Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjöri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, síml: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
r
Abyrgð tekin á eigin heilsu
í sjúkdómageira ríkisins er innbyggð verðbólga, sem
veldur því, að kostnaður við sjúkdóma eykst hraðar en
sem nemur gæðaaukningu þjónustunnar. Gizkað hefur
verið á, að innbyggða verðbólgan nemi um 2% á ári. Það
er árlegur kostnaðarauki af óbreyttu þjónustustigi.
Verðbólgan stafar af ýmsum ástæðum, en mest af
framboði nýrra og dýrari tækja og nýrri og dýrari lyfja.
Vegna velferðarstefhunnar hefur hingað til verið talið
æskilegt að taka slík tæki og lyf í notkun hér ekki síðar
en í ríkjunum, sem við berum okkur saman við.
Við þetta bætist, að stjómmálamenn setja stundum
lög af góðvilja sínum og ráðherrar setja síðan reglugerð-
ir af sama góðvilja. Þessar gerðir víkka sjúkdómaþjón-
ustuna til nýrra sviða og valda erfiðleikum við að gegna
fyrri skyldum með svipuðum hætti og áður.
Ennfremur er þjóðin að eldast. Árlega verður hlut-
fallsleg aukning í hæstu aldursflokkunum, einmitt þeim,
sem mest nota sjúkdómaþjónustu hins opinbera. Þessi
þáttur á eftir að magnast svo á næstu árum, að ríkið
mun ekki lengur geta haldið óbreyttu þjónustustigi.
í gamla daga neyddist fólk sjálft til að taka ábyrgð á
heilsu sinni. Annað hvort var það heilsuhraust eða það
dó fyrir aldur fram. Þetta var harður heimur, þar sem
hinir fátækustu áttu minnsta möguleika. Velferðarkerf-
inu var komið á fót til að jafna og bæta stöðuna.
Með velferðarkerfínu hefur sá misskilningur grafið
um sig, að ríkið taki ábyrgð á heilsu manna. Þeir geti
hagað sér eins og þeim þóknast, drukkið eða reykt,
streðað við peninga eða hangið í sjónvarpssófa eða lifað
á ruslfæði. Ríkið muni taka ábyrgð á afleiðingunum.
Samt er vitað, að sjúkdómar og slys eru sjálfskaparvíti
að hálfu eða meira. Fólk hagar sér á þann hátt, að það
verður veikt eða slasast. Það veit í mörgum tilvikum,
hvemig það á að haga sér, en gerir það samt ekki. „Það
góða, sem ég vil, geri ég ekki“, sagði Páll postuli.
Sumir áhættuþættir eru utan valdsviðs fólks. Okkur
er af arfgengum ástæðum mishætt við ýmsum sjúkdóm-
um, svo sem hjartasjúkdómum, krabbameinssjúkdóm-
um og fíknarsjúkdómum. Óviðráðanleg umhverfisáhrif
valda ennfremur sumu fólki meiri áhættu en öðru.
• Þessir ásköpuðu og ytri áhættuþættir losa fólk ekki
við ábyrgðina á eigin heilsu. Þeim mun veikari, sem
staða fólks er gagnvart slíkum áhættuþáttum, þeim mun
meiri ástæðu hefur það til að taka stjórn mála í eigin
hendur og haga sér í samræmi við áhættuna.
Það er einkum þrennt, sem fólk getur gert til að taka
ábyrgð á heilsu sinni. Það getur tekið upp hollt matar-
æði. Það getur stundað einfaldar og ódýrar íþróttir á
borð við göngu, hlaup, simd eða hjólreiðar. Ög það getur
gefið sér góðan svefn og stundað slökun huga og líkama.
Mikilvægi þessa mun aukast hratt á næstu árum, því
að sjúkdómakerfi ríkisins er í þann mund að springa.
Ríkið treystir sér ekki lengur til að taka ábyrgð á heilsu
manna. Það er farið að spara í sjúkdómageiranum og á
eftir að reyna að spara miklu meira á næstu árum.
Fólk verður að reikna með, að ríkið geti ekki aukið
kostnað sjúkdómageirans umfram aukningu þjóðar-
tekna. Vegna áðumefndrar verðbólgu í geiranum mim
sjúkdómaþjónusta ríkisins fara minnkandi á næstu ár-
um, fyrst í stað hægt, en síðan hraðar og hraðar.
Eina vöm fólks er að taka áskoruninni, sem felst í nú-
tímaþekkingu á heilbrigðu lífi. Fólk getur tekið ábyrgð á
eigin heilsu og er í auknum mæli farið að gera það.
Jónas Kristjánsson
Greinarhöfundur hefur frá þvf á síðasta ári barist ásamt fleirum fyrir því aö Æsan veröi tekin af hafsbotni vegna
mikilvægis þess í þágu rannsóknar málsins.
Vinur veganna
í sumarfríi
Ég batt vonir við, eftir að Öðufellið
fórst, að nú yrði ekki lengur horft í
kostnað heldur árangur rann-
sókna. Ég trúði aö nú myndi sam-
gönguráðherra taka af skariö og
láta taka Æsuna upp þar sem hún
er á minna dýpi og í því slysi varð
manntjón. Menn eru búnir að við-
urkenna að köfunin skilaði litlu í
þágu rannsóknarinnar en fyrir lík-
fundinn ber mér að þakka. Málið
snýst um að þora að viðurkenna að
það voru mistök af hálfu stjóm-
valda að velja þessa leið. Ríkissjóð-
ur sýnir, samkvæmt nýjustu frétt-
um, 1.5 milljarða tekjuafgang og
þykir mér því ekki lengur viðun-
andi skýring að ekki séu til pening-
ar til rannsókna sjóslysa.
Hver er ábyrgur?
í ljósi nýjustu atburða mun sú
krafa, að Æsan verði tekin upp,
verða háværari með hveijum deg-
inum sem líður. Hvað þarf til að
opna augu manna fyrir alvöru
málsins? Mér virðist sem enginn
sé ábyrgur fyrir aðgerðum, eða
öllu heldur aðgerðaleysi, varðandi
þessi mál. Vinur veganna, hr.
Halldór Blöndal, er væntanlega í
sumarfríi, sjóslysanefhd er enn í
fjársvelti, sjómannaforystan er
steingeld varðandi öryggi sinna
manna og tryggingafélög skipanna
hafa ekkert við þetta að athuga. Ég
vil benda þessum aðilum á þá öm-
urlegu staðreynd að ef bæði Æsan
og Öðufell hefðu farist með fullri
áhöfn, væri verið að tala um níu
líf, mannslíf.
Kolbrún Sverrisdóttir
Kjallarinn
Kolbrún
Sverrisdóttir
Rannsóknar-
nefnd sjóslysa hefur
nú í tæpt ár haft
Æsumálið til rann-
sóknar. Enn sem
komið er er engin
niðurstaða, engin
svör. Nú, tæpu ári
eftir aö Æsan fórst,
varð annar óút-
skýrður skipskaði
þegar Öðufellið
sökk.
Forvarnir
Margt svipar til
þessara slysa, en
sem betur fer varð
mannbjörg í síðara
skiptið. Ég myndi
ekki vilja hugsa þá
hugsun til enda ef
svo hefði ekki ver-
ið og þá hvorki
viljað vera sam-
gönguráðherra né í
sjóslysanefnd. Allt
frá því á síðasta
ári hef ég, ásamt
fleirum, barist fýr-
ir því að Æsan
yrði tekin upp af
hafsbotni og ítrek-
að bent á mikilvægi þess í þágu
rannsóknar málsins. Ég vona aö
menn skiiji nú hvaða meining lá
að baki orða minna, ég var að tala
um forvamir. Það er ástæða til að
skoða þann gífurlega mun sem er
á rannsóknum sjó- og flugslysa.
Verði flugslys er rannsóknin fum-
laus, framkvæmd strax og ekki
horft í kostnað. Verði
sjóslys kemur allt ann-
að í ljós, þar eru við-
höfð allt önnur vinnu-
brögð. Þær rannsóknir
einkennast fyrst og
fremst af yfirheyrslum
yfir áhöfnum skipanna,
þ.e.a.s. þeim skipverj-
um sem eru svo heppn-
ir að komast á lífi í
land. Út úr þessum
rannsóknum kemur lít-
ið, mönnum, sem lifa
svona atburði af, ber
oftast saman um að
enginn skilur hvað
gerðist. Ef að Æsumál-
ið heföi verið leyst
strax, skipið tekið upp
„Það er ástæða tíl að skoða þann
gífurlega mun sem er á rannsókn-
um sjó- og flugslysa. Verðl fíug-
slys er rannsóknln fumlaus, fram-
kvæmd strax og ekki horft í
kostnað.u
og rannsakað, værum við væntan-
lega með svörin í höndunum.
Breyttar forsendur
Sjóslysanefnd situr nú í þeirri
slæmu stöðu að geta ekki leyft sér
að upplýsa málið með getgátum eft-
ir að Öðufellið sökk. Menn verða
að stokka spilin og gefa upp á nýtt.
Skoðanir annarra
Olíuhreinsunarstöð
Nú eru markaðshagsmunir okkar ailt aðrir og
eiga ekki aö standa í vegi fyrir byggingu olíuhreins-
unarstöðvar. Þess vegna eru þær hugmyndir, sem
nú eru uppi um byggingu olíuhreinsunarstöðvar á
Austurlandi, sem vinna olíu, sem flutt yrði frá Rúss-
landi og síðan áfram til Bandaríkjanna afar áhuga-
verðar. Að sjálfsögðu myndi markaðurinn hér njóta
góðs af.
Úr forystugrein Mbl. 13. júlí.
Slæmir lífshættir
Það er grátlegt að horfa upp á samfélag, sem á að
heita upplýst, vafra úr einni niðurskurðarkreppunni
i næsta sumarlokanaskandalinn - með viðkomu í
sektarkenndarmeðferð í „líkamsrækt" - allt vegna
þess að fólk fer illa með sig. Heilbrigðiskerfið okkar
rándýra er í vaxandi mæli sjálfskaparvíti með
tæknibrellum til að bjarga fólki undan sjálfu sér.
Stefán Jón Hafstein í Degi- Tímanum 12. júlí.
Atvinnuleysisbætur
Á síðastliðnu hausti varö uppvíst, að ýmsir hópar,
sem komast snemma á eftirlaun, gátu fengið at-
vinnuleysisbætur til viðbótar greiðslum úr lífeyris-
sjóðum, jafnt opinberum sem á almennum vinnu-
markaði. Einkum voru þar nefndir til sögu tiltölu-
lega hátt launaðir ríkisstarfsmenn, t.d. flugumferð-
arstjórar, sem hálaunahópar á almennum vinnu-
markaði, t.d. flugmenn. Þessar bótagreiðslur gengu
þvert á tilgang atvinnuleysistrygginga.
Úr forystugrein Mbl. laugardaginn 12. júlí.