Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 Fréttir DV ^ Flaggskip Húsvíkinga kemst ekki í höfnina þar: Ofært að heima- höfn Húsvíkings sé á Akureyri - segir Einar Njálsson bæjarstjóri DV, Akureyri: „Það er auðvitað alveg ófært að heimahöfn Húsvíkings sé á Akur- eyri, það er eiginlega svo neyðarlegt að það er varla að maður geti nefnt það,“ segir Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík, en Húsvíkingur, nýja flaggskipið í fiskiskipaflota Húsvíkinga, kemst ekki inn í höfn- ina þar sökum þess hversu djúpt skipið ristir. Reyndar hafa Húsvíkingar varla vitað hverju þeir ættu að trúa varð- andi djúpristu skipsins sem áður hét Pétur Jónsson og er eitt af glæsile- gustu og stærstu fiskiskipum íslend- inga, því tölur Siglingastofnunar og skipstjóra skipsins um það hafa ekki borið saman. Skipstjórinn hefur haldið því fram að skipið risti 7,6 metra en Siglingastofnun lagði fram tölurnar 6.0-6,4 metra. Þegar DV ræddi við fulltrúa Siglingastofnunar sagði hann að mistök hafi átt sér stað og tölur skipstjórans væru réttar. „Það er sama hvor talan er rétt, við þurfum að gera ráðstafanir hér til að skipið geti landað í sinni heimahöfn, sem og önnur stór skip Hið nýja skip Húsvíkinga, Pétur Jónsson PH. sem við höfum gert samninga við um að kaupa af afla. Við vorum með heimild til dýpkunar í Suðurhöfn- inni árið 1999 en nú höfum við ákveðið að taka ekki þessi stóru fiskiskip þar inn, heldur í Norður- höfnina og ætlum um leið að stækka viðlegukantinn þar. Tækni- menn Siglingastofnunar eru núna að vinna fyrir okkur að þeirri út- færslu og við stefnum að því að leggja tUlögur um þessa fram- kvæmd fyrir hafnarnefnd í næsta mánuði," segir Einar Njálsson. -gk Nóg er af heitu vatni í nýja þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu í Skógum og öll hreinlætisaðstaöa til fyrirmyndar. DV-mynd NH Heitt vatn í nýju þjönustuhúsi á tjaldstæðinu á Skógum DV.Vík: Nýlega var tekið i notkun nýtt þjónustuhús á tjaldsvæðinu í Skóg- um. í því er öll hreinlætisaðstaða, salerni og vaskar, og fyrirhugað er að þar verði einnig þvottavél og þurrkari. Úti eru svo skolvaskar. Það sem vekur athygli ferðalanga er að í húsinu er nóg af heitu vatni. Þá eru sturtur í þjónustumiðstöð- inni Fossbúanum, sem er félags- heimili Austur-Eyfellinga, en þar er afgreiðslan fyrir tjaldsvæðið. Þessar sturtur eru fyrir ferðafólk og er tím- inn ekki takmarkaður. Skýringin á þessu er sú að í Skóg- um er nóg af heitu vatni sem fæst úr borholu sem var gerð fyrir nokkrum árum og vatnið úr henni nægir vel fyrir aUa byggðina í Skóg- um og nýtist einnig fyrir tjaldsvæð- iö. -NH Framkomu- og módel námskeib hefst í nœstu viku. Fjölbreytt og spennandi markvisst námskeiö fyrir stúlkur og pilta, 13-16 ára og 17 ára og eldri. 1. Fyrri hluti, byrjendur. Snyrting og hreinlæti Framkomuþættir Siðvenjur Ganga - snúningar Framsögn Mannleg samskipti 2. Síhari hluti, framhald Sviðsframkoma Tjáning Myndataka - Video Hæfinspróf, tískusýning 1. verftlaun: l'erð til Seoul í fegurðarsamkeppni 1998. Ath. okkur vantar gott sýningarfólk í haust. 2. vcrMaun: Samningur viö Módelsamtökin um sýningarstörf. Kennarar: Henny Hermansdóttir, danskennari og módel. Esther Finnbogadóttir, módel. Guðmundur Hreiðarsson, módel. Mit/jLcÁ/l&ffrXðJ/lAJh' Skipholti 25 Innritun og upplýsingar í símum 557 3340 og 564 3960 milli kl. 16.00 og 19.00. Unnur Arngrímsdóttir, framkvœmdastjóri. Hvalfj ar ðargöng: Kalla á vegabæt- ur í Borgarnesi DV.Vesturlandi: Fyrir skömmu var tekiö fyrir í skipulagsnefnd Borgarbyggðar bréf frá bæjarráði þar sem óskaö er eftir tiUögum frá nefndinni um viðþrögð við opnum Hvalfjarðarganga. Málið var rætt og eftirfarandi bókun sam- þykkt: „Með tilkomu Hvalfjaröarganga má gera ráð fyrir aukinni umferð um Borgarfjörð og Borgarnes. í þessu sambandi leggur skipulags- nefnd áherslu á að unnið verði að endurbótum á umferðaræðum um byggðarlagið þannig aö akandi og gangandi komist greiðlega um og án slysahættu. í því sambandi bendir skipulagsnefnd á að nauðsynlegt er að breikka þjóðveg nr 1. við Vega- gerð ríkisins í Borgamesi og setja á hann aðrein við gatnamót Vestur- landsvegar og Borgarbrautar." Þá bendir nefndin á nauðsyn þess að setja göng undir Borgarbraut gegnt Leikskólanum Klettaborg, til að tryggja greiðari umferð gangandi og hjólandi milli íbúðarhverfa. Einnig itrekar nefndin nauðsyn á lagningu gangstígs frá þéttbýlinu í Borgamesi að útivistarsvæðum í Hamarslandi. Ofangreind atriði em nauðsynleg sem fyrstu viðbrögð en nefndin bendir jafnframt á að aukin umferð kemur til með að þrýsta á nýlagn- ingu þjóðvegar 1 upp með landinu, eins og gert er ráð fyrir á því aðal- skipulagi sem er í vinnslu. -DVÓ Sementsverksmiöja ríkisins: Rúmlega 10% aukning á sements- sölu DV Akranesi Sementssala fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur aukist um 10,43% miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Tómasar Runólfssonar, deild- arstjóra hjá Sementsverksmiðju Ríkisins hf. á Akranesi. Fyrstu sjö mánuði ársins 1996 voru seld 47.937 tonn en fyrstu sjö mánuöi þessa árs voru seld 52.942 tonn. Allt árið 1996 voru seld 88.000 tonn af sementi og á þessu ári er gert ráð fyrir því að salan veröi 95.000 tonn. Þessa aukningu á sem- entssölu má aöallega rekja til ál- versframkvæmdanna á Grundar- tanga og framkvæmda við Hval- fjarðargöngin. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.