Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: tSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
Víðerni allra landsmanna
Tafimar, sem orðið hafa á friðlýsingu vatnasviðs þjóð-
garðsins á Þingvöllum, stafa af hagsmunagæzlu fjögurra
sveitarfélaga, sem liggja að svæðinu. Þær eru forsmekk-
ur vandamálanna, sem munu skapast, ef aðliggjandi
sveitarfélög fá lögsögu á miðhálendi íslands.
Miðhálendið er ein helzta auðlind þjóðarinnar og sam-
kvæmt dómsúrskurðum að mestu leyti ekki í eigu neins
aðila, ekki ríkis, ekki sveitarfélaga og ekki einstakra bú-
jarða. Umhverfisráðherra stefnir að því, að fjörutíu
sauðfj ár-sveitarfélög fái lögsögu yfir þessu svæði.
Hagsmunir sveitarfélaganna fjörutíu hafa lengst af
tengst upprekstri sauðfjár og ofbeit á þessu svæði. Þeir
eru algerlega andstæðir þjóðarhagsmunum, sem fyrst og
fremst tengjast nýtingu hins ósnortna víðemis sem upp-
sprettu endurnæringar og gjaldeyristekna.
Ferðamannaþjónusta skiptir okkur meira máli en
sauðfjárrækt. Ferðamenn skapa verðmæti, en sauðfé
eyðir þeim. Erlendir ferðamenn em svo mikilvægir, að
tekjur af núverandi og fyrirhugaðri stóriðju og orkuver-
um tengdum þeim blikna í samanburði við þá.
Enn er tími til að koma í veg fyrir lögsögu sveitarfé-
laganna fjömtíu. Alþingismenn stjómarflokkanna verða
að fara að átta sig á skaðræðisáhrifum núverandi um-
hverfisráðherra og byrja að vinda ofan af þeim, áður en
kemur að skuldaskilum í næstu þingkosningum.
Bezt væri, ef kjósendur í Reykjavík og í Reykjanesum-
dæmi stilltu þingmönnum sínum upp við vegg og segðu
við þá: „Þið hafið löngum leyft ótrúlegustu dreifbýlis-
hagsmunum að vaða uppi. Nú er nóg komið. Við sem
kjósendur segjum ykkur öllum upp störfum.“
Fyrirhuguð lögsaga fjömtíu sauðfjár-sveitarfélaga á
miðhálendinu er kjörið tækifæri fyrir kjósendur í öðr-
um sveitarfélögum til að byrja að segja: „Nei, takk, nú
verður ekki gengið lengra.“ Mismununin í máli þessu er
svo augljós, að ekki verður unnt að verja hana.
Við væntanlega og nauðsynlega stefnubreytingu er
brýnt, að miðhálendið verði gert að sameign þjóðarinn-
ar allrar, en ekki íjömtíu sveitarfélaga. Það verður bezt
gert með lögsögu ríkisins, sem er eini aðilinn í landinu,
sem hefur umboð fyrir alla landsmenn.
Ennfremur er brýnt, að ráðamenn fari að átta sig á, að
tekjur þjóðarinnar af margvíslegu raski á miðhálendinu
vegna orkuvera og stóriðju em ekki nema hluti af tekj-
um þjóðarinnar af ferðamönnum, sem fremur vilja sjá
ósnortið víðerni en stíflugarða og raforkulínur.
Hingað til hefur Landsvirkjun hagað sér eins og hún
eigi miðhálendið. Hún hefur lagt þar línur kmss og
þvers. Hún hefur búið til steindauð miðlimarlón með
breytilegu vatnsyfirborði og viljað kaffæra alþjóðlega
viðurkennd náttúruundur á borð við Þjórsárver.
Frá því að Landsvirkjun var fyrst leyft að leika laus-
um hala hefur tvennt gerzt í senn. í fyrsta lagi hefur orð-
ið hugarfarsbreyting, sem felur í sér, að fólk tekur ósnor-
ið víðemi fram yfir stóriðju. í öðm lagi hafa menn áttað
sig á, að tekjudæmið er annað en ætlað var.
Við þetta bætist, að íslenzka ríkið hefur tekið á sig
fjölþjóðlegar skuldbindingar um minnkaða losun skað-
legra lofttegunda á borð við þær, sem koma frá stóriðju.
Erfitt verður að standa við skriflegu loforðin nema
kúvending verði í umhverfismálum landsins.
Undanfarin ár hefur orðið veruleg hugarfarsbreyting
þjóðarinnar í umhverfismálum. Þeirrar breytingar þarf
nú að fara að sjá stað í stjómsýslu og lagasetningu.
Jónas Kristjánsson
Frá þingi Noröurlandaráðs 1990. Höfundur segir aö ákveöin félagsleg réttindi þeirra sem fiytja á milli Norður-
landanna hafi falliö úr gildi viö gildistöku EES-samningsins.
Glötuð félags-
leg réttindi?
töku EES-samningsins.
Ef einhverjar breytingar
hefðu orðið mætti rekja
þær til breytinga á lög-
um í einstökum ríkjum
Norðurlanda.
IJölmargir íslendingar
hafa hins vegar aðra
reynslu. Mér vitandi
hefur ekkert Norður-
landanna lagt af greiðsl-
ur fæðingarorlofs. Samt
sem áður hafa margir
lent í vandræðum í
þeim efnum þegar flutt
er milli Norðurland-
anna. Nýlegt dæmi.
Kona sem á von á barni
í haust hefur fengið þau
svör að hún fái hvorki
greitt fæðingarorlof hér
„Lítið hefur verið gert til að auð-
velda almenningi að leita upplýs-
inga á einum stað hvað varðar
réttindi hans innan Evrópska
efnahagssvæðisins og innan
Norðuriandanna þar sem þrátt
fyrir aiit ríkja sérákvæði í sumum
efnum.“
Kjallarinn
Margrét
Frímannsdóttir
formaöur Alþýðubanda-
lagsins
Ég hef áður lýst
því yfir að staða ís-
lendinga innan
Evrópu, með aðild
að Evrópska efna-
hagssvæðinu
(EES), sé metnaðar-
laus. Samningur-
inn er um margt
ófullkominn og lít-
ið virðist gert í því
af hálfu íslenskra
stjórnvalda að
reyna að laga það
sem augljóslega er
íslendingum til erf-
iðleika, en við virð-
umst hafa tapað
áður umsömdum
réttindum við fram-
kvæmd samnings-
ins. EES-samning-
urinn hafði marg-
vísleg áhrif á stöðu
almennings á Evr-
ópusvæðinu. Sum
áhrif hans voru til
bóta, en önnur eru
mjög neikvæð.
Þannig virðist
EES-samningurinn
hafa leitt til minni
réttinda íbúa Norð-
urlandanna sín í
milli en áður var.
Þessi neikvæðu
áhrif koma t.d. fram þegar einstak-
lingar reka sig á vegg í samskipt-
um við velferðarkerfi einstakra
Norðurlanda.
Ekki réttur til fæðingarorlofs
Norðurlöndin höfðu áöur samn-
ing um gagnkvæm félagsleg rétt-
indi, t.d. hvað varðar töku fæðing-
arorlofs. Við gildistöku EES- samn-
ingsins féll þessi samningur úr
gildi. Þar með féll réttur þeirra
sem flytja búferlum til Norður-
landanna niður að hluta. í fyrir-
spurnum sem ég lagði fyrir félags-
málaráðherra og heilbrigðisráð-
herra á Alþingi vetm-inn 1995-96
fullyrtu ráðherrarnir að ekki hefði
verið dregið úr gagnkvæmum rétt-
indum Norðurlandabúa með gildis-
á landi né í Danmörku, þangað
sem hún er að flytja með fjölskyldu
sinni. Fjölskyldan flytur vegna
starfa heimilisföðurins rétt áður
en von er á baminu. Danir telja sig
ekki eiga að greiða konunni fæð-
ingarorlof, og hjá Tryggingarstofn-
un hefur hún fengið þau svör að
hún missi réttinn til orlofsins með
Qutningi lögheimilis til Danmerk-
ur.
Hjón sem Quttu heim eftir nokk-
urra ára nám í Danmörku eignuð-
ust barn skömmu eftir heimkom-
una. Þau fengu ekki greitt fæðing-
arorlof. Þau urðu réttlaus vegna
Qutnings milli landa. Þetta hefði
ekki gerst fyrir gQdistöku EES-
samningsins. Réttur þessa fólks er
því enginn þrátt fyrir að heQbrigð-
isráðherra hafi sagt á Alþingi að
„þegar um sé að ræða tímabund-
inn rétt tQ bóta í peningum, t.d.
sjúkradagpeningum eða fæðing-
ardagpeninga, greiðist bætur frá
landinu þar sem viðkomandi var í
vinnu þegar veikindi komu upp og
samkvæmt lögum þess lands, jafh-
vel þó viðkomandi sé búsettur í
öðru landi“. Þetta gQdir hins vegar
ekki hvað varðar sjálft fæðingaror-
lofið.
Skortur á upplýsingum
Einstaklingar eru mjög vamar-
lausir þegar stofnun eins og Trygg-
ingastofnun vísar í miQiríkjasamn-
inga og fríar sig skyldu tQ bóta.
Hvert eiga slíkir einstaklingar að
leita? Þó EES-samningurinn haQ
lagst yQr samvinnu Norðurlanda
sem þróast hafði í áratugi, náði
hann ekki að eyða öQum ávinningi
Norðurlandasamstarfsins.
En á mörgum sviðum, hvort sem
um er að ræða einstaklinga eða
fyrirtæki, verða íslendingar varir
við það að þeir eru annars Qokks
innan Evrópska efnahagssvæðis-
ins. Ríki Evrópubandalagsins (EB)
setja þegna EES-ríkjanna skörinni
lægra en sína eigin. Þetta er langt
í frá viðunandi staða. íslensk
stjómvöld hafa því ekki marga
kosti. Annaðhvort er að fá fram úr-
bætur á EES-samningnum og sjá
01 þess að þau réttindi sem hann á
að gefa séu tryggð eða segja honum
upp og leita annarra leiða í sam-
skiptum landsins við Evrópu. Nú-
verandi staða er ekki viðunandi.
MQliríkjasamningur sem tekur
þann sjálfsagða rétt af fólki að fá
greitt fæðingarorlof getur ekki
verið góður samningur. Samning-
ur sem leiðir tQ þess að Alþingi er
breytt í afgreiðslustofnun og gert
að afgreiða lög sem sett em ann-
ars staðar án þess að geta breytt
þeim svo nokkra nemi, getur held-
ur ekki verið góður samningur. ís-
lendingar verða að hugsa Evrópu-
málin upp á nýtt og gera það án
fordóma með hagsmuni lands og
þjóðar að leiðarljósi.
Margrét Frímannsdóttir
Skoðanir annarra
Hneisa fyrir þjóðina
„íslendingar ættu að varast að skjóta sig í fæt-
urna. YfirgengQegt verðlag getur auðveldlega komið
i veg fyrir að ferðamenn sjái nokkra af faQegustu
stöðum íslands. Hvað Flugleiðir varðar tel ég að
tímabært sé að Qugfélagið fái samkeppni í miQi-
landaQuginu. Verðið er hreint út sagt hneisa fyrir
þjóðina.“
Breski útvarpsmaðurinn James Proctor f
Mbl. 14. ágúst.
Kveinstafir fá samhengi
„Ef forstjóri óskabams þjóðarinnar er með 2 mQlj-
ónir á mánuði er það ágætis viðmiðun fyrir aðra for-
stjóra; kveinstaQr opinberra starfsmanna fá sam-
hengi þegar bornir saman við rauiQaun ríkisfor-
stjóranna; kvennabaráttan fær bærQega viðspymu
þegar í ljós kemur að konur finnast ekki í hátekju-
störfum."
Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum
14. ágúst.
Sendið tékka
„Skattgreiðendur hljóta að gera þá kröQi að stjóm-
völd hætti að skipta sér af landbúnaði og geQ inn-
Qutning landbúnaðarvara frjálsan. Ef vQji er á með-
al einhverra íslendinga til að styrkja óhagkvæman
íslenskan landbúnað væri þeim að sjálfsögðu frjálst
að gera það áfram með því að greiða hærra verð fyr-
ir vöruna við búðarkassann eða hreinlega að senda
uppáhaldsbóndanum tékka."
Úr Vefþjóðviljanum 22. júlí.