Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997
Kynsjúk-
dómar
Allir vita um tilvist kynsjúkdóma en fáir tala
um þá. Fordómar gagnvart kynsjúkdómum
eru útbreiddir og vanþekking á þeim algeng.
Tilveran fór á stúfana til að komast til botns í
hverjir séu algengustu kynsjúkdómarnir á ís-
landi, hver séu einkenni þeirra og hvernig þeir
smitast.
Jón Hjaltalín Ólafsson yfirlœknir:
Göngudeild húð- og kynsjúkdóma
er í litlu húsnæði í Þverholti 18.
Hún er ein af stærstu sjúklinga-
móttökum á landinu. Árlega heim-
sækja deildina um 20 þúsund
manns. Þar af fær göngudeild kyn-
sjúkdóma um 6.000 heimsóknir á
ári. Aðsókn er jöfn yfír allt árið og
þarf jafnan að vísa töluverðum
fjölda frá.
„Komum á göngudeild kynsjúk-
dóma hefur fjölgað stöðugt frá 1978.
Um 3.800 manns heimsækja okkur á
ári. Ef við förum í smátalnaleik má
reikna með að um 2.000 manns á ári
komi aðeins hingað einu sinni. Á ís-
landi fæðast um það bil 4.400 börn á
ári. Þeir sem heimsækja okkur eru
á aldrinum 16-25 ára. Það þýðir að á
tíu ára tímabili erum við að fá um
45% allra íslendinga á þessu aldurs-
skeiði hingað inn. Mjög margt af
þessu fólki hefur engan sjúkdóm.
Þetta er hara venjulegt ungt fólk
sem kemur til að láta athuga hvort
eitthvað sé að,“ segir Jón Hjaltalin
Ólafsson, yfirlæknir húð- og kyn-
sjúkdómadeildar Landspítalans.
Þegar sjúklingur kemur á göngu-
deild kynsjúkdóma með grun um
kynsjúkdóm er byrjað á að spyrja
hann hvort hann telji mikla hættu á
ferðum og hvort hann hafi átt
marga rekkjunauta. Oftast er hann
svo skoðaöur. Þá er athugað með
þvagprufu hvort hann sé með
klamýdíu. Öllum er svo boðin
blóðprufa fyrir alnæmispróf.
„Við erum að sjálfsögðu ánægð
með að fólk sýni þá ábyrgðartilfinn-
ingu að koma til okkar. Við fræðum
það um hvemig eigi að forðast kyn-
sjúkdóma. Hættan er mest hjá þeim
sem eiga marga rekkjunauta. Aðal-
vörnin gegn kynsjúkdómum er verj-
an og hún verður að vera á allan Að sögn Jóns virðast íslensk ung- kynlífið og ungmenni í grannlönd-
tímann.“ menni oft ekki eins varkár varðandi unum. Þaö hefur þó ekki endur-
Jón Hjaltalín Ólafsson yfirlæknir. DV-mynd GVA
speglast i fleiri kynsjúkdómum hér.
„Kynsjúkdómum fer heldur fækk-
andi. Við höfum verið dugleg að
rekja smit. Það er skylda þeirra sem
eru smitaðir af kynsjúkdómum að
gefa upplýsingar um þá sem þeir
kunna að hafa smitað. Ef einhver er
smitaður af klamýdíu rekjum við
það hálft ár aftur í tímann.“
Klamýdía langalgengust
„Fyrir 15 árum var lekandi al-
gengasti kynsjúkdómurinn. Síðan
hefur lekandatilfellum snarfækkað
og undanfarin 2-3 ár hefur lekandi
nánast eingöngu greinst hjá sjúk-
lingum sem hafa smitast erlendis.
Nú er klamýdía langalgengasti kyn-
sjúkdómurinn. Á síðasta ári
greindust 878 sjúklingar með
klamýdíu á göngudeild kynsjúk-
dóma en það er um 50% greindra til-
fella á öllu landinu. Reyndar var
ekki farið að greina klamýdíu fyrr
en um 1984. Hættan við klamýdíu er
sú að konur geta fengið bólgur í
eggjaleiðarana sem valdið geta ófrjó-
semi. Það mun vera ein algengasta
orsök ófrjósemi."
Tíðni annarra kynsjúkdóma hef-
ur að sögn Jóns verið nokkuð
stöðug. „Kynfæravörtur eru næstal-
gengasti kynsjúkdómurinn hér á
landi. Þær geta verið hvimleiðar og
þurfa sjúklingar sem fá þær yfirleitt
að heimsækja okkur miklu oftar en
þeir sem fá aðra kynsjúkdóma. Kyn-
færaáblástur eða herpes er þriðji al-
gengasti kynsjúkdómurinn á ís-
lamdi. Herpesveiran getur blossað
upp aftur og aftur. Við höfum ekki
greint marga eyðnisjúklinga,
kannski einn á ári. Svo leitar íjöldi
fólks til okkar vegna sveppasýkinga
og húðsjúkdóma á kynfærum sem
ekki teljast til kynsjúkdóma."
-VÁ
Lekandi
Lekandi er bráð og smitnæm
bólga sem lekandagerillinn
(Neisseria gonorrhoeae) veld-
ur í slímhúð þvagrásar og kyn-
færa. Lekandi hefur verið á und-
anhaldi undanfarin ár, bæði á ís-
landi og í grannlöndum okkar. Þó
greinast einhverjir með sjúkdóm-
inn hérlendis á hverju ári. Smit
verður við snertingu slimhúða,
oftast við samfarir.
Einkenni koma venjulega fram
3-5 dögum eftir samfarir þar sem
smit átti sér stað. Fimmtungur
karla fær engin einkenni. Ein-
ungis helmingur kvenna fær ein-
kenni sjúkdómsins. Hjá körlum
veldur sýking bólgu í slímhúð
þvagrásar, stundum gulgrænni
graftarútferð og sviða við þvaglát.
Hjá konum veldur hún bólgu í
slímhúð leghálsins, stundum
graftarkenndri útferð og jafhvel
sviða við þvaglát.
Lekandi er læknanlegur með
sýklalyfjum en ef ekkert er að
gert getur hann leitt til ófrjósemi
og sýkt liði.
-VÁ
Fjoldi sjuklmga
1991*1996
O Klamýdía
■ Kynfæravörtur
□ Lekandl
Fjöldi sjúklinga sem greindir voru meö klamýdíu, kynfæravörtur og lekanda á
kynsjúkdómadeild Landspítalans árin 1991-1996. |>'■^\j
Hvað er
kynsjúkdómur?
1 I/ ynsjúkdómur er sýking sem
f\ berst frá einni manneskju
til annarrar með kynlífi.
Algengast er að fá slíkan sjúk-
dóm við samfarir en aðrar leiðir
eru ýmsar tegundir kynferðis-
: legrar snertingar, til dæmis um
munn eða endaþarm. Sýklar
[ sem valda kynsjúkdómum lifa
j einungis við líkamshita og deyja
utan líkamans.
Einkenni
kynsjúkdnma
I/ ynsjúkdómar valda oft litl-
|\ um sem engum einkenn-
um. Því er hægt að ganga
með þá lengi og smita aðra án
þess að vita af því. Þá er talað
um að sýkingin sé í dvala eða
hún blundi.
j Algengustu sjúkdómseinkenni
s eru útferð, kláði og sviði við
þvaglát. Hjá körlum er útferð
’ nær alltaf merki um sýkingu.
í Útferð hjá konum getur aftur á
móti verið eðlileg og breytileg
í eftir því hvar í tíðahringnum
i konan er stödd.
Skaði
Sumir kynsjúkdómar geta
valdið varanlegum skaða ef
rétt meðferð er ekki gefin
fljótlega eftir smit. Algengust er
bólga í eggjaleiðurum en hún
; getur valdið utanlegsfóstri og
[ jafnvel ófrjósemi. Bólga í eistum
getmr orsakað ófrjósemi hjá körl-
j um. Sumir kynsjúkdómar geta
; valdið alvarlegum, síðkomnum
j einkennum. Sárasótt getur með-
j al annars valdið skemmdum í
; æða- og miðtaugakerfi og al-
næmi er banvænn sjúkdómur
} sem engin lækning er til við,
[ enn sem komið er. Mögulegt er
að hafa fleiri en einn kynsjúk-
dóm samtímis.
Er hægt
að verjast?
Notkun smokks er góð getn-
aðarvöm og getur einnig
komið í veg fyrir kynsjúk-
í dóma sé smokkurinn notaður
allan timann meðan á samforum
: stendur. Þannig má forðast af-
I leiðingar sýkingar og varðveita
[ frjósemina. Skyndikynni eru
; sérlega varasöm. Best er að forð-
ast þau, nota smokk á réttan
| hátt eða gera kröfu um að
rekkjunauturinn geri það. Því
færri rekkjunautar, þeim mun
; minni líkur á smiti!
Grunur um
kynsjúkdóm
Ef grunur leikur á kynsjúk-
dómi ber að leita til læknis.
Tillit og umhyggja er hluti
; af góðu kynlífi. Það er því sjálf-
} sögð tillitssemi við aðra að gera
) núverandi og fyrrverandi
i rekkjunautum viðvart ef grunur
j leikui- á smiti kynsjúkdóms eða
j það hefur verið greint þannig að
þeir geti leitað læknis. Ef erfitt
; er að láta fyrrverandi rekkju-
i, nauta vita af hugsanlegu smiti
getur hjúkrunarfræðingur eöa
læknir aðstoðað, til dæmis með
bréfi til viðkomandi. Ef eitthvert
atriði er óljóst er alltaf hægt að
leita ráða hjá lækni eða hjúkr-
unarfræðingi með símtali eða
j heimsókn. Þessi atriði eru sér-
staklega mikilvæg til að hefta út-
breiðslu þeirra sjúkdóma sem
Ivalda litlum einkennum.
Allt starfsfólk er bundið þagn-
arskyldu. Þeir sem vinna við
meðferð og vamir gegn kynsjúk-
dómum hlita þessu út í æsar.
-VÁ/Kynsjúkdómar