Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997 Klamýdía orsakast af bakteríu (Chlamydia trachomatis). Þessi baktería getur bæði sýkt kyn- færi og augu. Tíðni sjúkdómsins hefur aukist mikið og vitað er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum. Klamýdíusmit berst milli manna við snertingu slímhúða, venjulega við samfarir. Fæstar konur og einungis helm- ingiu1 karla fá einkenni klamýdíu- sýkingar. Hægt er að bera klam- ýdíusmit í langan tíma áður en sýk- iilinn breiðist út og byrjar að valda einkennum. Einkenni karla eru út- ferð úr þvagrásinni (slímkenndur vökvi, glær, hvítur eða gulleitur) og stundum sviði og kláöi í þvag- rásinni og við þvaglát. Einkenni kvenna eru aukin útferð (hvítur eða gulleitur, slímkenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvag- rásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir. Klamýdíu er hægt að lækna með sýklalyfjum. Ef ekki er brugðist fljótt við klamýdíusýkingu er hætta á bólgum í eggjaleiðurum kvenna og jafnvel bólgu í eistum karla. Bólg- umar geta leitt til ófijósemi eða ut- Aukin útferö getur veriö einkenni klamýdíu. anlegsfósturs. Klamýdia getur sýkt Klamýdía er algengasti kynsjúk- augu og valdið verulegri bólgu með dómur á íslandi. -VÁ tímabundinni blindu. Alnæmi Alnæmi eða eyðni orsakast af veiru sem nefnd er HIV. Veiran getur leynst lengi án þess að valda sjúkdómseinkennum. Líkam- inn myndar mótefni gegn henni en þau koma þó ekki fram fyrr en nokkrum vikum eða mánuðum eftir smit. Við HlV-smit eru vamir lík- amans hins vegar ekki nægjanlega öflugar og veiran er vel varin í þeim frumum sem hún tekur sér bólfestu i. Hún ræðst meðal annars gegn hluta hvítu blóðkomanna en þau era mikilvægur hluti ónæmiskerfls- ins. Ef varnarkerfi líkamans starfar óeðlilega, eins og gerist með tíman- um við HlV-sýkingu, getur líkaminn ekki varist örverum sem venjulega em skaðlitlar. HIV smitast við sam- farir, með blóðblöndun eða ef sýkt blóð kemst í opin sár, en er yfir- leitt ekki bráðsmit- andi. Þá getur veiran borist frá móður til fósturs. Engin smit- hætta er í daglegum samskiphun. Flestir sem smitast era einkenn- alausir í byijtm. Stundum sjást þó bráð en stuttvarandi einkenni eins og eitlabólgur, hálssærindi og flensulík einkenni og jafnvel heila- himnubólga. Á síðari stigum sjúk- dómsins, sem oft verður fyrst vart mörgum árum eftir smit, gætir ým- issa einkenna, svo sem viðvarandi eitlastækkana, nætursvita, langdregins hita, kvíða og þunglyndis. Lokastig sjúk- dómsins hefur verið nefiid al- næmi (AIDS). Það ein- kennist oftast af óvenjulegum sýk- ingum sem sjást yfirleitt ekki nema hjá einstaklingum með verulega skert ónæmiskerfi. Engin raunveruleg lækning er til við alnæmi enn sem komiö er. Á hinn bóginn hafa komið fram lyf sem geta dregið úr útbreiðslu veirunnar í líkamanum og þar með bætt líðan og lengt líf HlV-smitaðra. -VÁ Veiran sem veldur vörtum á höndum er náskyld þeirri sem veldur kynfæra- vörtum. Reyndar geta vörtur á höndum undir vissum kringumstæöum smit- ast í kynfæri. Kynfæravörtur Kynfæravörtur, öðru nafni kondylóma, orsakast af veiram (Human Papilloma Virus). Hundruð einstaklinga leita lækn- inga vegna kynfæravartna á hveiju ári. Mest ber á að þessar vörtur verða algengari en áður hjá aldurs- hópnum 15-18 ára. Vörtusmit berst við snertingu slímhúða við samfar- ir. Veiran veldur ljósbleikum eða húðlitum vörtum á ytri kynfærum og við endaþarmsop en einnig í leg- hálsi kvenna og þvagrás karla. Vört- umar birtast yfirleitt 1-3 mánuðum eftir smit en allt að 12 mánuðir geta þó liðiö og því mjög örðugt að rekja smitleiðir. Vörtusýking virðist geta valdið framubreytingum í leggöngum og leghálsi, sem hafa einnig verið tengdar forstigum krabbameina. Lækning er örðug en algengast er að meðferð sé hafin með þvi að pensla podophyllíni á vörturnar. Það er mjög sterkur vökvi sem brennir húðina ef hann er ekki þveginn af eftir fáeinar klukkustundir. Ef það dugar ekki þarf að brenna vörtum- ar eða frysta. Herpes H erpes á kynfæram orsakast af Herpes simplex 2-veirunni Herpes simplex 1-veiran (HSV-1), sem veldur áblæstri á vör- um, getur smitast i kynfæri viö munnmök. Hún veldur þó ekki eins skæöum áblæstri þar og Herpes simplex 2-veiran (HSV- (HSV-2). Hún tekur sér bólfestu í rótum tauga en getur valdið útbrot- um á eða við kynfæri. Önnur ná- skyld veira, Herpes simplex 1, veld- ur með sama hætti áblæstri á vörum. Ekki er vitað með vissu hversu margir bera sjúkdóminn (sjá þó t ö f 1 u ) . Ástæða er til að ætla að sjúkdóm- urinn sé talsvert út- breiddur. Herpes á kynfærum smitast við slímhúða- snertingu kynfær a, venjulega við samfarir. Fyrstu einkenni um smit era sár Algengi kynfæraherpes Land Borg Tíöni HSV-2 Ár ísland Reykjavík 18,8% 1985 Svíþjóö Stokkhólmur 27,9% 1983-86 Bretland London 10,4% . 1980-81 Spánn Sevilla 9,7% 1985-86 Bandarikin Seattle 31% 1989-93 —Japan Tókýó 6,7 1988 Algengi kynfæraherpes-veirunnar (HSV-2) meöal óléttra kvenna endurspegl- ar vel algengi hennar almennt. I töflunni sést hlutfallstíöni HSV-2-veirunn- ar meöal óléttra kvenna í nokkrum borgum. £S£9 á eða við kynfærin sem koma í ljós 2-20 dögum eftir samfarir sem leiddu til smits. Sárin geta valdið miklum verkjum og sviða. Eitlar í nára bólgna og verða aumir. Sárin gróa eftir um það bil þijár vikur. Hjá flestum sem smitast koma sárin þrisvar til fjórum sinnum á ári fyrstu árin eftir smit. Þegar sárin koma aftur era einkennin oftast vægari en í fyrsta sinn. Eftir 10-15 ár hverfa einkennin oftast alveg. Við smit í fyrsta skipti getur her- pessýkingin leitt til heilahimnu- bólgu. Ef þunguð kona er með her- pessýkingu við fæðinguna getur bamið smitast af herpes. Enn þá er engin lækning til við herpes. -VÁ Þýsk gæöavara Netto/ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Danskar baðinnréttingar í' miklu úrvali. Falleg og vönduð vara á vægu verði. yponix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 Heildsala fyrir verslanir Bómuilarbuxur með 5% teygju. St. 36-42, 3 litir. Auk fjölda annara tegunda. Teyjuboxer. Stærð 36-42, 2 litir. Auk fjölda annara tegunda. Leitið upplýsinga kl. 12-17, virka daga. heildverslun Sími 8982113

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.