Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ1997
5
Fréttir
Hreppsnefnd Breiödalsvíkur verslar meö hlutabréf í Búlandstindi hf.:
Riftu sölunni þegar
bréfin hækkuðu
„Ég vil ekkert um þetta segja
annað en það að það kom fram ósk
frá Skafta um að kaupa bréfin en
þetta var aldrei frágengið mál,“
sagði Lárus Sigurðsson oddviti og
sagðist að öðru leyti ekkert vilja
tjá sig um málið.
Fékk ekki aö sjá bréfin
Skafti segir að þegar hann hafi
borgað hiutabréfin og fengið kvitt-
un fyrir greiðslunni, hafi Lárus
oddviti sagt að hann fengi ekki
sjálf bréfm alveg strax. Um það bil
þremur vikum síðar segist hann
hafa spurst fyrir um bréfin og feng-
ið svör um að enn sé ekki búið að
ganga frá þeim bréfum sem seld
hafi verið.
Frá höfninni á Breiðdalsvík.
ly*-- í ••
„Síðan hækkuðu bréfin í Bú-
landstindi hf. í verði. Þá kom upp
óánægja í þorpinu vegna þess að
bréfin voru ekki augiýst til sölu.
Hreppsnefndin ákvað þá að aug-
lýsa þau til sölu og þá sóttu flestir
þorpsbúar um að kaupa bréf. Upp-
hæðin komst í tæpar 400 miiljónir
króna. Hreppurinn átti ekki nóg
hlutabréf í þessa upphæð og
ákveðið var að hætta við að selja,
enda bréfin á rok uppleið. Þeir
ákváðu þá að hætta líka við söl-
una á bréfunum til mín enda þótt
ég væri búinn að greiöa þau og
væri með kvittun fyrir,“ segir
Skafti Ottesen og boðar sem fyrr
segir málaferli.
-S.dór
Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur.
Kristinn Hugason hugsar sér til hreyfings:
Vill nýtt og
betra
„Ég hef fullan hug á að sækja um
nýtt og betra starf ef það býðst.
Menn sækja um aðrar stöður af því
að þeir vilja hækka í metorðastigan-
um og þannig er því háttað með
mig,“ sagði Kristinn Hugason
hrossaræktarráðunautur.
Kristinn sagðist hafa sótt um
starf framkvæmdastjóra Bænda-
samtaka íslands þegar það var aug-
lýst á sínum tíma. í þá stöðu var
Sigurgeir Þorgeirsson ráðinn. „Ég
mun sækja um það aftur ef það
verður auglýst að nýju. En ég tek
fram að ég ber fullt traust til núver-
andi framkvæmdastjóra," sagði
Kristinn. „Það má ekki skilja orð
mín svo að ég sé orðinn leiður í því
starfi sem ég gegni núna. í heild er
starf
ég mjög ánægður í því. Ég tel mig
hafa komiö mjög miklu í verk og
gerbreytt starfinu á nokkrum árum.
Ég tel að krafta minna sé þörf á öðr-
um vettvangi og sit um að ná í þá
stöðu sem gerir það fært.“
Kristinn sagðist álíta að það gust-
aði minna um starf hans nú en oft
hefði verið áður. „Ég tel að aðgerðir
síðustu ára séu famar að bera
órækan vitnisburð um það. Þegar
ég horfi yfir vorið þá er ég stórá-
nægður með framvinduna.
En ég tel aö menn eigi ekki að
vera alltof lengi i sama starfinu. Það
er gott að skiptin verði ör, þannig
að yngri menn komist að en hinir
eldri á nýjan starfsvettvang.“
-JSS
Guðjón A. Kristjánsson um miðlínu íslands og Grænlands:
Miðað við sker
Grænlandsmegin
- það er rangt, segir Tómas Heiðar þjóðréttarfræðingur
Guðjón A. Kristjánsson, skip-
stjóri og formaður Farmanna- og
fiskimannasambandsins, sagði í
samtali við DV að hann og fleiri sjó-
menn væru óánægðir með nýju
miðlínuna milli íslands og Græn-
lands, eftir að Kolbeinsey hættir að
vera viðmiðunarpunktur.
„Það er staðreynd að á svæðinu
milli Scoresbysunds og
Ammassalik, á austurströnd Græn-
lands, eru eyjar og sker, ekki ósvip-
uð Kolbeinsey, sem miðað er við
Grælanlandsmegin. Það gæti mun-
að 6 til 7 mílum ef þessi sker væru
ekki viðmiðunarpunktar. Og það
skiptir máli varðandi rækjuveiðar á
Dohrnbanka," sagði Guðjón A.
Kristjánsson.
Hann spyr því hvers vegna ís-
lendingar hafi gefið eftir með Kol-
beinsey fyrst Danir og Grænlend-
ingar fái að miða við eyjar og sker.
Tómas Heiðar, þjóðréttarfræðing-
ur hjá utanríkisráðuneytinu, segir
að þetta sé ekki rétt hjá Guðjóni.
„Notkun Dana/Grænlendinga á
eyjunni sem um er að ræða er í
samræmi við hafréttarsáttmálann.
Hér er um nokkuð stóra eyju að
ræða því hún er um 2 km að lengd.
Hún er mun nær landi en Kolbeins-
ey. Ef dregið er strik milli ystu
annesja í Grænlandi, sem eru óum-
deildir viðmiðunarpunktar sem
hluti af meginlandinu, er þessi um-
rædda eyja í þeirri linu. Þetta er öf-
ugt við Kolbeinsey sem var grunn-
línupunktur fyrir utan grunnlín-
una,“ sagði Tómas Heiðar.
Hann segir að vegna þessa sé alls
ekki hægt að bera saman Kolbeins-
ey annars vegar og umrædda eyju
við Grænland hins vegar eins og
Guðjón gerir. -S.dór
Vatnajökull hristist
DV.Vík:
„Það eru allir rólegir hér á svæðinu
vegna þess ástands sem er núna. Við
teljum samt vissara að hafa varan á
og þess vegna ákváðum við að fá álit
vísindamanna á stöðimni eins og hún
er,“ sagði Bjami Matthíasson, sveitar-
stjóri Skaftárhrepps, í samtali við DV.
Almannavamaneftid Skaftár-
hrepps kom saman í um helgina
vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í
Vatnajökli. Nánar til tekið á því
svæði þar sem Skaftárhlaupin eiga
upptök sin.
„Á fundinum ákvað almanna-
vamanefnd Skaftárhrepps að fela
„Menn hafa verið að hittast og
ræða málin en enn er þetta allt mjög
rólegt," segir Hafliði Helgason hjá
Grósku á Akureyri um sameining-
arviðræður vinstri flokkanna á Ak-
ureyri fyrir næstu kosningar til
bæjarstjómar.
Hugmyndin um sameiginlegt
framboð A-flokkanna á Akureyri
fyrir kosningamar til bæjarstjórnar
á næsta ári kviknaði í vor. Ekki
vom ailir á einu máli um ágæti
nýráðnum forstöðumanni Kirkjubæj-
arstofu, náttúrufræðisetur sem ný-
lega er búið að koma upp á Kirkju-
bæjarklaustri, að kalla saman hóp
vísindamanna til að upplýsa okkur
um stöðu mála og viðbrögð við hættu
ef til tíðinda dregur," sagði Bjami.
Hann sagði að tilefni fundar al-
mannavarnanefndar Skaftárhrepps
hafi verið aukin jarðskjálftavirkni og
að eystri Skaftárketillinn í Vatna-
jökli væri að fyllast. Það mun leiða
til hlaups í Skaftá á næstu mánuðum.
Einnig var tilefhið að eftir síðasta
hlaup úr eystri katlinum er talið aö
gosið hafi undir jöklinum þegar
vatnsþrýstingnum létti af honum.
hennar en þegar Gróska, félag ungs
vinstri fólks, hafði verið stofnað má
segja að hjólin hafi farið að snúast
af einhverri alvöru.
í lok síðustu viku var haldinn
einn fundur þar sem aðilar hittust,
og nú eru kvennalistakonur einnig
komnar til viðræðnanna. „Þetta er á
rólegu nótunum og góður tónn í
fólki. Línur fara sennilega ekki að
skýrast fyrr en síðari hluta sumars
eða í haust,“ segir Hafliði. -gk
Þessi skjálftavirkni núna gæti mögu-
lega bent til þess að það geti endur-
tekið sig.
„En hér eru allir í stökustu ró yfir
þessu öllu saman og lífið gengur sinn
vanagang á Klaustri og í nágranna-
sveitunum" sagði Bjami. -NH
Reykjanesbrautin:
Hrikalegar
aðstæður
DV, Suðurnesjum:
Rannsóknarlögreglan í Keflavík
mældi yfirborð Reykjanesbrautar-
innar 12. júlí á þeim stað, vestan
Vogaafleggjara, þar sem tveir bílar
óku út af veginum með 2 mínútna
millibili aðfaranótt laugardags.
Hjólforin vom allt að 3 sentí-
metra djúp og samfelldir vatns-
skurðir I veginum vom 36-40 senti-
metra breiðir. Viömiðunarmörk
Vegagerðarinnar, dýpt hjólfara,
eru 2% sentímetri. Vegagerðin vek-
ur athygli á djúpum hjólforum með
skiltum.
Aðstæður umræddu nótt vom
hrikalegar og mikill vatnselgur
myndaðist á brautinni vegna rign-
ingar. Næstu daga munu verktakar
malbika umrædda kafla ásamt
kafla á Strandarheiði. -ÆMK
Sameiginlegt framboð á Akureyri:
Óskýrar línur