Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997 Fréttir DV Fornleifafræðingar gripu í tómt á Rauðasandi: Ekkert kuml - fundu annars konar mannvirki Fomleifafræðingar á Rauðasandi urðu fyrir nokkrum vonbrigðum á dögunum þegar það kom í ljós við uppgröft að meint kuml á svæðinu reyndist ekki vera til staðar. „Fyrir fiórum árum fóru ýmsar grunsemd- ir að vakna um að þarna væri kuml. Fomleifafræðingar rannsökuðu svæðið og menn voru almennt sam- mála um að svo gæti verið. 2.júlí fórum við síðan að grafa en ekkert fannst kumlið. Þess í stað fundum við mannvirki sem lítur út svipað og kuml,“ sagði Sigurður Berg- steinsson, einn fornleifafræðing- anna sem stóðu fyrir uppgreftrin- um. Að sögn Sigurðar er of snemmt að fullyrða hvers konar mannvirki um er að ræða. „Fyrst þurfa að fara fram ýtarlegri rannsóknir og kanna þarf staðhætti betur. Við vitum að þetta er hvorki varða né bygging. Sjálfur tel ég mögulegt að þetta geti verið einhvers konar leiðarvísir fyr- ir skip. En þetta er bara mín til- gáta.“ Sjaldan ráöist í uppgröft Sigurður segir það mjög sjald- gæft að ráðist sé í uppgröft eftir fomleifum sem síðan reynast ekki vera til staöar. „Nú orðið ráðast menn ekki í slíkan uppgröft nema þá helst í neyðartilvikum, þ.e. þeg- ar fornleifar liggja undir skemmd- um vegna uppblásturs og sandfoks. Sem dæmi um slíkar neyðarupp- tektir má nefiia framkvæmdimar á Bessastöðum og í Viðey. Áður fyrr voru menn miklu óhræddari við að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi. Við rannsóknir á kuml- um var aöallega verið að leita að munrnn í kumlunum en minna að rannsaka gerð kumlanna. Þótt munirnir séu vissulega mikilvægir þá lítum við nú svo á að þeir séu einungis einn hluti af kumlinu. Þar að auki gera nútímaviðhorf miklu strangari kröfur til rann- sókna á kumlum og þess vegna eru menn ekki eins viljugir til að grafa upp og áður fyrr.“ Að sögn Sigurðar era ýmsir stað- ir á landinu þar sem hugsanlegt er að kuml finnist. Hverjir þeir era vill hann þó ekki gefa upp: „Oft má finna margvíslegar vísbendingar um það hvort kuml leynast ein- hvers staðar í jörðu. Kuml eru mis- jöfh að gerð, en sú tegund sem helst er sjáanleg á yfirborðinu era lágar steinhleðslur. Oft sést þó ekkert á yfirborðinu." -kbb Veitingahúsið Felgan á Patreksfirði: Áminningar sýslu- manns felldar niður - dómsmálaráðuneytið efast um hlutleysi sýslumanns Dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður áminningar sem Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreks- firði, veitti Sigurði Inga Pálssyni, veitingamanni á Patreksfirði, og rekstrarfélagi hans, Móakoti sf., fyr- ir meint brot á skilyrðum í áfengi- sveitingaleyfi. Áminningamar hafði sýslumaður veitt veitingamannin- um og Móakoti sf. 14. mars 1997. Sigurður Ingi Pálsson rekur veit- ingastaöinn Felguna á Patreksfirði í félagsheimili staðarins sem hann leigir af eigendafélagi félagsheimil- isins. Talsverður ágreiningm- hefur verið milli leigusala og leigutaka um skeið, eins og fram hefur komið í fréttmn DV í vetur og vor. Eig- endafélagið hefur m.a. krafist þess að veitingamaðurinn verði borinn út en þeirri kröfu hafnaði Héraðs- dómur Vestfjarða í mars sl. Um tima í vetur ríkti umsátursástand um félagsheimilið. Veitingamaður- inn óttaðist að forsvarsmenn eig- endafélags félagsheimilisins færu inn í húsið þegar það væri mann- laust og fjarlægðu tæki hans og bún- að til rekstursins. Því bjó hann um sig í húsinu og var þar dag og nótt. Skömmu eftir að dómur Héraðs- dóms vegna út- burðarkröfunnar féll veitti sýslu- maður veitinga- manninum fyrr- nefndar áminn- ingar. Veitinga- maðurinn and- mælti þeim og kærði til ráðu- neytisins þar sem hann taldi að sýslumaður væri hiutdrægur i mál- inu þar sem hann væri formaður Lionsklúbbsins á staðnum en klúbb- urinn væri aðili að eigendafélagi fé- lagsheimilisins. í úrskurði dómsmálaráðuneytisins er tekið undir þessa skoðun veitinga- mannsins og sagt að það sé mat ráðu- neytisins að sýslumaður hefði átt að víkja sæti í málinu þar sem draga mætti óhlutdrægni hans í efa. Því beri að fella áminningamar úr gildi. -SÁ Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfiröi. Mývatn og Laxá: Rykmýsstofninn hrynur - 3-4 vikur þar til endanlega skýrist hvað er að gerast DV, Akureyri: „Það mun ekki skýrast fyrr en eftir 3-4 vikur hvað raunverulega er að gerast hér við Mývatn og Laxá og hvemig þetta endar. Hins vegar þekkjum við þessa þróun sem nú er að eiga sér stað vel, enda höfum við fylgst með mýi hér við Mývatn í 21 ár,“ segir Ámi Einarsson, forstöðu- maður Náttúrurannsóknarstöðvar- innar við Mývatn, um það hrun sem nú er i rykmýsstofninum við vatnið og Laxá með tilheyrandi fugla- og seiðadauða. Árni segir að sú þróun sem nú sé að eiga sér stað við Mývatn sé vel þekkt. Hún hefjist þannig að fyrst komi slakt ár hvað varðar mýmag- nið, síðan komi næsta ár með al- gjöru hruni, þá fari stofninn upp á við og þetta endurtaki sig á 7-8 ára fresti. Á sama tíma og rykmýið hrynur við Mývatn berast fréttir af geysi- lega miklu af mýi annars staðar á landinu, t.d. í Fljótum í Skagafirði þar sem veiðimenn áttu nánast fót- um fjör að launa. Árni segir skýr- inguna á þessu einfalda. „Þarna er um að ræða bitmý, en rykmý og bitmý er tvennt ólíkt, og það er rykmýið sem er að hrynja hér. Rykmýið lifir i stöðuvötnum en í straumvatni höfúm við bæði ryk- mý og bitmý, þótt í Laxá sé ein- göngu rykmý. Ámi segir enga skýringu til á því hvers vegna rykmýsstofhinn hryn- ur en bitmýsstofninn ekki aðrar en þær að þetta séu gjörólíkar lífverur og reyndar sé engin fullvissa til um það hvers vegna rykmýsstofninn hrynur með vissu millibili. „Menn gætu haldið að veðurfarið væri ástæðan en svo virðist ekki vera. En ef svona sveiflur byrja geta þær viðhaldið sjálfum sér vegna ákveð- innar tregðu í kerfmu sem veldur keðjuverkun." Ámi segir að rykmý sé mjög víða um land og sé víðast hvar aðalfæða fyrir fisk í stöðuvötnum. Engar heild- arrannsóknir fara fram á rykmýs- stofninum en frá Náttúrurannsókn- arstöðinni við Mývatn er fylgst með mýi á þremur vatnasvæðum: í Svart- árvatni í Bárðardal, í Víkingavatni í Kelduhverfi og í Svarfaðardal. Gildr- ur eru á þessum stöðum og i haust verður lesið úr þeim og þá kemur í ljós hvort hrunið í rykmýsstofninum er bundiö við Mývatn. -gk Misnotkun starfsfólks á fríkortum: Dró upp eigið fríkort - segir viðskiptavinur „Ég var að versla í Hagkaup í Njarðvík og tók eftir að starfsmað- urinn tók sitt eigið fríkort upp úr vasanum og renndi því í gegn. Þetta var lítil stelpa sem starfsmaðurinn var að afgreiða og þegar því var lok- ið stakk hann kortinu aftur í vas- ann,“ sagði viðskiptavinur Hag- kaups en hann varð vitni að ofan- greindum atburði nýlega. DV hafði samband við Öm Kjart- ansson, sölustjóra hjá Hagkaup, sem sagði að hér væri um að ræða alvar- legt brot í starfi. „Það hafa komið upp einstaka tilfelli en við höfum brugðist mjög hart við þeim því þetta er ekkert annað en misnotkun á kortunum. Hér er um að ræða mjög fá tilfelli miðað við fjölda afgreiðslna á hverjum mán- uði í Hagkaup." Öra segir að hér sé ekki um vandamál að ræða. „Við fylgjumst sérstaklega vel með þessu og höfum frætt alla okkar starfsmenn um reglumar. Það er alltaf hægt að finna misnotkunarmöguleika í öllum kortum en við fylgjumst vel með hvort notkun á starfsmannakortum fer yfir eðlileg mörk.“ -ggá Annríki hjá lóðsinum á Hornafirði: Þrír Vestmannaeyja- bátar í vandræðum Töluvert annríki var hjá lóðsin- um á Höfn í Homafirði um helgina. „Á laugardag fékk Bergey VE net í skrúfúna og lagði lóðsbáturinn af stað með kafara á laugardagsmorgun. Hálftíma eftir að hann lagði af stað kom svo kall frá Suðurey VE sem var olíulaus út af Ingólfshöfða," sagði Torfi Friðfinnsson hafnarvörður. „Var snúið við og náð í tæki til að dæla olíu af lóðsbátnum yfir í Suðu- rey. Aðgerðum vegna þessara báta lauk um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags. Um kl. átta á sunnudagsmorgun lenti svo þriöji Vestmannaeyjabát- urinn í vandræðum er hann strand- aði í innsiglingunni þannig að í nógu var að snúast hjá lóðsinum um helgina," sagði Torfi. -sf í tumarleik ShellstöAvanna geta allir krakkar elgnast fjórar hljóðsnmldur meö skemmtilogu efni efftir Gunna og Felix. Nóðu þér í þátttökuseðil á nmstu Shellstöð eða I Ferðabók Gunna og Felix og byrjaðu að safna skeljum. Það fmst ein skel við hverja áfyllingu á Shellstöðvunum og þegar skeljarnar eru orðnar fjórar, fserðu hljóðsnmldu að gjöf. Ferðabók Gunna og Felix fylgir öllum kössum af Hl-C sem keyptir eru á ShellstöÁvunum. fyrir hvtrfar lOOOkr. Shellstöovamar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.