mikið á þessu. Fyrst var ég svolítið feimin en svo var þetta ekkert mál,“ segir Sunna Örlygsdóttir, níu ára Vesturbæingur. Sunna bauð foreldrum sín- um, bróður, ömmu og vin- konu að koma og horfa á leikritið. Hún hefur áður leikið í skólaleikritum. „Ég er ekki viss um að mig langi að verða leikari. Mig langar að verða fatahönnuður. Mér finnst gaman að teikna og sauma.“ -VÁ ýfiigrún Þormóösdóttir leikari: Ropar einhverju út úr sér r g hef gaman af leikritum «*" og langar að verða leik- ari. Þess vegna ákvað ég að fara á námskeiðið. Mér fannst skemmtilegast að búa til grímur og gera spuna. Spuni er leikrit sem maður býr til á staðnum. Maður getur til dæm- is notað spuna þegar maður gleymir setningunni sinni. Þá segir maður bara eitthvað út í bláinn. Það er ekkert erfitt, maður ropar bara einhverju út úr sér,“ segir Sigrún Þormóðs- dóttir, níu ára gamall Seltirn- ingur. Sigrúnu finnst gaman að ferðast og ætlar út á land í sum- ar. Henni þykir einnig skemmtilegt að veiða. „Ég fór einu sinni i veiðihús með Sigga Sveins, pabba og fleira fólki. Við fórum niður að á sem var full af bleikju. Pabbi þmfti að bera öll börnin yflr ána til að skoða fiskana. Einn strákurinn var svo óþekkur að pabbi hélt á honum öfugum yfir. Ég fékk að prófa að veiða. Stuttu eftir að ég kastaði út i ána beit á hjá mér. Ég kallaði á pabba því ég var ekki nógu sterk til að draga fiskinn upp. Þá var ég búin að veiða stærstu bleikjuna í ánni.“ -VÁ Gunnar Jónsson leikari: lileinkað fáránleikanum r g var á námskeiðinu í ,,t~ fýrra og það var svo rosalega gaman að ég ákvað að prófa aftur núna. Mér finnst ég læra mikið á þessu. Núna lærum við meira um liti, blöndun þeirra og svoleiðis en í fyrra,“ segir Gunnar Jónsson, tólf ára strákur úr Breiðholtinu. Gunnar hefur leikið í skólaleikritum og væri alveg til í að verða leikari. Hann hefur lært á klarínett í tvö ár og gæti einnig vel hugsað sér að verða tónlistarmaður. „Leikritið er tileinkað fá- ránleikanum. í raun eru þetta mörg leikrit sem öll eru fá- ránleg. Á r.ámskeiðinu gerð- um við alls konar spuna og völdum svo þá bestu til að hafa í leikritinu. Við sömdum leikritið því sjálf. Ég leik tvo menn. Einn rosalega syfjaðan gaur, sem er eigandi hótels, og starfsmann I álverinu, sem er að drepast úr stressi." Gunnar ætlar austur á land í sumar. „Fyrst verð ég í viku hjá afa mínum á Egilsstöðum og svo fer ég til frændfólks í Vallanesi. Það ræktar lífrænt grænmeti sem er það allra besta.“ -VÁ Frosti Örn Gunnarsson leikari: Furðulegar sögur Við höfum farið í leiki, búið til grímur og annað slikt. Minnisbækur höf- um við svo notað til að skrifa niður persónur og annað sem okkur dettur í hug,“ segir Frosti Öm Gunnarsson sem er að verða ellefu ára gamall. Hann er í Waldorfskólan- um í Lækjarbotnum á vetuma. Til að komast í skólann þarf hann að hjóla frá heimili sínu að Lokastíg í Kringltma þar sem rúta sækir hann. „Ég leik útlaga, hval og trúð í leikritunum. Þau fjalla öll um furðu- legar sögur.“ Áður hefur Frosfi Örn leikið í nokkrum skólaleikrit- urp. -VÁ Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. júlí 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 22. útdráttur 3. flokki 1991 - 19. útdráttur 1. flokki 1992 - 18. útdráttur 2. flokki 1992 - 17. útdráttur 1. flokki 1993 - 13. útdráttur 3. flokki 1993 - 11. útdráttur 1. flokki 1994-10. útdráttur 1. fiokki 1995 - 7. útdráttur 1. flokki 1996 - 4. útdráttur 2. flokki 1996 - 4. útdráttur 3. flokki 1996 - 4. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu, þriðjudaginn 15. júlí. • Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. 1^3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS |J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.