Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Síða 36
I ■. , «
wnncL
á mióvikudag
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagbiað
p
ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI 1997
^Hæstiréttur:
Urlausnin
500 síður
Ekkert lát á
loðnuveið-
unum
DV, Akureyri:
Ekkert lát er á loðnuveiðunum
norður og austur af landinu, og sem
fyrr eru skipin stutt á miðunum, en
þeim mun lengur í landi eftir að
landað hefur verið úr þeim.
I nótt voru 23 íslensk skip ýmist á
miðunum eða á siglingu, og í flest-
um tilfellum fylla skipin sig í 2-3
köstum. Skipunum er stýrt frá lönd-
unarstöðvunum þannig að ekki er
um löndunarbið að ræða, heldur
tekur við löng bið að löndun lok-
inni, oft allt að 2 sólarhringum.
Ástæðan er mikil áta í loðnunni
sem gerir það að verkum að hún
geymist illa og því verður að bræða
hana jafnóðum og hún berst að
landi.
. í gær nam heildarafli íslensku
loðnuveiðiskipanna 140.500 tonnum
frá því vertíðin hófst um síðustu
mánaðamót. Erlend skip höfðu land-
að 14.200 tonnum og nam því heild-
araflinn tæplega 155 þúsund tonn-
um frá mánaðamótum sem er geysi-
lega sterk byrjun á vertíðinni.
-gk
Eldur í
Selásskóla
Eldur kviknaði í færanlegri
kennslustofu við Selásskóla á ní-
unda tímanum í gærkvöld.
Að sögn slökkviliðs hafði eldur-
rinn læst sig í vegg hússins. Prýði-
lega gekk að ráða niðurlögum elds-
ins. Líklegt er talið að um íkveikju
hafi verið að ræða. -RR
BLA, DLA, BLA, BLA,
BLA, BLA, BLA, BLA,
BLA, BLA, BLA, BLA!
L O K I
Kirfileg þögn ríkti um það hver
" yrði niðurstaða Hæstaréttar varð-
andi beiðni Sævars Ciesielskis um
endurupptöku Guðmundar- og
Geirfmnsmálsins þegar DV fór í
prentum í morgun. Úrlausn Hæsta-
réttar verður birt skömmu fyrir há-
degi í dag.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
Sævars Ciesielskis sem bað um end-
urupptökuna, sagðist ekki fá að vita
um niðurstöðuna fyrr en skömmu
fyrir hádegi í dag, rétt áður en hún
verður kunngerð fjölmiðlum. Úr-
lausnir Hæstaréttar eru í tveimur
bindum og eru samtals 500 blaðsíð-
ur.
„Úr því þetta er svona langt þá er
tekið á því með öðrum hætti en ég
(: ♦ átti von á. Ég treysti mér ekki til að
spá um hver niðurstaðan verður,"
sagði Ragnar. -RR
Steingrímur J. ræðukóngur á Alþingi:
Talaði í rúmlega
sólarhring
Arnbjörg Sveinsdóttir talaði minnst
Mælskasti alþingismaðurinn og
ræðukóngur Alþingis á síðasta þing-
tímabili er Steingrímur J. Sigfússon.
Samanlagður
ræðutími hans,
eða viðvera í
ræðustól Alþingis
var 27 klukku-
stimdir og flórar
mínútur, en hann
sté í ræðustól alls
231 skipti.
í öðru sæti er
flokksbróðir
hans, Svavar
Gestsson. Svavar
Steingrímur J.
Sigfússon
talaði samtals tæpum klukkutíma
skemur en Steingrímur, eða í 26
klukkustundir og
9 mínútur. Svav-
ar staldraði hins
vegar skemur við
hvert mál því að
hann kom oftar í
ræðustólinn en
Steingrímur J„
eða 384 sinnum.
Hjörleifur
Guttormsson,
sem stundum
þótti langorður og einhver þing-
manna fann upp mælieininguna
hjörl til að slá máli á ræðutíma
hans er í þriðja sæti hvað varðar
langan ræðutíma. Hann talaði sam-
tals í 22 klukkustundir og 54 mínút-
Davíö Oddsson
ur í 226 ræðum. Alþýðubandalags-
þingmennirnir þrír eru því ótví-
rætt fyrirferðarmestu ræðu-
mennirnir.
Sá alþingismanna sem stuttorð-
astur var er Ambjörg Sveinsdótt-
ir, S. Hún kom á þingtímanum 16
sinnum í ræðustól, en var afar
stuttorð í hvert sinn. Samanlagður
ræðutími hennar er tæp ein klst.,
eða 59 mínútur. Hún er því ótví-
ræður sigurvegari í að setja mál
sitt fram á hnitmiðaðan hátt.
Sá sem næst styst vermdi ræðu-
stól Alþingis var Guðjón Guðmunds-
son, S. Guðjón talaði í samtals eina
klst. og tvær mínútur í 14 ræðum. Sá
sem er í þriðja sæti hvað varðar
stuttan ræðutíma
er Magnús Stef-
ánsson, F. Hann
talaði samtals 1,09
klst. í 26 ræðum.
Á heildina litið
voru stjómarand-
stöðuþingmenn
mun fyrirferðar-
meiri í ræðustóli
Alþingis en
stjómarþing-
menn. Davíð Oddsson
Arnbjörg Sveins-
dóttir
forsætisráð-
herra tók alls 84 sinnum til máls en
talaði samtals í 4,45 klst. Friðrik Sop-
husson er sá stjómarliða sem oftast
og lengst talaði. Hann hélt 188 ræður
og var 13,35 klst. að þvi. -SÁ
Elliðavatn:
Óhugnanleg-
ur verknaður
- álftarungi drepinn
„Þetta er mjög óhugnanlegur
verknaður. Það er mikil mann-
vonska að drepa saklaust dýr
svona. Þetta er mál sem ekki á að
þegja yfir,“ segir Ólafla Ólafsdótt-
ir, íbúi á Víðivöllum við Elliða-
vatn, vegna óhugnanlegs dráps á
álftarunga þar um helgina.
Ólafla og fjölskylda hennar sáu
álftarungann dauðan í fjöruborð-
ina skammt frá bænum. Hann
hafði verið stunginn með tálgaðri
spýtu. Ólafía segir að fleiri tálgað-
ar spýtur hafl legiö á jörðinni
þarna skammt frá. Hún segist ekki
hafa neinn grun um hver gæti
hafa framið þennan Ijóta verknað.
Álftarungi var drepinn meö tálgaðri spýtu viö Elliðavatn um helgina. Unginn fannst í fjöruborðinu. Fleiri tálgaðar
spýtur lágu skammt frá. Á innfelldu myndinni má sjá álftafjölskylduna áður en unginn var drepinn.
DV-mynd S
Mjög gæfar
„Margar álftir hafa verið á vatn-
inu undanfarin ár. Þær eigna sér
vatnið yfir varptímann. Álftapar
og þrír ungar hafa sérstaklega
mikið verið hér á ferðinni. Þessi
ungi, sem var drepinn, var einn
þeirra. Þessar álftir voru orðnar
mjög gæfar. Þær komu alltaf til
fólks ef það var á ferli þama,“ seg-
ir Ólafía.
-RR
Veður á morgun:
Hlýjast
sunnan-
lands
A morgun verður hæg norð-
læg eða breytileg átt. Víða verð-
ur léttskýjað sunnanlands en
skýjað um landið norðanvert.
Sums staðar á annesjum norð-
anlands verður súld en annars
úrkomulítið. Hætt er við síð-
degisskúrum. Hiti verður á bil-
inu 6 til 19 stig, hlýjast sunnan-
lands.
Veðrið í dag er á bls. 37
Pantiðí tima!
I 16
íföJaSi'.
dagar til þjóðháttðar
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Bókanir t stma 570 3030
■
Kaupmann
gott vöruúrval 09
persónulcg þjónusta
þínu hverf j.
^ llÍll U>| \||||| #