Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997
27
Fréttir
Selárdalur:
Listasafn Samúels
DV, Fljótum:
í sumar er listasafn Samúels
Jónssonar að Brautarholti í Selár-
dal til sýnis almenningi. Það er
fyrir tilstilli og áhuga Ólafs Gísla-
sonar í Neðri-Bæ í Selárdal sem er
mjög áhugasamur um að munir og
hús, sem Samúel gerði, verði varð-
veitt.
Samúel Jónsson, sem oft var kall-
aður listamaðurinn með bamshjart-
að, byggði tvö hús, listasafn og
kirkju í Brautarholti á árunum
1958-62. Hann flutti úr dalnum 1967
og hafa húsin og höggmyndir á lóð-
inni verið án viðhalds síðan eða þar
til Ólafur Gíslason fór að leggja
vinnu og fjármagn í viðgerð á þaki
kirkjunnar. En fleira þarfnast við-
gerðar, einkum timburverk, en
steypa er í allþokkalegu lagi. Það er
Vinsælar
DV, Suðurnesjum:
„Ég er búinn að vera með þessar
ferðir í þrjú sumur og það hafar
aldrei sést eins margir hvalir,
hrefnur og höfrungar, og í sumar.
Ferðamönnum finnst þetta mjög
gaman. Þeir eru svo glaðir þegar
þeir koma í land að þeir kyssa
mann og faðma," sagði Helga Ingi-
mundardóttir leiðsögumaður sem
sér um hvalaskoðunarferðir frá
smábátahöfninni í Gróf í Keflavík.
Farnar eru margar ferðir á dag á
þremur bátum með fjölda fólks. 15
metra hnúfubakar hafa sést stutt
frá bátum ásamt stökkvandi höfr-
ungum, ferðamönnum til mikillar
gleði og kátínu. Helga segir að
ferðamenn tárist af hlátri. Þá hefur
verið 100% aukning í sumar og far-
ið er um Reykjanesið í skoðunar-
ferðimar.
Helga byrjaði með einn bát en nú
eru þeir þrír. Með sama áframhaldi
þarf hún að gölga þeim enn frekar.
-ÆMK
Ólafur Gíslason í inngangi lista-
safnsins.
Suöurnes:
von Ólafs að fjármagn fáist til að
forða munum og mannvirkjum frá
eyðileggingu.
Ólafur sagði að ekki væri seldur
aðgangur að safninu heldur óskað
eftir frjálsum framlögum þeirra sem
kæmu. Öflu fé, sem almenningur
léti af hendi rakna, væri varið til
viðhalds og endurbóta. Erfíðlega
gengur að fá fjármagn frá opinber-
um aðilum til endurbóta og virðist
sem áhugi ráðamanna á varðveislu
þessara menningcirverðmæta sé tak-
markaður.
Ferðamenn byrjuðu að koma í
Selárdal um miðjan júní og hefur
þeim fjölgað jafnt og þétt síðan. Um
2.000 manns skrifúðu í gestabók
safnsins i fyrra og sagðist Ólafur
vona að fleiri kæmu í sumar, fleiri
vissu nú af þessari starfsemi en þá.
-ÖÞ
hvalaskoðunarferðir
Lagt af stað í skoðunarferö. DV-mynd Ægir Már
Kirkja Samúels Jónssonar í Brautarholti.
DV-myndir Örn
Vöruflutningar
( Sauðárkrókur - Skagafjðrður )
Vörumóttaka
Tollvörugeymslan - Héöinsgötu 1-3 - Sími 581 3030
International Teacher Training Course in Denmark
The IMecessary Teacher Training College offers a 4-year course
which qualifies you to e.g.
* Promote global education for peace and development * Teach modern science
+ Start up schools for street kids, refugees and minorities ★ Educate primary
school teachers in Southern Africa.
The course includes among other things:
* A 4 month study trip to Asia * 17 months of teaching practice in schools
in Denmark, other European countries or Africa * Exams in Social studies,
Science, Danish and other European languages, Maths, Pedagogics, Psychology,
Drama, sports, Music and Art.
All students have a networked PC with acces to our comprehensive
computerised curriculum and til the Internet. Are you Interested? Then contact:
The Necessary Teacher Training Coilege, DK - 6990 Ulfborg,
Phone: +45 97 49 10 13, fax: + 45 97 49 22 09,
e-mail:Tvinddns@inet.uni-c.dk
homepage: http7/inet.uni-c.dk/~tvinddns
1-
( Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli:
íbúöarhús endurnýjuð
DV, Suðurnesjum:
„Stöðugt hefur verið unnið
að endurnýjun eldri íbúðar-
húsa varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli síðustu árin. Um er
að ræða margs konar verkefni,
allt frá minni háttar viðgerðum
upp í endurbyggingu jafnt utan
sem innan,“ sagði Friðþór Kr.
Eydal, upplýsingafulltrúi vam-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli,
við DV.
Umrædd verk annast að
íbúðarhús í endurnýjun.
DV-mynd Ægir Már
mestu leyti íslenskir aðalverk-
takar hf. og Keflavíkurverktakar
og verður þeim að mestu lokið á
næsta ári sem um hefur verið
samið. Húsin, sem þegar hafa
verið lagfærð, hafa tekið mikl-
um stakkaskiptum og eru oröin
glæsileg að sjá.
ÍAV munu síðan leggja bundið
slitlag á bílastæðin við íbúðar-
húsin. Síðar á árinu verða líklega
boðin út svipuð verk.
-ÆMK
Hagskinna komin út:
Sögulegar hagtölur
Hagskinna er viðamesta rit sem
Hagstofan hefur gefið út frá upp-
hafi. Með útgáfú ritsins er í fyrsta
sinn ráðist í útgáfu sögulegrar töl-
fræðihandbókar hér á landi. Þar er
að finna upplýsingar um íslenskt
samfélag og þróun þess í um nær-
feflt fjögurra alda skeið.
Elstu tölur í ritinu eru frá 1604 en
þær yngstu frá 1990. Margt af þeim
upplýsingum sem ritið hefur að
geyma hefur verið óaðgengilegt eða
óbirt fram til þessa.
Ritið skiptist 19 efniskafla. Má
þar nefna kafla um mannfjölda, at-
vinnuvegaskiptingu, vöruskipti við
útlönd, laun, neyslu, verðlag, visi-
tölur, fjármálastarfsemi, þjóðar-
framleiðslu, félags- og menningar-
mál, heilbrigðismál, skólamál og
kosningar.
Hverjum kafla fylgir greinargerð
um heimildir, umfang efnis og eðli
þess. Skýringartexti á ensku fylgir
öllum töflum og jafnframt er enskur
texti með hverjum inngangskafla.
Þá fylgja efnis- og atriðisorðaskrá á
íslensku og ensku, svo og skrá yfir
gamlar og nýjar mælieiningar.
Hagskinna kemur samtímis út í
bókarformi og á geisladiski. Bókin
er 957 blaðsíður að stærð og hefur
að geyma 326 töflur auk 44 skýring-
armynda og myndrita. Geisladisk-
urinn inniheldur talsvert ítarlegt
efni í töflum og myndum sem ekki
er að finna í bókinni. Honum fylgir
allur nauðsynlegur hugbúnaður til
að gera innihald hans aðgengilegt;
myndir, töflur og texta.
Hagskinnu er ætlað að vera hand-
hægt uppsláttarrit hverjum þeim
sem vill kynna sér íslenska sögu og
samfélagsþróun í tölum á aðgengi-
legan hátt, samhliða því að nýtast
sem fræðirit við rannsóknir í félags-
visindum, hagfræði og sagnfræði.
Ritstjórar verksins eru Guðmund-
ur Jónsson og Magnús S. Magnús-
son. Að vinnslu ritsins kom að auki
fjöldi sérfræðinga, innan Hagstofu
sem utan. Útgáfudagur bókarinnar
og geisladisksins var 4.júlí
-DVÓ
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
afsláttur
af annarri auglýsingunni.
attt miU/ hlrrti,
Smáauglýsingar
550 5000
<
r